Vísir - 03.12.1979, Page 10

Vísir - 03.12.1979, Page 10
Vlsismyndir GVA vísm Mánudagur 3. desember 1979 Islenskir málshættir Almenna bókafélagiö hefur sent frá sér tslenzka máishætti þeirra Bjarna Vilhjálmssonar og Óskars Halldórssonar i annarri útgáfu aukinni. 1 kynningu á kápu bókartnnar segir á þessa leiö m a „lslenzkir málshætliri saman- tekt þeirra Bjarna Vilhjálms- sonar og Óskars Halidórssonar kemur nú út i annarri útgáfu og tylgir henni bókarauki með fjöl- mörgum málsháttum sem út- gefendur hafa safnað siðan fyrsta útgáfa kom út árið 1966. Þegar bókin kom fyrst út voru menn strax á einu máli um að is- ienskum málsháttum hefðu aldrei veriðgerð viðlika skil og i þessari bók. enda hefur hún notið rótgró- inna vinsælda og verið margri fjölskyldunni ómissandi upp- sláttarrit og einnig verið notuð i , skólum. t ýtarlegri inngangsritgerð, þar sem fjallað er um feril og ein- kenni islenskra málshátta kemst Bjarni Vilhjálmsson svo að orði um málshættina, að þeim megi „likja við gangsilfur, sem enginn veit hver hefur mótað”. Þeir eru m.ö.o. höfundarlaus bókmennta- arfleifð, eins konar aldaskuggsjá, sem speglar lifsreynslu kynslóð- anna i hnitmiðuðu formi og einatt i skáldlegum cg skemmtilegum likingum”. Kithöfundurinn i bókasafni slnu. Bækurnar, sem hann hefur skrifað sjálfur eru komnar á sjötta tuginn. Þpúgup Johns Steinhecks Mál og menning hefur sent frá sér nýja útgáfu á skáldsögunni Þrúgur reiðinnareftir John Stein- beck i þýðingu Stefáns Bjarman. Þrúgur reiðinnar er langveiga- mest og vinsælust af skáldsögum Johns Steinbeck. Hún hefur farið sigurför um heiminn og kvik- mynd sem gerð var eftir henni hefur einnig notið mikilla vin- sælda. Sagan segir frá fjölskyldu sem flosnar upp af jörö sinni i kreppunni miklu, selur búslóð sina fyrir bilgarm og feröast á honum yfir þvert meginlandið áleiðis til Kaliforniu, lokkuð af ginnandi atvinnuauglýsingum. Þrúgur reiðinnarer löngu orðin sigilt verk meöal nútima heims- bókmennta. Sú bók var einkum tilnefnd þegar Steinbeck voru veitt Nóbeisverðlaunin 1962. ís- lensk þýðing Stefáns Bjarman kom út örfáum árum eftir að sagan birtist fyrst á frummáli og þótti afburða vel gerð. Enda þótt upplag bókarinnar væri óvenju stórt seldist hún upp á örfáum árum og hefur verið alveg ófáan- leg um meira en tveggja áratuga skeið. Þrúgur reiðinnar er 522 bls. prentuð i Prentsmiöjuunni Odda hf. Kápumynd er eftir Hilmar Þ. Helgason. Starf svettarlé- laga I hundrað ár Ct er komið hjá Almenna bóka- félaginu síðara bindið af Sögu sveitarstjórnar eftir Lýð Björns- son sagnfræöing. Fyrra bindi verksins kom út áriö 1972 og var þar fjallað um timabiliö fyrir 1872. I þessu nýja bindi er gerð grein fyrir sveitarfélögum i land- inu og starfi þeirra siöustu hundrað árin. 1 bókinni er rakin saga amta og sýslna og gerð grein fyrir breyt- ingum á skiptingu landsins i sveitarfélög. Fjallað er um stjórn sveitarfélaga og breytingar á sveitarstjórnarlöggjöf, tekju- stofna sveitarfélaga og verkefni, landshlutasamtök sveitarfélaga og samband islenskra sveitar- félaga. Luks eru hér prentaðar heiriiildaskrá, nafnaskrá og atriðisorðaskrá fyrir bæöi bindin. Bókin er meö mörgum myndum. „Hei párað á biað I melra en 30 ár” - Vlsir ræðlr vlð Gunnar M. Magnúss um 52 hækur hans. Ljósvlklng, og (ramboðsmál lyrlr vestan Þeir eru vist ekki margir rit- höfundarnir sem á niræöisaldri eru að gefa út fimmtugustu og aðra bókina sina. Gunnar M. Magnúss telst þó til þessa litla flokks en nú fyrir skömmu var verið að gefa út Siguröar bók Þórðarsonar sem hann hefur skrifað. Þá átti Gunnar afmæli i gær, en þá varðhann 81 árs. Það var þvi næg ástæða fyrir okkur til að ber ja upp á hjá honum og rabba við hann um eittog annað sem á daga hans hefur drifið. Viö spyrjum hann fyrst hvenær hann hafi byrjað að skrifa: „Ég hef nú verið að pára frá þvi ég lærði að draga til stafs og ég á meira að segja til snepla og blöö sem ég skrifaöi fyrir meira en 70 árum”. — Hvenær ég skrifa? þvi get ég nú ekki svarað vegna þess að ég hef aldrei haft reglulegan vinnutima. Þó verða ég aö segja að drjúgur hluti af þvi sem eftir mig liggur á þessusviði er unnið á nóttunni, einkum