Vísir - 20.11.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 20.11.1979, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Þriftjudagur 20. nóvember 1979 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davifi Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð- vinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. ,Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu 200. kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f Islenskar bókmennfir og erlenl myndprent Alþjóölegar myndabókaútgáfur meö stuttum fslenskum skýringartextum eru á góöri leiö meö aö ryöja islenskum barnabókum úr vegi. Brýnt er aö gera ráöstafanir til aö auövelda forlögum útgáfu bóka eftir fslenska höfunda og vekja jafnframt áhuga barn- anna á þeirri tegund bókmennta. Enn einu sinni er kominn sá árstími, er bókaútgáfa hér á landi tekur fjörkipp, og bóka- flóðið hellist yfir landsmenn. Þótt svolítil viðleitni hafi verið hin síðari ár af hálfu bókaútgef- enda að dreifa útgáfunni á árið allt er bókaflóðið síðustu tvo mánuði ársins eins og hvert annað náttúrulögmál hérlendis og ræður þar mestu, að bækur eru í langmestum mæli keyptar til gjafa en ekki af þeim, sem ætla að lesa þær. Eðlilegra væri því að tala um gjafabókaflóð en jólabókaflóð um þessar mundir. Búist mun við að nýir bókatitlar sem birtist kaupendum á meðan f lóðið renn- ur yfir landið muni verða á f jórða hundrað og er því ekki að undra að þar kennir ýmisse grasa. Verulegur f jöldi frumsaminne innlendra skáldrita lítur nú dags ins Ijós en þau eru langf lest ætlué fullorðnum. Barnabækur eftir innlenda höfunda eru sárafáar og hefur þeim fækkað stöðugt á síðustu árum. Ástæðuna má rekja til gíf urlegs framboðs af alls kyns mynda- sögubókum fyrir börn, sem unn- ar eru fyrir alþjóðamarkað og litprentaðar fyrir f jölda þjóða á sama stað ef tir að stuttorðir text- ar myndasagnanna hafa verið þýddir á viðkomandi tungumál. Slíkar bækur eru nú í tugatali í boði í íslenskum bókabúðum á mjög hagstæðu verði, en hliðstæðar bækur, sem fram- leiddar væru hér á landi eingöngu fyrir íslenska markaðinn yrðu margfalt dýrari og því ekki grundvöllur fyrir útgáfu þeirra. Sennilega yrði líka talinn heldur lítill fengur að slíku, jafn- vel þótt grundvellinum yrði kom- ið undir útgáfu af því tagi, þar sem kennarar og ýmsir forráða- menn barna hafa verulegar áhyggjur af að slíkar bókmenntir dragi verulega úr lestrargetu barnanna. Sigurður Helgason, skólabóka- vörður, einn bókmenntagagnrýn- enda Vísis gerði þessar alþjóð- legu teiknimyndasögur að um- talsefni í grein i Vísi á dögunum. Hann sagði að flestar mynda- bækurnar væru sæmileg afþrey- ing og alls ekki óframbærilegar. Hins vegar væri rík ástæða til að hafa það í huga að lesi börn slík- ar bækur eingöngu sé umtalsverí hætta á að lestrargetan minnki. I þessu sambandi benti Sigurðurá, að mikill munur væri á því að lesa myndabækur með stuttum texta, sem felldur væri inn í myndirnar annars vegar og skáldsögu sem væri 150 til 200 blaðsíður hins vegar. Síðar- nefnda gerðin yrði til þess að lestrarhraði barna ykist og þau yrðu hæfari til þess að stunda nám með góðum árangri. En sá sem vanist hefði myndasögunum væri algerlega vanbúinn til þess að fara að lesa sér að gagni námsbækur upp á 100 blaðsíður. Á þessari forsendu kvaðst Sigurður Helgason vara við myndabókunum, nema annað kæmi með. Þessi atriði ættu foreldrar og aðrir fullorðnir, sem kaupa munu barnabækur til jólagjafa á næstu vikum að íhuga áður en þeir gera upp hug sinn varðandi það hvaða bækur þeir velja í jóla- pakka barnanna. Því miðurerualltof fáar nýjar íslenskar barnabækur á boðstól- um á yf irstandandi bókavertíð og bera bókaútgefendur því við að ekki sé grundvöllur fyrir útgáfu þeirra við ríkjandi aðstæður. En með einhverju móti verður að leggja þann grundvöll. Lausnin aftur á móti er ekki sú að skylda bókasöfn landsins til þess að kaupa ákveðinn f jölda eintaka af bókunum. Tilvera innlendra barnabóka verður að byggjast á því að uppvaxandi kynslóð hafi löngun til að eiga þær og lesa. Þess vegna verður að vekja áhuga barnanna á