Vísir - 02.04.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 02.04.1980, Blaðsíða 1
-oSSte Miðvikudagur 2. apríl 1980/ 78. tbl. 70. árg. r i RÁÐSTAFAHIR RIKISSTJÚRNARINNAR: VERÐBÆTUR Á LAUN HÆKKA UM12 - segir Þorstelnn Pálsson (ramkvæmdastjórl vsl Þetta eru hreinar verðbólgu- ráöstafanir, sem ganga þvert gegn þeim markmiðum, sem rikisstjórnin hefur sett sér um aö halda verðbólgunni f skef j- um með þvf að halda grunn- kaupshækkunum niðri, sagði Þorsteinn Pálsson, framkv.stj. Vinnuveitendasambandsins- ', i mor.gun. Ljóst er eftir bessar ráðstaf- anir að framfærsluvísitalan hækkar um 12-14%, sem þýðir að veröbætur á laun munu hækka 1. júni nk. i samræmi viö það. Niðurtalningarstefna rikis- stjórnarinnar i verðlagsmálum er úr sögunni, enda mun allur tilkostnaður atvinnufyrirtækja fara langt upp fyrir 8%, eins og gert hafði verið ráð fyrir i næsta áfanga, og forsendur fjárlaga- dæmisins eru gjörsamlega brostnar". 1 I I I I I I I I I I I 1 I I J Sighvatur Björgvinsson f ræöustól á Alþingi klukkan 10 I morgun er fundirhófust aönýju eftir hlé sem gert var klukkan 4f nótt. (Vfsism. JA). .Utilokað að afgreiða öll þessi mál í dag" - segir Sighvalur Blörgvinsson alþingismaður „Ég ætla í ræðu minni að vekja athygli á þeirri skoðun minni, að útilokað sé að afgreiða öll þessi mál i gegnum tvær umræður f neðri deild og þrjár i efri deild fyrir kl. 3 f dag, öðru visi en að stjórnarandstaðan hverfi frá að ræða þessi mal" sagði Sighvatur Björgvinsson alþingismaður i samtali við VIsis I morgun, en á þingfundi sem hófst kl. 10 kvaddi hann sér hljóðs utan dagskrár. Sighvatur kvaðst þó ekki ætla að tefja umræður en bjóst þó við að einhverjar umræöur yrð.u á eftir, áður en gengið yröi til dag- skrár. Mun rikisstjórnin stefria að þvi að afgreiða lækkun oliugjalda vegna fiskveröaákvöröunar. söluskattshækkun um 1.5% i stað 2% eins og áöur var rætt um, svo og fjárlög. Taldi Sighvatur úti- lokaö að afgreiða öll þessi mál i dag. Þess má geta aö þingfundir hafa verið langt fram á nótt siðustu daga og s.l. nótt stóð fundur yfir til kl. 4. Hófust þeir siðan aftur kl. 10 f morgun eins og áður sagði. — HR Hart deilt í stiórn- arliði Harðvftugar deilur urðu I þing- flokki Alþýðubandalagsins i gær þegar Guðmundur J. Guðmunds- son mótmælti áformum rikis- stjórnarinnar um 2% hækkun söluskatts. Einnig kom upp andstaða gegn þessu i þingflokki Framsóknar- flokksins. Eftir harðvitugar deilur i þing- flokkunum náðist loks samkomu- lag um að söluskatturinn skyldi hækkaöur um 1.5% I stað 2% og gefa ráöherrar þá skýringu á lækkuninni að tekjur rikissjóðs af söluskattshækkuninni hefðu verið vanreiknaðar. Upphaflega var reiknað með þvf að hækkun um 2% gæfi rikissjóði 6-7 milljaröa það sem eftir væri ársins. „Meginástæðan fyrir skekkju i útreikningum á söluskattsstigun- um tveimur er sú, aö þessir sjö milljarðar, sem nefndir eru I frumvarpinu eru miðaöir viö að gjaldtakan hefjist 1. mai en I sjálfu frumvarpinu er hins vegar gert ráö fyrir aö gjaldtakan hefjit 8. april", sagði Hallgrimur Snorrason hjá Þjóöhagsstofnun. — PM/ATA. Hitaveitan VIII 58% hækkun Fjölmörg opinber fyrirtæki hafa sótt um hækkanir á gjald- skrám sinum til Verðlagsráðs. Hitaveita Reykjavikur hefur beð- iðum 58% hækkun, Strætisvagnar Reykjavikur um 56% hækkun og Rafmagnsveita Reykjavíkur þrýstir á með að Landsvirkjun fái 30% hækkun á sinni gjaldskrá, en það myndi þýða 12-15% hækkun til Rafmagnsveitunnar. ÖU eru þessi gjöld tekin inn i framfærsluvisitölu og er hitunar- kostnaður þar sérstaklega þung- ur á metunum. —HR Stálu 200 Dus. Tvö hundruö þusund krónum var stolið úr húsi einu við As- vallagötu I nótt. Enginn var heima, er innbrotið átti sér stað, en það var tilkynnt til lögreglunn- ar laust eftir klukkan eitt. Þjófurinn er enn ófundinn. Vísir - smá- augiýslngar Vfsir kemur næst út á þriðjudag eftir páska. Móttaka smáauglýs- inga verður i dag til kl. 20 og enn- fremur á annan dag páska kl. 18-22 f sima 86611. VÍSIR ÚSKAR LESENDUM SÍNUM GLEÐILEGRA PÁSKA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.