Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 C 3
Evrópska lyfjamatsstofnunin -
The European Agency for the Evaluation
of Medicinal Products (EMEA)
Evrópska lyfjamatsstofnunin eða EMEA gegnir lykilhlutverki í evrópsku lyfjaeftirliti og vísindalegu mati á lyfjum.
Hún vinnur í nánu samstarfi við aðrar stofnanir og deildir Evrópusambandsins og ríkisyfirvöldum, bæði innan
Evrópusambandsins og alþjóðlega.
Til að hjálpa stofnuninni að mæta vaxandi starfsemi og breiðara hlutverki innan Evrópusambandsins og utan þess,
óskar EMEA eftir að ráða (kk/kvk)
deildarstjóra samskipta og samskiptaneta (A3)
Head of Unit responsible for Communications and Networking (A3)
Umsækjendur verða að hafa 15 ára starfsreynslu hið minnsta á stjórnunarstigi, þ.m.t. að hafa tekið þátt í að stofna
til og viðhalda viðskipta- og samskiptanetum við breiðan hóp aðila í ríkis- og einkageiranum. Mikil reynsla af
stjórnun og þróun upplýsingatæknimála er einnig nauðsynleg.
Umsækjandi sem ráðinn verður, mun stýra deild sem ber ábyrgð á að greiða fyrir ytri og innri samskiptum
stofnunarinnar og hafa yfirumsjón með áætlun stofnunarinnar hvað varðar samskiptatæki, tölvukerfi, aðstoð við
fundarhald, skjalastjórnun og upplýsingamiðlun.
Aðsetur EMEA er í London. Umsækjendur verða að vera ríkisborgarar aðildarríkis Evrópusambandsins, Íslands,
Liechtenstein eða Noregs. Auk þess að hafa gott vald á ensku, verða umsækjendur að hafa góða kunnáttu í að
minnsta kosti einu opinberu aðildartungumáli Evrópusambandsins.
Nánari upplýsingar um stöðuna, frekari kröfur og skilyrði fyrir ráðningu má finna í Official Journal of the European
Communities, 18. október 2001. Umsóknir verða að vera á umsóknareyðublaði sem prentað er í Official Journal
og er einnig að finna á heimasíðu EMEA (http://www.emea.eu.int). Umsóknir þarf að senda eigi síðar en 19.
nóvember 2001 (dags. póststimpils gildir) á það heimilisfang sem gefið er upp í auglýsingunni í Official Journal.
Nánari upplýsingar má einnig fá hjá Andreas Pott, Head of Administration, hjá:
EMEA, 7 Westferry circus, Canary Wharf, UK-London E14 4HB.
Sími (0044-20) 7418 8400. Fax (0044-20) 7418 8416.
Verkafólk óskast
Vinnustaður í Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma 897 2370.
Norræni þróunarsjóðurinn - NDF
NDF sem hóf starfsemi árið 1989 er samnorræn
þróunarstofnun á fjölþjóðavísu, sem stofnuð var af
Norrænu ráðherranefndinni. NDF hefur aðsetur í
Helsinki og er í tengslum við Norræna fjárfesting-
arbankann. NDF veitir langtímalán (sérleyfislán) til
fátækra þróunarlanda til að fjármagna brýn verkefni
sem hafa að markmiði að að efla efnahags- og fé-
lagslega þróun í viðkomandi löndum. NDF getur
ennfremur veitt fjármagn til framkvæmda í einka-
geiranum í þróunarlöndunum án kröfu um ríkisá-
byrgð. Öll þau verkefni eða framkvæmdir sem NDF
styður verða að snerta norræna hagsmuni á
einhvern hátt.
NDF leitar að
Ráðgjafa
Starfssvið: Viðræður við lántaka, fjármagnsstofn-
anir og norræn fyrirtæki, umfjöllun um verkefni
og eftirfylgni, og verkefnamat. Þjónustan felur í sér
víðtækt samband við aðila í þróunarlöndum, atvinn-
ulífinu og yfirvöld, og reikna má með þó nokkrum
ferðalögum.
Hæfniskröfur: Menntun á háskólastigi, reynsla
af alþjóðlegu þróunarsamstarfi og/eða fjármögnun
verkefna, auk þekkingar á norrænu atvinnulífi.
Reynsla úr einkageiranum, gjarnan í þróunarlönd-
unum, er kostur.
Vinnumál eru norrænu málin og enska. Frönsku/
spænskukunnátta er kostur.
Laun: Fara eftir uppfyllingu hæfnisskilyrða.
Ráðning: Í kringum 1. janúar 2002 til þriggja ára,
með möguleika á framlengingu.
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá, þurfa að hafa borist
til NDF í síðasta lagi 15. nóvember 2001, og sendist
til:
Den Nordiske Udviklingsfond
Postboks 185
FIN 00171 Helsingfors
Finnland.
Ritari matshóps
Laus er til umsóknar staða ritara matshóps
Reykjavíkur hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík
á Suðurlandsbraut 32. Matshópur Reykjavíkur
annast vistunarmat aldraðra og er starf ritara
hópsins fólgið í skráningu vistunarmats,
almennum skrifstofustörfum og þjónustu við
notendur og samstarfsaðila.
Menntunar og hæfniskröfur:
Góð almenn menntun og tölvukunnátta,
reynsla af svipuðum störfum æskileg.
Lögð er áhersla á frumkvæði í starfi, jákvætt
viðmót, sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð.
Laun skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar
og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
Umsóknir skulu berast til Þorgerðar Valdi-
marsdóttur, forstöðumanns matshóps, sem
jafnframt veitir allar nánari upplýsingar
í síma 535 3279.
Umsóknarfrestur er til 5. nóvember nk.
Skipstjóri
og yfirvélstjóri
óskast á 440 brt tonna skip sem veiðir krabba
við vestur-Grænland. Um skammtímaverkefni
er að ræða sem þó gæti þróast í meira.
Sérfræðingur í krabbaveiðum verður um borð.
Dönskukunnátta skilyrði. Verða að geta hafið
störf sem fyrst.
Upplýsingar í símum 565 5533 og 893 7389.
Mannauður í boði
Þarft þú að láta gera viðskipta- eða markaðs-
áætlun, markaðsrannsókn eða sambærileg
verkefni. Við erum nemendur á lokaári við Við-
skiptaháskólann á Bifröst og viljum takast á
við krefjandi verkefni í tengslum við atvinnu-
lífið í frístundum okkar.
Upplýsingar um verkefni og fyrirspurnir sen-
dist til auglýsingadeildar Mbl. merktar:
„Mannauður — 11714“.