Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 5
aðrar forsendur.“ Morgunblaðið/Ásdís a Biblíuna 13 ára gamall.“ er ferðalag sé bæði spennandi og fróðleg lesning. „Sagan segir frá raunverulegu ferðalagi Brians og tveggja annarra frá vesturströnd Bandaríkjanna alla leið til Höfða- borgar í Suður-Afríku. Þremenn- ingarnir hefja ferðalagið allslausir og lenda í ýmsum erfiðleikum á leiðinni,“ segir hún og bætir því við að einn gefist upp á leiðinni. „Brian heldur ásamt hinum áfram og tekst á ótrúlega sannfærandi hátt að draga lærdóm af hverri einustu glímu þeirra við erfiðleik- ana þar til lokaáfanganum er náð. Bókin er svo spennandi að maður getur eiginlega ekki lagt hana frá sér fyrr en í lokin.“ Kolbrún segir Brian m.a. leggja áherslu á jákvæðni í boðskap sín- um. „Hann leggur áherslu á að fólk velti sér ekki endalaust upp úr nei- kvæðum hliðum lífsins heldur sé jákvætt og dragi lærdóm af reynslu sinni. Ég held að þessi boð- skapur eigi einmitt erindi við marga af minni kynslóð. Alltof margir eru sífellt að barma sér yfir engu. Flestir Íslendingar lifa góðu lífi og ættu að gera meira af því að staldra við og njóta augnabliks- ins,“ segir hún. „Við erum alltof upptekin af því að vera í sífelldu kapplaupi við alls konar kröfur og efnisleg gæði.“ Morgunblaðið/Þorkell Kolbrún Pálína: „ Allt of margir eru sífellt að barma sér yfir engu.“ DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 B 5 „ÉG BYRJAÐI snemma að lesa og var sannkallaður bókaormur. Satt best að segja var ég nánast alæta á bækur og fór með skipulögðum hætti í gegnum allar bækurnar í stóra bókaskáp foreldra minna á unga aldri. Eftir að ég fór að fara ein í strætó sótti ég Borgarbókasafnið stíft því að ekki mátti taka nema í mesta lagi 3 bækur í hvert skipti. Ég man að mamma sagði stundum við mig þegar ég hékk inni og var að lesa: „Æ, Sólveig mín! Af hverju ferðu ekki frekar út að leika með krökkunum?“ Ég man meira að segja eftir því að stundum þegar ég fór í boð með foreldrum mínum tók ég með mér bók og sat síðan einhvers staðar úti í horni og las,“ rifjar Sól- veig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra upp. Sólveig las barna- og fullorð- insbækur jöfnum höndum. „Ég hreifst ekkert síður af stráka- en stelpuhetjum, t.d. las ég talsvert af bófasögum fyrir stráka. Af íslensk- um barnabókum er mér bókin Börn eru besta fólk eftir Stefán Jónsson sérstaklega minnisstæð. Sem full- orðin manneskja sé ég að þar kemur fram mikið innsæi í tilfinningalíf barna. Eins og fleiri bókaormar lét ég klassísku bókmenntirnar heldur ekki fram hjá mér fara og las t.d. gott úrval af íslenskum fornbók- menntum með upprunalegu stafsetn- ingunni. Auðvitað þurfti ég stundum að spyrjast fyrir um orð.“ Eftir allan lesturinn viðurkennir Sólveig að eiga bágt með að gera upp á milli bóka. „Ég hef þó ákveðið að nefna Brennunjálssögu,“ segir hún og tekur upp vandaða útgáfu af bókinni. „Mér er sérstaklega kær út- gáfa Vöku-Helgafells af Brennu- Njálssögu frá árinu 1997. Bókin er nákvæm endurgerð af fyrstu útgáf- unni af Njálu með nútímastafsetn- ingu frá sama forlagi árið 1945. Hall- dór Laxnes bjó bókina til prentunar og myndskreytingarnar gerðu Snorri Arinbjarnar, Gunnlaugur Scheving og Þorvaldur Skúlason. Njála er Íslendingum sérstaklega kær og ástæðan er ærin. Sagan er mikill dýrgripur