Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF
4 B FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„ÉG VEIT alveg hvaða bók ég ætla
að tala um – bara ein bók kemur til
greina. Bókin heitir Vistvernd í
verki og var gefin út af Landvernd.
Ég las hana þegar ég var að vinna að
gerð sjónvarpsþáttaraðarinnar Spír-
als um umhverfisvernd fyrir börn
fyrir stuttu. Ég varð fyrir hugljómun
við lesturinn,“ segir Halldóra Geir-
harðsdóttir leikkona glaðlega og
býður gestinum inn fyrir.
Hann tyllir sér á koll og langar að
vita hvort leikkonan sé mikill bóka-
ormur. „Nei,“ viðurkennir hún hálf-
leið á svipinn. „Ég las talsvert þang-
að til ég varð svona 14–15 ára og fór
að finna fyrir þrýstingi um að ég
gæti vel farið að lesa eitthvað al-
mennilegt, sígild bókmenntaverk
eins og Fávitann, Hundrað ára ein-
semd og Glæp og refsingu. Ég hafði
engan þroska til að hella mér út
þennan lestur og sneri næstum því
alveg bakinu við bókmenntum á
tímabili. Ekki bætti heldur úr skák
að á menntaskólaárunum fékk ég
móral yfir að vera ekki frekar að
lesa námsbækurnar.“
Þráðurinn tapast
Hugsi játar Halldóra að hafa aldr-
ei almennilega komist aftur á skrið
við lesturinn á fullorðinsárunum.
„Ég hef einhvern veginn ekki gefið
mér tíma til að lesa nema styttri
bækur og helst í einni lotu. Stundum
hef ég byrjað á lengri bókum og
venjulega verið búin að tapa þræð-
inum þegar ég hef getað gripið í þær
aftur. Ljóð henta mér betur því að ég
hef getað lesið eitt og eitt í einu.
Nokkrum sinnum hefur mér meira
að segja tekist að lesa nokkur áður
en ég hef dottið út af á kvöldin.
Leikritin koma upp í hugann.
„Eins og aðrir leikarar les ég tölu-
vert af leikritum í tengslum við
vinnunna. Ekki má heldur gleyma
því að ég hef lesið fjöldann allan af
sögum fyrir dóttur mína. Í svipinn
man ég eftir að hafa sérstaklega
hrifist af bókunum um Blíðfinn og
Ósýnilega barninu eftir Tove Jans-
son.“
Við víkjum talinu aftur að Vist-
vernd í verki. „Þessi bók er mér án
efa efst í huga þessa dagana. Þó að
ég hafi alltaf haft áhuga á umhverf-
isvernd hef ég einhvern veginn aldr-
ei kafað jafn djúpt ofan í málefnið.
Ég lærði margt nýtt og áhugavert
með því að lesa bókina,“ segir Hall-
dóra og ekki stendur á svarinu þegar
hún er beðin um að nefna dæmi. „Ég
get sagt frá því að ég vissi ekki að til
væru umhverfisvænar fjölskyldur á
Íslandi. Vissir þú að þessar fjöl-
skyldur koma reglulega saman til að
ræða hvernig hægt sé að stuðla að
umhverfisvernd, t.d. með því að
kaupa umhverfisvænar vörur? Við
megum heldur ekki láta ákveðnar
merkingar villa okkur sýn í versl-
unum. Umhverfislegur stimpill á
vöru þarf t.a.m. ekki að þýða annað
en að umbúðirnar séu endurvinn-
anlegar. Innihaldið þarf alls ekki að
vera umhverfisvænt.“
Halldóra nefnir fleiri dæmi. „Ekki
átta heldur allir sig á því að banani
hefur ferðast óraleið frá Suður-
Ameríku með tilheyrandi olíu-
brennslu og mengun alla leið til Ís-
lands. Eplið ferðast mun styttri leið
frá Norður-Ameríku svo ekki sé tal-
að um gulræturnar frá Reykholti,“
segir Halldóra sem skoðaði einmitt
umhverfisvæna gróðrarstöð í Lauf-
ási í Biskupstungum í tengslum við
gerð þáttanna. „Ég verð að við-
urkenna að þessi vinna mín við þátta-
röðina opnaði almennilega augu mín
fyrir því hversu mikilvægt er að taka
afgerandi ákvarðanir í tengslum við
umgengni við náttúruna. Besta leiðin
til að koma þessum skilaboðin á
framfæri er án efa í gegnum börnin
inn í fjölskyldurnar og samfélagið.“
En hefur lesningin haft áhrif á líf
Halldóru sjálfrar. „Æji, óþægileg
spurning. Já, ég hugsa öðruvísi. For-
sendur mínar eru aðrar. Ég er auð-
vitað með ýmislegt á prjónunum án
þess að hafa komið því í framkvæmd,
t.d. að leigja mér grænan plastkassa
undir moltu í garðinum og koma þar
fyrir matjurtargarði, ekki svindla á
mjólkurfernunum og setja miða í
gluggann: „Ég vil engan ómerktan
póst, takk fyrir,“ svarar hún. Aftur á
móti kemur í ljós að bókin góða glat-
aðist í Ríkissjónvarpinu. „Sem er
bæði gott og vont því að þó að ég
vildi gjarnan eiga hana áfram á von-
andi einhver annar eftir að finna
hana og lesa – þannig breiðist boð-
skapurinn út.“
Halldóra
Geirharðsdóttir
leikkona
Fékk hugljómun
úr Vistvernd
í verki
Halldóra: „Hugsa öðruvísi eftir lestur bókarinnar og hef a
BÓKIN
sem
hafði áhrif
Á rökkvuðum síð-
kvöldum er ljúft að
laumast undir sæng
með góða bók. Anna
G. Ólafsdóttir spurði
hvaða bók/bækur
hefðu haft áhrif á líf
fimm þjóðþekktra
Íslendinga og fékk
fimm ólík svör.
