Vísir - 03.12.1979, Blaðsíða 21

Vísir - 03.12.1979, Blaðsíða 21
Mánudagur 3. desember 1979 sporiog segir: „Klæðiðþið ykkur, drengir, ég ætla að fara lít á vik- ina og skoð’ann”. Setur siðan upp kaffikönnuna og kveikir upp i kabyssunni. Allir fara á fætur hálfsofandi með stfrurnar i augunum, klæða sig I ullarföt innst sem yst, drekka kaffi og borða úr skri'num sinum brauð, þverhandar þykka, magála, villibráð, hangikjöt, smjcH’ og osta. Þriróið þann dag Haldið er til skips, sett til sjáv- ar og ýtt úr vör. Frost er á en hægur kaldi á norðan. Leggjast nú allir á árar, og ætla á likar slóðir og áður austur á vflcina, en þegar þeir koma austur af Arnar- kletti tekur Gisli eftir þvi aö hon- um finnst sjórinn fiskilegur. „Við skulum róa lengra og meira uppi vindinn og stinga þarniður færi”. betta er gert, og Gisli rennir færi, verður strax var og segir þeim þá að kasta drekanum svo allir geti rennt. Er nú ekki að þvi að spyrja, að hér er krapnógur fiskur, og á stuttum tima fylla þeir öll rúm nema austurrúmið af spriklandi fiski kafrosknum og feitum, út- troðnum af loðnu. Allir bátar eru brátt komnir út á vikina, en Gisli er aö fara i land meö sökkhlaðið skip og næstum að segja komið bliðviðri og logn, og ládauður sjór sem á fjalla- tjörn. Gisli þrireri þennan dag og hlóö skipið I hverjum róðri. Mikill var aflinn og mikið að gera. Þeir tóku sér nú hvild heima i verbúðinni eftir góða og saðsama máltið, og lögðu svo i aðgerðina. Alla nóttina unnu þeir við fiskinn, en um miðj- an morgun eru þeir búnir að koma honum á rár I hjalli og trön- um. Þá lögðu þeir sig i fáeina klukkutima,fóruþá afturá sjóinn og fylltu skipið tvær sjóferðir þann dag, og svona gekk það til i átta daga, nógur fiskur upp i landsteinum góöviðri og stillur. Ekki var þó alltaf jafnmikill fisk- ur en allmikil veiði fyrir það eða þvi sem næst hleðsla á hverjum degi. Að kvöldlagi einn daginn er sýnilegt á vestanblikunni, aö veðrið er að breytast, og ganga i sunnanátt, enda skammt að biða, þvi næsta morgun er kominn sunnanvindurog rigning. Kom þá landlega þreyttum mönnum, og var vel þegin tilsvefns og hvfldar, sem að likum lætur. Skjótt skipast veður Ekki stóð þó þessi sunnanátt lengi, þvi á næstu útfallsfjöru hljóphann ivestrið með hvössum krapaéljum og stóð sú útsynn- ingshrina i marga daga en misjöfn þó, stundum allt að þvi sjóveður og stundum ekki, uns hannhljópuppá i norðanrok með frosti og kafaldshraglanda. Einn daginn á meðan útsynn- ingurinn varði, ganga þeir bræð- ur Daniel og Gisli út á Stapa- kletta, þvi að þeir höfðu komið auga á mikla fuglsferð fram á Stapavikinni og vestur með björgunum. Þegar þeir koma fram á klettana sjá þeir mikla mergð af fugli fast að landi en þó einna mest i varinu undir Stapa- flögunum, en það er sker sem skagar beint i suður og myndar þvi skjól fyrir vestanvindi og úfn- um sjó. Kom þeim þá saman um að hér mundi mikill fiskur vera i varinu af skerinu, þvi að fuglinn benti á að svo mundi vera. Segir þá Gisli við Daniel: „Eigum við að reyna núna á útfallinu að fara vestur undir skerið og sitja þar til á hálf- aðföllnum sjó en þá er aftur gott að lenda þó að brim sé”. Daniel var strax til i þetta, og halda nú heim og segja nú hinum ætlan sina. En það gerist samtimis er þeir koma heim, að skollið er á hörkuél svo ekki sést til næsta bæjar. Leist þá sumum illa á ætl- an þeirra bræðra, en mögla þó ekki, klæða sig vel, fara i skinn- klæðin heima, og ganga i öllum skinnklæðum til skips. En er þeir koma i fjöruna er komið glaða sólskin og léttur vestan andvari. En svona er út- synningurinn á Snæfellsnesi eink- um á vorin. Fiskur á stalli Nú er skipið sett að sjó og sætt lagi að ýta frá þvi nokkurt brim var á i lendingunni. Er nú tekin stefna fyrir Arnarklett og vestur með björgunum. Viö