og er nánast sama hvar borið er niður. Örlaganorn- irnar vefa vef sinn með listilegum hætti í flóknu samspili vináttu og átaka. Persónusköpunin er frábær og myndrænar lýsingar standa manni ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum. Ég verð að fá að nefna kon- urnar sérstaklega. Konur eins og Hallgerður langbrók sína og sanna hvers konar áhrif íslenskar konur hafa haft á landnámsöld. Ég gæti haldið áfram að tala um Njálu enda- laust, t.d. heiðurinn og dyggðirnar. Sem lögfræðingur hefur mér t.a.m. fundist sérstaklega áhugavert að lesa um Alþingi til forna og hvernig þingstörfum er lýst í sögunni,“ segir hún og er spurð að því hvort að hún haldi að Njála hafi haft áhrif á per- sónuleika hennar sjálfrar. „Ég veit ekki hvort Brennunjálssaga hefur í sjálfu sér breytt mér þótt hún hafi kannski vakið mig til meðvitundar um að hver er sinnar gæfu smiður.“ Lögfræðilegt ívaf Sólveig segir að hún og eig- inmaður hennar hafi lagt áherslu á bækur á sínu heimili. „Maðurinn minn les ekki minna en ég. Við eig- um gott safn bóka og höfum lagt áherslu á að halda bókum að börn- unum. Á meðan þau voru lítil lögðum við mikla áherslu á að lesa fyrir þau á kvöldin. Mér hefur oft fundist að heyra megi á mæli barna hvort að lesið hefur verið fyrir þau eða ekki. Með því að hlusta á upplestur fá þau betri tilfinningu fyrir tungumálinu og meiri orðaforða,“ segir Sólveig og bætir við að á heimilinu séu engin jól án bóka. „Við reynum að tryggja að allir fái bók og helst fleiri en eina.“ Sólveig segist hafa sérstaklega gaman að því að sjá fyrir sér sög- urnar í landinu á ferðalögum. „Við höfum gaman að því að velta því fyr- ir okkur hvar atburðirnir í sögunum hafa átt sér stað. Einu sinni vorum við að ferðast um Njáluslóðir og afi barnanna var að rifja upp fyrir þeim atburðina í Njálu. Börnin hlustuðu andtaktug á frásögnina þar til eitt þeirra stundi upp: „Nei, afi. Nú ertu að skrökva!,“ segir Sólveig og við- urkennir að á síðustu árin hafi hún haft lítinn tíma til að sökkva sér ofan í fornbókmenntirnar. „Mér finnst al- veg frábær hvíld og slökun að setjast niður með bók. Hins vegar verð ég að viðurkenna að vegna knappari frítíma hef ég meira farið út í afþrey- ingarsögur síðustu árin. Þar eru sakamálasögur með lögfræðilegu ívafi í mestu uppáhaldi.“ Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra Listilegur örlagavefur í Njálu Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólveig: „Sagan er mikill dýrgripur og nánast sama hvar borið er niður.“ „ÉG HEF alltaf haft gaman að því að fara í bókabúðir. Eftir tilkomu Netsins hef ég gert dálítið af því að panta bæk- ur í gegnum netverslanir þótt þau við- skipti jafnist aldrei á við ferð í bóka- búð. Aftur á móti hef ég ekki verið neitt sérstaklega duglegur að lesa fag- urbókmenntir. Ég hef aðallega sökkt mér niður í bækur í tengslum við vinn- una bæði um stjórnun og nýjungar í atvinnurekstri,“ segir Þorkell Sig- urlaugsson, framkvæmdastjóri þróun- arsviðs Eimskips. Þorkell segir að lestur þessara fag- bókmennta hafi án efa haft áhrif á við- horf sitt til atvinnulífsins. „Eftir á að hyggja tel ég að hugmyndir einnar bókar hafi mótað viðhorf mín öðrum fremur enda mótaðist ég af áhrifum hennar sem ungur maður. Bókin heitir Trigger Points og er eftir bandaríska framtíðarfræðinginn Michael J. Kami. Hugmyndum Kamis kynntist ég fyrst fyrir um 20 árum síðan. Aðdragandinn að því var að Hörður Sigurgestsson settist í stól forstjóra Eimskips árið 1979. Saman veltum við upp ýmsum hugmyndum um framtíðarþróun fyr- irtækisins. Úr varð að við sóttum námsstefnu Kamis undir yfirskriftinni New Management Realities í Toronto í Kanada árið 1981. Í kjölfarið á því sótti ég aðra námsstefnu Kamis í Brussel árið 1985 og fékk hann til að koma hingað á vegum Stjórnunarfélagsins sumarið 1986.