Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 8
sundraðist. Þetta er
mesta slys í sögu
flugfélagsins.
Ástæða slyssins
var dimm þoka.
Í dag verður opnuð sýning á
myndum í íslenskum
barnabókum í Borgarbókasafninu,
Grófarhúsinu. Bæði verða
frummyndir sýndar svo og
bækurnar sjálfar.
Átján listamenn eiga verk á
sýningunni. Áslaug Jónsdóttir
er meðal þeirra. Hún
myndskreytti Söguna af bláa
hnettinum eftir Andra Snæ
Magnason. Hún sagði
að myndir væru
ekki bara til að
skreyta sögur
heldur ættu þær að
túlka þær. Sýningin
stendur til 26.
október.
AUÐLESIÐ EFNI
8 B FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Bandaríkjamenn og Bretar
hófu miklar loftárásir á
Afganistan á sunnudag
þegar kvölda tók.
Nætur-himinninn lýstist upp
í sprengjuregni en ljós
slokknuðu í borgum þegar
rafmagn fór af. Skotið var á
hernaðarlega mikilvæga
staði, eins og þjálfunarbúðir
og flugvelli. Fjölmargar
orrustuþotur og
sprengjuvélar tóku þátt í
árásunum. Einnig var
stýriflaugum skotið frá
skipum á Indlandshafi. Þá
hafa bandarískar flugvélar
varpað niður matarpökkum
og lyfjum til nauðstaddra
Afgana. Árásunum var
haldið áfram á
mánudagskvöld en síðan
einnig á daginn. Talið er að
árásirnar standi yfir í viku
en verði fylgt eftir með
hernaði á landi.
Bin Laden hvatti múslíma
um heim allan í
sjónvarpsávarpi á sunnudag
að rísa upp gegn
AP
Bandaríkjamenn skjóta stýriflaugum af skipi á Indlandshafi á
skotmörk í Afganistan.
Loftárásir á Afganistan
Veður öll
válynd
Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, ávarpar
landsþing Þroskahjálpar á
Hótel Sögu
fimmtudagskvöldið 18.
október.
Við það tækifæri verður
frumflutt lag eftir Jón
Ásgeirsson tónskáld við ljóð
eftir Sigmund Erni
Rúnarsson.
Ráðstefna um atvinnumál
verður á laugardag og er hún
öllum opin.
„Þingið verður með miklum
hátíðar- og gleðiblæ í tilefni
af 25 ára afmæli
samtakanna,“ sagði Halldór
Gunnarsson formaður þeirra.
Á döfinni
Landsþing
Þroskahjálpar
Danir gersigruðu íslenska
landsliðið í knattspyrnu á
Parken í Danmörku á
laugardag.
Þeir skoruðu sex mörk en
Íslendingar ekkert.
Þetta er annar stærsti sigur
Dana á Íslendingum frá
upphafi. „Það fór hreinlega
allt úrskeiðis hjá íslenska
liðinu,“ segir á íþróttasíðu
Morgunblaðsins á þriðjudag.
Íþróttir
Úti er
ævintýri
Fyrir viku var haldin
háskólahátíð til að fagna
90 ára afmæli Háskóla
Íslands.
Við það tækitæri sagði
Páll Skúlason rektor:
„Stofnun hans var einn
mikilvægasti áfangi
íslensku þjóðarinnar í því
að tryggja
menningarlegt,
stjórnmálalegt og
efnahagslegt sjálfstæði
sitt.“
Háskólinn
90 ára
Ríkisstjórnin hefur
ákveðið umfangsmiklar
skattalækkanir.
Má þar nefna að
tekjuskattar fyrirtækja
lækka úr 30% í 18% um
næstu áramót.
Skattlagning
húsaleigubóta fellur
niður frá sama tíma.
„Ríkissjóður stendur vel
og hefur efni á svona
skattalækkun,“ sagði
Davíð Oddsson
forsætisráðherra.
Skattar
lækka
Verslunar-miðstöðin
Smáralind í Kópavogi var
opnuð með pomp og pragt
klukkan 10.10 á miðvikudag.
Byggingin er geysistór og
skiptist í þrjú hús. Turninn er
kennileiti hennar. Í húsinu
eru fimmtíu verslanir,
kvikmyndahús,
veitingastaðir, kaffihús,
bankar og skósmiður svo
eitthvað sé talið.
Opnunarhátíð stendur í fimm
daga.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Smáralind
opnuð
Hundrað og átján fórust á
mánudag þegar einkaþota og
flugvél frá flugfélaginu SAS
skullu saman á flugvelli í
Mílanó á Ítalíu. SAS-vélin var
að búa sig undir flugtak
þegar þotan lenti á henni.
Hún kastaðist á byggingu og
Hundrað og átján fórust
Tvö sambýli fyrir fólk
með fötlun verða opnuð
á næsta ári samkvæmt
fjárlögum 2001.
Sambýlin verða í
Reykjavík og eru ætluð
tólf manns alls.
„Þetta eru mikil
vonbrigði,“ sagði
Friðrik Sigurðsson
framkvæmda-stjóri
Þroskahjálpar. „Það eru
rúmlega tvö hundruð á
biðlista.
Stjórnvöld höfðu gert
áætlun um að eyða
biðlistanum á þremur
árum í tengslum við
flutning málaflokksins
til sveitarfélaga.
Þetta þýðir hins vegar
stöðnun,“ sagði Friðrik.
Fjárlög 2001
Tvö
sambýli
Myndir úr veröld
barnabóka
Bandaríkjamönnum og heyja
heilagt stríð. „Ég sver við
Guð að bandaríska þjóðin
getur ekki látið sig dreyma
um frið fyrr en friður ríkir í
Palestínu,“ sagði hann.
Markmið með árásunum
er að sigra
hermdarverkamenn og þá
sem halda verndarhendi yfir
þeim. Sendiherra talibana í
Pakistan, Abdul Salem
Zaeef, upplýsti á þriðjudag
að bin Laden héldi sig í
fjöllum í Afganistan. Hann
sagði að leiðtogi talibana,
Mohammad Omar, væri á
lífi en sprengja hefði
sprungið skammt frá heimili
hans. Tugir óbreyttra
borgara hefðu fallið í
árásunum.
Í fyrsta skipti í sögunni
óttast Bandaríkjamenn að
hernaður þeirra erlendis
geti leitt til hefndarárása
heima fyrir.