Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 B 7 NAPÓLEON og hertoginn af Well- ington eru sagðir hafa stytt sér stundir með jó-jó á átjándu öld. Leikfangið er talið það elsta í heim- inum á eftir brúðunni. Ævaforn jó-jó úr brenndum leir hafa fundist í Grikklandi og Egyptalandi, en að öðru leyti er lítið vitað um uppruna þess og fáum er kunnugt um hvers vegna það er kallað jó-jó, eða yo-yo eins og víðast hvar. Sigurför jó-jósins á Vest- urlöndum hófst á á þriðja áratug síðustu aldar og má rekja til Petro nokkurs Flores. Hann hafði flutt frá Filippseyjum til Bandaríkjana þar sem hann starfaði sem hótelþjónn. Eins og Filippseyinga var siður, dundaði hann sér við að skera út tvær skífur úr tré, festa band á milli, og leika sér með afrakstur iðju sinnar. Oftast lék hann listir sínar fyrir framan hótelið og hon- um til mikillar ánægju hópuðust vegfarendur saman til að horfa á. „Yo-yo,“ sagði hann þá harla glaður á móðurmáli sínu. Sem þýðir komið eða komið aftur. Flores fannst því vel við hæfi að nefna leikfangið yo- yo þegar hann stofnaði fyrirtæki og hóf framleiðslu þess. Petro Flores sat þó ekki lengi að uppfinningu sinni. Á viðskipta- ferðalagi um Kaliforníu sá athafna- maðurinn Donald F. Duncan leik- fangið, eygði gróðavon og keypti fyrirtækið og réttinn til nafnsins yo- yo af Flores árið 1929. Duncan lét gera smávægilegar en að sama skapi mikilvægar endurbætur á jó- jóinu, sem fólust m.a. í lykkju á enda spottans. Í kringum 1950 hóf hann framleiðsu á jó-jó úr plasti og þótti tiltækið skipta sköpum fyrir möguleika leikmanna í alls konar kúnstum og flóknum stílbrögðum. Árið 1962 náðu vinsældir jó-jó há- marki í kjölfar auglýsingaherferðar í sjónvarpi. Slíkt dugði ekki til, því fjárhagserfiðleikar og dýr lögsókn til að tryggja einkaleyfi á nafninu yo-yo gerðu Duncan gjaldþrota í lok sjötta áratugarins. Flambeau Product keypti fyrirtækið og fram- leiðir enn leikfangið, sem í áratugi hefur annað slagið átt geysimiklum vinsældum að fagna hjá ungviðinu. Saga hlutanna Yo-yo sagði hannhandleiðslu leiðbeinanda. Hún lærðihjá sjálfstæðri stofnun, er heitirArbours Association, sem var sett á laggirnar í kringum 1970 undir áhrifum frá R.D. Laing og „and- geðlækningum“ hans. Hugmyndin var að skapa tækifæri til að skapa tækifæri fyrir fólk, sem hafði áður takmarkaðan aðgang að sálgrein- ingarmeðferð, en til þurfti að koma umhverfi, sem veitti stuðning. Því voru stofnuð neyðarathvarf og þer- apísk sambýli, sem veittu öryggi til að takast á við alvarleg vandamál án þess að reiða sig á lyf eingöngu. „Þarf maður fimm ár til að læra að tala við fólk?“ spyr Björg sposk, þegar talinu er vikið að því hvað námið hafi gefið henni. „Ég hafði unnið skylda vinnu áður á hópmeð- ferðardeild. Námið styrkti mig og bætti forsendur mínar til að sinna þessari vinnu. Í vinnunni tekur maður inn á sig tilfinningar og í einkameðferð komst ég að því að til þess að nota sjálfan sig sem tæki er nauðsynlegt að þekkja sjálfan sig vel til að varpa ekki eigin málum yf- ir á skjólstæðinginn. Maður þarf alltaf að vera á varðbergi að gera það ekki. Það er sérstök listgrein að sneiða hjá því og vera samt ærlegur í samskiptum við skjólstæðinginn.“ Björg tekur dæmi úr tónlistinni. „Þetta er hliðstætt við að það er kannski hægt að læra að spila lag á tveimur tímum, en til að ná því að túlka tónlist þarf maður bæði að kunna á hljóðfærið og sjálfan sig. Námið hefur gefið mér meira sjálfs- traust bæði í starfi og einkalífinu. Og ég hef fengið heilmikið út úr því að vera í fagi þar sem ég á heima. Og mér finnst ég líka vera í starfi, þar sem ég held áfram að þroskast. Auðvitað er það líka hægt bæði í myndlist og líffræði, en hér hef ég nýjan áhuga á að halda mér við.“ Glíman við vandamál annarra hlýtur að taka á. „Er sálgreining ekki bara eins sorgarsaga?“ er spurning sem Björg heyrir oft. „Sálgreining er ferðalag í leit að því sanna og það felur í sér óumræð- anlega gleði að finna týnda fjár- sjóði, hver sem birtingarmyndin er. Í þeirri leit er varasamt að gera sér hugmyndir fyrirfram um hvað sé handan við hornið eða ákveða hvað sé skjólstæðingnum fyrir bestu. Ég hef ræktað með mér þol til að lifa án þess að hafa svörin. Þol til að leyfa hugsun og sköpunarkrafti að þróast án þess að vita hvað gerist næst. Við það sér maður fólk vaxa á eigin for- sendum og það er spennandi. Þetta er einn flötur þess sem ég sæki í sál- greiningu, hluti þess sem hún hefur gefið mér.