síöustu ára- tugina. Ef ég get ekki sofnað, nenni ég ekki að liggja vakandi og fer þá að skrifborðinu að pára áblöð eða pikka á ritvél”. Beðinn um eigin- handaráritun i Moskvu Gunnar M.Magnúss hefur fengist við flestar tegundir rit- smiða, hann hefur samið skáld- sögur, smásögur, leikrit, ævi- sögur og barnabækur. Ein barnabóka hans hefur meira segja veriö þýdd á rússnesku, litháisku og búlgörsku, en það er sagan „Suöur heiðar”. Gunnar er spurður hvernig standi á þessum áhuga þeirra austantjaldsmanna: „Þetta er nú i aðra höndina félagsmálasaga og svo segir hún frá ýmsu sem drengir hafast aö og ég geri ráð fyrir aö þeim hafi þótt þaö eins geta átt við hjá þeim fyrir austan. Annars geröist dálítið skemmtilegur atburður þegar ég var eitt sinn staddur úti i Moskvu. Þá kom þar til min á hótelið þar sem ég bjó Rússi nokkur sam sagðist hafa lesið söguna og bað mig um að rita nafn mitt á rússneskt eintak af bókinni. Mér þótti þetta skemmtilegttiltækioggerði þaö auðvitað eins og skot”. — liver er besta bókin þin? „Mérfinnst siðasta bókin ætið sú besta. Annars er Virkið i norði eitt mesta verk sem ég hef skrifað. Það er eiginlega samtimasaga af atburðum striðsáranna hér á landi og í þvi birtust ýmsar upplýsingar sem hvergi höfðust þá birst annars staðar. Þær fékk ég hjá ýmsum ráðamönnum sem þekktu gang mála bak við tjöldin” Gunnar M. Magnússon hefur fegnist töluvert viö aö rita ævi- minningar manna og einn þeirra sem hann hefur ritað um er Magnús Hjaltason, en hann er einmitt fyrirmyndin að Ölafi Kárasyni Ljósvikingi sem Laxness skrifaði um i Heims- ljósi: ,,Ég man vel eftir honum — ég var unglingur þegar hann kom I plássið heima (þ.e.a.s. Flat- eyri). Það var eins og þangað væri komin háskóli þegar hann kom, þvi okkur þóttihann kunna svo mikið. Annars var ævi hans ein hrak- fallasaga. Hann slasaðist þegar hannvar unglingur og var hann siðan á sveit fram á þritugs- aldur. Þá komsthann i kynni við unga stúlku og þau ætluðu að giftast, en presturinn vildi ekki gefa þau saman þvi hann hafði verið á sveit. Þau ætluðu samt aðfara aö búa, en þá fengu þau ekki jarðnæði, þvi að þau voru ekki gift og þannig voru þau komin inn i vitahring sem þau losnuðu ekki úr. Eftir þetta voru Magnús og kona hans á eilifum flækingi og alls fluttu þau 25 sinnum á 12 árum. Enginn vildi hafa þau lengur en nokkra mánuði, þvi allir voru hræddir við að fá þau á sveitina”. ,,Át ekkert nema roð í tiu daga” Gunnarheldur áfram aðsegja okkur frá gömlum dögum: ,,Já, þetta var miskunnar- laust þjóðfélag I þá daga þegar ég var að alast upp. Menn hræddust ekkert eins mikið og að vera sagðir til sveitar. Ég man það að árið 1918 var þröngt i búi heima hjá mér og við átum ekkert nema roð i eina tiu daga. Móðir min vildi ekki þiggja að- stoö af sveit, þvi hún var stolt kona, enda dóttir stórbónda af Suðumesjum. Ég held að mannréttindi hafi stórum batnaö hér á Islandi eftir að sveitarflutningur voru aflagðir um 1930”. ,,Ungur, rómantískur ;0g með kvæði á fram- boðsfundum” Af eymdarkjörum manna i upphafi þessarar aldar berst talið að pólitik, enda ætti tilefnið aö vera nóg þessa dagana: , ,Ég er og hef alltaf verið félagshyggjumaður í pólitik- inni. Meira að segja hef ég boðið mig nokkrumsinnumfram fyrir krata á Vestfjörðum. Ég bauð mig fyrst fram árið 1933, en þá var ég ungur, rómantiskur og fluttikvæði á framboðsfundum. Þaö gagnaði að visu ekki mikið, þvi ég hlaut bara 62 atkvæði. Ég komst þó á þing löngu seinna eða árið 1952 sem vara- þingmaður og gekk þá jafnan undir viöurnefninu „Gunnar gegn her i' landi”. Það þótti mér það fallegasta sem um mig var hægt að segja, því ég er og hef alltaf verið mikill hemámsand- stæðingur”. — Myndirðu kjósa þá Sighvat og Karvel ef þú værir núna búsettur fyrir vestan? „Ja, nú varstu gamansamur” Löng þögn. ,,Já, Karvel fyrir vestan? — Þettaersvo andsk... pólitiskt að ég held að ég verði aö geyma aö svara þessu þar til eftir kos^ ningaúrslitin”. Gunnar M. Magnúss hefur dundað við það i tómstundum sinum slð- ustu árin aö safna og skýra 2000 orö úr veðurmáii milli bjarga á Vestfjöröum og er hér meö seölana.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.