Vísir - 20.11.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 20.11.1979, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Þriöjudagur 20. nóvember 1979 Vestur- Barðstrendingar Fyrirhugaður stofnfundur RAUÐA-KROSS- DEILDAR Vestur- Barðastrandarsýslu, verður haldinn í Félagsheimili Patreksf jarðar fimmtudaginn 22. nóvember n.k. kl. 20.30. Allt áhugafólk um Rauða kross málefni er hvatt til að mæta. UNDIRBuNINGSNEFNDIN Tl Dal Otl Sar i 1 IL SÖLU fsun 120 órg. 1978, ekinn 18000 km. rorgun um 2.5 milli. nkomulag um eftirstöðvar. ■mrji n iiiLli. Grensásvegi 11 sími 83150 Nauðungaruppboð sem auglýst var i 105., 1978,1. og 4., tölublaði Lögbirtinga- blaösins 1979 á eigninni Merkjateigi 4, efri hæö, Mosfells- hreppi þingl. eign Bjarna Bærings, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbanka tslands og Innheimtustofnunar sveitarfélaga á eigninni sjálfri föstudaginn 23. nóvember 1979 kl. 4.30 eh. Sýslumaöurinn I Kjósarsvslu Nauðungaruppboð sem augiýst var i 59., 61. og 64., tölublaöi Lögbirtinga- blaösins 1979 á svæöi úr landi Bygggarös, prentsmiöjuhús, Seltjarnarnesi, þingl. eign Hóia h.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Rcykjavik og Tryggingastofnunar rikisins, á eigninni sjálfri föstudaginn 23. nóvember 1979 kl. 2.30 eh. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi Nauðungaruppboð sem auglýst var i 59., 61. og 64., tölublaöi Lögbirtinga- blaösins 1979. á eigninni Látraströnd 32, Seltjarnarnesi þingl. eign Marinós Marinóssonar fer fram eftir kröfu Iönaöarbanka tslands h.f. á eigninni sjálfri föstudaginn 23. nóvember 1979 kl. 3.30 eh. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi Nauðungaruppboð sem auglýst var 159., 61. og 64. tölublaöi Lögbirtingablaös- ins 1979 á eigninni Melabraut 59, vesturendi, Seltjarnar- nesi, þingl. eign Guönýjar Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Guöna Guönasonar hdl., Ólafs Axelssonar, hdl., og lönaöarbanka tslands á eigninni sjálfri föstudaginn 23. nóvember 1979 kl. 3.00 eh. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi Nauðungaruppboð annaö og siðasta á hluta i Torfufelli 21, þingl. eign Leifs Karlssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudag 22. nóvember 1979 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 42. og 44. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á hluta i Hvassaleiti 18, þingl. eign Karenar Marteinsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudag 22. nóvember 1979 kl. 16.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik Polskar nlósnlr I SvíÞJóö Svíþjóðog Pólland hafa löngum í sögunni haft nokk- ur tengsl, enda greið leið á milli yfir Eystrasaltið. Fyrir nokkrum árum var þessi leið gerð enn greiðari með afnámi vegabréfsáritana. Þetta þótti stórt skref f ram á við í áttina til þess að slaka á spennu í sambúð austurs og vesturs og þótti fallega sungið í takt við þann anda, að auka streymi ferðamanna og hugmynda milli Austur- og Vestur- Evrópu. Vafalaust hef ur þetta haft einhver áhrif í bá átt, en síður en svo til þess að bæta sambúð þessara ríkja. MlsnotaO tll njósna Pólverjar og aörir austan- tjaldsbræöur þeirra hafa notaö sér þetta á skammarlegan hátt. Til njósna. Sviar hafa aö undan- förnu handtekiö nokkrum sinn- um Pólverja eöa fyrrverandi pólska rikisborgara, sem grun- aðir eru um aö hafa stundaö njósnir i Sviþjóö. Allt upp i ellefu hafa veriö handteknir i sömu andránni. Njósnirnar eru sagöar aö mestu leyti beint aö hernaöar- mannvirkjum, en einnig aö iönaðarleyndarmálum. Viröist flest benda til þess, aö Pólverj- ar hafi skipulagt umfangsmikl- ar njósnir á hendur Svium. Um þessa helgi voru nokkrir Pól- verjar handteknir og fundust i fórum þeirra merkt landabréf og ýmislegt fleira grunsamlegt, sem skýringar þeirra sjálfra á feröalögunum reyndust tor- tryggilegar og komu ekki heim viö hegöunina, enda voru þeir