Vísir - 02.04.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 02.04.1980, Blaðsíða 18
VÍSIR Mibvikudagur 2. aprll 1980 Vigdís og oröa- tiitæki siómanna 1 viðtali i Visi fimmtudaginn 27. mars 1980 sagði Vigdis Finn- bogadóttir, forsetaframbjóð- andi, m.a., að hún geti talað um búskap, en sé ekki eins skelegg þegar kemur að aflabrögðum. Þó viti hún nokkrun veginn bæði hvað tonn sé og lest. Gott er það hjá Vigdisi, þvi þetta vita fæstir. t skipum eru tonn og lestir ekki þyngdar- eining, heldur rúmmálseining. Tonn er dregið af tunnu, og tonnastærð skips merkti þann tunnufjölda, af vini reyndar, sem skipið gat flutt. Annars minnir þetta mig á kveðju sem Vigdis sendi okkur sjómönnum nýlega I útvarpinu, og hvatti hún okkur til að vera „klára i bátana”. Það er nú það. Sú var tiðin, að viö þurftum að fara úr skipi i báta til að ná sildinni ur sjónum, og þaöan er þetta orðatiltæki komið. Nú er öldin önnur, að þvi er veiöarnar snertir, en varla er von að Vig- dis sé klárá þvi, þótt skelegg sé. Gamall sjómaður. Bréfritari ræðir hér nokkuð tal Vigdisar Finnbogadóttur um orðatiltæki sjómanna sem hann telur vera vandmeöfarin. ORÐHENGILSHATTUR túmasar Á.H. hringdi: „Ég get ekki varist undrun Vlgdls helur tll að hera reisn og skðrungsskap 1 sumar fara fram forseta- kosningar. Það veröur i fjórða sinn frá lýðveldisstofnun. Flest- um mun bera saman um, að vel hafi til tekist um val hinna þriggja fyrrverandi forseta enda risu þeir hátt I lifsstarfi sinu og islensku þjóðmálalifi. Eðlilega vilja lslendingar gera miklar kröfur til þess manns sem skipar virðulegasta embætti þjóöarinnar. Þeir vilja að reisn hans sé mikil að mennt ogmannkostum hvort sem hann gegnir starfisinuá islenskri eða erlendri grund. Erfitt verður um val þegar slikar kröfur eru geröar þvi að slikir einstakling- ar verðaaðhafa náð virðingu og tiltrú þjóöarinnar í lifsstarfi sinu. Gildir þá eitt um bæði kyn þvi konanhefur fengiö sitt pund til ávöxtunar ekki siöur en karl- maðurinn. Þegar maður lætur hugann reika um i leit að væntanlegu forsetaefni, sem uppfyllir þær kröfur sem hér eru fram settar, verður sú leit miklu torsóttari i hópi karla en kvenna. Hvað sem ' þvi veldur þá viröist það vera almenn skoðun að nú eigum við völ á fleiri konum en körlum, sem gæddar eru þeim hæfileik- um sem viröulegan forseta má prýöa. Þvi ber að fagna framboði Vigdisar Finnbogadóttur, sem meðal margra annara kvenna hefur til aö bera þá reisn og skörungsskap sem landi og þjóö má til hagsældar verða. Hollvættir landsins munu slá skjaldborg um þá virðulegu konu. Gamli Dagur. vegna ummæla Tómasar Arna- sonar i Visi mánudaginn 31. mars. Þarlýsir hann þvi blákalt yfiraðengin gengisfelling verði og vill siðan ekkert segja um það hvort gengissig komi þess i staö. Siðar þennan sama dag er gengið fellt um 3% og Tómas hlýtur að hafa vitað það þegar hann lét þessi ummæli falla við Visi. Til að kóróna orðhengilshátt sinn varðandi gengismálin læt- ur hann svo hafa eftir sér i út- varpinu þennan sama dag að þetta hafi verið „gengissig i einu þrepi”. Væri ráðherranum ekki holl- ara að temja sér skýrari fram- setningu og minni orðavaðal framvegis þegar talar á opin- berum vettvangi? Tómas Arnason viöskiptaráð- herra Sigurður og andatrúin Vigdis Finnbogadóttir Undanfarið hefur mátt lesa i fjölmiðlum, margskonar áróöur fyrir Innhverfri ihugun, Ananda Marga og svo i Visi s.l. laugar- dag grein eftir andatrúarmann- inn Sigurð Hauk Guðjónsson. Sú grein tekur hinum báðum fram I orðbragði og hatri á mál- efni, sem hann hefur gefið heit um að bera fram i nafni Guðs. Aöinnræta Islensku þjóðinni trú á Guð og son Hans, frelsarann Jesúm Krist. Siguröur Haukur segir: „Að haldaþvifram að þú einnskiljir boðskap Krists, er ekki aöeins sjálfgagnrýnislaus