“ Kami dró saman hugmyndir sínar í bókinni Trigger Points árið 1988. „Þegar ég fletti í gegnum bókina núna finnst mér hún ekki nærri því eins áhrifamikil og boðskapur Kamis var fyrir 15 til 20 árum síðan og kannski ekki nema von. Hann spáði fyrir um framtíðina og ýmsar af hugmyndunum í bókinni eru orðnar hluti af íslensku nútímasamfélagi. Hins vegar blandast mér ekki hugur um að Kami fékk mig til að hugsa með öðrum hætti á sínum tíma. Ég fór að verða uppteknari af hvers kyns nýsköpun og því hvaða tækifæri biðu okkar í framtíðinni,“ segir Þorkell. Eimskip fór að sýna ýmsum nýsköpunarverkefnum meiri áhuga um miðjan níunda áratuginn. „Fjárfest var í fyrirtækjum í nýjum greinum, t.d. DNG, Pólstækni og síðar Marel, Tækniþróun með Félagi ís- lenskra iðnrekenda, Háskóla Íslands o.fl. og fiskeldisfyrirtækinu Árlaxi svo dæmi séu nefnd. Sumt gekk upp og annað ekki,“ viðurkennir Þorkell. „Með tímanum hefur þróunin haldið áfram og skapast grunnur og skiln- ingur á möguleikum Íslendinga fyrir fyrirtæki á borð við Marel, Össur og Tölvumyndir,“ segir hann og fram kemur að hann hafi setið í stjórn allra þessara fyrirtækja. Þorkell kom einnig inn í stjórn Verð- bréfaþings Íslands fyrir um áratug og tók þátt í mótun hlutabréfamarkaðar. Með því telur hann að orðið hafi um- bylting í möguleikum fyrirtækjarekst- urs hér á landi. Skemmtilegur fyrirlesari Þorkell segir að gaman hafi verið að sækja fyrirlestra Kamis því að hann hafi náð vel til fólks með húmor og lif- andi áhuga á efninu. „Innan fyrirtækja lagði hann áherslu á að ekki væri hikað of lengi með að grípa til aðgerða og helst ekki beðið lengur en fram á næsta mánudagsmorgun eða „Take Monday Morning Action“ eins og Kami orðaði það svo skemmtilega.“ Bókaáhugi Þorkels hefur ekki ein- göngu falist í því að lesa bækur heldur hefur hann sjálfur skrifað nokkrar bækur. „Ég skrifaði bókina Framtíð- arsýn árið 1989 og stofnaði af því til- efni útgáfufélagið Framtíðarsýn hf.,“ segir hann og tekur fram að bókaút- gáfan hafi síðan sameinaðist útgáfu- félagi Viðskiptablaðsins. „Rekstur sér- hæfðs viðskiptablaðs í okkar litla þjóðfélagi hefur gengið ágætlega. Það má því segja að framtíðarsýn okkar hafi ræst hvað það varðar.“ Þorkell segist hafa haft ánægju af því að takast á við ný og krefjandi verkefni og í frístundum sínum hafi hann oft snúið mér að tölvuskjánum. „Kami hafði oft á orði að lífið ætti að vera skemmtilegt, „Life must be Fun“, og auðvitað eigum við að hafa gaman af því sem við erum að gera.“ Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri Margir spádóm- ar í Trigger Points rættust Morgunblaðið/Ásdís Þorkell: „Varð uppteknari en áður af hvers kyns nýsköpun.“ Morgunblaðið/Golli ago@mbl.is Lið-a-mót FRÁ Apótekin Tvöfalt sterkara með GMP gæðaöryggi H á g æ ð a fra m le ið sla FRÍHÖFNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.