tvisaga, og þeim bar ekki saman. Grunur leikur á þvi, að þessir njósnir Pólverja séu geröar á vegum Varsjárbandalagsins eöa Sovétmanna, enda ekki nema mannlegt, aö hinir siöar- nefndu heföu hug á þvi aö not- færa sér frjálsan aögang Pól- verja aö Sviþjóö. Fjöldi njósna- mála i Sviþjóö á siöustu áratug- um hafa margsinnis leitt i ljós, að Rússum leikur mikil forvitni á varnarmálum Svia. Pólskar gyölnga- ofsóknlr Þaö hefur verið nokkur stig- andi i þvi, hvernig Sviar hafa slegið á puttana á Pólverjum. Fyrir tveim mánuöum visuöu þeir tveim pólskum diplómötum úr landi, eftir að öryggislögregl- an sænska heföi flett ofan af iön- aöarnjósnum þeirra. Hans Blix, utanrikisráöherra Svia, lét þá svo ummælt, aö um heföi veriö að ræða „ósæmilega iöju”, en „einstakt tilvik” þó. baö heföi veriðsönnu nær, aö hann sleppti þvi siöara. Þetta eru ekki einu vonbrigö- in, sem Pólverjar hafa valdiö Svium eftir afnám vegabréfs- áritana. 1 Sviþjóö eru um þrjú þúsund pólskfæddir gyöingar, sem flúið hafa ættland sitt og leitað hælis i Sviþjóö. Flestir þeirra komu þangaö eftir gyö- ingaofsóknirnar, sem flæddu yfir Pólland 1968, og bitnuöu á þeim fáu pólsku gyöingum, sem lifað höföu af ofsóknir nasista og eyðingarherferö Hitlers. Þetta fólk haföi ekki enn jafnaö sig af ofsóknum nasista, þegar hin kommúnistísku yfirvöld Pól- lands fóru að þjarma að þeim, og þoldi það þvi enn verr viö. Þvi flúðu flestir eftirlifandi gyö- ingar i Póllandi hina nýju kvelj- endur sina. A þessum tiu árum eru marg- ir þeirra orönir sænskir rikis- borgarar, en eins og mannlegt er, varö þeim oft hugsaö til æskustöövanna og allra vin- anna, sem þeir höföu skiliö eftir i Póllandi. Þetta fólk öörum fremur fagnaði afnámi vega- bréfsáritana og hugöi gott til glóöarinnar aö nota sér þaö til þess aö heimsækja gamla kunningja og vini. En þeim hef- ur jafnharöan veriö visaö frá viö landamærin. Hiö nýja pólsk- sænska feröafrelsi hefur greini- lega ekki náö til gyöinga. Gera sænsku stjórnlnnl erfltl lyrlr Út af þessu hafa sprottiö f.iöldi leiöindaatvika sem varpaö hafa skugga á sambúö Póllands og Sviþjóöar, sem sýna i verki, hversu erfitt þaö er, þegar á reynir, aö auka samskiptin milli austurs og vesturs i okkar heimshluta. Sænska stjórnin hefur margoft mátt taka á allri sinni silkimýkt og lipurö, þegar fast hefur verið aö henni lagt aö láta ekki Pólverjana komast upp með aö brjóta á gyöingum samkomulagið um frjálst ferða- frelsi. Njósnamálin aö undanförnu gera Svium ekki auöveldara fyrir, og er hreint ótrúlegt, hvaö langlundargeö þeirra er mikiö gagnvart Pólverjum. Enn flóknara veröur þetta ef rétt reynist, eins og grunur hefur vaknað um, aö ýmsir pólsku innflytjendanna i Sviþjóö reyn- ast vera þangaö komnir á snær- um leyniþjónustu austantjalds- manna. Má mikið vera, ef Svi- um þykir ekki þá kasta tólfun- um, þegar þeir, sem leitaö hafa skjóls i sænskum rikisborgara- rétti, nota það til þess aö selja leyndarmál hins nýja ættlands i hendur þeim, sem flæmdu þá áöur frá þeirra fyrra fööurlandi. Persónunjósnlr elnnlg? Þó á þaö ekki aö koma Svium á óvart, þótt laumaö sé inn I flóttamannahópana einum og einum njósnara, sem ber káp- una á báöum öxlum. Þaö er margnotaö bragö og velþekkt.til dæmis i Þýskalandi. Sviar munu vafalaust læra af þessari lexiu aö sýna meiri ár- vekni, sem þvi miöur kallar um leiö á meiri tortryggni, en þaö er vafasamt aö þeir gripi til neinna sérstakra ráöstafana annarra i samskiptum viö Pól- land. Nema i ljós eigi eftir aö koma, að Pólverjar haldi ná- kvæma spjaldskrá yfir þá, sem áöur voru þeirra landsmenn en eru nú orðnir sænskir rikisborg- arar, og haldi uppi persónu- njósnum um þá. Sænska stjórn- in veröur i þvi tilfelli að bregö- ast hart við, þvi að ekkert vest- rænt réttarriki getur látiö slikar ofsóknir viðgangast á þegnum sinum, hversu nýtilkomnir sem þeir eru.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.