Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF
2 B FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
1. Gott aðgengi að skápum og skúffum og
að auðvelt sé að sjá hvað þar er að finna.
Líka það sem er aftast!
2. Skúffur renni auðveldlega þegar þær
eru dregnar fram.
3. Borðplötur úr efni sem auðvelt er að
þrífa og í þægilegri hæð til að koma í veg
fyrir að heimilisfólk fái bakverk.
4. Kröftugan gufugleypi sem vinnur vel og
HÁVAÐALAUST.
5. Ekki spara innstungur fyrir heimilistæk-
in t.d. brauðrist, hrærivél og kaffikönnu.
6. Gott borðrými beggja vegna við eldavél-
ina.
7. Fljótvirkar hellur sem auðvelt er að
halda hreinum.
8. Bakarofn í þægilegri hæð.
9. Góð lýsing yfir vinnuborðum.
10. Sæti fyrir heimilisfólk og/eða gesti
meðan á matseld stendur.
11. Eldhúsvask í réttri stærð, helst tvö-
faldan og með krana sem auðvelt er að
skrúfa frá.
12. Ekki of langt milli ísskáps, eldavélar
og vasks.
Til umhugsunar HILDUR Bjarnadóttir, arki-tekt, sem hannað hefurfjölmörg eldhús, sagði að
ótrúlega oft væru áherslur þær
sömu í grófum dráttum hjá við-
skiptavinunum þrátt fyrir misjafn-
an smekk. „Í dag er mikið beðið um
gott og huggulegt vinnueldhús,“
sagði hún. „Aðalbreytingin sem ég
verð vör við er að nú ná efri skápar
upp í loft en þannig má forðast þrif
sem enginn nennir að standa í leng-
ur og það sama gildir um opnar
hillur, sem þarf að þurrka af. Þær
sjást nánast ekki lengur. Eldhús-
innréttingar eru greinilega farnar
að miðast við að konur vinna utan
heimilisins og eyða mun minni tíma
inni á heimilinu.“
Stærri eldhús
Hildur sagði að eldhúsin væru
stærri en áður og um leið væru þau
vettvangur, þar sem fjölskyldan
kæmi saman. „Þar læra börnin fyr-
ir skólann um leið og foreldrarnir
sjá um matseldina,“ sagði hún.
„Þessar þarfir má oft leysa með því
að opna milli eldhúss og borðstofu.
Ég verð vör við að fólk leggur mik-
ið upp úr fallegum eldhúsum, sem
hægt er að hafa opin. Enda eru
innréttingarnar ekkert til að
skammast sín fyrir lengur. Engir
ljótir skápar heldur huggulegar
mublur, sem tengja má við borð-
stofu, stofu, sjónvarpsherbergi eða
annað opið rými. Það er að verða
býsna algengt að hafa sjónvarp í
eldhúsinu því fólk vill fylgjast með
fréttunum við eldamennskuna.“
Mikið af skúffum
Hún segir mjög misjafnt hvernig
fólk innrétti eldhúsið. „Ég vil hafa
mikið af skúffum þannig að ekki
þurfi að leggjast á fjóra fætur til að
draga fram það sem er innst og ég
▲Lítið sjónvarp ískáp sem má loka.
Áhersla á gott
vinnueldhús
ELDHÚSIÐ er að margramati hjarta heimilisins.Áður réð húsmóðirin einþar ríkjum en lengri
vinnutími foreldranna utan heimilis
og færri stundir með börnunum hafa
leitt til þess að fjölskyldan sameinast
yfir pottunum í eldhúsinu. Eldhúsin
sem undanfarin ár hafa verið frekar
lítil rúma nú oft vinnuaðstöðu fyrir
alla fjölskylduna, stórt borðstofu-
borð, tölvu, sjónvarp, auk annarra
hefðbundinna heimilistækja. Við
eldhúsborðið er breitt úr dagblöð-
unum yfir morgunkaffinu, farið yfir
námsefnið, veitt ráð við ástarsorg-
um og leyst úr heimsvandamál-
unum. Sagt er að eftir að karlmenn
hættu að láta sér nægja að standa úti
í kuldanum yfir grillinu og þeir
fluttu inn í hlýjuna fylgdi þeim sjón-
varp í eldhúsið, stærra borðpláss,
fleiri tæki, stærri borðkrókur og
jafnvel sófi eða hægindastóll.
Morgunblaðið/Golli
Húsráðendur hönnuðu sjálfir þetta eldhús og ákváðu að tengja það borðstofu og stofu með
opi á eldhúsveggnum. Engir efri skápar eru í innréttingunni, sem er úr bæsuðum krossvið,
en þess í stað stórar skúffur á hjólum undir eldhúsborðinu.
heimilisinsMorgunblaðið/Árni SæbergHornin eru vel nýtt með skápum fyrirhrærivél og örbylgjuofn.
Því hefur verið haldið fram að aukinn áhugi karlmanna á elda-
mennsku og þar með innreið þeirra í eldhúsið hafi leitt til þess að
þau verða sífellt stærri. Kristín Gunnarsdóttir leitaði til
þriggja arkitekta og hönnuða og fékk þá til að sýna og segja
frá nýjungum í eldhúsinnréttingum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hér er borðstofan komin í eldhúsið. Á miðju gólfi er stórt vinnuborð og háir kollar. Þetta
borð er mikið notað bæði við heimalærdóm og eldhússtörf. Tveir inngangar eru sitthvoru-
megin við skápana til vinstri og er opið fram í stórt hol.
Farið yfir
námsefnið við
eldhúsborðið.
Gler er í
skápahurð-
um sem
skilja að
eldhús og
borðstofu
en skápinn
má einnig
opna í borð-
stofunni.
Hjarta