Vísir - 20.11.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 20.11.1979, Blaðsíða 14
14 vtsm Þriöjudagur 20. nóvember 1979 iítertlö i 09 orKan Færeyingar sögðu hér áður fyrr þegar þeir komu í I atvinnuleit á togarana að Islendingurinn gæti allt. ■ Engu er likara en nú séum við i öldudal og Færeyingar J á toppnum. Þeir hafa tekið að sér að ferja okkur á | milli landa# malbika eigin vegi og reka fiskvinnsluna | með myndarbrag. Nú koma þeir til að falast eftir ■ íslenskri raforku. Til að nefna tölur bjóða þeir f jórfalt | verð miðað við hverja selda kílovattstund til Álvers- I ins/ sem grundvöll viðræðna. Hver nágranninn á fætur öör- um á ekki til orð yfir alla orkumöguleikana sem þeir sjá hér blunda á eöa undir yfir- borðinu og biöa þess aö veröa nýttir i mannlegar þarfir. Ekki er ótrúlegt aö ýmsir útlendingar eigi eftir aö ýta viö íslendingum á komandi árum i orkumálum, taki þeir ekki viö sér fljótlega. Bretar eru meö yfir tiu kjarn- orkuver i smiöum eöa á teikni- boröinu til aö taka viö aö 8-10 ár- um liðnum þegar Noröursjávar- olian minnkar. Hvaöa virkjanir hafa hér veriö ákveðnar til aö leysa orkuþörfina eftir áratug': Hér eru ósamhentir stjórnmála- menn seinvirkir til ráða og fyrirtæki og einstaklingar koma nánast ekki til greina. Fyrir ut- an virkjanir i eigin landareign eins og hjá Kristleifi aö Húsa- felli. Bændur i Vestur-Skafta- fellsýslu notuöu lengi vel sitt eigiö rafmagn eftir strið og voru þá einhverjir stöndugustu bú- endur landsins. Fjármögnuðu og ráku sinar rafstöövar fjar- lægir öllu sjóðakerfi. Nú er öld- in önnur. Söluskattur og verö- jöfnunargjald til viöhalds kerf- inu. Einhver reiknaði út aö raf- orka til almennings á Islandi væri dýrari en frá oliukyntum rafstöövum i Danmörku. Engin furða þótt menn einblini á enn stærri virkjanir þegar fram- leiðni er ekki meiri i virkjunum sem hingaö til hafa þótt stórar. Báknið vinnur A orkulandinu Islandi virðast Deyfð og Doöi ráöa rikjum sem ein afleiöing rikisafskipta og veröbólgu. Jafnvel skólastrákar ekki hálfnaðir i menntaskóla eru farnir aö velta fyrir sér öörum þjóölöndum sem girni- legum vinnustööum aö námi loknu. Feöurnir vona i lengstu lög aö ný stjórn taki til við aö stjórna afkomendum Sturlung- anna. En allt kemur fyrir ekki. þótt samsteypustjórnir hafi allt aö 70% fylgi kjósenda aö baki sér. A meðan bákniö vinnur, flytj- ast hundruö til útlanda ef ekki á annaö þúsund á þessu ári um- fram aðflutta. Þeir vonast eftir að geta oröið aö einhverju liði I nágrannalöndum og ef til vill siöar haft áhrif á okkur til góös. Ekki eru búferlaflutningar meö öllu illir að þeir boði ekki eitt- hvað gott. Fleiri fiskar veröa til skiptanna fyrir þá er eftir sitja. Yfir vertiöina eru útlendingar ráönir og þar eftir gengur allt af gömlum vana meðan fiskast. Hjá reiknimeisturum rikis- stofnana aukast verkefnin meö hverjum brottförnum. Eftir að Hagstofan hefur lokið samlagn- ingu og frádrætti fær Fram- _ kvæmdastofnun næga vinnu viö aö skilgreina, aldur, kyn og menntun. Væntanlega fylgja utanlandsferöir i kjölfariö til aö afla upplýsinga um nýju störfin eins og látiö er að liggja I frétt- um nýlega. Þegar vegleg skýrsla berst aö ári liönu geta yfirmennirnir, stjórnmálamennirnir, tekiö málin i sinar hendur og skipaö nefnd i máliö. Ef nefndarfor- maðurinn veröur