íslensku bókunum með verulegu átaki, jafnframt því sem útgefendum er með einhverju móti auðveldað að standa undir innlendri barna- bókaútgáf u. Pekingstjórnin á þaö sameiginlegt meö Kreml aö þurfa aö glima viö vaxandi andóf, og var þessi mynd tekin I slöustu viku, þegar lögregl- an handtók fjóra menn viö „lýöræöis” múrinn, þar sem þeir seidu fjölritaöar frásagnir af réttarhöldunum gegn Wei Jingsheng, sem dæmdur var vegna baráttu fyrir auknum mannréttindum. lál á hugmy ndaf r æðl strí öi nu? Flogið hefur fyrir, að Kina hafi nú i undirbún- ingi að leggja niður hinn hugmyndafræðilega þátt deilunnar við Sovétríkin. Hefur stórblaðið New York Times það eftir venjulega vel upplýstum heimildum sínum í Kína. Ef rétt reynist, gæti það leitt til stórárangurs í viðræðum sem standa yfir milli Kína og Sovét- ríkjanna, þótt legið hafi niðri annað veifið Kína og Sovétrikin: Verður Heimildir New York Times herma frá því, að kínverski kommúnista- flokkurinn hafi sent erindrekum sínum bréf, þar sem ályktað er, að ekki þurfi lengur að líta Sovétríkin sem aftur- haldssinnuð. Mao gaf tónlnn baö var gamla ásökunin. sem Mao Tse-tung beindi foröum gegn Moskvu i lok sjötta ára- tugarins þegar ágreiningurinn milli þessara tveggja leiöandi afla heimskommúnismans varö ljós. Astæðan fyrir þessari ásökun formannsins var sú, aö Mao taldi Rússana oröna of blautgeöja i afstööunni til Bandarikjanna, sem Peking- stjórnin leit þá sem erkiheims- valdafjandann. Sakaði Mao Rússa um aö hafa innleitt „neytendakommúnisma” heima fyrir. En i þessu umtalaöa stefnu- bréfi flokksforystunnar til erindreka sinna er sagt, að þvi séslegiö föstu, aö Sovétrikin séu sósialisk, þvi aö framleiöslan, þaö er aö segja iönaðurinn heyri til rikinu. Hinsvegar standi öör- um helst ógnun af Sovétrikjun- um vegna vigbúnaðarkapp- hlaups Rússa, en ekki vegna þeirra tegundar á kommún- isma. ErflOar vlöræður Þessar viðræöur hófust aö til- lögu Kinverja I fyrra. Kinverjar höföu sagt, að ekki þýddi að tala um endurnýjun 30 ára samn- ingsins um „vináttu, bandalag og gagnkvæma samvinnu” viö Sovétrikin. Sá samningur renn- ur út 1980. Viðræður þessar eru tilraun af beggja hálfu til þess aö finna tengslum rikjanna nýjan ramma. Menn voru viö þvi búnir, áöur en viöræöurnar hófust, aö þær yröu langar og strangar, og ár- angur takmarkaöur, en þá aöal- lega á sviöi verslunar og menn- ingarsamskipta. Tll undlrbúnings 1 Peking ætla erlendir sendi- fulltrúar, aö þetta erindisbréf sé sent á milli til þess aö undirbúa jaröveginn, ef svo færi nú, að Kinverjar og Sovétmenn yrðu ásáttir um að grafa striösöxina i hugmyndaágreiningnum. Það er þó óljóst, hversu lik- legur sá möguleiki sé. Yfirlýs- ingar Hua formanns i Evrópu- för hans, þar sem hann veittist harkalega aö Rússum, gefa ekki til kynna, aö sættir séu skammt undan. 1 utanrikisráöuneytinu i Peking hafa blaöafulltrúar ekki viljaö láta hafa neitt eftir sér um máliö eöa samningaviöræö- urnar. Yfirleitt kemur þaö mönnum á óvart, aö hugmyndafræöin skuli dregin inn i viöræöurnar i Moskvu. Búist var viö þvi, aö þær viðræður snerust um jarö- bundnari rikismálefni til þess að missa þær ekki úr böndum. Tllboð Rússa Nú herma fréttir i Peking, aö Rússar hafi gert Pekingstjórn- inni tilboð varöandi aöalásteyt- inarefni þessara tveggja rikja. Nefnilega milljón manna herliö Sovétmanna viö landamæri Kina. Moskvustjórn er sögö hafa tjáö sig fúsa til þess aö fækka i herliöinu i Mongóliu, ef Kinverjar eru fáanlegir til þess að undirrita , ekki - árásar- samning:' Þessu munu Kinverj- ar hafa mætt meö kröfu um aö fækkaö yröi i liöi Sovétmanna meöfram öllum landamærun- um, en ekki aöeins i Mongóliu. Kinverjar hafa ekki aðeins áhyggjur af veru herliðsins við landamærin hjá þeim. Þeir hafa fylgst af miklum áhuga meö endurreisn flotastööva Sovétmanna i Cam-Ranh-flóa og i Da Nang i Vietnam og flug- valla. I Peking lita menn svo á, að þessar flug- og flotastöövar ógni höfnum og bæjum i Suður- Kina, og jafnframt fái Sovét- menn aukinn möguleika til þess að þrýsta aö Japönum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.