Vísir - 21.12.1979, Page 24
vism
Föstudagur 21. desember 1979.
32
Umsjón:
Katrin Páls-
dóttir ____
penlnga,
„Skrlfa stundum fyrir
en líöur ma á enir”
„Sagan fjallar um skólastrák
sem fer aö hugsa um lffið og til-
veruna. Hann hefur haft lítinn
tima tii þess, vegna itroðslunn-
ar I skólanum”, sagði Aöal-
steinn ÁsbergSigurösson, þegar
hann var spurður um fyrstu
skáldsögu sina. Hana nefnir
hann „Ferðundir fjögur augu”.
Þaö er Fjölvi sem gefur bókina
át.
,,Þó sagan gerist i raunveru-
legu umhverfi, þá er þetta fyrst
og fremst þankasaga, eins
konar sjálfsgrufl. Hiln snýst um
spurningar eins og hvað er ég?
hvaö er þú? til hvers erum við?
og hvar endum við? Þessum
spurningum er reynt að svara,
en kannski eru ekki til afgerandi
svör við þeim”, sagöi Aðal-
steinn.
„Ég skrifa þessa bók fyrst og
,,Ég held áfram aö skrifa næstu
tlu árin”, segir Aðaisteinn
Asberg Sigurðsson. Visismynd
BG
fremst fyrir sjálfan mig og von-
andi aðra. Ég álit að þaö sem er
fjallaöum I bókinni séu málefni
sem allir gh'ma einhvern tfma
við, þá sérstaklega á sínum
yngriárum,” sagði Aðalsteinn.
Bókina skrifaöi Aðalsteinn á
tiu mánuöum. Hann hóf verkið I
fyrra haust og fór þá til Orkn-
eyja þar sem hann dvaldi I tvo
mánuöi.
„Ég fór þangað til að fá næði
oghugsa I friöi. En það er erfitt
aö vera einn, svo ég hélt heim
eftir þennan tlma”
Aöalsteinn er fæddur á
Húsavik, en alinn upp I Reykja-
dal I Þingeyjasýslu. Hann er
stúdent úr Verslunarskóla Is-
lands 1976.
Aöalsteinn hefur sent frá sér
tvær ljóðabækur. Þá fyrri árið
1977, Ösánar lendur. Þá siöari I
fyrra, en hún bar nafniö Föru-
nótt.
„ Ég er alltaf aö fást við ljóöin.
Þau eru „inspirasjónir”. Þau
fæðast á kvöldin, flest þeirra.”
Aöalsteinn starfaöi um
tveggja ára skeið sem blaða-
maöur. Hann skrifar enn
greinar fyrir ýmsa aðila.
„Égskrifastundum fyrir pen-
inga, þaö veröur maður aö gera.
En mér llöur illa á eftir. Bókina
skrifaði ég fyrst og fremst til að
koma þessuefnifrámér. Húner
ekki skrifuð fyrir peninga.
„Dómar skipta mig ekki máli.
Gagnrýnendur eru oft á tíöum
mjög lágkúrulegir, þetta eru
massaskrif fyrir jólapeninga.
Mig langar til að skrifa leikrit
og ég er núna með aöra skáki-
sögu á byrjunarstigi. Ég held
áfram að skrifa næstu tíu árin.
Efég verðmislukkaöur, þá verð
ég sennilega aö fremja sjálfs-
morö til að verða frægur,” sagði
Aöalsteinn. —KP
Óskar Ingólfsson og Snorri Sigfús
Birgisson.
Rotundum
Verk ettir Snorre Slgtús
Blrglsson trumflutt
„Rotundum” verk eftir Snorra
Sigfús Birgisson verður frumflutt
hér á landi I Félagsstofnun
stúdenta klukkan 21 i kvöld.
Þetta er einleiksverk fyrir
klarinett samið haustið 1978. Það
var fyrst flutt I Galleri Lóu I
Amsterdam I sumar. Þaö er til-
einkaö óskari Ingólfssyni klarin-
ettleikara og þaö er hann sem
flytur verkið i kvöld. —KP.