upprennandi pólitikus aukast likurnar á ein- hverju bráösnjöllu, öllum til á- nægjulegra fjárútláta og for- manninum til frama. Sé hann hinsvegar við aldur endast árin til gagnasöfnunar og fundar- halda með yngri mönnum af landsbyggðinni. Báöar nefnd- irnar eru kostnaöarsamar en timinn hjá hinum i aö biöa eftir niöurstööunum dýrmætastur. Eitthvað svipaö má sjá á vinnu- mátanum viö Kröflu i seinni tiö. Draumsýn eða bjartari tímar En er allt eins slæmt og af er látiö? Ef trúa á bjartsýnni stjórnmálamönnum fara blóm- legir timar i hönd að afloknum kosningum. Vel á minnst, ef kosiö er rétt og starfshæfur meirihluti fæst. Mistökin eru til að læra af og ógert veröur best gert eftir kosningar, segja þeir. Aörir hafa á oröi aö meö slikt veganesti sé vænlegast aö biöa þar-næstu kosninga, er virkilega veröur brett upp fyrir ermar. Arðsemi komi i staö útþynninga og litils afraksturs. Festa og stjórnsemi i staö flótta og verö- bólgu. Þannig hafi þaö gengiö hjá öörum þjóöum eftir ár ó- reiöu og stjórnleysis. Eftir mögru árin sjö komi sjö digur. Ef sú væri raunin á mætti hugsa sér að innan fárra ára töl- neðanmáls Siguröur Antonsson skrifar m.a.: „Hver nágranninn d fætur öörum á ekki til orö yfir alla orkumöguleikana sem þeir sjá hér blunda á eöa undir yfirborö- inu og biða þess aö veröa nýttir i mannlegar þarfir". ,,Ef rétt yröi kosiö og starfhæfur meirihluti fengist, mætti hugsa sér aö innan fárra ára töluöu menn ekki lcngur um byggöalinuna heldur Skotlandslinuna um Færeyjar.”. Visismynd: Eirikur Jóns- son. uðu menn ekki lengur um byggöalinu, heldur Skotlands- linuna um Færeyjar. Færandi gjaldeyri heim á gamla Frón. Timburmennirnir af Kröflu- virkjun yröu þá löngu grafnir og gleymdir. Hvaö þá kikjugat á Bessastaöavirkjun. Þess I staö réði samhentur meirihluti álika og er Sogiö var virkjað. Gott ef Krafla seldist ekki i heilu lagi einhverju orkuhungruðu stór- fyrirtæki, öllum til góös. Eink- um sveitastjórnarmönnum á Suöurnesjum sem afhent yröi andviröi Kröflu til ávöxtunar á Krisuvikurvirkjun. Svæði fríhafnariðnaðar við Krísuvik Eftir að iönfyrirtæki væru reist viö Krísuvik ækju Suöur- nesjamenn um breiöveg.er lægi sitthvorumegin viö Keili og Trölladyngju inn á svæöi fri- hafnariðnaöar. 1 iönaöarsvæö- inu væru staösett fyrirtæki er væru i einka- og almennings- eign, er framleiddu verömætar vörur meö hjáip hugvits og orkunnar. Hvað segöu menn um fyrirtæki er sköpuöu út- flutningsverömæti fyrir á aöra miljón á dag fyrir hvern starf- andi mann? Eins og algengt er hjá fyrirtækjum i efnaiönaöi á Noröur-ltaliu eöa Þýskalandi. í stað þess aö önglast i skatt- peningi Bandarikjamanna á Vellinum ækju Suöurnesjamenn stórum flutningavögnum frá iönaöarsvæöinu aö breiöþotum á Keflavikurflugvelli. A þessum fyrirmyndarvegi mætti einnig sjá kúffulla saltbila á leiö i Grindarvikurhöfn. Blómabil- arnir færu að sjálfsögöu á undan til aö losa i morgunflugvélarnar er tækju stefnuna á Evrópu og Bandarikin. Færibandiö i fisk- eldisstööinni viö Herdisarvik gengi dag og nótt færandi nýjan fisk I neytendaumbúöir. 