Vísir - 21.03.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 21.03.1980, Blaðsíða 16
Umsjón: Illugi Jökulsson VÍSIR Föstudagur 21. mars 1980 25 umsóKnlr bðrusi tn Kvikmyndasióðs: „Umsóknirnar ekki eins vel unnar og í fyrra” - koslnaðaráæilun dýrustu myndarlnnar 100 mllljónlr „JújU, þaö er margt áhuga- vert i þessum umsóknum, en hins vegar virðist sem flestar séu ekki eins vei unnar og þær sem iengst voru komnar i fyrra. Þá fengum við ýmist handrit eða mjög ýtarleg drög að t.d. þeim myndum sem nú eru að koma á markaðinn en nú er meira um hugmyndir, að menn lýsi áhuga á að gera þetta eða hitt”, sagði Stefán Júiiusson rit- höfundur er Visir spurðist fyrir umsóknir sem bárust Kvik- myndasjóði rikisins. Stefán er ritari stjórnar sjóðs- ins og er hann tilnefndur af Fræðslumyndasafni rikisins en aðrir i stjórn eru Hinrik Bjarna- son, tilnefndur af Félagi kvik- myndagerðarmanna, og Knútur Hallsson, skrifstofust jóri menntamálaráöuneytis, af hálfu rikisins. Knútur er for- maður nefndarinnar. Umsóknarfrestur um styrki Stefán Júliusson rithöfundur er ritari stjórnar kvikmyndasjóðs. Kvikmyndasjóðs rann út 15. mars siðastliðinn og sagði Stefán að alls hefðu borist 25 umsóknir. Væru þær af öllum tegundum, um væri að ræöa heimildarmyndir, leiknar myndir, teiknimyndaseriu og fleira. Aætlaði Stefán aö um- sóknir um gerö stórra leikinna kvikmynda væru um það bil fimm talsins, en sagði, eins og fram kom hér að ofan, að erfitt væri að átta sig á sumum um- sóknanna til hlítar í fljótu bragði. Kvikmyndasjóður hefur nú til umráða 45 miíljónir króna en fæstir umsækjenda sækja um á- kveðna upphæð heldur láta það i vald sjóöstjórnar. Samkvæmt kostnaðaráætlunum sem fylgdu sumum umsóknum væri um að ræða fyrirtæki upp á 100 mill- jónir I einstaka tiÚelli. Þá sagði Stefán að lokum að stjórnin myndi ákveöa úthlut- anir úr sjóðnum nú alveg á næstunni. Lúðrasveitin Svanur á æfingu I Vonarstræti 1. Salinn innréttuðu félagar sjálfir i sjálfboöaliös- vinnu. Vfsismynd: GVA Svanurlnn 50 ára: LúUrasveitin og Hg band á afmælisiónlelKunum Lúðrasveitin Svanur verður 5C ára á þessu ári og af þvi tilefni verða haldnir sérstakir tónleikar i Háskólabi’ói á laugardaginn, klukkan 14. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og einleikari með hljómsveitinni verður Einar Jó- hannesson, klarinettieikari. Sveitina skipa nú 56 hljóðfæra- leikarar og er þar meö lang stærsta lúðrasveit landsins. Einn- ig kemur fram 18 manna big band, sem skipað er hljóöfæra- leikurum úr Svaninum. Big band- ið hefur viða komið fram að undanförnu, meðal annars viku- lega i Þórscafé á Þórskabarett- unum, og hafa undirtektir áheyr- enda verið mjög góðar. Stjórn- andi lúðrasveitarinnar og big bandsins er Sæbjörn Jónsson. 