KVÆBAFYLGSNI - SJÓNAUKIHANDA LJÓS-
DÝRKENDUM JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR
Hannes Pétursson:
KVÆÐAFYLGSNI
Forlagiö löunn 1979
Ef ég ætti á þessari stundu að
velja mér einhverja bók af upp-
skeru ársins 1979, þeirra sem ég
hef rennt augum yfir, til þess að
lesa aftur og aftur og hafa við
höndina á næstu árum, held ég,
að hún yrði Kvæöafylgsni eftir
Hannes Pétursson skáld. Þaö er
ekkieinskisvert, þegar gáfaöir,
trúverðugir og margfróðir
menn með skáldsál taka sér
fyrir hendur að kanna upp-
sprettur að kvæðum skálda
liöinnar tiðar, skálda, sem orðiö
hafa ástmegir þjóðarinnar og
sveipast margvislegum sögn-
um, runnum af staöreyndum,
munnmælum eöa vildarhug
ljóöaunnendanna. Og þegar það
er gert með alúöarhug og elju
þessa höfundar, veröur árang-
urinn ómissandi sjónauki, sem
veröur að vera nærstaddur
ljóðasafni Jónasar sjálfs, til
þessað geta gripið hann, komi
visa eða hending I hugann, eða
litiö sé I lióöin sjálf
Hjá fáum skáldum er líf og
ljóð einssamofiö og Jónasi Hall-
grímssyni, þegar alls er gáð.
Það, og eins hitt, hvllika ást
þjóöin hefur lagt á ljóö hans,
veldur því, að llfssaga hans
sjálfs kallar að um leið og mörg
kvæði hans eru höfð yfir. Og þar
sem svoer ástattum skáldskap,
heldur dáandinn áfram aðyrkja
það mannlifsstef, sem að baki
býr, þar sem oröum kvæöisins
sleppir. Svo hefur orðið um
Jónas Hallgrimsson.Þótt margt
sé vitaö meö fullum heimildum
um rætur kvæöa hans, hafa
menn lagað þaö i huga og fyllt I
eyöur, svo aö þeir vita varla
lengur, hvað er ósk og hvað
staðfastir stafir.
Aðsjálfsögöu fer ekki hjá þvi,
að viö ýmsu sliku er hreyft I
þessu verki, og á þaö jafnt viö
um rökstuddar ályktanir, sem
gengið hafa viðteknar I ritum
mannfram af manni, og langlíf-
ar hugmyndir, sem menn hafa
gertsér og haft aö leiðarljósi við
lestur kvæðanna. Ég get ekki
neitað því, að þarna er stjakað
ónotalega við ýmsum hugmynd-
um mlnum og minnissögnum,
sem ég hef trúað, sumar lagöar
alveg að velli, mér til nokkurra
sárinda, en annaö er mér ekki
nægilega sannað, svo að ég held
I þaö mér til sáluhjálpar að svo
komnu máli. En þarna fæ ég
lika ánægjulega staðfestingu
eða rökstuöning við sitt af
hverju, sem hvarflað hefur að
mér, og ný þá saman höndum.
Þvl miður er ekki að þessu
sinni hægt að f jalla neitt að ráði
um efni þessarar vönduöu gegn-
lýsibókar, enda verður hún ekki
lesin niður i kjölinn á einu eða
tveimur dægrum. En mig lang-
ar þó til að minnast lauslega á
tvö eða þrjú atriði. Ég drep
fingri fyrst við „atriði viövíkj-
andiGunnarshólma”. Þaö álit
hefur festst við sköpunarsögu
þess, að það hafi oröið til með
svipuöum hætti og geröist I
paradis — aö Jónas hafi hrist
það fram úr erminni á einum
eöa tveimur dögum eftir
ikveikjuviðtal viö Bjarna Thor.
sem siðan sagði: „Nú held ég,
að mér sé best að hætta að
yrkja”, þegar hann fékk þaö I
hendur. Nú rekur Hannes skil-
merkilega alla hina löngu fæð-
ingarsögu þess eftir dvölina hjá
Tómasi I Rangárþingi. Hitt
stendur eftir, að Bjarna má
vafalaust þakka mikilvægan
blástur að þeim hugar-
afh Jónasar, sem lauk
sköpunarverkinu meö svo fúll-
komnum glæsibrag, þegar hann
rak smiðshöggin á drög eöa
kvæöi sem hann hafði haft all-
lengi I smlðum. Það er gaman
aö láta glöggva þetta fyrir sér,
og allt verður heimalegra I huga
umhverfis þennan leiðtoga allt
frá bernskudögum, skóla-
ljóöa-leiðtoga, sem llklega hefur
orðið manni örlagarikari til
skáldskaparmats en nokkur
annar.