1 fáum oröum sagt, broshýrir menn um öll Suðurnes i staö þess aö fara upp á Völl til aö brosa eins og margur gerir i dag. Orkan i Krísuvik seldist á kostnaðarveröi, án söluskatts og veröjöfnunargjalds. Gjöldin sem rlkið fengi af frihafnar- svæðinu væru söluskattur og tollar af eyöslu starfsmanna auk tekjuskatts Þetta yröi rikiö aö láta sér nægja meöan fyrir- tækin byggðu sig upp. Vegur aö flugvelli og næstu höfnum yröi fjármagnaður af sjóöum fri- hafnarsvæöisins. Sömuleiöis þjónusta innan svæöisins. Reykjavikursvæöiö myndi strax njóta góös af uppbyggingunni meö aukinni atvinnu i þjónustu- greinum. Þannig mætti lengi áfram halda. Enginn draumsýn en ná- lægur veruleiki er margir hafa reynt aö nálgast i ýmsum myndum. Viljann hefur ekki vantað en árangurinn hefur lát- iö á sér standa. Islenski fjár- magnsjarðvegurinn hefur löng- um grýttur veriö og kerfiö svifaseint. ef ekki óvinsamlegt nýjungum. Tæplega veröur það um alla ókomna framtíö, aö stefnubreytingar geti ekki orðiö á i þessum efnum sem öörum. Það veröur maöur aö vona þegar sjálf náttúran leggur aö fótum okkar orkuna, sem Danir verða að kaupa á oliuprisum. Siguröur Antonsson. VEFARINN HF. ÁRMÚLI 21 -SÍMI 84700 Bókhald og eignaumsýsla Bókhaldsþjónusta og reikningsskil fyrir fyrir- tæki og einstaklinga. Tölvuvinnsla eða spjald- færsla. Þrlðla samials- bók Matthiasar Þriðja og siðasta samtalsbók Matthiasar Johannessen er komin út hjá Almenna bókafélag- inu undir bókstafnum ,,M” eins og hinar tvær. ,,M samtöl III” er 271 blaðsiöa auk mynda aftast i bókinni af við- mælendum höfundar, sem eru tuttugu og fimm talsins. Þessi bók er aðeins á boðstólum fyrir meðlimi bókaklúbbs AB. sandkorn Óli Tynes skrifar Slaölaö? Viö lestur ogáhlustun fram- boösræöna kemur I ljtís aö frambjtíöendur Alþýöubanda- lagsins hamra mjög á hætt- unni á nýrri viöreisnarstjórn og eins J»vi aö NATO hafi komiö i veg fyrir aö Ldövik Jtísepsson yröi forsætisráö- herra. Ræöurnar eru svo keimlikar aö manni dettur helst i hug aö á skrifstofu flokksins hafi veriö skrifuö ein ræöa fyrir allt liöiö og svo bara breytt staöarnöfnum eftir þvi hvar menn eru I framboöi. • Útvarp Akureyrhgar hafa mikinn á huga á aö hafnar veröi reglu- bundnar útsendingar dtvarps þar I bæ. A fundi bæjarráös um daginn var lögö fram til- laga þar sem fariö var framá viö Rikisútvarpiö aö þetta yröi gert. Hugmyndin er aö byrjaö veröi aö senda út á fréttatim- um, fyrst i staö, og aö þessar dtsendingar veröi á öllu dreifi- kerfi útvarpsins. Aöstaöa til útvarpssendinga á Akureyri hefur veriö sttír- lega bætt og tæknilega mun ekkert þvl til fyrirstööu aö hefja reglubundiö útvarp á Akureyri. Aðhiátursefnl? Mogginn var meö grein um kosningafund á Boröeyri, á laugardaginn. Þar mátti meöal annars lesa nokkrar lýsingar á frambjóöendum og framkomu þeirra. Af frásögninni má ráöa aö aörir frambjóöendur en Sjálf- stæöisflokksins hafi veriö heldur uppburöarlitlir og ræö- ur þeirra slakar. Hinsvegar var ekki alveg hægt aö greina, hvort þaö átti aö vera kompliment eöa ekki aö menn byrjuöu aö veltast um af hlátri um leiö og Matthias Bjarnason sté i pont- una. Lokað Þaö snjóaöi dálitiö fyrir siö- ustuhelgi, sem varötil þess aö Flugleiöir þurftu aö flytja inn- anlandsflug sitt til Keflavikur. Flugvallarstarf smenn I Reykjavik voru mjög óhressir meö þetta og sögöu þaö hneyksliaö völlurinn hér, sem meöal annars gegnir mikil- vægu hlutverki I neyöartilfell- um allskonar, skuli þannig rekinn aö hann lokist um leib og eitthvaö sé aö veöri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.