Vísir - 18.03.1980, Qupperneq 5
Guömundur
Pétursson
skrifar
vtsm
Þriöjudagur 18. mars 1980
Panamaiæknar
brýna busana
vegna keisarans
Deila hefur sprottiö upp milli
bandarlsks hjartaskurðlæknis og
lækna I Panama um, hvort þörf sé
á þvi að skera fyrrverandi Irans-
keisara upp eöa ekki.
Reza Pahlevi var sendur heim
af sjúkrahúsinu á sunnudag,
þegar hætt var við að skera hann
upp, en bandaríski læknirinn, dr.
Debakey, heldur því þó fram, aö
þess sé full þörf. Vill hann annast
skurðaðgerðina sjálfur.
Læknar spitalans eru ekki
aldeilis á því, og sagði dr. Carlos
Garcia, yfirlæknir, að keisarinn
væri „hraustur eins og Tarzan”.
En ef til þess kemur, að sjúkl-
ingurinn verður skorinn upp,
segja þeir, að ekki komi til mála,
aö sá bandariski kukli i honum.
Þeir munu þá annast það sjálfir.
Yfirlýsingu læknisins og til-
kynningu spitalans ber akki alveg
saman, þvi að i tilkynningunni
segir, að aðgerðinni hafi verið
.frestað, þar sem keisarinn sé of
veikburða til þess að gangast
undir skuröaðgerö.
FORKOSNINGARNAR I
ILLINOIS GETA SKIPT
SKÖPUM FYRIR KEHN
EDY 0G ANDERSON
Forkosningar verða i Illinois i
dag og gera stuðningsmenn
Kennedys sér nokkrar vonir um
sómasamlega útkomu honum til
handa vegna Irsks ætternis hans
og eins vegna gremju gyðinga i
garð Carterstjórnarinnar vegna
atkvæðagreiðslu USA gegn Israel
á dögunum hjá Sameinuöu þjóð-
unum.
Hjá repúblikönum benda skoð-
anakannanir til þess aö baráttan
verði mjög tvisýn milli þeirra
Reagans og John Anderson, sem
erúr frjálslyndari armi flokksins.
Menn biöa með mestri eftir-
væntingu, hvaða gengis Kennedy
mun njóta i þessum forkosning-
um, en hann hefur tapað alls-
staðar nema i Massachusettes,
heimafylki sinu. Hefur hann lofaö
stuðningsmönnum sinum, aö nú
verði snúið viö blaðinu, og sigur-
gangan hafin I Illionis. Hefur
hann lagt mjög að sér við að
kynna sig og stefnu sina kjósend-
um I Illinois að undanförnu.
Skoðanakönnun, sem birtist i
Chicago Tribuna, gaf til kynna,
að Cater nyti 56% fylgis en
Kennedy 23%.
Sendiherra USA sést gægjast út um glugga sendiráösins f Bogóta en til hægri á myndinni eru gfslar á
leiö þaöan. Skæruliöarnir slepptu öllum konum og sjúkum.
BÝBUR SKÆRULIÐUNUM
TIL KÚBU MEB GÍSLANA
Fidel Castro, forseti Kúbu,
hefur lagt til að skæruliðunum I
sendiráðinu I Bogota verði leyft
aö fljúga með glslana til Havana
og þá 70 félaga sina, sem þeir
heimta lausa úr fangelsi.
Castro gerði Julio Turbay
Ayala, Kólombiuforseta_, þetta
boö I orösendingu, sem stjórnin i
Bogoto opinberaði f gær.
Á valdi skæruliðanna I sendi-
ráði Dóminikanska lýðveldisins
eru 11 sendiherrar, 2 sendiráðs-
ritarar og 16 manns til viðbótar
Þau hafa nú verið 20 daga I
prísundinni.
Samtök skæruliðanna, M-19
eins og þau kalla sig, hafa krafist
lausnar fyrir 70 félaga sina, og
hafa þar bæði fallið frá peninga-
kröfunni (upphaflega 50 milljón
dollarar) og lækkaö töluna á póli-
tisku föngunum, sem þeir
heimtuðu úr fangelsi.
Einn af gislunum, Fernando
Gomez Fyns, sendiherra
Uruguay, (42ára) slapp I gærdag
úr prisundinni meö þvi að hnýta
saman lök á endunum og láta sig
siga á þeim úr glugga á annarri
hæð sendiráösbyggingarinnar.
Hann meiddi sig litillega, þegar
hann kom niður.
Hjartasérfræðingur var
kvaddur I sendiráðið I gærdag,
þar sem menn héldu, að sendi-
herra Venezúela, Virgilio Lovera,
heföi fengið hjartaslag. Læknir-
inn færði þær fréttir, þegar hann
kom aftur úr sendiráðinu, aö
Lovera hefði einungis fengið
svimakast, en væri annars
hraustur. Læknirinn skoðaði þrjá
sendiherra aðra og einn skærulið-
ann.
Mannfali í
El Saivador
Framboösefni repúblikana I sjónvarpssal fyrir kappræöufund, sem aldrei varö neitt úr.
