Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 25

Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 B 25 bíó F ERILL Bill Murrays hófst í sjónvarpsþáttunum Saturday Night Live, líkt og fjölda ann- arra gamanleikara. Hann fæddist í Illinois árið 1950 og þótti vand- ræðagemlingur hinn mesti. Var brottrækur gerr, bæði úr skáta- hreyfingunni og hafnaboltaliði drengja. Sem er ámóta skömm og vera sparkað úr yngri flokkunum í fótboltanum hér heima. Um tvítugt var hann kominn í kast við lögin, var tekinn með nokkur kíló af marijuana í innanlandsflugi. Murray taldi rétt að fara að leita að heppilegra hlutskipti og réðst til bróður síns við spunaleikhúsið Second City í Chicago. Þar komu í ljós ótvíræðir gamanleikhæfileikar sem hafa með tímanum gert Murray að einum vinsælasta grínfugli kvikmyndanna, óútreiknanlegum, oft yfirgengilegum, jafnan sér- viskulegum meistara formsins. Hann spannar auðveldlega allan skalann, frá látbragðsleik til kröfu- harðasta gamanleiks. Nýtur sín því betur sem gamanið er grárra. Frá Chicago hélt Murray á Broad- way, þar sem hann gerði stuttan stans, ásamt bræðrum sínum. Kynntist íþróttafréttamanninum Howard Cosell sem fékk hann til liðs við sig í sjónvarpsþáttunum Sat- urday Night Live With Howard Cosell. Á NBC var annar þáttur í gangi með sama nafni og naut enn meiri vinsælda. Eftir eitt starfsár hélt aðalstjarnan, Chevy Chase, í leit að frægð og frama í Hollywood. Murray var ráðinn til að fylla í skarðið og varð á svipstundu ámóta frægur, skapaði útsmogna ímynd vafasams náunga, sem nýtt- ist honum ekki síður í fyrsta kvik- myndahlutverkinu, Meatballs, sem varð einn af smellum ársins 1979. Sama varð ekki sagt um skellinn Where the Buffalo Roam (’80), mislukkaða gamanmynd um ruglu- kollinn, blaðamanninn Hunter S. Thompson. Á hinn bóginn komst önnur mynd með Murray á toppinn það árið, Caddyshack, sem Banda- ríkjamenn skilgreina sem meist- araverk „aulabárðamyndanna“, sem mjög hafa sett svip sinn á feril leikarans síðan. Önnur slík, stríðs- farsinn Stripes (’81), fylgdi í kjöl- farið og var síst minni skemmtun, feikivinsældir hennar gerðu Murray að einum heitasta og hæst launaða leikara samtíðarinnar. Ekki lækk- aði gengi Murrays á stjörnuhimn- inum með gamanmyndinni Ghost- busters (’84), sem lengi var ein af mest sóttu myndum allra tíma og stæsta mynd 9. áratugarins. Á þessum tímapunkti var Murray enn vinsælasti leikari heims og gat valið sér óskahlutverk; í kvik- myndagerð The Razor’s Edge, e. W. Somerset Maugham. Þrátt fyrir að hann ætti einnig þátt í handrits- gerðinni kolféll myndin og síðan hefur leikarinn einkum haldið sig við gamanið. Fór í sjálfskipaða út- legð í nokkur ár, kom aðeins fram í hlutverki Tanna í tónlistar- endurgerð Litlu hryllingsbúð- arinnar (’86). Eftir mikla yfirvegun sneri háð- fuglinn til baka ’89, í Scrooged, enn einni kvikmyndagerðinni um Jólaævintýri Dickens. Hún brást vonum, líkt og Ghostbusters II (’89). Gamankrimminn Quick Change (’90), olli einnig von- brigðum, þó eingöngu aðsókn- arlega. Murray var stórkostlegur. Sálfræðigrínmyndin What About Bob (’91), gekk hinsvegar vel og þá var komið að Groundhog Day (’93), einni bestu mynd leikarans á ferl- inum. Uppfrá því hefur ferillinn verið brokkgengur. 1996 fór hann með stór hlutverk í þrem myndum, var stórkostlegur í einni þeirra, Kingpin, svartagallskómedíu Farrelly-bræðra. Næstu myndir voru tómir skellir uns kom að Rushmore (’98). Leikur hans í hlutverki auðkýfings sem berst um hylli ungrar kennslukonu við 15 ára, óbilgjarnan nemanda, er sann- arlega með hans besta og ferillinn komst aftur í jafnvægi. Hann átti góðan dag í Wild Things (’99), og síðar í haust fáum við að sjá þennan snilling kaldhæðninnar í mynd Tims Robbins, The Cradle Will Rock. Maður er nefndur Murray Sæbjörn Valdimarsson SVIPMYND grínistinn góði, fær heldur nei- kvæða mynd af sér í bókinni Keys to the Kingdom, sem fjallar um lífshlaup Disneystjór- ans Michael Eisners og kemur óneitanlega á óvart. Hér er vita- skuld átt við persónuna, ekki leikarann, sem margoft hefur glatt bíógesti á rösklega 20 ára ferli og fer nú síðast með eitt aðalhlutverkanna í Osmosis Jon- es sem hóf göngu sína um helgina. Þetta er þó engin ný bóla hvað gamanleikara snertir, margir slíkir hafa þótt leiðinlegir menn í einkalífinu. Reuters Bill Murray BROSTE - HAUST 2001 Heildsölubirgðir: Bergis ehf., sími 587 8877 Veffang: www.bergis.is Huggulegt heima.... er heitast í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.