Vísir


Vísir - 31.10.1979, Qupperneq 16

Vísir - 31.10.1979, Qupperneq 16
VÍSIR MiOvikudagur 31. október 1979 Umsjón: Katrin Páls- dóttir „Bok um barn fyrir fulloröna” - segir Egili Egllsson um bók sína. Sveindómur „Þetta er ekki barnabók, þrátt fyrir aö söguhetjan sé aöeins þrettán ára gamall. Bók um barn fyrir fulloröna, gæti kannski veriö undirtitill”, sagöi Egill Egilsson f spjalli viö VIsi um nýja bók slna, Sveindómur, sem bókaforlagiö Iöunn gefur út innan skamms. Sveindómur er önnur bók höf- undar, en áöur hefur hann sent frá sér bókina Karlmenn tveggja tlma. Gagnrýni á skóla- kerfið. Aöalpersóna sögunnar er Sveinn Þór Jónsson, sem er þrettán ára. „Hann er óskaplega venju- legur drengur. Hann er meöal- maöur I sinum bekk. Þarna er ekki fjallaö um unglingavanda- mál, heldur sný ég mér aö heimilinu og skólanum. Sagan segir frá þvl hvernig hann upp- lifir umhverfi sitt og hvernig foreldrarnir reyna aö stjórna honum”, sagöi Egill. 1 bók Egils er ádeila á skóla- kerfið og heilbrigöiskerfiö. Hann fjallar um þaö hvernig Sveini Þór gengur I skólanum og I þvi sambandi gerast dramatiskir atburðir. „Ég hef lengi haft mikinn áhuga á málefnum skólans. Aö mlnu mati hefur hann ekki verið tekinn til veröugrar umfjöll- unar”, sagöi Egill. Safnaði efni i Dan- mörku. Egill lagöi grundvöllinn aö bókinni I Danmörku í fyrra- sumar. Hann sagðist hafa notfært sér gögn sem þar er aö finna á bókasöfnum. Bókin hefur verið unnin i fristundum, þar sem Egill er stundakennari viö Verkfræöi og raunvisinda- deild Háskóla Islands. „Ég vann svo að þessu öllum stundum frá þvl I vor leið og fram á haust og skilaði slðustu linunum fyrir þrem vikum”, sagöi Egill. -KP. Egill Egilsson sendir frá sér sina aöra bók, Sveindómur og kemur hún út hjá Iöunni innan skamms. Visismynd JA. Sverrir ólafsson viö eitt verka sinna. Vlsismynd GVA. Stál, kopar og ál - Sverrlr óiaisson sýnir I FíM-sainum Sverrir ólafsson hefur opnað sýningu I FIM salnum viö Laugarnesveg. Þar sýnir hann 22 myndverk. Sverrir vinnur mest I málm, stál, kopar og ál. Þetta er fyrsta einkasýning Sverris, en hann hefur tekiö þátt I samsýningum hér á landi og er- lendis. Hann lauk prófi frá Handiöadeild Kennaraskólans og Myndlista og handlöaskólanum, en einnig hefur hann sótt nám- skeið i Bandarikjunum og á Ita- liu. Sýning Sverris stendur til 11. nóvember. Hún er opin frá 14 til 22 daglega. —KP Yogabók Skula Magnussonar Skúli Magnússon: Yogabókin þln. örn og örlygur, Reykjavik 1979. AHUGAMENN um yoga mega fagnabók Skúla Magnús- sonar, og óneitanlega er gleöi- legt aö hún er frumsamin, ekki þýdd, þvl leita má vlöa I erlend- um bókum til aö finna jafn-ljósar og sannar skýringar á þeim tólf hatha-yoga æfing- um sem fyrir eru teknar og yoga-heimspekinni yfirleitt. Þá virðist blómarósin unga, Marla Einarsdóttir, sem stell- ingarnar sýnir á myndum As- grlms Agústssonar ráöa yfir einstöku likamsvaldi. Þótt mynd sýni aldrei yoga, heldur aöeins stellingu, skulum viö vona aö þau fingeröu blæbrigöi hugar eöa sálarlifs sem hverri asönu fylgja séu henni upplifaö- ur veruleiki. En þaö er órafjar- lægö frá aö sýna stellingu og iöka yoga. Ekki get ég heldur látiö hjá liöa aö klappa fyrir ljósmyndar- anum þótt mér finnist hann stundum' láta flottheit ljós- myndalistarinnar bera skýr- bókmenntir ingargildi myndanna ofurliöi. En þessar aöfinnslur skulu teljast smámundir. Sannast sagna heföi ég kosiö aö Skúli sjálfur sýndi stell- ingarnar þvi þótt hann kannski sé ekki eins fimur I skrokknum og daman þá iökar hann hatha-yoga af einstakri innlifun og skilningi og llkara þvl sem tlökast á Indlandi heldur en yfirleitt þekkist á Vesturlönd- um. Undirritaöur getur ekki stillt sig um aö predika ofboölitiö um yoga I þessu tilefni: Yoga er lifsleiö. Yogi iökar yoga allan daginnog alla daga. Annars er yoga ekki yoga. Þetta ber aö hafa I huga þegar menn