Vísir - 19.10.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 19.10.1979, Blaðsíða 24
Föstudaaur 19 Spásvæði Veðurstofu islands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörð- ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður- land, S. Norðausturland, 6. Austfirðir, 7. Suöausturland, 8. Suðvesturland. veðurspá dagslns BUist er við stormi á Vest- fjarðamiðum, Noröurmiðum og Norðurdjilpi. Kl. 6 var 972 mb. lægð við Vestmannaeyjar á hreyfingu ANA. Veður fer kólnandi, fyrst norðanlands. Veðurhorfur næsta sólar- hring. Suövesturland og miö.geng- ur i NV eða N 6-7 með skúrum i dag, fer aö lægja í nótt. Faxaflói, Breiðafjörður og miö, NA 5-7 og sums staðar dálltil rigning i fyrstu, en viða slydda á Breiöafiröi þegar liö- ur á daginn. Vestfiröir og mið, NA 7-9 og slydda eöa snjókoma I dag, en hægari i nótt. Noröurland og mið, NA 6-7 slydda eöa snjókoma, sums staðar 8-9 á miöum. Norðausturiand og mið, NA 3-5 og rigning eöa siydda I fyrstu en NA 5-7 og slydda eða snjókoma i kvöld. Austfiröir, Suðausturland og mið, SA 4-6 og skúrir I fyrstu, gengur i NV 4-6 og léttir til I kvöld. Veörið hér og har Veöriö kl. 6 i morgun. Akureyri rigning 2, Bergen rigning 7, Helsinki rigning 4, Kaupmannahöfn léttskýjað 7, Osló okumóða 3, Reykjavik rigning 6, Stokkhólmurskýjað 5, Þórshöfn léttskýjað 8. Veðriö ki. 18 I gær. Aþena léttskýjað 24, Berlin léttskýjað 9, Chicago mistur 20, Feneyjar þokumóða 18, Frankfurt léttskýjaö 12. Nuuk heiðskirt 2, London léttskýjaö 13, Luxemburg léttskýjað 8, Las Palmas skýjað 21, Mallorca léttskýjað 16, Mon- treal léttskýjaö 10, New York mistur 21, Parisléttskýjað 14, Róm rigning 20, Malaga al- skýjað 18, Winnipegskýjaö 11. L0ki segir Það er talaö um aö Sjöfn hafi oröið of sein aö tilkynna sig i prófkjör Sjálfstæöisflokks- ins... Þrjátíu Hrafnistumenn uröu fyrir matareitrun „Þáð bendir allt til þess að hér hafi verið um matareitrun að ræða”, sagði Þórhallur Halldórs- son, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits Reykja- vikurborgar, i samtali við Visi i morgun. mönnum, sem eru um 400 tals- Um 30 manns veiktust á Hrafnistu I vikunni, eða rétt inn- an við tiu prósent af vist- a. „Þegar við komum á staöinn, var búið að henda öllum matar- leifum af þessum grunaða mat, svo að við náöum ekki að taka sýnishorn af honum. Hins vegar höfum við tekið sýni tvivegis siðan en þau hafa ekki leitt i ljós neitt þaö, sem gæti gefið vis- bendingu um hvaö þarna var á ferðinni”, sagði Þórhallur. Hann benti á að aldrei væri nógu varlega farið með matvæli ,,að allir þeir sem fást við fram- leiðslu matvæla þurfa að vera mjög á varðbergi og halda góðri reglu um hreinlæti og rétta meðferð vörunnar”. —KP Albert Guðmundsson var faglegur að vanda, þegar hann hjálpaði matreiðslumeistaranum á Hótel Loft- leiðum að færa steikurnar á disk á sælkerakvöldi hótelsins i gær. Vfsismynd. —JA. Bragl stöðvar vlrkjun Bessastaðaár: OF DVR KOSTUR - segir orkumáiastjörl Bragi Sigurjónsson, iðnaðar- ráöherra, hefur afturkallað fyrir- mæli Hjörleifs Guttormssonar, fyrrverandi iðnaöarráðherra, um að hefja undirbúning og fram- kvæmdir viö Bessastaðaár- virkjun. 