Vísir - 03.12.1979, Qupperneq 15
Þðgn relðinnar:
M|ðg góð slónvarpsmynd
sem ð erlndl hlngað
Heilir og sælir, Visis-
menn .
Sjónvarpið er stöðugt i sviðs-
ljósinu (kastljósinu), enda er það
nýjasti og eftirsóttasti heimilis-
fjölmiðillinn, og ef til vill sá
áhrifarikasti.
Það- er þvi eðlilegt, að sjón-
varpið verði fyrir gagnrýni. En
skoðanir eru margvislegar og
kröfurnar mismunandi, og þvi er
erfitt að gera öllum til hæfis. Þó
held ég, að flestir vilji, að efni
sjónvarpsins sé hollt og jákvætt.
Ofthefur islenska sjónvarpið flutt
slikt efni, og ber vissulega að
þakka það.
Mig langar i þetta sinn að
þakka sjónvarpinu sérstaklega
fyrir kvikmyndina Þögn reið-
innar. sem sýnd var föstudags-
kvöldið 23. nóvember. Mér fannst
það ein allra besta föstudags-
mynd, sem sést hefur á skerm-
inum i langan tima. Myndin var
hnitmiðuð og vel leikin. Hún
fjallaði um ólöglegt verkfall á
vinnustað og um þann óheilla-
anda, sem greip um sig meðal
stárfsmannanna. meðan átökin
stóðu yfir.
Ahrifarikast var að skynja,
hversu sefjunin gróf um sig
meðal fólksins. Einstaklingurinn
hugsaði sem minnst sjálfur, en lét
leiðtoga verkfallsins og „alla
hina” teyma sig eins og blind-
ingja. „Gerum þetta, gerum
hitt”, og þvi var hlýtt án minnstu
athugasemda.
Þó voru fáeinir þarna, sem ekki
HRUNIÐ FflLH)
Við fall vinstri stjórnarinnar i
okt. sl., brá dagbl. Visir við skjótt
og framkvæmdi könnun varöandi
fylgi stjórnmálaflokkanna. Sam-
kv. þeirri könnun er blaðið birtir
föstud. 23. nóv., ætti sami flokkur
að fá 26-27 þingsæti. — En nú nú
gerist hið furðulega: Þótt leitað
sé með logandi ljósi i frétt blaðs-
ins um þessi efni, þá finnst
október-könnunarinnar hvergi
getið?
Nú vakna tvær spurningar:
1) Hvað er verið að leitast við
að fela?
2) Hvert hafa áðurnefnd 8—9
þingsæti farið (á einum mánuði?
Olafur ólafsson,
Hátúni 4, Rvk.
ES: Auðvitað gleypti svo hið
„hlautlausa” Rikisútvarp frétt
Viss hráa.
Svar:
Hér er ekkert verið að
fela.Könnunin sem gerð var i
október var skyndikönnun sem
náði ekki nema til 300 manns.
Könnun sem gerð var i nóvember
var gerö samkvæmt 1650 manna
úrtaki er Reiknistof nun
Háskólans framkvæmdi. Það
væri þvi fásinna að bera þessar
tvær kannanirsaman og þvi gerir
Visir þaö ekki, hvað sem bréf-
ritari gerir.
Svartur Vísir
HG hringdi:
„Ég var aö fá föstudagsblað
Visis i hendur og kann illa við
þennan gráa lit sem er á blaðinu.
Þetta hefur komið fyrir stundum
áöur en ég sakna bláa litsins ein-
faldlega af þvi hann flikkar upp á
útlitið. Er ekki hægt að kippa
þessu i lag?”
Svar:
Við vildum að sjálfsögöu hafa
lit á haus og kili á hverjum degi.
Hins vegar er það ekki fram-
kvæmanlegt þegar blaðiö er jafn
stórt og þaö var á föstudaginn og
veröur viö og viö þegar mikiö efni
og auglýsingar sprengja venju-
lega stærö. Þetta er tækniatriöi
sem við getum ekki breytt.en
vonandi gefst lesningin jafn vel
þótt litinn vanti.
Blaflallamenn
ekkl hressir
Þið þarna i Bjáfjöllunum!....
Eruð þiö ekki hressir....! Við
erum ekki hressir....! Vegna þess
að árskort Ur Hamragili sem að
öllu jöfnu veita helmings afslátt i
Bláfiallalyfturnar hafa ekki veriö
tekin gild i haust. Arskort i Blá-
fjöll gilda frá hausti til vors en i
Hamragili milli áramóta. Teljum
við o kkur þvi hafa greitt fyrir allt
áriö 1979. Viljum vér fá leiðrétt-
ingu vorra mála.
Steini 8435-8231
Palli 7016-7603.
Gummi 3084-2391.
Hemmi 4058-4528.
Svenni 8764-4561.
Arnar 0454-6709.
Nilli 6613-5020.
Þór ómar 9573-9000.
vildu taka þátt i þessum ólöglega
verknaði. Þeir reyndu að hugsa
sjálfstætt. En hatur vinnufélag-
anna braut þá niður. svo að þeir
gáfust upp. Nema einn, hann
þraukaði. En það fór illa fyrir
honum.
Þessi mvnd á erindi til okkar
Islendinga, þvi að sefjun er hreint
ekki óþekkt fyrirbæri meðal
okkar. Og hættan er alls staðar
fyrir hendi. Nefna mætti nýlegt
dæmi, sem allir muna.
Ekki eru ýkjamargir mánuðir
liðnir siðan allt logaði hér i ólög-
legum verkföllum. Framhaldið
þekkja menn. Það er sorgarsaga.
En meðan æsingin var sem mest,
mátti enginn hugsa, enginn
spyrja. enginn andmæla. það
voru „svik”. Sefiunin var oíboðs-
leg.
Einstaka maður hafði þó kjaik
til að hlýða samvisku sinni. En
það kostaði illindi — eða sektir.
Ekki veit ég. hvort þær sektir
voru innheimtar. Kannske sáu
menn að sér, þegar þeim rann
móðurinn.
Með þessum orðum er ég alls
ekki að reyna að sverta verka-
lýðsfélögin. Siður en svo. Þetta
gat komið fyrir hvar sem var. Ég
tek þetta aðeins sem nýlegt dæmi
um sefjun. Fleira mætti nefna, en
ég læt þetta nægja að sinni.
En myndin i sjónvarpinu
fjallaði einmitt um þetta vanda-
mál. þessa hættu, sefjunina, sem
jafnvel getur rænt glögga menn
skynseminni og breytt grandvöru
fólki i áfbrotamenn. Segja má
þvi, að myndin eigi erindi til
okkar allra, hvar i stétt sem við
stöndum.
Ég vil þvi leyfa mér að mælast
til þess, og ég tel mig tala fyrir
niunn margra, að sjónvarpið
endursýni myndina við tækifæri.
Um leið þakka ég marga ánægju-
stund fyrir framan skjáinn.
Elliði Elliðason.
Efþú vilthafa heimilið glæsilegt og sérstœtt, skaltu koma til
okkar, því við bjóðum upp á fleira en eldhúsinnréttingar.
Möguleikarnir eru margir, og hér sjáið þið eitt dœmi.
Veggur með viðarbitum og glœsilegum frönskum
handunnum flísum á milli, sem eru með innbrenndum
laufum, nokkurskonar steingerfingar,
panelklœðningu og fulningahurð.
Framleiðsla sem ber afá íslenskum markaði.
Jrmnrettingar
Skeifan 7 - Reykjavík - Símar 83913 -31113