Vísir - 21.03.1980, Blaðsíða 1
^aip
Föstudagur 21. mars 1980, 68. tbl. 70. árg.
rHlíTAT^
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
¦
I
I
I
L
2000 milllonír í reísi-
vexti síðustu 14 mánuöi!
Lausaflárstaða viðskiptabankanna versnaði enn l febrúar
Lausafjárstaða
bankanna versnaði enn
i febrúar um 2.500
milljónir krona, frá þvi
sem var i janúarlok og
sagt var frá i Visi i gær.
Hins vegar batnaði
lausafjárstaða spari-
sjóðanna um 700
milljónir kr.
A sl. ári og tvo fyrstu mánuði
þessa árs voru vaxtatekjur
Seðlabankans af yfirdráttum
banka og sparisjóða 2.037 millj-
ónir króna. Stærstur hluti
þeirrar upphæðar kemur frá
bönkunum, eða 1.990 m.kr., en
sparisjóðirnir greiddu 47 m.kr.
Ekki tókst að fá þessa upphæð
sundurliðaða á milli bankanna,
en íiklegt er, að verulegur hluti
upphæöarinnar komi frá Út-
vegsbankanum. Lausafjárstaða
hans er langsamlega verst, eins
og fram kom i VIsi i gær, og
sama þróun hefur orðið i
febrúar.
Seðlabankinn tekur 4.5%
dráttarvexti vegna heimildar-
lausra yfirdrátta, sem ásamt
vaxta-vöxtum samsvara 70%
ársvöxtum. Samkvæmt upplýs-
ingum Seðlabankans er nauð-
synlegt að hafa vextina þetta
háa, enda eigi slikir yfirdrættir
að vera algert neyðarbrauö
fyrir viðskiptabankana.
G.S.
Sjá einnig bls. 12 og 17.
Hvað erGuðmundur
Sjáifstæðisflokknum
á henni er sú, að þeir
J. að gera? Er hann að innsigla ,,sögulegar sættir" i
? Þessi mynd vekur slfkar spurningar, en skýringin
Albert Guðmundsson og Matthias A. Mathlesen eru
að heilsast, er þeir koma til árlegrar þingveislu að Hótel Sögu I gær-
kvöldi. Guðmundur J. Guðmundsson kann þvl sýnilega ekki illa að vera I
þessum félagsskap. Vlsismynd: GVA.
Bensín í
rúmlega
400
krðnur
eftir
helgi?
„Það liggur fyrir hjá verðlags-
ráði erindi frá oliufélögunum þar
sem þau sækja um hækkun á oliu-
vörum, bensini, gasoliu og svart-
oliu, og þessi umsókn verður af-
greidd á mánudaginn kemur,"
sagði Björgvin Guðmundsson,
formaður verðlagsráðs, i samtali
við Visi i morgun.
Björgvin sagði, að oliufélögin
vildu fá bensinverðið i rúmlega
400 krónur, en ntí kostar litrinn
370 krónur. Auk umsókna oliu-
félaganna liggja fyrir hjá verð-'
lagsráði erindi frá Sambandinu
og Kyndli um hækkun á oliufarm-
gjöldum innanlands og svo frá
leigubifreiðastjórum, en Björgvin
sagðist ekki gera ráð fyrir aö það
yrði afgreitt á fundinum á mánu-
daginn.
—IJ
FerOamálaráO
pantar augiýsingu í
Mationai Geographic:
Ferðamálaráð hefur pantað
heilsiðuauglýsingu I timaritinu
National Geographic, sem mun
eiga að kosta 28 milljónir króna.
Nokkur öánægja er með þessa
auglýsingu I samgönguráðu-
neytinu, þar sem hún var ekki
borin undir ráðuneytið áður en
hún var pöntuð.
„Auglýsingin er hluti af sam-
eiginlegri auglýsingaherferð ís-
lendinga og Flugleiða I Banda-
Kostar um 28 milljónir!
rikjunum. sem nær yfir 11/2-2
ár. Ég skal ekki segja um hver
er hlutdeild Feröamálaráðs
annars vegar og Flugleiða hins
vegar I þessu sérstaka tilviki, en
ég veit aö auglysingin verður
dýr," sagði Heimir Hannesson
formaður Ferðamálaráðs.
,,Ég veit ekki um neina
óánægju I ráðuneytinu með
þessa auglýsingu. Það er mat
Ferðamálaráðs,að auglýsingin
verður árangursrik ráðstöfun i
landkynningarmálum. Flug-
leiðir og við sömuleiðis höfum
lagt áherslu á þennan griðar-
stóra markað, að gera Island að
ákvörðunarstað fyrir Banda-
rikjamenn og auglýsingin er
þáttur i þeirri viðleitni", sagöi
Heimir.
„Ef þessi auglýsing kostar 28
milljónir, eins og mér var sagt,
þá finnst mér ekki koma til
mála að kaupa hana", sagði
Brynjólfur Ingólfsson, ráðu-
neytisstjóri I samgönguráöu-
neytinu.
„Mér finnst skynsamlegra aö
nota þessa peninga til einhvers
annars en að auglýsa eitthvert
Amerikuflug, sem á svo að fara
að hætta við".
— Heimir Hannesson sagðist
ekki vita til að nein óánægja
væri með auglýsinguna.
„Þaö er fyndið að heyra þaö.
Ég sagði Heimi, aö þetta væri
sennilega einhver mesta della,
sem hann hefði gert. Þessi aug-
lýsing var ekkert borin undir
okkur og mér finnst, að þegar
um svo stórt mál er að ræða,
hafi Ferðamálaráð átt að bera
það undir húsbændur sina",
sagði Brynjólfur.
— ATA