Morgunblaðið - 21.10.2001, Page 9
Sá galli var hins vegar á þessu
húsnæði að þarna var mikið ryk og
mikið ónæði af öðrum götubörnum,
sérstaklega sóttu uppdópaðir og
baldnir strákar í félagsskap stelpn-
anna. Um miðjan júlí var verkefnið
komið nægjanlega vel á veg til þess
að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna
sýndi því áhuga. Það gerði það að
verkum að unnt var að flytja í betra
húsnæði þar sem er rennandi vatn
og rafmagn og greiðir Barnahjálpin
leiguna.
Við kertagerðina er reynt að halda
öllum kostnaði í lágmarki og nota
sem einfaldastan búnað. Vaxið er
brætt yfir viðarkolaeldi, en það hef-
ur reynst bæði ódýrast og hentugast
þar sem rafmagn er stopult. Aðal-
lega eru notuð heimagerð kertamót,
söguð úr vatnsrörum og er þar notið
reynslunnar frá Sólheimum. Mest
þykir stelpunum þó gaman að gera
dýfð kerti, og er vinnuvikunni oft
lokið með því.
Kerti sem eru á markaði í Úganda
eru yfirleitt mjög léleg vara. Þau
brenna upp á svipstundu og eru auk
þess mjó og skapa eldhættu þar sem
þau geta auðveldlega oltið um koll.
Þar eru hvorki til kerti sem staðið
geta óstudd, né kerti í skálum sem
dregur mjög úr eldhættu. Stúlkurn-
ar framleiða því slík kerti, svo og
hafa kerti þeirra langan brennslu-
tíma. Þær framleiða einnig kerti þar
sem sérstakri jurtaolíu, citronella, er
blandað í vaxið. Þetta efni hefur þá
náttúru að fæla frá moskítóflugur
sem eru algengar í Úganda og bera
sjúkdóma eins og malaríu á milli
manna.
Allar stúlkurnar sem voru á nám-
skeiðinu vinna við kertaframleiðsl-
una og að meðaltali koma 14–16
stúlkur til vinnu á hverjum degi.
Stúlkurnar framleiða í dag 25 teg-
undir af kertum, og smám saman er
að myndast markaður fyrir kertin.
Stúlkurnar fengu fyrstu launin sín
greidd í lok júní, og þann dag ríkti
mikil gleði á vinnustaðnum. Síðan er
salan að smáaukast, þó svo að ekki sé
enn búið að ná því takmarki að stúlk-
urnar fái greidd leyfileg lágmarks-
laun.
Óléttar á götunni
Í dag hefur öllum stúlkunum verið
fundinn samastaður. Þær leigja sér
herbergi eða hafa sest að hjá
ættingjum eða vinum. Flestar hafa
lokið einhverri skólagöngu, mislengi
þó, ein er með stúdentspróf, meðan
önnur getur tæplega skrifað nafnið
sitt. Nokkrar hafa þurft að hætta í
skóla vegna þess að þær hafa eignast
barn.
Eftir að kertagerðin hófst hefur
fæðst eitt stúlkubarn. Móðirin er 16
ára, hún var í skóla og bjó hjá föður
sínum, en þegar hann sá að hún var
ófrísk rak hann hana að heiman. Hún
fór þá til móðurömmu sinnar en faðir
hennar rak hana þaðan líka. Hún fór
þá til barnsföður síns, en hann á fyrir
aðra konu og með henni tvö önnur
börn, en fjölkvæni er leyfilegt í Úg-
anda. Þar bjó hún um tíma, en eins
og hún sagði „kom henni og konunni
svo illa saman að hún fór á götuna“.
Þar fann FOCA hana og aðstoðaði
hana í gegnum fæðinguna og leigir
handa henni herbergi í þrjá mánuði.
Þær mæðgur koma í kertin á hverj-
um degi, en því miður betlar hún
gjarnan í bænum eftir vinnu. Þrjár
af stúlkunum eru barnshafandi, bæði
er að það gefur vel að betla með barn
og svo eru þær einnig að koma sér
upp einhverjum sem þykir vænt um
þær.
Ein af stúlkunum hefur verið á
götunni í níu ár, hún er oftast í ein-
hverri vímu, aðallega af því að anda
að sér bensíni eða þynni. Hún kemur
hins vegar í vinnu á hverjum degi,
gerir kannski mismikið, en hefur
minnkað eiturlyfjaneyslu sína til
muna. Bestur árangur hefur þó
náðst með tvær stúlkur sem voru í
daglegri neyslu, en eru nú vímuefna-
lausar í vinnunni þó svo að þær séu í
einhverri neyslu utan vinnutíma. Um
helmingur stúlknanna hefur einnig
unnið fyrir sér með því að selja sig.
