Vísir - 20.03.1980, Page 5
VÍSIR
Fimmtudagur 20. mars 1980
Guömundur
Pétursson
skrifar
ftalíustiórn
fallln
A Italiu er enn ein stjórnar-
kreppan skollin á. Sú 38. frá siöari
heimstyrjöld. Er ástandið i land-
inu litið friðlegra en á þeim árum.
Hryðjuverkamenn og mannræn-
ingjar vaða uppi. 1 þessari viku
hafa þrir sakadómarar verið
myrtir.
Þriggja flokka minnihluta-
stjórn Francesco Cossiga, for-
sætisráðherra, sagði af sér i gær-
kvöldi, eftir að sósialistar sögðust
ekki lengur mundu verja stjórn-
ina vantrausti með hjásetu.
Cossiga, sem er úr flokki kristi-
legra demókrata, sagði i gær:
„Við þurfum styrka stjórn til þess
að koma á friði og ró innanlands.
Þjóðin á kröfu á þvl að sjá opin-
berar stofnanir starfa betur.”
Sandro Pertini, forseti Italiu
hefur boðað til funda við leiðtoga
flokkanna um möguleika á
myndun nýrrar rikisstjórnar.
Jafnframt hefur hann boðað yfir-
menn löggæslu landsins til við-
ræðna um þá nýju öldu ofbeldis-
verka, sem skollin er á.
Menn láta sér detta i hug, að
mynduð verði bráðabirgðastjórn
til að sitja fram i júnf. Þá á ttalia
von á Carter Bandarikjaforseta i
opinbera heimsókn, en stendur
einnig fyrir tveim meiriháttar
fjölþjóða ráðstefnum. —
Miðflokkarnir hafa ekki meiri-
hluta i þinginu, og sósialistar hafa
neitað að starfa i sambræðingi
vinstri-og miðflokka.
Stjórn Cossiga, sem setið hefur
sjö mánuði, varð til upp úr langri
stjórnarkreppu.
Carter, Begin og Sadat á Camp David-fundinum forðum, en árangur
hans þótti mikil fjöður i hattlnn fyrir Carter.
Carier vill ýta
við Sadat
og Begin
Carter Bandarikjaforseti
hyggst nú reyna að koma nýrri
hreyfingu á friðarmálin i Austur-
löndum nær og boðaði i gær, að
hann mundi fá til viðræðna i
Washington i næsta mánuði þá
Anwar Sadat og Menachem
Begin, hvorn i sinu lagi.
Carter vill reyna með
viðræðum sinum við Egypta-
landsforseta og forsætisráðherra
Israels koma meiri skriði á
samningaumleitanirnar varðandi
sjálfstjórn til handa Palestinu-
aröbum á vesturbakka Jórdan og
á Gaza-svæðinu.
Talsmenn Hvita hússins báru á
móti ágiskunum fréttaskýrenda,
eftir að fundirnir höfðu verið
kunngerðir, að hér væri um að
ræða kosningabrellu af hálfu
Carters, sem vilji biðla til hinna
áhrifamiklu gyðinga i New York
fyrir forkosningarnar þar á
þriðjudaginn næsta.
I
I
I
I
I
Fiugsiysið í varsjá
Þessi mynd er af flaki flug-
vélarinnar, sem fórst fyrir viku
skammt frá flugvellinum i
Varsjá og með henni 87 manns.
Með i hópnum voru 14 hnefa-
leikarar frá Bandarlkjunum og
aðalvonir Bandarikjamanna
um gullverðlaunin á Olympiu-
leikum i þeirri iþróttagrein. —
Enn hafa engar fréttir borist frá
Póllandi um orsakir slyssins.
Katalðnía kýs til
eigín pings
Um 4,4 milljónir kjósenda i
Katalóniu, auðugasta héraöi
Spánar, ganga til kosninga i dag
um fyrsta heimaþing Kataloniu-
manna frá þvi á árum borgara-
styjaldarinnar (1936-39).
Er mikið talið i húfi fyrir stjórn
Adolfo Suarez, forsætisráðherra,
sem þótti biða nokkurn hnekki i
þjóðaratkvæði i Andalúsiu og i
Baskheruðunum fyrir skemmstu.'
— Hefur Suarez verið á ferðalagi
um Katalóniu siðustu fimm daga
til fylgisöflunar yfir flokk sinn og
hvetja menn til góðrar kjör-
sóknar. Dræm þátttaka er talin
mundu verða vatn á myllu
þjóðernissinna og vinstriflokk-
ana.