„SEM strákur var ég rosalegur
bókaormur og las nánast allar teg-
undir bókmennta. Biblían er þar
ekki undanskilin því að ég las hana
nánast alla 13 ára gamall. Ekki gera
allir sér grein fyrir því að Biblía
þýðir í rauninni safn bóka. Þar af
leiðandi er Biblían afar fjölbreytt og
reyndar misskemmtileg lesning.
Innan hennar eru jafnvel ákveðnar
mótsagnir og valda því að ógjörn-
ingur væri að fylgja henni eftir í einu
og öllu,“ segir Hreimur Heimisson,
söngvari í Landi og sonum, hnykklar
brýrnar og tekur skýrt fram að í
Biblíunni megi finna ýmsar áhuga-
verðar hugmyndir. „Þó ég sé ekkert
sérstaklega trúaður hef ég gaman að
því að velta þessum frásögnum og
hugmyndum fyrir mér í ró og næði.“
Hreimur segist hafa verið farinn
að lesa bækur á ensku 10 ára gamall.
Fyrstu bækurnar hafi verið hunda-
ræktunarbækur heima í Landeyj-
unum. „Einu sinni fór ég til Reykja-
víkur á íþróttaæfingu og sá
kvikmyndina um Drakúla. Ég varð
gjörsamlega heillaður og hét því að
eignast upprunalegu útgáfuna af
sögunni. Eftir bréfaskriftir við ensk-
an fornbókasala fékk ég hana síðan í
hendurnar nokkrum mánuðum síð-
ar,“ segir Hreimur og telur fáar sög-
ur jafnast á við dramatískt lífshlaup
Drakúla greifa. „Drakúla var ekki
bara vampýra eins og mest er gert
úr í myndinni. Hann er upphaflega
afar trúrækinn og fer í krossferð í
byrjun sögunnar. Eftir að kærust-
unni hans er sagt frá því að hann
hafi dáið í ferðinni fyrirfer hún sér.
Þegar hann kemur aftur til baka
ákveður hann að afneita Guði enda
skilur hann ekki hvernig hann gat
tekið hana frá honum. Höfundurinn
segir frá því á áhrifaríkan hátt
hvernig hann stingur sverðinu í
krossinn í kapellunni í kastalanum.
Um leið og blóðið fer að drjúpa úr
krossinum fölnar allt umhverfið í
kringum kastalann rétt eins og kom-
ið sé haust. Drakúla lætur blóðið
leka í bikar og í sögunni er bikarnum
líkt við bikar Krists. Hann drekkur
af blóðinu til að hljóta kraft og kem-
ur þar af leiðandi í veg fyrir að hann
komist til helvítis – hvað þá til
himna.“
Hreimur nefnir að önnur bók hafi
haft svipuð áhrif á sig. „Að lesa Shin-
ing eftir Stephen King þegar ég var
14 ára hafði rosaleg áhrif á mig á
sínum tíma. Lýsingarnar í sögunni
eru hreint og beint ótrúlegar.
Hvernig hann smám saman missir
vitið af því að ekki er allt með felldu í
húsinu. Kvikmyndin kemst ekki í
hálfkvisti við söguna. Allar heimsins
tæknibrellur megna ekki að ná fram
því sama og sagan og ímyndunar-
aflið,“ segir hann og bætir því við að
áhrifin hafi ekki orðið minni þegar
hann las bókina í annað sinn. „Ég
tók bókina á bókasafni og las hana
aftur þegar ég var 18 til 19 ára gam-
all. Þá bjó ég einn í herbergi og
þorði eiginlega ekki að lesa hana þar
heldur tók hana með mér á æfingar.“
Gaman að glugga í Öldina
Þriðja bókin sem Hreimur nefnir
er af ólíkum toga. „Ég las uppruna-
legu útgáfuna af Little women (Yng-
ismeyjar) þegar ég var í framhalds-
skóla á Selfossi. Ég átti mikið af vin-
konum á þessum tíma og ein þeirra
var að lesa þessa bók í skólanum.