Li'tum þá snöggvast á athug-
anir Hannesar umhverfis
Ohræsið. Ég lærði Öhræsið eins
og önnur börn, áöur en ég varð
tiu ára og skildi það mlnum
barnsskilningi. Við mér blasti
allt að þvi óhugnanlega skýr og
nákvæm mynd — bær undir
fjalli eða allhárrihllö („fleygist
hún úr fjalli”) frost og snjó-
hraglandi („yfir skyggir él”),
gluggurinn, konan og harð-
neskjan meö sultinn aö bak-
skýringu. Ég hugsaði mér ó-
sjálfrátt Oxnadal vegna fjalls-
ins. Siðan barst mér að eyrum
milli fermingar og tvltugs sögn-
in um rjúpuna I Lásgeröi uppi á
F1 jótsheiðarbrúninni. Þaö
landslag kom illa heim við
kvæðið, en svipaö atvik gat hafa
gerst þar, náö eyrum Jónasar
og oröiö kveikja kvæðisins. En
mér var alltaf heldur andhverft
að tengja kvæðiö og .þessa sögn
fast saman, því að mér var
staðsetning atviksins i kvæöinu
miklu raunverulegri. En þetta
dýpkaði skilning á erindi atviks-
ins í kvæðið og stækkaði heim
þess óendanlega. Auðvitað er
þaö rétt hjá Hannesi, að svona
atvik yrkir llfið eitt en ekkert
skáld, og þaö er i samræmi við
alla hefð Jónasar um samkveik-
ingu llfs og ljóös að henda slika
sögn á lofti og gera hana að
dæmisögu i listrænni túlkun al-
gilds.og mannlegs viðhorfs, en
jafnframt hefst lifsatvikiö yfir
stund og staö, svo aö I raun
verður fánýtt að rekja þaö til
uppruna, en orðaættfræðin I
þessum þætti er afar
skemmtileg hjá Hannesi. Svona
gæti ég haldið áfram að rekja á
bókmenntir
hundraö blaösiöum áhrif lestrar
þessarar bókar á mig, hinn
venjulega fákæna lesanda, og
eru þó ekki öll kurl komin til
þeirrar grafar. A6 tokum minn-
istég aðeins á eitt til viðbótar —
aldur Ferðaloka og afsvar séra
Gunnars, föður Þóru viö bón-
orði Jónasar. Margir hafa hald-
ið þvi fram, hver eftir öðrum,
eins og Hannes greinir frá, að
Feröalok muni vera ort mjög
skömmu eftir „ferðalokin” 1828.
Égheld, aðafar fáum venjuleg-
um njótendum þessa kvæöis
hafi getaö komið slilc fjarstæöa
til hugar, þrátt fyrir lærðra
manna krókagötur i rökvlsi.
Allir, sem ég hef heyrt minnast
á þetta, hafa talið það fráleitt,
og mér þykir vænt um aö sjá,
hve hreinlega Hannes kveður
þetta niður með góðri heimilda-
rannsókn og gildum rökúm.
Minningablær þessa kvæöis er
svo ótvfræður, að engum getur
blandast hugur um, aö þaö er
fúllgert löngu siðar, þótt alls
ekki veröi taliö óliklegt, að
Jónas hafi eitthvað sett I hend-
ingar eftir förina og „ferðalok-
in”, og þaö hafi löngu siðar get-
aö orðið einhver stef i lokagerö-
inni, þegar kvæðið var ort I raun
og veru. Vitnisburðirnir i'kvæð-
inu sjálfu um þetta eru fjöl-
margir og órækir fyrir dómi
allrar skynsemi.
Um túlkun á svari séra Gunn-
ars gegnir öðru máli. Þar finnst
mér Hannes bregöast rökvísin,
er hann leggur sig i framkróka
aö sanna, að þaö hafi ekki verið
alger neitun, og Jónas hafi ekki
getaö litið svo á, heldur hafi
hann sjálfur gerst fráhverfur
Þóru þegar á næstu missirum,
enda staðfestulltill i ástamál-
um. Ef til vill á Helgi Hálfdan-
arson einhvern þátt i þessu áliti
minu, þvl að ég hallast óneitan-
lega mjög að þeim skýringum,
sem hann setti fram i grein i
Mbl. nýlega, og játaö skal, að
mér fyndist það töluvert áfall,
ef löngu grunnmúruö vildar-
skoöun mín um þetta yröi
sprengd i' loft upp. Þá vissi
maöur hreint ekki lengur hvar
maðurstæðii skilningi á Jónasi,
lífihans og skáldskap, sæti þar
eftir eins og munaðarleysingi.