læra sérstakar yoga-iðkanir, þvi gildi þeirra á ekki aö greina frá lifinu sjálfu. Þannig má segja aö stund sé ekki lögö á yoga I neinum af- mörkuöum tilgangi, til aö mynda ekki til aö veröa sér úti um sérstakan andlegan ávinn- ing né handsama tiltekinn ytri gróöa. Yoga er slíkt llf aö vanda sig aö vera til, veita hinu sanna, fagra og góöa lotningu meö llfi sinu. Þetta veit SkUli mætavel, og kemur enda skýrt fram I bók hans. Hann vitnar I BUddha: „Hugurinn fer á undan öllum hlutum öörum.hann stýrir þeim og hann skapar þá. Af öllum fyrirbærum er hugurinn næstur oss: aöeins gegnum hugann veröum vér vör hins ytri heims — þarmeö talinn vor eigin lik- ami. Sá sem komist hefur til skilnings á huganum hefur skil- iö alla hluti aöra I leiöinni.” Bókin er útgefin af smekkvisi. Og til mikilla bóta sýnast teikn- ingar Geirs Ágústssonar þótt smáar séu. LIST ÓMAKSINS VERÐ? 1 flestum hýbýlum manna er meira og minna af hlutum sem telja má til listar. Þannig mætti ætla að þörf fyrir list og listsköp- un búi I öllu fólki. List er hugtak yfir einhverja þörf sem býr I fólki og fær útrás á þaö mismunandi hátt aö erfitt er aö skilgreina, kanski ómögulegt. Hins vegar má segja aö list sé þaö sem listamenn gera og kalla list, listamenn séu þeir sem kallaöir eru þaö af sjálfum sér eða öðrum. Menn veröa aö halda sig innan þessa ramma, þvi annars mætti lita á allt sem list en ef svo væri er listsköpun óhugsandi. Samkvæmt þessu eru þeir myndlistarmenn sem kalla sig svo. A seinni árum hafa mynd- listarmenn notaö marga nýja miöla auk hinna hefðbundnu leiöa. Má þar nefna myndsegul- band, Ijósmyndun, bækur og per- formance. Dæmi eru um aö menn noti marga miöla I einu verki t.d. ljósmynd og kvikmynd. Sum þessara verka er ógerlegt að fella undir hinar heföbundnu listgrein- ar og er af þeim sökum heppi- legra aö tala um list fremur en myndlist, tónlist, ljóölist o.s.frv. sem eru of þröng hugtök. Vegna hinna mörgu leiöa sem farnar eru við gerö myndlistar (listar) er gallerliö ekki lengur eini staöurinn þar sem verkum er komiö á framfæri. Margir dreifa verkum slnum á myndsegulbönd- um eöa I bókum. Segja sumir aö gallerliö sé aö veröa úrelt. Þeir listamenn sem fást viö performance nota oft ekki gallerlin til aö framkvæma verk sln I. Svo er auövitaö aö finna mikilvægar upplýsingar I blööum og bókum. (t.d. er rekið gallerl I tlmaritinu Svart á hvltu.) Sumir listamenn, þá einkum þeir sem kenna sig viö con- ceptualisma, hafa sagt aö gagn- rýnandinn sé óþarfa milliliöur, enda sé listamaöurinn sjálfur sá sem skilur eigin verk allra manna best. Hafa þeir margir skrifaö rækilega um verk sln. Þeir hafa mikið til sins máls, meö tilliti til þess hversu óhemju erfitt er aö öðlast yfirsýn yfir það sem er aö gerast I list I dag. Svo má einnig lita þannig á að einmitt þess vegna sé stööug umfjöllun um list á opinberum vettvangi nauösyn- leg. Gagnrýnandinn eöa sá sem fjallar um myndlist er þá aö miklu leyti upplýsingamiöill sem þó er I aöstööu til aö varpa fram tilgátum um eöli samtlmalistar. Hann vill reyna aö upplifa verkin og skoöa þau bæöi I list sögu og þjóöfélagslegu samhengi og velta fyrir sér hversu miklu máli þau skipta I þvi samhengi. Til aö koma hugmyndum slnum á fram- færi getur hann þurft að beita listrænum brögðum, ef svo mætti segja, I þvl skyni aö ná fram anda þeirra hluta sem um er fjallað. Augljóst er aö I stuttum blaöa- greinum er einungis rúm til aö fyrst og fremst aö vekja athygli á hlutum sem sá sem skrifar telur skipta máli eöa athygli verða. Kannski aö ræða um eitt verk eöa jafnvelhugmynd ef svo ber undir. Er þá engan veginn miöað viö þaö sem til sýnis er i gallerlum borgarinnar. En ef list hjáípar okkur að skilja mannllfiö og okkur sjálf betur er þá ekki öll umræöa um list ómaksins verð? —HL myndlist Hannes Lárusson skrifar:

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.