Því miður hefur ekki verið hægt að
borga þeim það mikið fyrir kerta-
gerðina enn sem komið er að þær
geti lagt niður þá iðju.
Svo eru það undantekningarnar,
líkt og ein stúlknanna sem á báða
sína foreldra á lífi rétt fyrir utan
Kampala. Þegar hún er spurð af
hverju hún hafi farið á götuna er
svarið að hún sé yngst af 11 systk-
inum og að foreldrar hennar séu
orðnir of gamlir til að geta ræktað
kaffi sem hafi verið þeirra lifibrauð.
Henni fannst því að hún gæti ekki
verið byrði á þeim lengur og fór á
götuna en hélt áfram í skóla og með
aðstoð FOCA kláraði hún stúdents-
próf og stefnir nú á að læra til ljós-
móður.
Góður vinnuandi
Stúlkurnar, sem áður eyddu tíma
sínum á götunni eða við að „gera
ekki neitt“ eins og þær lýsa því, eru
núna búnar að mæta reglulega í
vinnu í fimm mánuði, nokkuð sem
þær hafa aldrei gert áður. Þær koma
til vinnu á hverjum degi, vinnuand-
inn er góður og þær styðja hver aðra
við að framleiða góða vöru í sam-
ræmi við getu hverrar og einnar.
Allar þekkja ferli kertagerðar í
heild sinni svo hver og ein getur
framleitt kerti upp á eigin spýtur ef
til þess kæmi. Það er von okkar að
kertagerðin nái að verða að litlu iðn-
fyrirtæki sem rekið verði af fyrrver-
andi götustúlkum. Fyrirtæki sem
aðstoði stúlkur sem hafa hug á að
halda áfram í námi eða vinnu til að
hefja nýtt líf. Eftir því sem stúlk-
urnar hverfa til annarra starfa opn-
ast möguleiki fyrir nýjar stúlkur sem
eru, eða hafa verið, á götunni í lengri
eða skemmri tíma að bætast í hóp-
inn.
Höfundur er mannfræðingur og
starfar á eigin vegum við að hjálpa
götubörnum í Úganda. Hægt er að
hafa samband með tölvupósti, goge-
@simnet.is, heimasíðan er
www.simnet.is/rge/goge.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 B 9
- fyrir heilsuna
Beinþéttni
mæling
552 4045
TÍMAPANTANIR Í SÍMA
530 5800
TÍMAPANTANIR Í SÍMA
564 5600
TÍMAPANTANIR Í SÍMA
Mælingin kostar 950 kr.
-
Bjóðum beinþéttnimælingar
framkvæmdar af hjúkrunarfræðingum
Lyfju á eftirtöldum stöðum:
Lyfja Laugavegi
Mánudaga og þriðjudaga kl. 9-16.30
Lyfja Smáratorgi
Miðvikudaga kl. 8-16 og
fimmtudaga kl. 8-12
Lyfja Smáralind
Fimmtudaga og
föstudaga kl. 13-17
Vísindasjóður
Tæknisjóður
Umsóknarfresturinn er til 1. nóv.
Eyðublöðin
eru á heimasíðu RANNÍS,
www. rannis.is
Már
Guðmundsson
Bolli Þór
Bollason
Hvað er framundan
í efnahagsmálum
þjóðarinnar?
Aukin óvissa á alþjóðavettvangi!
Félag viðskipta- og hagfræðinga stendur fyrir opnum
hádegisverðarfundi þriðjudaginn 23. október nk.
kl. 12:00-13:30 á Radisson SAS, Hótel Sögu, Ársal, 2. hæð.
Á fundinum verður fjallað um gengi krónunnar,
skattamál og fleira í ljósi aukinnar óvissu á alþjóðavettvangi.
Fundur, sem ætti að vera áhugaverður fyrir fjölmarga.
Fyrirlesarar:
Már Guðmundsson,
aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Bolli Þór Bollason,
skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjámálaráðuneytisins.
Fundarstjóri:
Gylfi Magnússon,
dósent við viðskiptaskor Háskóla Íslands.
Félag viðskiptafræðinga
og hagfræðinga
Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317.
Verð með hádegisverði er 2.500 kr. fyrir félagsmenn og 3.500 kr. fyrir aðra.
Gylfi
Magnússon