23 herskáir vinstrisinnar munu
hafa fallið i átökum við öryggis-
sveitir Ei Salvador viö búgarð 40
km noröur af höfuðborginni i gær.
Herlið var sent til búgarösins til
þess aö flæma burtu vinstri sinna
stjórnarandstæöinga, sem her-
tekið höfðu bæinn til að láta I ljós
andstöðu viö stjórnina. — Margir
voru handteknir.
Fyrr I gær kom til 3ja stunda
skotbardaga milli hermanna og
vinstrimanna á háskólalóðinni I
San Salvador. Skömmu áður
hafði sprengja sprungið við land-
búnaöarráðuneytið.
20.000 kennarar landsins hafa
nú lagt niður vinnu i mótmæla-
skyni við það, sem þeir kalla kúg-
unaraðgerðir stjórnarinnar.
verksmiðjum sinum og fækka 110
þúsund manna starfsliöi sinu um
25 þúsund i sparnaðarskyni.
Hefur sú áætlun þegar hlotið
samþykki samtaka starfsfólks-
ins.
Vandræöaungllngar
Um 200 ungmenni, vopnuð
sleggjum, gerðu áhlaup á neðan-
jarðarjárnbrautarstöð I London
um helgina og unnu þar mikið
hervirki. Veittust þau einnig að
farþegum. Um 40 manns voru
flutt á sjúkrahús, þar af sjö far-
þegar. — Lögreglan handtók um
20 unglinga, allir á aldrinum tólf
til átján ára.
Brutu unglingar rúður og allt,
þar sem þeir komu sleggjunum
við, en tólunum höfðu þeir stoliö
úr verkfærageymslu stöðvar-
innar. — Ungmenni þessi fara um
i flokkura einkennd af snoðklipp-
ingu og stigvélabullum og ganga I
London undir nafninu „skin-
heads”.
Mannránln á italfu
Mannræningjar slepptu um helg-
ina 69 ára iðjuhöldi, eiganda
garðsláttuvélaverksmiðju, gegn
greiðslu lausnargjalds, en honum
var rænt I Como 19. febrúar. Um
leiö var öðrum manni rænt
skammt frá Mflanó, og er sá eig-
andimikils nautabús. — Kunnugt
er um að minnsta kosti 9 menn,
sem rænt hefur verið á taliu á
þessu ári. A sama tima I fyrra
haföi um 20 verið rænt.
Frökkum llölgar
lbúum Frakklands fjölgaði á sið-
asta ári, og samkvæmt upplýs-
ingum manntalsskrifstofunnar
frönsku voru þeir 53.583.000 þann
1. janúar 1980. — Það var 210.000
fleiri en 1. janúar 1979.
Korchnoi vann
Korchnoi sigraði i fimmtu ein-
vigisskák þeirra Petrosians, en
hún hafði farið i bið. Tefldu þeir
Korchnoi og Petrosian aö tafii.
ekki nema sex leiki upp úr bið-
stöðunni. Fyrstu fjórar skákirnar
urðu jafntefli, og hefur þvi
Korchnoi 3 vinninga en Petrosian
2.
Annarri einvigisskák þeirra
Huebners og Adorjans var frestaö
i gær að beiðni Adorjans, sem gaf
ekki á þvi neina skýringu, en hvor
keppandi um sig hefur heimild
fyrir tveim frestunum. Ekkert
veröur heldur teflt I dag, þvi að þá
átti að tefla biöskákir, ef ein-
hverjar yrðu. Fyrsta skákin varð
jafntefli.
ðiympiuleikarnlr
I Moskvu
Fulltrúar rikisstjórna tólf landa
hefja viðræður i Genf I dag um
fjölþjóða-iþróttamót fyrir
Iþróttamenn, sem missa munu af
ólympluleikunum i Moskvu.
Breska þingið samþykkti I gær,
aö ekki yrði sent landsliö á
Moskvuleikana. og var auðséð á
atkvæðatölum, að margir úr röð-
um stjórnarandstæðinga studdu
Thatcher forsætisráðherra I þvi
efni.
Carter Bandarikjaforseti hefur
Itrekað, að honum muni ekki
snúast hugur varöandi sniðgöngu
USA á Moskvuleikunum.
Talsmenn ástraiskra sund-
manna, sem eru helstu vonir
Astraliu um gull á ólympiuleikun-
um, lýstu þvi yfir I morgun, að
ástralskir sundmenn mundu fara
á Moskvuleikana, hvað sem liöi
áskorun Astraliustjórnar til
Iþróttamanna að fara ekki.
r■ ■■ :
Gulllð teliur
Gullið hrapaði I morgun I verði
á Hong Kong-markaðnum eftir
verðfalliö I New York og London
um helgina. Únsan er nú komin
niður i 460,5 dollara I Hong Kong,
og hefur ekki verið svona lágt
áður á þessu ári. Það er 24 dollur-
um lægra en við lokun i Hong
Kong I gær, og 11 dollurum lægra
en i New York I gærkvöldi. Verð-
fallið á gullinu kom I kjölfarið á
yfirlýsingum Carters Banda-
rikjaforseta um aðgerðir i efna-
hagsmálum.