Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 B 19 bílar  ÖRYGGI bíla hefur tekið miklum framförum frá 1995 og tala margir um byltingu í þeim efnum. Niðurstöður sænska Folksam tryggingafélagsins leiða í ljós að bílar framleiddir eftir 1995 eru almennt mun öruggari en eldri bílar. Rannsóknir Folksam sýna að öryggi smábíla hefur aukist um 50% og að 25% minni líkur eru á alvar- legum slysum eða dauðsföllum í ný- legum bílum en þeim sem eldri eru. Sá búnaður sem bæst hefur í bíla frá 1995 eru öryggispúðar fyrir bíl- stjóra og farþega að framanverðu og á hlið, ABS-hemlakerfi, yfirbyggingar hannaðar til að draga úr hættu á al- varlegum meiðslum, ný efni sem styrkja farþegarými, bílbelti með strekkjurum og álagsvörn, háls- hnykksvörn og stöðugleikastýring. Áætlað er að umferðarslys kosti þjóðarbúið í heild 12-15 milljarða króna á ári. Þótt ekkert annað breytist til batnaðar en öryggi bíla hefur það mikil áhrif til að minnka kostnað og meiðsli. Þetta kemur fram í samantekt Vina bílsins, regnhlífasamtaka Bílgreina- sambandsins, bílaumboða, trygginga- félaga og lánafyrirtækja, þar sem m.a. er byggt á tölum frá Folksam, Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands og Um- ferðarráði. Öryggi smábíla aukist um 50% frá 1995 FLUTTIR voru inn fleiri nýir fólks- bílar allan níunda áratuginn en þann tíunda. Á árabilinu 1980 til 1999 voru samtals fluttir inn 91.954 nýir fólks- bílar en á árabilinu 1990 til 1999 var innflutningurinn 87.120 bílar. Þetta kemur fram í samantekt sem Vinir bílsins hafa sent frá sér, en þeir eru regnhlífarsamtök Bílgreinasam- bandsins, bílaumboða, trygginga- félaga og lánafyrirtækja. Í samantektinni segir að aukinn innflutningar nýrra bíla árin 1999 og 2000 sé langt frá því að vera eitthvað æði, en samtökin hafa gagnrýnt um- fjöllun fjölmiðla um bíla og vilja rétta stöðu hans í umræðunni. „Í heild þarf að flytja inn um 15.000 nýja bíla á ári til að endurnýjun verði eðlileg. Í raun hafa færri bílar verið fluttir inn síðasta áratug heldur en áratuginn þar á undan. Þjóðinni hefur fjölgað verulega á þessu árabili, eða um 53 þúsund manns frá 1980 til 2001.“ Sala á árinu innan við helmingur af endurnýjunarþörfinni Vegna samdráttar í sölu nýrra bíla er fyrirséð að heildarinnflutningur á þessu ári verði u.þ.b. 7.400 bílar, sem er innan við helmingur af endurnýj- unarþörfinni. Meðalaldur bílaflotans hér á landi er nú 8,8 ár, sem er talsvert hærra en víðast hvar í Evrópulöndunum. Meðalaldurinn fer hækkandi en hann var lægstur á árunum 1988- 1991, um 7,6 ár. Sá meðalaldur er sambærilegur við það sem þekkist í flestum öðrum Evrópulöndum. Þá segir ennfremur í samantekt- inni að bílar hafi hækkað í verði um 11% frá 1997 en á þessum tíma hafi almennt verðlag hækkað um 19% og innflutningsgengi um rúm 20%. Til viðbótar komi að kaupmáttur hafi sjaldan verið jafnmikill og nú. Minni bílainnflutningur síðasta áratug en áratuginn á undan VOLKSWAGEN hefur sent út fyrstu opinberu myndirnar af D1- lúxusbílnum sem kemur á markað næsta vor. D1 er þó ekki endanlegt nafn bílsins og verður það ekki gef- ið upp fyrr en í lok þessa árs. Eins og sést er bíllinn afar líkur Audi A8 í útliti. Dyr, skottlok og vélarhlífin eru úr áli, sem dregur úr þyngd bílsins. Aðrir hlutar yf- irbyggingarinnar eru úr galvan- iseruðu stáli. Bíllinn verður fáan- legur með ekki færri en fimm vélum. Við markaðssetningu verður hann þó eingöngu fáanlegur með tveimur bensínvélum, þ.e. 3,2 lítra V6, 241 hestafla, og 6,0 lítra W12 sem skilar 420 hestöflum. Síðar verður fáanleg 5,0 lítra V10 dís- ilvél, 333 hestafla, sem VW segir að verði aflmesta dísilvél í fólksbíl í heiminum. Staðalbúnaður í lúx- usbílnum verður loftpúðafjöðrun og 4Motion-fjórhjóladrifið í W12 og dísilgerðinni. Í öðrum gerðum verð- ur 4Motion valbúnaður. VW kynnir nýja gerð loftræsti- kerfis í bílnum sem kallast 4- Corner Climatic. Kerfið tryggir hnökralaust loftflæði til allra staða í bílnum með lofttúðum sem opn- ast og lokast sjálfkrafa. Í mælaborðinu verður sjö tomma skjár þar sem eru stjórnstöðvar fyrir sex diska geislaspilara, leið- sögukerfi, sjónvarp, tölvu, síma og loftkælingu. Upptalning á öryggisbúnaði vek- ur ekki síður athygli. Þar verður m.a. að finna tíu öryggispúða. Bíll- inn verður smíðaður í Dresden og er búist við að smíðaðir verði 100 bílar á dag þegar fullum afköstum verður náð. Lúxusbíll VW næsta vor Íburðarmikill að innan en laus við takkaflóð. Sjá má Audi-svip á lúxusbíl VW. Glæsieldhús frá A til Ö... w w w .d es ig n. is © 20 01 D V R 07 3 Við sérhæfum okkur í heildarlausnum fyrir eldhús og bað. Innréttingar – Raftæki – Hreinlætistæki OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 - trygging fyrir l águ Við Fellsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.