Vísir - 20.03.1980, Page 3

Vísir - 20.03.1980, Page 3
Fimmtudagur 20. mars 1980 3 Verða Utvegsbank- inn og Búnaðar- banklnn samebiaðir? Eins og fram kom i Visi I gær hefur lausafjárstaöa bankanna versnaö verulega á undanförnum mánuöum. Frá janúarlokum á sl. ári og til janúarloka i ár hefur þróunin hjá bönkunum gagnvart Seölabankanum veriö neikvæö um 10,6 milljaröa kr, eöa tiuþúsund og sexhundruö milljónir króna, ef menn átta sig betur á þeirri töiu. í heild er staða bankanna neikvæö f lok janúar um 6.3 milijaröa kr. Verst er staðan hjá Útvegsbankanum, sem hefur neikvæöa stööu yfir meöaltali, eöa um 6.5 miiijaröa kr. Búnaöarbankinn stendur hins vegar best. Hjá ölium bönkunum hefur hins vegar veriö um neikvæða þróun aö ræöa. Þetta vekur upp spurningar um hvaö stjórnvöld hyggist gera til aö sporna viö þessari þróun, hvort sam- eining Útvegsbankans og Búnaöarbankans sé i bfgerö, eöa aörar aögeröir til einföldunar á bankakerfinu. Vfsir leitaöi svara viö þessum spurningum, sem koma fram hér á sföunni. Vil gera bankakerfiö einfaldara, ódýrara og skilvirkara - segir Tómas Árnason. bankaráðherra. ,,Ég hef fulian hug á þvi aö beita mér fyrir umbótum I bankalöggjöfinni meö þaö fyrir augum aö geta þetta einfaldara, ódýrara og skilvirkara kerfi”, sagöi Tómas Arnason, banka- ráöherra, i samtali viö VIsi. Eins og fram kom i forsiðu- frétt Vísis i gær hefur lausafjár- staöa bankanna versnað mikið á siðustu mánuðum. Þetta var borið undir Tómas og hann spuröur um ástæðurnar og að- gerðir til úrbóta af hálfu ríkis- stjórnarinnar? „Ég vil nú ekki segja neitt gott um þetta”, sagði Tómas. „Þetta er ein afleiðing þeirrar miklu verðbólgu, sem við búum við. Rikisstjórnin hefur sin áform I sambandi við verðbólg- una og vinnur náttúrlega aö framgangi þeirra á öl'um svið- um. Auövitað er meiningin að haga peningapólitikinni i sam- ræmi viö þau markmiö sem við höfum sett okkur i verðbólgu- málum”. Þýðir þetta að þak verði sett á útlánastarfsemi bankanna? „Ég skal nú ekkert segja um það mál á þessu stigi. Það er verið að fjalla um þessi mál núna i sambandi við undirbún- ing fjárfestinga og lánsfjáráætl- unar rikisstjórnarinnar. Það veröur nú ekki alveg strax sem hún veröur lögð fram. Fjár- málaráðherra hefur sagt að það verði liklega ekki fyrr en eftir páska. Þaö þarf þó ekki að þýöa aö ekki verði gripið til aðgerða fyrir þann tima. Ég var t.d. á fundi með bankastjórn Seðla- bankans á mánudaginn, þar sem þessi mál voru á dagskrá”. Nú kemur fram að staða Útvegsbankans er verst og hefur versnað mest. Gefur það hugmyndinni um sameiningu, t.d. útvegsbankans og Búnaöarbankans byr undir báða vængi? ,,Ég skal nú ekki segja um það, það eru engin ákvæði umþað f stjórnarsamningnum og umræður eru ekki í gangi. Ég hef hins vegar áhuga á þvi að gera umbætur i bankamálunum og þá til einföldunar. A þessum tima er staða þeirra sem lána til útgerðarinnar slæm, en þvi er ekki aö neita að útvegsbankinn hefur átt i erfiðleikum lengi”, sagði Tómas Arnason. Seölabankinn styður sameiningarstefnuna „Þetta mál hefur ekki verið rætt til lykta og litið um það að segja umfram það, sem var i VIsi”, sagöi Guömundur Hjart- arson, bankastjóri Seðlabank- ans, i viðtali við Vísi. „Staða bankanna er erfið, en ástæöan fyrir þessum erfiðleik- um er s.amantvinnuð úr mörg- um þáttum”, sagði Guömundur. „A undanförnum árum hefur verið gert samkomulag við bankana um svokölluð „þök” á útlán. Reynslan hefur hins veg- ar verið sú, að útlánin hafa þró- ast nokkuð I samræmi við verð- bólgun a. Þau hafa þvi látið undan verðbólgunni. Þessi lausafjárstaða bankanna núna kann að vera timabundin, a.m.k. að hluta, og batna þegar kemur fram á vertíðina og út- flutningur eykst”. „Það er gamalt mál sem oft hefur verið rætt, meira að segja komist inn á borð Alþingis en aldrei lengra”, sagði Guðmund- ur aöspurður um hugsanlega einföldun á bankakerfinu og þá með sameiningu Útvegsbank- ans og BUnaðarbankans. „Ég veit ekki hver staöa þessa máls er núna, en ég hygg, að þeir sem voru sameiningunni meðmæltir, séu óbreyttrar skoöunar og Seðlabankinn hefur stutt þá stefnu, að fækka beri rikisbönk- unum”, sagöi Guðmundur Hjartarson. G.S. Greiöa 70% vaxtavexti „Að þvi leyti sem um er aö ræöa hreinan og óumsaminn yfirdrátt, sem bankarnir hafa skammtað sér sjálfir, þá reikn- ast 4.5% dráttarvextir á ári. Þessir vextir, ásamt vaxta-vöxtum, samsvara um 70% ársvöxtum”, sagöi Bjarni Bragi, deildarstjóri hagdeildar Seðlabankans, i samtali við Vfsi, aöspurður um vexti Seöla- bankans af skuld viðskipta- bankanna. „Þetta er sama vaxtafyrir- komulagiöog sem mestur hasar varö út af á sínum tima, en þá voru þeir 16% á meðan al- mennir vextir voru 7-8%. En þessir vextir verða að vera svona háir, til þess að bankarnir hafi ekki hagsmuni af þvi að ganga I Seðlabankann”. Staða Útvegsbankans er verst. Hefur þú tölur um hvað hann hefur þurft að greiða Seðlabankanum I vexti á sl. ári? „Nei, þær hef ég ekki”, svaraði Bjarni. „Útvegsbank- inn er alveg sérmál. Hann sýndi góða innistæöuaukningu á sl. ári. Hins vegar hefur hann notið sérstakrar fyrirgreiöslu vegna erfiörar aðstöðu og mikilla skuldbindinga”, sagði Bjarni Bragi. G.S. Fimm tslendingar fengu portúgalskar orður I sérstöku hófi, sem sendiherra Portúgals á tslandi, Fernando Reino, hélt í Atthagasal Hótel Sögu. A myndinni sjást f.v. sendiherrahjónin Rcino, frú Dóra Guöbjartsdóttir, ólafur Jóhannesson, utanrfkisráðherra, sem hlaut Krists kross, sem einungis er veitt- ur f sérstökum tilvikum, Þórhaliur Asgeirsson, ráöuneytisstjóri, Tómas Þorvaidsson, forstjóri, Jóhanna Kristjónsdóttir, blaöamaður og Karl Manúel, kaupmaöur. Visismynd: GVA HE/LDSALA — SMASALA HÖFUM FENGIÐ Allar stærðfr af púströrs- k/emmum og hosuklemmum á mjög hagstæðu verði. Engin hækkun frá síðustu sendingu TIL PASKA OG I FERMINGARVEISLUNA kaupir fó/k mikið magn matvöru VIÐ bjóðum iægsta mögulega verð, og hæstu gæði OPIÐ frá k/. 2 virka daga og 9-12 /augardaga S[// ÞER SPARIÐ SVO UM MUNAR HJÁ OKKUR "//y SPAFM/IARKA 'iNN

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.