Morgunblaðið - 21.10.2001, Page 2

Morgunblaðið - 21.10.2001, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ U PPHAFIÐ má rekja til þess að ég var beðin að hanna gripi sem tengdust mið- öldum og leitaði ég til Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns eftir einhverju mynstri eða myndefni í gömlum handritum sem ég gæti nýtt mér, en þá upp- götvaði ég að allt sem heitir mynd- efni í handritunum er óskráð og al- gerlega óaðgengilegt,“ sagði Ásrún. „Svo var það að á tónlistarhátíð í Skálholti sumarið 2000 var ákveðið að nokkrir dagar yrðu helgaðir tón- list frá miðöldum og þá sérstaklega úr kvæðasöfnum sem tónlistarmenn í Collegium Musicum höfðu fundið í handritum á Landsbókasafninu. Ég var fengin til að setja upp sérstaka sýningu sem umgjörð fyrir uppá- komuna en tónlistarfólkið hafði merkt við hvar var að finna fallegar myndir í kvæðasöfnunum. Þetta voru milli 50 og 60 handrit auk fjölda annarra sem ég fann og skoð- aði úr því að ég var komin af stað, en eftir þetta varð ekki aftur snúið.“ Ásrún sagðist hafa gert sér grein fyrir að enginn hefði skoðað jafn mikið af myndum í handritum og hún þegar hér var komið sögu. Hún leitaði til Einars Sigurðssonar landsbókavarðar og lýsti áhuga á að skrá myndefnið í aðgengilegan gagnagrunn. „Áhuga minn á verkefninu má fyrst og fremst rekja til þess að ég hef kennt myndlist í 25 ár og var auk þess yfirkennari í einni deild Myndlista- og handíðaskólans í fjór- tán ár,“ sagði hún. „Þar fyrir utan var ég í mörg ár formaður Form Island, félags hönnuða, þ.e. arki- tekta, iðnhönnuða, grafískra hönn- uða og fleiri. Ég sá því fyrir mér hvílík uppspretta þetta efni er að vinna með fyrir þessa hópa og styrking fyrir sjálfsmyndina. Það er ekki síst þau áhrif sem ég held að muni koma fram þegar myndirnar ná almannasjónum, t.d. þegar ís- lenskir listnemar renna augunum yfir þær. Að auki munu ýmsir aðrir geta nýtt sér grunninn til fjölbreyti- legra rannsókna svo sem listfræð- ingar, sagnfræðingar, stílfræðingar, leturfræðingar og handritafræðing- ar. Þeir sem best þekkja innihald ís- lensku handritanna eru hugvísinda- menn og sá hópur hefur mestan áhuga á að lesa texta en mynd- menntað fólk les myndir, línur og form á sama hátt og aðrir lesa texta. Myndlistarmenn eru almennt ekki sá hópur manna sem situr löngum stundum á söfnum og það er sennilega ástæðan fyrir því að enginn hefur saknað þessara mynda. Menn vissu ekki að þær væru til og þeir sem sem höfðu ein- hverja hugmynd um þær höfðu eng- an sérstakan áhuga á þeim.“ Skrifuð af almúgafólki Ásrún benti á að fallega skrifuðu og skreyttu skinnhandritin á Árna- stofnun hefðu gjarnan verið unnin í klaustrum eða á prestssetrum. „Það sést á skinnhandritunum að þeim svipar nokkuð til annarra handrita í Evrópu frá svipuðum tíma,“ sagði hún. „Aftur á móti eru handritin frá siðaskiptum og fram á 19. öld skrifuð á pappír og þar sleppir þessu kirkjulega valdi og menn eru eins og meira leitandi í trúnni og óöruggir með sig úr kaþ- ólskunni sem er miklu stífari. Sam- félagsmyndin var allt öðruvísi en síðar verður á þessum myrku mið- öldum, sem við köllum svo. Það ger- ir að verkum að þessi handrit eru allt öðruvísi. Í þeim endurspeglast þjóðarsálin vel vegna þess að þau eru skrifuð af almúgafólki og þeim sem á annað borð kunnu að draga til stafs.“ Ásrún sagði að merkja mætti í myndunum mikinn áhuga á nátt- úrufræði á þessum tíma eins og fram komi á mörgum teikningum af hugmyndum manna um ýmis dýr og kynjaverur. „Myndirnar eru margar hverjar með því frumlegasta sem ég hef séð,“ sagði hún. „Þarna eru menn líka greinilega að velta fyrir sér trúnni. Þessari ströngu trú sem þá ríkti, en á þessum tíma fjölluðu mjög mörg kvæði um píslirnar, þar sem menn eru tugtaðir og eiga að lúta hinum stranga guði. En það er eins og menn séu um leið að leita eftir öðrum sannleika og þess vegna held ég að hvítigaldur og kukl hafi verið mjög útbreidd. Menn voru ábyggilega mjög trúaðir en voru jafnframt að kanna hvaða leiðir þeir gætu farið til að nálgast guðinn og tengjast almættinu.“ Þekktur teiknari Ásrún sagði að mörg handritanna bæru þess merki að annar teiknaði upphafsstafina og myndskreytti en sá sem skrifaði sjálft handritið. Í Konungarnir á myndunum eru Magnús konungur Hákonarson IV, sem kallaður var lagabætir (1238– 1280). Hinn sami og lögleiddi Jónsbók 1265. Myndirnar eru í einni af mörgum útgáfum Jónsbókar, skrifuð á Hólum í Hjaltadal árið 1681. Eitt af fyrstu handritunum sem skrásett var í gagnagrunninn. Það er merkt í safninu sem sérstakur dýrgripur og er hver síða listaverk. Handritið er eitt af 50–60 handritum af Jónsbók, sem til eru á handritadeild Landsbókasafnsins. Leit að öðrum sannleik Morgunblaðið/Þorkell Ásrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður. Myndir eftir Jón bónda Bjarnason eins og hann titlaði sig en hann var frá Þórormstungu og var uppi frá 1790 til um miðja 19. öld. Hann var áhugamaður um náttúruvísindi og mikill listamaður og er ætlunin að halda sýningu á verkum hans í Listasafni Reykjavíkur á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.