þessi björg brotnar aldrei bára á grunni, þvi að djúpur sjór er við bergið, sem er bergveggur úr fegursta stuðla- bergi og um tveggja kilómetra langur. Þegar þeir koma i variö undar skerinu nema þeir staðar og huga að hvort nokkuð sé að hafa, Gisli leggur inn sina ár og rennir færi og finnur fljótlega að fiskur er kominn á hneifina. Nú er i vestur- átt koldimmt él að koma og æddi eins og hendi væri veifað yfir menn og skip samanbarið haglið og særokið og stóð á um langa stund. Voru þá allir undir árum og veitti ekki af á meðan élið fór yfir. Þetta var versta élið sem þeir fengu i ferðinni. Bátsverjar sáu á eftir élinu sem vestanvindurinn ýtti óðfluga i austurátt og sólin skein á háreista skýjaklakkana og vermdi sæbarin andlit fiski- mannanna svo augun leiftruðu af gleði. Fóru nú f jórir undir færi og var nógur fiskur svo fljótt fékkst i skipið. Fer nú að liða að þeim tima er Gísli ætlar að lenda á, enda nóg aflað I svo vondu veðri og sjólagi. A leiðinni heim meðfram björg- unum, sjá þeir furðulega sjón að þeim þótti. Eins og áður segir brotnar aldan ekki á stuðlaberg- ið, en stigur upp og niður eftir hæö sinni og fossar þá sjórinn framaf stöllunum. Þetta voru þeir að horfa á er þeir fóru meðfram björgunum, og voru nokkuð nærri, en allt i einu sjá þeir fisk spriklandi i sælöðrinu hendast fram af einum stallinum og ann- an rétt á eftir. Þetta taldi Gisli, er hann sagði mér þessa sögu, að mundi hafa komið af þvi að fiskitorfan hafi heima, er veðurfarið á suður- og vesturlandi óstöðugt seinni hluta vetrar og vors, og svo var i þetta sinn, skipti þá oftum veður af öll- um áttum svo aldrei gaf á sjó, og er nú komið fram i mai og heim- þrá komin i' vermenn. Þó langar Gisla til að róa fáeina róðra áður en farið er heim. A þeim timum fyrir og eftir er sem fiskigangan komi á hátt- bundnum tima og hverfi álika skyndilegafyrstudagana i mai og eftir það. Nú er komið sjóveður, Gisli og hans menn komnir á miðin. En nokkuð brá þeim við, þvi næstum engan fisk er að finna þó á feng- sælum miðum sé. Kom nú jjllum saman um aðfiskigangan sé farin af miðunum, og þvi tilgangslaust að eyöa tima i lengri versetu, og er nú þar á miðum úti ákveðiö að biða hagstæðs veðurs og halda heim með þvi lika að mikið sé afl- að og mikil björg I bú af velverk- aðri skreið og öðru fiskifangi. t þrjá daga var unnið af kappi við verkun á harðfiski og hausum, og maður fenginn til að gæta skreiðarinnarfyrir vindi og vatni, þar til að þeir Skógarnesmenn kæmu að sækja hana, þá nokkru siðareða i miðjan júni, og þá með tuttugu hesta undir reiðing. Nú er mikill hugur i mönnum og heim- þrá. Þá segir Gisli: „Nú skulum við kveðja vini okkar i dag þvi mér list vel á veðrið á morgun”. Þá hýrnar yfir mönnum, þvi allir trúðu þvi, aö ef Gisli segöi gott ferðaveður þá yrði gott veður, pakka nú i skyndi saman ferða- föggur sinar sem flestar voru nú tómar eftir versetuna, en sem þeir fylltu af freðfiski og ryklingi til að færa heim vinum og frænd- um. Að kvöldi þessa dags, er ærið margt að bera til skips sem biöa á hvila ókkur og vinda upp seglið”, segirGisli, „ogsjáhvortvið fáum skrið á skipið, þó litill sé andvar- inn”. Nú eru menn orönir þreyttir áróörinum ogbyifegnir að vinda upp segl og hviía sig. Strax kom skriður á skipiö, þvi hann var frábær siglari, þó þótti sumum skriðurinn I minnsta lagi en Gísli gladdi þá með þvi, að bráðum mundi hann glæða and- ann undan jöklinum, og svo var lika. En nú eru þeir komnir inn i grynningarnar út af Tungupláss- inu,og þurftinú Gisli að hafa góð- ar gætur á kennileitum, á landi, sjólagi og fjallahnjúkum. Þetta þekkti hann allt og stýrir af snilii þessa löngu leið framhjá boðum og grynningum. Heim á ný Sólin skein á skýlausum himni, og menn léttu sig klæöum, og létu fara vel um sig undir