Minn hópur var að lesa einhverja
hrútleiðinlega bók um alkóhólista.
Little women er ótrúlega vel skrifuð
þó söguþráðurinn sé ekkert sér-
stakur. Ýmsar senur í bókinni eins
og þegar Jo veikist og ein af eldri
systrunum hættir við að gifta sig eru
alveg hreint frábærar,“ segir hann
og viðurkennir að lítið hafi farið fyrir
lestri upp á síðkastið. „Ég gríp helst
í Öldina okkar. Mér finnst gaman að
lesa lýsingar af löngu liðnum atburð-
um og bera saman Ísland í dag og
fyrr á öldum. Þjóðfélagið hefur
breyst ótrúlega mikið og er orðið
rosalega amerískt,“ segir hann og
hugsar sér gott til glóðarinnar að
taka með sér góðar bækur í fyr-
irhuguð tónleikaferðalög Lands og
sona til útlanda á næstunni.
Hreimur
Heimisson
söngvari
Biblían mis-
skemmtileg
og Drakúla
heillandi
Hreimur: „Las nánast alla
„ÉG VAR ekkert sérstaklega gefin
fyrir að lesa þegar ég var yngri.
Þó las ég auðvitað dæmigerðar
barna- og unglingabækur eins og
aðrir krakkar. Mestur tíminn fór í
að stunda skólann og íþróttir, t.d.
æfði ég fimleika í sex ár, fótbolta í
tvö ár og ýmsar aðrar íþróttir. Oft-
ast datt maður beint út af eftir erf-
iðan dag á kvöldin,“ segir Kolbrún
Pálína Helgadóttir, Ungfrú Ís-
land.is og starfsmaður Pharmaco
hf., um lestrarvenjur sínar í æsku.
Hún viðurkennir þó að hafa
gaman af bókum. „Ég fæ alltaf
fiðring í magann þegar ég kem inn
í bókabúðir og bókalistinn minn
lengist alltaf í huganum. Gallinn er
bara sá að ég gef mér ekki nægi-
lega oft tíma til að setjast niður
með góða bók. Satt best að segja er
ég svona skorpumanneskja í bók-
lestri. Oft les ég lítið í langan tíma.
Ef ég síðan dett niður í góða bók
hespa ég hana af í einum hvelli.“
Kolbrún segir frá því að hún
stytti sér gjarnan stundir með af-
þreyingarbókmenntum þegar hún
ferðast. „Oftast er ég með spennu-
bækur við höndina þótt ég sé al-
gjör alæta á bækur. Núna er ég að
lesa ævisögu Geri Halliwell og
ástæðan er ekki sú að ég sé svona
hrifin af Spice Girls. Þvert á móti
er ég aðallega að lesa hana fyrir
forvitnissakir. Ég get ekki skilið
hvað ræður því að fólk um þrítugt
telur ástæðu til að skrifa ævisögu
sína – í upphafi lífsins,“ segir hún
og ljóstrar því upp að langt lestr-
arflug sé á döfinni. „Ég er að búa
mig undir að keppa í Miss World-
keppninni í Höfðaborg í Suður-
Afríku 16. nóvember. Flugið er
langt svo mér ætti að gefast gott
tækifæri til að taka lestrarrispu á
leiðinni.“
Hollt að staldra við
Þegar Kolbrún er beðin að nefna
eina bók sérstaklega er hún ekki
lengi að nefna bók Brians Tracy
Farsæld er ferðalag. „Ég kynntist
hugmyndum Brians fyrst á nám-
skeiði á vegum ráðgjafarfyrirtæk-
isins Vegsauka í tengslum við
Ungfrú Ísland.is-keppnina. Ég var
síðan svo heppin ásamt tveimur
öðrum stúlkum úr keppninni að
sitja námstefnu með honum á
Grand hóteli í sumar. Ég verð að
viðurkenna að til að byrja með
hafði ég dálitlar áhyggjur af því að
þurfa að sitja og hlusta á fyr-
irlestra nánast út í eitt alla helgina.
Um leið og ég var sest fuku áhyggj-
ur mínar út í veður og vind. Brian
er nefnilega alveg frábær fyrirles-
ari og ótrúlega fær í að ná til fólks
eins og greinilega kemur fram í
bókunum hans.“
Kolbrún segir að bókin Farsæld
Kolbrún Pálína
Helgadóttir
Ungfrú Ísland.is
Hreifst af
jákvæðni í
Farsæld er
ferðalag