Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 26

Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 26
26 B SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ bíó F YRIR utan Shrek og þá sænsku Tillsammans stendur fátt upp úr kraðaki af slappleika, mistökum og meðalmennsku frá nýliðnu sumri í kvikmyndum. Moulin Rouge, jafnvel A.I., hafa bjargað haustinu og senn gengur Kvikmyndahátíð Reykjavíkur í garð. Á leiðinni á almennar sýningar næstu vikurnar eru líka nokkrar myndir sem eru tilhlökkunarefni. Hrollvekja spænska leikstjórans Alejandro Amenabar (Opnaðu aug- un) með Nicole Kidman hefur hlotið fína dóma og aðsókn vestra, gaman- myndin Legally Blonde er enn ein staðfesting á hæfileikum Reese Witherspoon, breski krimminn Sexy Beast (sjá Lundúnapistil) er óvenju- legt framlag til þeirrar greinar og státar af fantagóðri og furðulegri persónusköpun Bens Kingsleys, Joy- ride, bandarísk spennumynd eftir hinn snjalla John Dahl lofar góðu, franski smellurinn Amelie eftir Jean- Pierre Jeunet er sérkennilegur róm- ans um unga konu sem vill gera með- bræður sína hamingjusama, The Pledge eftir leikarann Sean Penn er vellátinn spennutryllir um fyrrum lögreglumann sem gefst ekki upp við að leysa síðasta morðmál sitt og þyk- ir Jack Nicholson fara á kostum í að- alhlutverkinu, svo nokkur dæmi séu nefnd úr allra nánustu framtíð. Metsölubækur – metsölumyndir? Ef við skyggnumst lengra bíða margir aðdáendur tveggja ólíkra bókmenntaverka eftir frumsýning- um undir lok ársins. Harry Potter and the Sorcerer’s Stone er Holly- wood-útgáfa af hinni vinsælu bók J.K. Rowlings, leikstýrð af Chris Col-umbus, sem raunar er oftar en ekki frekar slakur leikstjóri. Viðbúið er áhorfendur flykkist til að fylgjast með Harry í galdramannaskólanum, eins og þeir gerðu á kvikmyndagerð annarrar metsölubókar, Dagbók Bridget Jones, og ekki sakar breskur leikhópur – t.d. Alan Rickman, Maggie Smith, auk hins unga Dan- iels Radcliffe. Um jólin er svo von á fyrsta hluta þríleiks nýsjálenska leikstjórans Peters Jacksons eftir Hringadróttinssögu Tolkiens, en þetta verk hefur verið tvö ár í fram- leiðslu og kostað um 200 milljónir punda. Blaðamenn fengu 20 mínútna forsmekk á Canneshátíðinni í vor og vöknuðu bjartar vonir. Háðir og óháðir Coen-bræður eru eftirlæti margra og nýjasta mynd þeirra The Man Who Wasn’t There með Billy Bob Thornton, Frances McDormand og James Gandolfini þykir með þeirra sterkari. Hún gerist á 6. áratugnum, er í svart-hvítu og leikur Thornton rakara einn sem hyggur á trygginga- svik þegar hann kemst að framhjá- haldi eiginkonu sinnar. Margir bíða eftir ævisögumynd Michaels Mann um Muhammed Ali með Will Smith í titilhlutverkinu. Tvær myndir úr óháða bandaríska geiranum hafa vakið athygli og ber- ast vonandi hingað: The Deep End eftir Scott McGehee og David Siegel, sem fyrir mörgum árum gerðu hina undarlegu Suture, þykir velheppnuð Hitchcock-æfing, og Ghostworld eft- ir Terry Zwigoff er gamanmynd og þroskasaga um hremmingar nýút- skrifaðra gaggónema. Bandarískar vonarstjörnur 2002 The Queen of the Damned er eins konar framhald af Interview With the Vampire, byggist á þriðju bók Ann Rice um vampíruna Lestat, sem hér er leikin af Stuart Townsend (About Adam). Lestat reynir fyrir sér sem rokkstjarna og vekur upp frá dauðum ævaforna egypska vamp- íru og er sú leikin af söngkonunni Aaliyah, sem nýlega fórst í flugslysi. Ný mynd frá Steven Soderbergh (Traffic, Erin Brockovich) vekur jafnan athygli og svo er einnig um How to Survive a Hotel Room Fire, sem ekki er byrjað að taka en á samt að frumsýna í mars. David Duch- ovny, Catherine Keener og Julia Ro- berts fara með helstu hlutverk. Salma Hayek mun vinna kapp- hlaupið við Jennifer Lopez um hvor ævisögumyndin um mexikóska list- málarann Frida Kahlo kemst fyrst í mark. Edward Norton og Geoffrey Rush aðstoða hana á hlaupunum. Leikstjórinn Neil LaBute vakti verðskuldaða athygli fyrir Nurse