1 bréfi Braga er vitnað til þess, að Hjörleifur hafi sagt, að i reynd eigi þetta að vera byrjunin á Fljótsdalsvirkjun, en fyrir henni sé ekki lagaheimild. Bragi telur þvi eðlilegt aö Alþingi taki þetta fyrir. 1 bréfi hans er einnig vitnaö til bréfs frá Orkustofnun, þar sem Jakob Björnsson, orkumálastjóri, segi að þetta afbrigði Hjörleifs falli ekki eðlilega inn sem fyrsti áfangi I Fljótsdalsvirkjun. Þessi virkjunarkostur sé auk þess dýrari en aðrir og þvi ekki rök til að framkvæma hann nema gagngert sé stefnt að þvi að kostnaðurinn verði sem mestur. —ÓT. ÞRÓUN BORGAR- MÁLAHNA RÆDD? Fulltrúaráð Framsóknar- félaganna i Reykjavik þingaði á Hótel Sögu I gærkveldi um fram- boðsmálog kosningaundirbúning. Þar tók Jens Alexandersson, Ijós- myndari VIsis, þessa mynd af þeim Kristjáni Benediktssyni borgarfulltrúa Framsóknar I Reykjavik og Eiriki Tómassyni, aöstoðarmanni dómsmálaráð- herra. Ekki vitum við hvað fór þeim á milli, en ekki er ósennilegt að ný staða i borgarstjórninni, eftir að Landvirkjunar- samningurinn féll, hafi verið á dagskrá. Visismynd: JA. OLAFUR FRAM í REYKJAVÍK? Fulllrúaráðið Dýr tll iistann Ákveðið hefur veriö aö fulltrúa- ráö fra msóknarfélaganna i Reykjavik tilnefni menn á lista flokksins i Reykjavik og kjósi svo um þá tiu sem verðæ efstir. Mjög mun nú lagt að Ólafi Jóhannes- syni að fara fram i Reykjavik. Jón Aðalsteinn Jónsson, for- maður fulltrúaráðs framsóknar- félaganna i Reykjavik, staðfesti við Visi i morgun aö þessi háttur yrði hafður á. „Aðahog varamenn i fulltrúa- ráðinu, sem eru um 360 talsins, mega tilnefna fjóra fulltrúa hver og svo verður kosiðum þá tiu sem verða efstir i tilnefningunni. Tilnefningin byrjar á laugar- dag kl. 13-19, verður á sunnudag á sama ti'ma.og siðasti frestur er á mánudag frá 9-12. Kjörið fer svo fram 26. og 27. október.” Aðspurður um Ólaf sagði Jón Aðalsteinn að hann hefði heyrt að mikill vilji væri hjá mörgum um aö hann færi fram i Reykjavik. „Ef það veröur niðurstaða þess- arar könnunar má búast viö aö Ólafur taki þaö til athugunar” sagði hann. — óT. Prófklör slálfstæðismanna I Reykjavfk: MARGIR UM HITUNA Framboðsfresti fyrir prófkjör sjálfstæðismanna I Reykjavlk lauk I gær og bárust 22 framboð. Eftirtaldir aðilar verða i fram- boði: Agúst Geirsson, símvirki, Albert Guðmundsson, alþingis- maöur, Bessi Jóhannsdóttir, kennari, Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarfulltrúi, Björg Einarsdóttir, skrifstofu- maður, Elín Pálmadóttir, blaðamaöur, Ellert B. Schram, alþingismaður, Erna Ragnars- dóttir, innanhússarkitekt, Finn- björn Hjartarson, prentari, Friðrik Sophusson, alþingis- maður, Geir Hallgrimsson, alþingismaður, Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræð- ingur, Guðmundur Hansson, verslunarmaður, dr. Gunnar Thoroddsen, alþingismaður, dr Gunnlaugur Snædal, yfirlæknir, Haraldur Blöndal, héraösdóms- lögmaður, Hreggviður Jónsson, fulltrúi, Jónas Bjarnason, efna- verkfræðingur, Kristján Guðbjartsson, fulltrúi, Kristján Ottósson, blikksmiður, Pétur Sigurðsson, sjómaður og Ragn- hiidur Helgadóttir, alþingis- maður. Þar sem kjörnefnd hefur heimild til að bæta nöfnum inn á listann er hugsánlegt, að fleiri verði i framboði. —ATA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.