“ Tungumálið er mikilvægt tæki í sálgreiningu og því vaknar sú spurning hvernig það sé að vinna við sálgreiningu á öðru máli en móð- urmálinu. Björg segir að sér hafi þótt gaman að læra tungumál og það hafi því verið skemmtilegt við- fangsefni að takast á við nýtt fag á nýju máli. Þótt hún kynni auðvitað ensku fyrir horfði það öðruvísi við að vinna í ensku málumhverfi. „Það var lærdómsríkt að hluta af náminu bjó ég í eitt ár fimm daga vikunnar í þerapísku sambýli og þar voru allir meira en tilbúnir til að kenna mér þá ensku, sem maður lærði ekki í skólabókunum. Málið kom því af sjálfu sér. Ég fór ekki að vinna með fólk í einkameðferð fyrr en að þremur árum liðnum. Auðvit- að voru alltaf einhver orð, sem ég skildi ekki, en ég var ekkert að þykjast skilja heldur spurði og það nýttist oft í meðferðinni því skjól- stæðingarnir þurftu þá að fara nán- ar út í hvað þeir áttu við. London er líka svo alþjóðleg borg og skjól- stæðingarnir ekki endilega með ensku sem fyrsta mál. Í meðferð er tungumál oft mjög myndrænt og þar var ég á heimavelli.“ Geðræn vandamál feimnismál Málið er Björgu greinilega ekki fjötur um fót, því fyrir rúmu ári fékk hún fasta stöðu. Hún var ráðin teymisstjóri í Barnet, bæjarfélagi í Norður-London, en þar fór hún að vinna 1998 að námi loknu. Starfið felst bæði í stjórnun og meðferð. Að flatarmáli er Barnet álíka stórt og Reykjavík. Þar búa um 350 þúsund manns og skjólstæðingarnir eru 350. Þjónustan er rekin á vegum bæjarfélagsins. Geðheilbrigðisþjón- usta í Englandi hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarinn áratug. Stórum geðsjúkrahúsum, þar sem margir sjúklingar höfðu búið um árabil, hefur verið lokað. Í Barnet hefur til dæmis tveimur slíkum spítölum verið lokað og Björg segir að eftir standi húsnæði, sem minni mest á hallir. Öðrum spítalanum hefur verið breytt í lúx- usíbúðir með líkamsræktarstöð en enn er óákveðið hvað verður um hinn. Nú er áherslan á umönnun í samfélaginu, „care in the commun- ity“ og að veita sem fjölbreyttasta þjónustu. Um leið og þjónustan hef- ur þanist út er stefnt að því að brjóta hana niður í smærri einingar og hafa hana á fleiri stöðum. Björg tekur sem dæmi geðklofasjúkling, sem verður að búa nálægt geðþjón- ustu. „Hann segist helst ekki fara í strætó því ef hann fer allt í einu að heyra raddir, verður hann að svara þeim og ef það eru börn nálægt verða þau hrædd.“ Samanburðurinn við geðheil- brigðisþjónustu á Íslandi segir Björg að sé erfiður. „Það er ekki hægt að segja að þjónustan hér sé betri eða verri. Þjónustan hér er fjölbreyttari en á Íslandi en það er líka verið að þjónusta miklu stærri hópa. Ég veit til þess að það hafi verið sett á stofn sambýli heima fyrir geðsjúka, en held ekki að þar séu til þer- apísk sambýli, eins og hér. Ég hef séð fólk í slíkum sambýlum komast í gegnum mikla erfiðleika og ná fótfestu í líf- inu á eftir. Fyrir utan Geðvernd er geðmeðferð á Íslandi að mestu tengd spítölunum, auk einkameð- ferðar úti í bæ. Bæði hér og heima er aðaláhersl- an enn á meðalagjöf þegar um geð- sjúkdóma er að ræða, en hér eru kannski fleiri möguleikar á öðru. Í því kerfi, sem ég vinn í er hópvinna í gangi, þerapía og veitt skjól. Þeir sem koma þarna eru allt frá fólki með alvarleg geðræn vandamál yfir í fólk í sálarkreppu.“ Stærðin breytir því ekki að geð- ræn vandamál eru líka feimnismál í Englandi. „Hér líkt og á Íslandi er það enn feimnismál að þurfa á geðrænni að- stoð að halda. Fólk reynir að fela það og er viðkvæmt fyrir að það sjá- ist hvert það er að fara. Í fámenni eins og á Íslandi er fólk kannski enn hræddara við að það spyrjist út að það sé að leita hjálpar vegna geð- rænna vandamála.“ Björg talar um að námið í sál- greiningu hafi verið eins og að koma heim, en hvað með að fara heim í áþreifanlegri merkingu? Hún tekur því ekki fjarri og segist reyndar byrjuð að létta akkerum, því hún hefur lokið einkameðferð á stofu, sem hún byrjaði á að námi loknu. Hún vinnur því eingöngu í Barnet, en er ekki lengur með skjólstæð- inga í einkameðferð. „Það er allt út- lit fyrir að ég flytji til Íslands á end- anum. Landið togar í mig, náttúran er svo segulmögnuð. Það er hvergi auðveldara að hlaða batteríin en á Íslandi. Þó fáir stundi sálgreiningu á Íslandi finnst mér það spennandi tilhugsun að fást við hana þar. Kannski er þetta dæmi sem ég þarf að klára og mér finnst það rétt ákvörðun að fara heim.“ sd@uti.is Psyllium Husk Caps FRÁ Fyrir meltinguna, með GMP gæðaöryggi H á g æ ð a fra m le ið sla Apótekin FRÍHÖFNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.