Betty og hann snýr aftur í vor með Possession, sem er ástarsaga um tvo fræðimenn í bókmenntum, Gwyneth Paltrow og Aaron Eckhart, sem fella hugi saman. Mendes og Hanks, Spielberg og Hanks Sjálfsagt bíða táningar spenntir eftir frumraun söngstirnisins Brit- ney Spears á hvíta tjaldinu. Myndin hefur ekki enn hlotið nafn en Kim Cattrall (Sex and the City) leikur á móti skutlunni ungu. Breski leikstjórinn Sam Mendes sló eftirminnilega í gegn með frum- raun sinni í kvikmyndum, óskars- Bjartar vonir vakna ... Eitt ömurlegasta kvikmyndasumar í manna minnum er að baki. Vakna bjartar vonir með vetrarmyrkrinu? Og hvernig eru horfur 2002? spyr Árni Þórarinsson og leitar svara. Steven Soderbergh: Snöggur að vinna. Reuters Britney Spears: Leikur hér við slöngu en leikur næst í bíómynd. Reuters Tom Hanks: Skúrkur hjá Mendes og lögga hjá Spielberg. D RIFT verður 50 mínútur að lengd, en mun samt sýnd í kvikmyndahús- um ásamt stuttmyndum. Lilja frumsemur handritið og leikstýrir. „Myndin er eins konar ástarsaga úr framtíðinni,“ segir Lilja. „Sagan gerist á ónefndu svæði einhvers staðar á meginlandi Evrópu, sem er innilokað og einangrað frá umheiminum vegna hrikalegs umhverfisslyss. Náttúrulögmálin eru í uppnámi, regnið ban- vænt og dagsljós er allan sólarhringinn. Þess- ar breytingar í umhverfinu hafa haft þær af- leiðingar fyrir mannfólkið að það er hugsjónalaust, fáfrótt, skeytingarlaust og af- brigðilegt. Þetta gildir einnig um aðra aðal- kvenpersónuna, Ana; hún er byrjuð að aðlaga sig ríkjandi ástandi og þar með gleyma ást- manni sínum, Noel, sem hún bjó með fyrir um- hverfisslysið. Noel er staddur fyrir utan þetta svæði og sagan hefst á því þegar hann snýr aftur til að leita að Ana og ná henni á brott með sér. Við landamærin fær hann að vita að hann hefur aðeins 24 klukkustundir til verks- ins því eftir það mun hann sjálfur verða fyrir áhrifum af ástandinu, þar sem manneskjurnar hafa gefist upp, lifa í viðjum vanahugsunar og fást ekki um það sem gefur mannlífi gildi. No- el tekst engu að síður þessa hættuför á hendur og smátt og smátt þarf hann að horfast í augu við sín eigin lífsviðhorf og hugsjónir; hann skynjar að lífið er flóknara en hann hélt og það sem kannski er kallað þroski.“ Skyldur listamanna Lilja segir að þema myndarinnar hafi lengi búið innra með henni. „Við höfum að mörgu leyti aðlagað okkur tíðarandanum, ríkjandi efnishyggju og þeirri forheimskandi afþrey- ingu sem hellist stöðugt yfir okkur. Ég er þeirrar skoðunar að stöndum við frammi fyrir þróun sem okkur mislíkar og höfum rödd, sem heyrist, þá beri okkur skylda til að tjá okkur um það. Allir, sem starfa við listsköpun, hafa skyldum að gegna.“ Þetta þema sé ekki bundið við ákveðið land eða lönd og því gerist sagan í alþjóðlegum, uppdiktuðum heimi, hvorki í Noregi né á Ís- landi, þeim löndum, sem hún þekki best. „Þess vegna er myndin gerð á ensku; allir leikararn- ir tala ensku með afar mismunandi hreim. Og allir tökustaðir voru valdir og settir þannig saman í myndinni að þeir þekkjast ekki sem tiltekið land. Ég tók myndina mestanpart í Prag vegna þess að þar eru mörg yfirgefin verksmiðjusvæði sem hentuðu vel til að skapa sögunni rétta umgjörð.“ Að eigin frumkvæði Viðbótartökur fara svo fram í Ósló í næsta mánuði. Lilja þekkir Prag vel því þar hefur hún nýlokið ársnámi í leikstjórn og handrits- gerð frá kvikmyndaskóla Tékklands, FAMU, en áður hafði hún numið í þrjú ár við The London International Film School. Hún hefur starfað við dagskrárgerð hjá norska ríkissjón- varpinu, gert stuttmyndir fyrir það og unnið við ýmsar hliðar kvikmyndagerðar. Drift gerði hún að eigin frumkvæði og lagði upp með aðeins um 840.000 íslenskra króna sem hún fékk sem styrk frá norsku kvikmynda- stofnuninni. Síðan komu kvikmyndafyrirtæk- ið The Sound Factory í Noregi og framleið- andinn Fredrik Pryser til samstarfs. „Og nú þegar ég hef sýnt norska ríkissjónvarpinu myndefnið hefur það óskað eftir að koma sem meðframleiðandi að verkinu á lokasprettinum. Myndin mun að lokum kosta um 12 milljónir íslenskra króna.