Vísir - 03.12.1979, Side 2
VtSIR
!■■■■
Mánudagur 3. desember 1979
Frá sjonarhóli
barns
Andrés Indriðason
Lyklabarn.
Mál og menning 1979
I grein hér i blaðinu fyrir
skömmu fáraðist ég mikið yfir
þvi hve fáar Islenskar barna-
bækur hefðu komið út á þessu
hausti. Það er útaf fyrir sig
umhugsunarvert, en þegar
fram koma bækur á borð við
Lyklabarn er mér óhætt að
segja að von sé um betri tið.
Andrés Indriðason hefur um
árabil verið starfsmaður hjá
islenska sjónvarpinu og þar
meðal annars séö um barnaefni.
Þannig má segja að hann sé
ekki byrjandi hvað snertir
samskipti við börn. En Lykla-
börn er hans fyrsta bók og byrj-
unin lofar góðu.
Bókin fjallar um stelpu,
sem heitir Dísa. Hún lýsir dag-
legu lifi hennar og hugsunum.
Hún lýsir lifsháttum foreldra
hennar, sem eru þvi marki
brennd að vera upptekin i hinu
alræmda lifsgæðakapphlaupi.
Lýst er hvernig börnin verða
einhvern veginn óafvitað útund-
an i streðinu um lifsþægindin.
Ég ætla ekki að fara aö lýsa
söguþræðinum nákvæmlega.
Hins vegar vil ég benda á nokk-
ur þau atriði sem ég tel gefa bók
þessari gildi umfram margar
aðrar bækur, sem ætlaðar eru
börnum. Höfundur lýsir til-
verunni frá sjónarhorni Disu.
Hún sér hlutina með öðrum aug-
um en foreldrar hennar og oft
finnst henni gengið á sinn hlut.
Bókin lýsir ljóslega þvi rót-
leysi sem einkennir margt fólk á
tslandi. Lífsbaráttan er hörð og
kröfurnar um lifsþægindi eru
miklar. Þess vegna verður fólk
að vinna mikið. Þess vegna vilja
börnin gleymast og ganga i
gegnum sérhvern dag með lykil
um hálsinn og eiga að vera al-
gjörlega sjálfbjarga.
Bókin Lyklabarn er yfirfull af
siðfræöi sem á brýnt erindi við
stóran hluta islensku þjóðarinn-
ar nú á timum. Þrátt fyrir það
virðist höfundur hvergi vera að
bókmenntir
Sigurður
Helgason
skrifar
um
barnabækur
prédika, heldur kemur hann
boðskap sinum á framfæri án
þess að lesandinn viti raunveru-
lega af þvi.
Eitt af þvi sem er fordæmt, er
að svikja barn. Það leikur eng-
inn vafi á þvi, að sérhvert barn
á erfitt meö að sætta sig við það,
að foreldrar þeiss- gangi á bak
orða sinna. Þau skilja það ekki,
af þvi það brýtur i bága við þau
siðferðislögmál sem þau
tileinka sér og fara eftir.
En Andrés vill lika að það
komi fram að ástæða þess,
hversu afskipt börn verða sé sú
að foreldrarnir séu of uppteknir
við að byggja og breyta. Til sé
fullorðið fólk sem gefi sér tima
til að sinna börnum og veita
þeim þá aðhlynningu sem er
þeim nauösynleg. Guðfinna er
fulltrúi þess fólks. Hún er ekki
sifellt að rifast i börnunum, af
þvi að hún skilur þarfir þeirra
og hugsanir. 011 þekkjum viö
dæmi um slikt fólk.
Styrkur bókarinnar Lykla-
börn felst að minu mati fyrst og
fremst i þvi, að hún' fjallar um
raunveruleg börn. Þau eru ekki
óvenju gáfuð eða óvenju
skemmtileg, heldur ósköp blátt
áfram og venjuleg. Þess vegna
ætti bókin að höfða til flestra
barna. En hún á ekki siður brýnt
erindi til foreldra. Hún gæti orð-
ið til þess að þeir hugsuðu sinn
gang.
Höfundur virðist leggja sig
fram um aö skilja börn og setja
sig inn i vandamál þeirra. Að
minu viti tekst honum vel til.
Það kemur mér ekki á óvart aö
þessi bók skyldi hafa hlotið
verðlaun Máls og menningar.
Gæði hennar gefa mér meira að
Ein teikninganna úr bókinni Lyklabarn.
segja vonir um að fleiri góöar
bækur hafi leynst meöal þeirra
bóka er fram voru bornar. Það
sannar þaö sem ég hefi fyrr
haldið fram að hvatning til rit-
höfunda bæti barnabóka-
útgáfuna. Ég vona að þessi
fyrsta bók Andrésar Indriða-
sonar verði ekki sú siðasta.
Hann sómir sér vel á bekk með
bestu höfundum þessa lands.
Teikningar Haraldar
Guðbergssonar i bókinnu eru
laglegar. Letur er mjög læsilegt
og bókin hinn eigulegasti
gripur.
O tD
"" O
w H •
c o
'3 .SS o
fc *o t
3 X
U M
* * »O ..
t 'O ,©
3 5 5
BARNASKÓR - JÓLASKÓR
Teg: 8
Litur: dtfkkbrúnt leöur
stæröir: 29—33 á 13.480.-
stæröir: 34—38 á 14.650.-
Litur: grábrúnt rúskinn, hæil 10 1/2
cm.
Teg: 972, stæröir: 36—40 1/2
Verö: 19.990,-
Litur: grábrúnt rúskinn, hæll 10 cm.
Teg: 878, stæröir: 36—40 1/2
Verö: 24.130,-
Litur: sinnepsbrúnt rúskinn, hæll 9
cm.
Teg 7542, stæröir: 36 1/2—40.
Verö: 31.180.-
Litur: vinrautt leöur, hæll 8 cm.
Teg: 654 stæröir: 36 1/2—40 1/2.
Verö: 21.680.-
Litur: ljósbrúnt leöur, hæll 6 1/2 cm.
Teg: 5580, stæröir: 37—40.
Verö: 20.850.-
Teg: 5
Litur: Ljósbrúnt leöur
stæröir: 29—33 á 11.150.-
stæröir: 34—38 á 11.850.-
Litur: dökkbrúnt rúskinn, hæll 10 cm.
Teg: 888 stæröir: 36 1/2—40 1/2.
Verö: 21. 680.-
Litur: ljósbrúnt leöur.
Teg: 1503, stæröir: 40 1/2—44 1/2.
Verö: 18.990.-
Framl. Appollo.
Litur: brúnt leöur m/ leöursóla.
Teg: 4824, stæröir: 41—45
Verö: 34.500.-
STJÖRNUSKÓBÚÐIN
Laugavegi 96 — Við hliðina á Sljörnubíói — Sími 23795 — Póstsendum
Litur: Ijósbrúnt leöur
Teg: 1500, stæröir: 40 1/2—44.
Verö: 18.990.-