1 Svaninum er mikið af ungum og efnilegum hljóöfæraleikurum, sem stunda nám i Tónlistarskól- um, og auk þeirra eru marg- reyndir hljóðfæraleikarar, sem leikið hafa með sveitinni i 30 ár. Þá eru nokkrir hljóðfæraleikar- anna einnig i Sinfóniuhljómsveit íslands. Þess má geta, að mjög dýrt er að halda út svona stórri lúöra- sveit. Sveitin verður að kaupa öll stærri hljóðfærin, og kostar til dæmis ein básúna 1/2-1 milljón króna, búningarnir kosta 250 þús- und krónur stykkiö og bara I statifunum liggur um hálf milljón króna. Meðal verkefna Svansins er tónleikaför til Noregs i sumar og er ráðgert að halda tónleika á nokkrum stöðum, en feröin tekur eina viku. —ATA Leitað að týndu teskeið inni um land allt Leikfélag Menntaskólans á Akureyri hefur nú lagt upp i leik- ferö með Týndu teskeiöina eftir SYNING I SUBURGOTU 7 Laugardaginn 22. mars 1980 kl. 3 e.h. opnar Magnús Norðdahl myndasýningu að Galleri Suöur- gata 7 i Reykjavik. Sýningin stendur yfir frá laugardeginum 22. mars og lýkur föstudaginn 4. apríl kl. 9 e.h. Kjartan Ragnarsson. Ætlunin er aöheimsækja þrjá skóla, Héraðs- skólann á Reykjum i' Hrútafirði, fimmtudag, Menntaskólann á Laugarvatni á föstudag og Menntaskólann i Hamrahlið á sunnudag. Sýningar þessar eru liður i samskiptum skólanna og þess má geta að nýlega sótti Hamrahliðarskólinn Menntaskól- ann á Akureyri heim á listaviku. Sýningarnar eru þó aö sjálfsögðu opnar öllum, sem áhuga hafa á leiklist menntaskólanema á meö- an húsrúm leyfir á hverjum staö. Leikstjóri a ö Týndu tesk eiðinni er Steinunn Jóhannesdóttir. Þessi mynd er af plötuumslaginu. Prýöir það blóm. Mjóikumvft niióm- plata Fraebbblanna komln ð markaðlnn <Jt er komin hljómplata. Þessi hljómplata er mjólkurhvit á litinn og er það hljómSveitin Fræbbbl- arnir sem spilar iögin sem á plöt- unni eru. Þessi hljómplata er hin fyrsta Fræbbblanna og ber ekkert nafn annað en nafn hljómsveitarinnar. Hins vegar eru á plötunni þrjú mismunandi lög. Þau heita False Death (eftir aðila sem kýs að nefna sig Agga Aftanfrá), True Death (eftir Dýra og Spak) og Summer Knights sem áður hefur heyrstf flutningi JónsTravolta og Ölafi'u hans. Fræbbblarnir hafa verið bendl- aðirviðtónlistarstefnusem nefnd hefur verið „punk-rock” eða ræflarokk og viröist sem hljóm* sveitarfélagarnir hafi fjarri því neitt á móti þeirri bendlun. Þessi hljómplata (eða önnur henni áþekk) mun áður hafa komið út i Stóra-Bretlandi. Hyggjast þeir Fræbbblarfylgja plötu sinni eftir og verða heimsfrægir. Uglan sem seiur bðrn I poka Út er komin barnabókin Uglan eftir Þröst J. Karlsson. Mynd- skreytingar eru eftir Hörpu Karlsdóttur. Bókin er i raun ljóð um stóra svarta kattuglu sem seilist til barna sem ekki vilja fara snemma að hátta og setur þau i poka. Bókin er rúmar 20 blaðsiö- ur. Letur fjölritaði. Sföastl bærlnn I dainum var fyrstur Vegna fréttar á sföunni i gær um sýningar á Landi og sonum i Færeyjum skal tekið fram, að sú mynd er ekki fyrsta islenska myndin sem sýnd er í Færeyjum. Kringum 1950 sýndi öskar Gisla- son nefnilega Siöasta bæinn i dalnum þar, að vfsu aðeins með islensku tali. Þá skal þess getiö, að Öskar sýndi mynd sina, Björgunaraf- rekið við Látrabjarg, á almenn- um sýningum i ýmsum löndum. Beðist er velviröingar á þessum mistökum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.