“ Aðalhlutverkin í Drift leika Mads Ousdal, sem leikið hefur í bíómyndunum Detektor, Det störste i verden og Bryllupet, auk norska þjóðleikhússins, en hann er sonur þekktasta leikara Norðmanna, Sverre Ankers Ousdals, og Marianela Maldonado frá Venesúela, sem er menntuð í handritsgerð og leikstjórn frá London Film and TV School, en hefur líka leikið í stuttmyndum, m.a. Standing Still eftir Lilju, sem íslenska ríkissjónvarpið hefur fest kaup á. Forfæring kvikmyndarinnar Hún kveðst hafa vitað alla tíð að hún myndi leggja fyrir sig sköpun í máli og myndum. „Ég hef skrifað mikið gegnum tíðina,“ segir hún, „en flestar hugmyndir mínar henta, held ég, myndmáli betur en ritmáli. Kvikmyndin sam- einar þau listform, sem ég hef áhuga á, hefur bein og milliliðalaus áhrif og nær til fleira fólks en aðrar greinar; hún forfærir áhorfendur á alveg sérstakan hátt. En jafnvel fyrir rithöf- und er kvikmyndanám mikilvægt, því þar er kennd hefðbundin frásagnartækni. Við að skrifa kvikmyndahandrit lærir maður að skera burt allt sem ekki er nauðsynlegt fyrir frásögnina; að hnitmiða texta sinn fyrir kvik- myndaformið, sem krefst þess að allt þjóni skýrum tilgangi, er afar gagnlegt til að komast að því hvað maður vill í raun og veru segja. Ég fór í kvikmyndanám í London vegna þess ég taldi að það myndi nýtast mér, burtséð frá því hvert listsköpun mín myndi að lokum stefna.“ Lilja segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigð- um. „Í skólanum fékk ég tækifæri, ekki aðeins til fræðilegs og tæknilegs náms, heldur til að gera kvikmyndir sem ég vil helst ekki sjá aft- ur, þ.e. til að gera mistök og læra af þeim. Í náminu felst einnig að horfa á mikinn fjölda kvikmynda og greina þær og af því lærir mað- ur einnig. En það hversu óskaplega erfitt er að gera góða kvikmynd rennur ekki upp fyrir manni nema með því að gera kvikmyndir sjálf- ur.“ Þegar hún er beðin að nefna kvikmyndahöf- unda sem hafi haft mest áhrif á hana nefnir hún Wong Kar-wai, Bergman, Bertolucci, Pol- anski, Kieslowski, Antonioni, David Lynch, Jim Jarmusch, Hal Hartley, Truffaut, Godard og kveðst geta haldið lengi áfram. „En,“ bætir hún við, „ég held að sá leikstjóri sem á síðustu árum hefur snert mig mest sé Andrej Tarkovsky; myndmál hans og ljóðræna, heið- arleiki og ábyrgð sem listamanns eru einstæð og aðdáunarverð.“ Með Ísland í hjartanu Lilja er dóttir Ingólfs Margeirssonar rithöf- undar og norska blaðamannsins Tone Mykle- bost og hefur búið í báðum löndum, en þó lengst af í Noregi. „Í Noregi hef ég alla tíð átt stæsta tengslanetið og mesta möguleika til að koma því í framkvæmd sem ég vil, vegna þess hversu vel ég þekki til. En Ísland er á vissan hátt landið, sem stendur hjarta mínu næst. Ég er full af þjóðernisstolti þegar Ísland er ann- ars vegar. Af einhverjum ástæðum finnst mér ég afar íslensk í hugsun og tengjast landinu sterkum böndum; þetta eru eins konar töfrar.“ Hún hefur fylgst með vexti og viðgangi ís- lenskrar kvikmyndagerðar og hrifist af mynd- um á borð við Engla alheimsins og 101 Reykjavík. „Ef ég hefði handrit og möguleika til að gera mynd heima á Íslandi myndi ég ekki hika. En núna er málið að ljúka við Drift og halda svo áfram. Ég er byrjuð að skrifa handrit að leikinni mynd í fullri lengd, sem ég ætla að sækja um þróunarstyrk fyrir. Þegar ég hef lokið við það á næsta ári verður fróðlegt að sjá hvort landið sýnir mesta áhugann – Ís- land eða Noregur!“ Ástarsaga úr ískyggilegri framtíð Lilja Ingólfsdóttir, 25 ára kvikmyndaleikstjóri, er nú að vinna að fyrstu leiknu mynd sinni í Noregi og Prag. Hún er óhugnanleg fram- tíðarsýn, hefur vinnutitilinn Drift og verður frumsýnd í norskum bíó- um í byrjun næsta árs. Morgublaðið/Espen Röst Við tökur í Noregi: Lilja leikstýrir frumrauninni. ath@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.