seglfeldi skipsins. Allir voru glaðir og hamingjusamir, og sólin með yl- geislum sinum blessaði þá og vermdi. En skipið klauf smásæv- ið svo að freyddi undan báöum brjóstum, og lifandi útrænan ýtti þvi óðfluga i áttina heim. Nóttina fyrir þennan dag dreymdi ömmu mina að til sin kæmi maðurog segði við sig. „Nú koma þeir i dag”. Og ekki var draumurinn lengri. Þykist hún þá vita, að þeir séu á heimleið frá Arnarstapa, og muni koma með kvöldinu þvi veður var hiö besta. Þegar liður á daginn fer hún að horfa suðvestur út yfir Stakk- hamarsnesið, þvi hún þóttist vita, að Gisli mundi sæta sjávarfalli inn ósinn þvi nú var stórstreymi, og koma þvi sem næst um fimm- leytið. Eitt sinn er hún gengur fram á hólinn, og litur vestur yfir vikur og voga sem óðum eru að 21 nánd við þá, og hentu hvert orö sem þeir sögðu um ferð sina út á Stapa, af sjósókn þeirra og afla- brögðum, vökum þeirra og erfiði á sjó og landi, af fiskimergö á miöum úti og upp i landsteinum svo undrunsætti. Þegar segja átti frá siglingunni út á Stapa hnipr- uðu nienn sig saman til að heyra frásögnina sem best. En það var Jón Grimsson frá Syðra-Skógarnesi sem segja átti frá, en hann var vindbandsmaður Gisla i þessari ferð, þaulvanur svaðilförum undan jökli. Hann var einn af þeim fáu sem lentu i nánd við Skor á Barðaströnd vet- urinn 1882 er þeir hleyptu af Sandamiðum I Skriðuveðrinu mikla á miðgóu þann vetur, og sigldu yfir þveran Breiðafjörð. Þeir voru á tólfrónu skipi. Þessa sögu heyrði ég er ég var ungling- ur á Ytra-Skógarnesi. Nú vikjum við aftur að Jóni Grimssyni er hann hefur frásögn sina af andagift og mælsku og dró söguna á langinn i hvildum, en svo sagði hann vel frá, að sumir þóttust heyra vindhvininn i reið- anum, og aðrir sjá bláan sjóinn hellast yfir borðstokkinn, meö keipana i kafi, sjóinn rjúka sem lausamjöll yfir menn og skip. Jón var kiminn og hafði gaman af að sjá óttann i augum unglinganna og sumra kvennanna, og er nú komið þar i frásögnina, er Gisli tók negluna úr skutnum og sjá mátti hvitan kólfinn aftur af skip- inu, risuþá hár á höfði sumra, en aðrir báðu fyrir sér, litu þá allir á Gisla, en áttuengin orðá tungu af undrun einni, en hann bara brosti góðlátlega, en Jón hélt sögunni á- fram, allt til þess að þeir lenda á Stapa, og komnir heim á Berghól i veisluna hjá Ragnhildi gömlu. Dagur er aö kveldi kominn, en það var venja ömmu minnar að Málverk þetta hefur Guðmundur Kristjánsson :,ert af aðstæðum þar verið svona þétt við bergið, að þetta gæti átt sér stað. Aðra sögu sagði mér Jón Sig- urðsson bóndi og formaður á Stapa af sama fyrirbæri er hann sjálfur sá fisk hendast fram af einum stalli er aldan seig, en þetta var vorið 1917. Þá voru mik- il aflabrögð allt i kringum jökul, en þriðja sagan er til frá löngu liðnum timum og i þjóðsagna- formi og kann ég ekki skil á henni. Vorið 1920 vorumiklir flekkir af loðnu um allar vikur og mikil fiskigengd, sá ég eitt sinn fiska á sundi I lónum sem þeir höfðu orð- ið eftir i á útfallinu. Og vorið 1922 rak mikiðaf loðnuá land i' Hellna- fjöru i austanroki, og varð móð- urinn i mitt læri i lendingunni, og viðar við ströndina. Með hausa og harðfisk En nú skal aftur vikið aö þvi er Gisli er á leiðinni til lands. Þegar þeir koma fyrir Lendingarklett og sjá I lendinguna, s já þeir að brim- ið hefur aukist mikið á meðan þeir voru úti. Seila þeir nú allan fiskinn á ólar, binda saman á eitt færiogbinda tóman vatnskút á og sextiu faðma færi við sem gefið var út samtimis þvi að sætt var lagi og brimróðurinn tekinn á tómu skipinu og var það auðvelt, draga siðan seilarnar á land og upp i lækinn sem rennur til sjávar i miðri f jörunni. Eins og allir vita er þar eiga til morguns. Sól ris upp yfir aust- urfjöll. Arrisulir menn vekja fyrstu hrafna, spjara sig I skyndi og