hroki, held- ur sjúkdómur. I næstu viku minnist kristinn heimur at- burða, sem „Égeinnþekkiguð- sjúklingar” hrundu af stað. Það mætti vera okkur umhugsunar- efni, aö slikum sálum fjölgar á lslandi 20. aldar.” Hver er þessi, þú einn? Er þaö biskupinn yfir Islandi,? Sr. Hallgrimur Pétursson? Við erum þúsundir islendinga og okkur fjölgar sem trúum á eilift lif vegna þess að Jesús Kristur dó fyrir okkur á krossin- um á Golgata. Reis upp og mun koma aftur til þess að dæma lif- endur og dauða. M.a. Sigurð Hauk, bóndann dnefnda og mig, auk allra annara. Þegar mesta kærleiksverki Guðs, þ.e. gjöf Hans, er troöið niður I svaðið á jafn hatursfull- an hátt og Siguröur Haukur ger- ir, þá má hann vita að timi endurkomunnar nálgast, Sigurðar er einmitt getið i Guðs orði. „Margir munu koma i mínu nafni”. Farisear eru enn uppi og verða til. Flugferðir til Filipps- eyja eru farnar. Símtöl á lands- byggöina til þess að leita anda, Ananda Marga, guðspeki, og allt það. Jesús og djöfullinn eru þau öfl sem takast á í heiminum i dag. Menn skipa sér undir merki þeirra, berjast i nafni þeirra. Við sem trúum á Jesúm þurf- um ekkert nema Hann, i Honum eigum viö allt. Hann hefur frels- að okkur með kærleiksverki sinu, blóði sinu, einnig Sigurö Hauk, alla menn ef þeir I auð- mýkt vilja taka við Honum I trú. „Þvi að svo elskaöi Guö heim- inn að Hann gaf son sinn einget- inn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekkiheldur hafi ei- lift líf. Jóh. 3.16.” Jííiann F. Guðmundsson deildarstjóri. Sr. Sigurður Guðjdnsson Haukur I 22 sandkorn Aprflgabb Dagblöðin sameinuðust gegn meirihluta þjóðarinnar i gær með aprilgabbinu um ódýru bilana frá Japan. Var þetta velheppnuö atlaga gegn lesendum og þeir sem áttuðu sig á grininu gleyptu hráar aðrar gabbfréttir blaðanna f staðinn. Frétt Þjóðviljans um að óli Jó ætlaði i forsetafram- boð rann til dæmis liðiega ofan I marga. Það var bara verst aö rikis- stjórnin skyldi ekki biða með að tilkynna skattahækkun og gengisfellingu þar tii I gær. Þeir sem trúa stjórnarsátt- málanum og yfirlýsingum ráðherranna hefðu hlegiö sig máttlausa yfir svo stórkost- legu gabbi. Strúturlnn „Þjóðviljinn er ráöherrahollt blað” skrifaði einn af rit- stjórum Þjóðviljans í blað sitt á dögunum og sannaðist áþreifanlega I gær að þetta var ekki sagt út i loftið. Þegar rikisstjórnin samþykkir stórauknar álögur á almenning I landinu með margfaidri skattahækkun miðað við það sem rætt hafði verið um og gengisfellingu, þá skrifar Þjtíðviljinn leiðara um fæðingarorlof! Það er I sjálfu , sér réttlætismál að bæta fæöingarorlofið, en ætli hinum almenna launþega sé ekki ofar I huga árásir rikisvaidsins á Ilfskjörin svona rétt fyrir páskahátlðina? Einn mætti Áhugahópur um dag- vistunarmál er starfandi á Akureyi og hélt fyrir skömmu fund um baráttumál sin, dag- vistun barna. Einn bæjarfull- trúi frá hverjum flokki haföi veriö boðaður skriflega á fundinn og voru menn beðnir að senda annan I sinn stað, kæmust þeir ekki sjálfir. Það mætti ætla að ekkert væri ógert I þessum málum á Akureyri þvl aðeins einn bæjarfulltrúi kom á fundinn, Helgi Guðmundsson frá Alþýöubandalaginu. Skipstjóri á Bjarna Það fer aö styttast I að togarinn sem Bæjarútgerð Reykjavikur lætur smlða I Portúgal verði afhentur. Hann á að heita Ottó N. Þorláksson. Togarasjómenn BGR segja það Hklegt að skipstjórinn á Bjarna Benediktssyni fari. yfir á Ottó og taki fyrsta stýri- mann með sér. Annar stýri- maöur á Bjarna Benedikts- syni er Haildór Pétursson en hann er bróðir Sigurjóns Péturssonar borgarforseta og útgerðarráðsmanns. Það kann þvi svo að fara að Sigurjóns- bróðir verði skipstjóri á Bjarna og þykir eflaust ihaldsmönnum þá fokiö i flest skjól.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.