Siöustu skoðanakannanir sýna,
að fylgi UCD, flokks Suarez, hef-
ur þokast upp á við að nýju, en
meira fylgis njóta þó sósialistar,
þjóðernissinnar og kommúnistar.
Mexikó, sem er á leiö með að
verða einn af umsvifameiri oliu-
framleiðendum i heimi, tilkynnti i
vikunni að vissa væri fengin fyrir
meiri oliu i jörðu þar en menn
höfðu sönnur fyrir áður.
Aö mati sérfræðinga ættu aö
Kosið verður um 135 fulltrúa til
Katalonluþings, og er engum ein-
um flokki spáð hreinum meiri-
hluta.
finnast fimmtiu milljarðar oliu-
fata i jörðu i Mextkó, eða á botni
Mexikóflóa. — Er það nær átta
sinnum meira en menn höföu
vissu fyrir 1976.
Þessar tölur færa Mexikó upp i
sjötta sæti oliurikustu landa
heims.
Mexíkó sjötta mesta
olíuríki heims
Drepin með
örvarskoli
Kona ein i borginni Osaka I
Japan var drepin i fyrradag með
örvarskoti úr bifreið sem ekið var
framhjá henni. örin var úr bam-
bus og oddurinn stáibor. Var kon-
an hæfð i hjartastaö en tókst þd að
draga dt örina sjálf og gera lög-
reglunni grein fyrir þvi, hvað
hent hafði, áöur en hún gaf upp
öndlna.
vextlr hækka
I USfl
Atta meiriháttar bankar í
Bandarik junum, með Chase
Manhattan (þriðja stærsta banka
USA) i forystu, hafa nú hækkað
grunnvexti upp I nitján prósent,
sem er met I Bandarlkjunum. Svo
háir hafa vextir aldrei verið fyrr.
Tllraunlr við
fæðlngar
Hópur visindamanna og lækna
við McMaster-háskóIann I
Ontario i Kanada heldur þvi
fram, að fullyrðing fransks
læknis um, að nýfæddum iiði afar
velf vatni eða baði, sé markieysa.
Gerði hdpurinn tihraunir með 28
böm, sem tekiö var á móti að
venjulegum hætti og önnur 28
böm, sem abferb franska læknis-
ins Leboyer var reynd við. Eini
munurinn á börnunum reyndist
helst sá, að þau sem iátin voru
strax I bað, nýkomin úr mdöur-
kviöi orguðu af vanstiliingu.
Dr. Francis Leboyer skrifaði
1975 bók um hugmyndir sinar og
kaliaöi „Fæöing án þjáninga”.
Vildi hann, aö tekið yrði á mdti
börnum i dimmu og þau fljótlega
settíheittbaö. Meðþvi fyndu þau
ekki eins snögg viðbrigði við að
koma úr móðurkviði I heim-
inn og yrðu sælli.
Guii hækkar altur
Gull hækkaði um meira en 60
dollara á markaðnum I New York
i gær, eftir verulega lækkun fyrr
i vikunni. GuUúnsan var I 550
doilurum á New York-markaðn-
um I gær, 30 dollurum hærri en f
London.
Gallup-konnun
I Bretiandi
Samkvæmt nýjustu Gallup-
skoðanakönnun i Bretlandi nýtur
Verkamannaflokkurinn 12,5%
meira fylgis en Ihaldsflokkurinn.
Niðurstööur könnunarinnar
voru birtar i morgun I „Daiiy
Telegraph”, en þær gáfu til
kynna, aö 49,5% styddu Verka-
mannaflokkinn, 37% thaldsflokk-
inn. — Kannanir i febrúar bentu
til þess að Verkamannaflokkur-
inn nyti 4,5% meira fylgis þá en
st jórnar flokkurínn.
1 könnun ,,DaUy Telegraph”
kemur einnig fram, að kjósendur
séu óánægðastir með hækkandi
verðlag, atvinnuleysi, og niður-
skurö þess opinbera á fjárveit-
ingum til heilbrigðisþjónustu og
skólakerfis.
Lögreglukonur
reknar
Tveim lögreglukonum hefur
veriðvikiðúr lögregluliði Detroit,
þar sem þær hafi ekki rétt lög-
reglumanni hjálparhönd, þegar
nakinn karl, sem var að brenna
peningum úti á götu, réðst á hann
og lék hart.
Lögmenn iögreglukvennanna
beggja segjast ætla að kæra
brottvikninguna, en þetta er I
fyrsta sinn I sögu Detroit-Iögregl-
unnar, aö lögregluþjónum er vik-
ið úr liöinu fyrir hugleysi.