gá til veðurs, veðrið er fagurt og lognstafa sjór svo langt sem augað eygir. Ganga nú glaðir til skips og fáeinir heimamenn I kveðjuskyni. Þeir setja skipið öl hlunns, raða irúmin föggum sinum,ýta úr vör, ogleggjastá árar,gerabæn sina i innstu þögn, blessa allt fólkið á Arnarstapa og byggðina lika. Stefna er tekin fyrir Búðahraun og grunnslóðir i austurátt. Sólin hækkargöngu sina með vermandi geislum yfirhaf og hauður. Skipið létt undir árum klauf tæran og hreinan hafflötinn undan átökum ræðaranna svo að freyddi við kinnung. Þegarþeir koma á móts við Djúpsker segir Gisli við þá: „Nú getum við bráðum farið að sigla,eðasvoað það létti eitthvað undir”. Af hverju segir þú þetta?” spurði Sigurður. „Nú verða það hvitu hrafnarnir sem gefa okkur leiði”, segir Gisli og litur um öxl til Siguröar bróður sins með bros i augum og litar sjóinn um leiö með árinni. „Þetta litla ský sem jaðrar við jökulbrún spáir útrænu er llður á daginn”. „Satt mun það”, sagði Daniel og hef ég oft séð svona skýhnoðra við jökulinn, sem er góðs viti”. Eftir nokkra stund byrjar að anda undan sólu sem eykst þvi meir sem sólin færist lengra á vesturloftið. „Nú skulum við sem sagan gerðist fyrir tæpri öld. fyllast af stórstraumsflæöi, sér hún yfir Stakkhamarsnesið drif- hvitt segl bera við dimmbláan hafflötinn. Hún var nú eins og hrifin upp i æðra veldi er húnsá skipið, og lof- aði guð, gekk nú léttum skrefum heim að bænum og sagði heima- mönnum að þeir væru að koma. Fóru nú allir út á hólinn, þvi þar var útsýni gott, og vildu sjá skipið með fannhvitu segli sigla inn ós- inn i hæglátum vestanvindinum, allir vildu i fjöruna fara og fagna bræðrum og vinum. Fór nú hópur að heiman niður i Hjallatanga. Þegar kom inn á vikina austan við Heimstatanga felldi Gisli seglið og reru menn með gát upp i Hjallatangan. Þegar stefnið nemur við mjúk- an sandinn og allir eru komnir út úr skipinu, gekk amma min litið eitt fram og nær skipinu, tóku menn þá ofan og stóöu hljóðir sitt hvoru megin við skipið i lognbliðu ogylvolgum sjónum.HUnfluttiþá hugnæma þa'kkarbæn guöi til dýrðar fyrir heimkomu þeirra og blessun hans, úr djúpi hafsins. Tekinn var allur farmur úr skip- inu og borinn á land upp, skipið sett upp úr flæðarmálinu og reist við skorður. Nú gekk fólkið allt upp i einum hóp heim að bænum með ánægju i augum og ólýsanlega innst i hjarta. Þegar heim kom settust sæfararnir að rikulegum snæð- ingi, og heimamenn settust allir i lesa húslestra á vetrum, en kvöldbænir á sumrin, og syngja sálma er hún kunni marga, og lögin kunni hún lika viö hvern sálm. Svo gerði hún i þetta sinn, og stóð að venju við hvita skáp- borðið sitt sem var hennar morgungjöf. Hún las margar bænir úr bænabók sinni hreint og skýrt, svo hugnæmarvoru þær að allir sátu hljóðir og drúptu höfði, en á ef ör söng hún fagran sálm er hún kunni utanað, og lagiö lika. Nú eru komin náttmál og hugðu menn til náða. Gleðin og fógnuð- urinn lék um sál og sinni bræðr- anna, að vera komnir heim á ást- kærar æskustöövar sinar. Þeir teyguðu að sér ilminn upp úr jörð- inni, þeir horföu I sólarátt norður yfir fjöllin, og fuglarnir kúrðu sig niður I hreiður si'n. Þeir gátu ó- mögulega farið inn til að sofa, þeir urðu að vera úti, til að hlusta á kvöldhljóma fjallanna i logninu og kvöldkyrröinni, og sjá, og finna, kvöldhúmið hlýtt og milt færast hægum skrefum yfir hauð- ur og hæstu hóla. En handan viö fjöllin i norður- átt, gat að lita gullroðin ský, og háborgir miðnætursólarinnar. En um miðjan morgun næsta dag stráði sólin ylgeislum si'num yfirGrimsstaðamúla.ogalla vegi i vesturátt. Andvarinn mildur og bllður mynntist við mold og steina, fuglarnir sungu. Börnin berfætt hlupu út i sólina og blæ- inn, ilmsæta döggina og grasið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.