Þaö nær að minu viti engri átt
að reiða sig á framburö vil-
hallra ættingja og sifjafólks
séra Gunnars I þessu máli eins
alfarið og Hannes gerir. Svo
mikinn lausungarmann getum
við ekki gert Ur Jónasi, nema
með pottþéttum heimildum, að
hann hafi þegar eftir „ferðalok-
in” og á næstu missirum snúið
baki við Þóru, þótt hann vissi,
að hún beið hanS og hann ætti
hálft loforð föður hennar um
gjaforðið. Allt bendir miklu
fremur til þess, að það sé rétt,
sem langflestir hafa haft fyrir
satt til þessa, aö Jónas hafi litið
á svar séra Gunnars sem end-
anlega neitun á ráðahagnum, og
hannhafi e.t.v. verið raunsærri
en Þóra I þeim efnum, og von-
brigði hans hafi einmitt átt þátt
i ýmsu, sem næst gerðist i lífi
hans. Hitt er engan veginn frá-
leitt, að faðir Þóru og nánasta
ættfólk hafi haft tilhneigingu til
þess að túlka svarið við hana og
aðra sem hálft fyrirheit og
leggja áherslu á, að þaö væri
ekki orsök uppstyttunnar,
heldur afhugur Jónasar og h vik-
lyndi, af þvl að þaö vildi ekki
þennan ráðahag i raun. Við-
brögð Þóruslðar, er hún heyröi
eöa las kvæðið fyrst, gæti hik-
laust bent til þess, að henni
fyndist hafa veriö villt um fyrir
sér, meðan hún var ung og
óreynd.
t kvæðinu vikur Jónas I minn-
inguna um dvölina heima I
öxnadalaöferöalokum sumarið
1828. Engum dylst, að þá hefur
skuggi afsvarsins grúft yfir
honum. , .Ástarstjörnu yfir
Hraundranga skýla næturský”.
En áður „hló hún á himni”. En
„hryggur þráir sveinn I djúp-
um dali” þessar sumarvikur.
Skyldi sólin ekki hafa verið
glaðlegri ef vonin hefði lifaö?
Og varla getum við ætlaö Jónasi
það, að ástæðan til hryggðar-
innar sé,aö hann sé þegar sjálf-
uroröinn afhuga Þóru nokkrum
dögum eftir ástarförina og bón-
orðið! Er þá minningarmyndin I
Ferðalokum lygi? Við höfum
ekki heimild til að ætla Jónasi
það? Slilcur dómur gerði mann
munaöarlausan frammi fyrir
fegursta ástarkvæöi á Islensku.
Kvæðið sjálft er miklu trúrri
heimild um þetta en minningar
annarra.
En þegar tlminn hefur m ildaö
sársaukann skin ástarstjarn-
an yfir Hraundranga á ný bak
við skýin eöa gegnum þau. Það
er yfirlýsing Jónasar um stað-
fasta ást sfna. Er hún lflta yfir-
bótarlygi? Sé svo verðum við
einnig að véfengja yfirlýsingu
Jónasar um staðfestu I ást
Sinni: „en anda sem unnast fær
aldregieilffðaðskilið”. Oghvað
á Jónas við með „hlekkjum
hugar”? Ætli þaö sé ekki gamla
afsvarið. Hann segir einnig, að
hann hafi fundið til fullnustu, að
blómknapp þann gæti hann bor-
ið og varið öll yfir æviskeið. Er
það yfirbótarlygi til þess að
breiöa löngu slöar yfir eigið
hviklyndi?
I minum huga stafar áhrifa-
máttur þessa kvæöis Jónasar —
og margra annarra — hálfur
eða meir af samkveikingu llfs-
reynslu hans sjálfs við hugar-
flug og málsnilli. Eigi aö
stimpla það sem lifslygi, er það
llka rUið fegurð sinni að hálfu.
Þetta er nú orðið of langt
raus, og svona viðkvæmni les-
anda má ekki kalla illan dóm
um ágætisverk, heldur miklu
fremur vitnisburð um gerð þess
og gildi — aö það skuli geta
hreyft við mönnum. Þessa bók
ættu sem flestir að lesa, og lesa
hana niður I kjiSinn, eiga hana
og opna hana aftur og aftur.
Slfkt eljuverk manns með skiln-
ing og höfundarkosti Hannesar
Péturssonar veröur seint full-
þakkað og bókin ber Utgefanda
sinum einnig hinn besta vitnis-
burð.
Andrés Kristjánsson.