Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ferðaráðgjafi Óska eftir fjölbreyttu og krefjandi skrifstofu- starfi. Löng reynsla í ferðamálum/skipulögn. Er stundvís, samviskusöm og áreiðanleg. Áhugasamir hringi í síma 868 8568. Atvinna í sveit Meðferðarheimili á Suðurlandi vantar starfskraft. Á bænum er fjölbreyttur lífrænn búskapur. Starfsemin grundvallast á mannspeki Rudolfs Steiner. Þeir, sem hafa áhuga, hafi samband við okkur í síma 486 6002, fax 486 6122. Sölumenn Rótgróið alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki vantar vana sölumenn. Stjórnunarráðgjöf, námskeið, kannanir og markaðsráðgjöf. Góð laun í boði. Umsókn, merkt: „Vanir sölumenn", sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða á slóðina imgiceland@netscape.net, fyrir 26. okt. nk. „Au pair“ í Osló Barngóð „Au pair“ óskast á íslenskt heimili í Osló til að gæta lítillar stúlku. Upplýsingar veitir Sigrún í síma 864 3144 og 0047 6797 2695. Rafvirkjameistari Kjötvinnsla Hvolsvelli Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða sem fyrst rafvirkja með meistararéttindi til starfa í starfsstöð félagsins á Hvolsvelli. Um er að ræða framtíðarstarf í viðhaldsdeild í einni fullkomnustu kjötvinnslu hérlendis. Starfið er fólgið í nýlögnum og viðhaldi raf- lagna og vélbúnaðar. Við leitum að aðila sem hefur frumkvæði og getur starfað sjálfstætt. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins á Fosshálsi 1, Reykjavík, og í starfs- stöðvum félagsins á Hvolsvelli og Selfossi. Nánari upplýsingar veita Björgvin Benedikts- son, deildarstjóri tæknideildar, og Bjarni Stef- ánsson, starfsmannastjóri, í síma 575 6000. Nánari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á heimasíðu þess, www.ss.is . Heibrigðisstofnunin Hólmavík Heilsugæslulæknir Laus er til umsóknar staða yfirlæknis við Heilbrigðisstofnunina Hólmavík nú þegar eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi hafi sérfræðimenntun í heimilislækningum. Umsóknarfrestur er til 31. október. Stöðunni fylgir embættisbústaður. Um er að ræða starf sem skiptist í 70% stöðu á heilsugæslusviði með gæsluvakt 1 og 30% stöðu á sjúkrasviði. Stofnunin skiptist í tvö svið, sjúkrasvið og heilsu- gæslusvið. Heilsugæslusvið er H1 heilsugæslu- stöð með H-stöð í Árnesi. Heilsugæslusviðið veitir íbúum héraðsins heilbrigðisþjónustu í samræmi við ákvæði heilbrigðislaga um starfs- emi heilsugæslustöðva. Sjúkrasvið starfar skv. lögum sem sjúkraskýli. Undir sjúkrasvið heyrir rekstur hjúkrunar- og dvalarheimilis. Starfið hér er bæði fjölbreytt og gefandi. Umsóknir skulu sendar til Jóhanns Björns Arn- grímssonar, framkvæmdastjóra, Heilbrigðis- stofnuninni Hólmavík, Borgabraut 6-8, 510 Hól- mavík, á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu framkvæmdastjóra og hjá Landlækn- isembættinu. Upplýsingar um starfið veitir framkvæmda- stjóri í síma 451 3395 eða 893 7085. Sölumenn Framsækið fyrirtæki á sínu sviði leitar að kröft- ugum og samviskusömum sölumönnum. Ef þú vilt vinna við fjölbreytt verkefni og hjá fyrirtæki með mjög góðan starfsanda, sendu þá umsókn til augldeildar Mbl. fyrir þriðjudag- inn 23. október, merkta: MF — 11720". Kennarastörf - afleysingar • Vegna barnsburðarleyfa vantar kennara til afleysinga í mynd- mennt á unglingastigi Varmár- skóla í fullt starf og kennara til ensku- og raungreinakennslu, einnig í fullt starf. • Ráðið verður í stöðurnar um áramót eða fyrr eftir samkomu- lagi. • Launakjör eru samkvæmt kjara- samningum Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga, fyrir grunnskóla. • Upplýsingar gefur skólastjóri, Viktor A. Guðlaugsson í síma 8950701 og aðstoðarskólastjóri, Helga Richter í síma 5666186. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember og skulu umsóknir berast skólastjóra. fiverholti 2 270 Mosfellsbær Kt. 470269-5969 Sími 525 6700 Fax 525 6729 www.mos.is Varmárskóli Skalat ma›r rúnar rísta, nema rá›a vel kunni, flat ver›r mörgummanni, es of myrkvan staf villisk; sák á telg›u talkni tíu launstafi ristna, flat hefr lauka lindi langs ofrtrega fengit. -úr Egils sögu Bókari (vanur) getur bætt við sig bókun fylgiskjala, vsk-upp- gjör, árshluta- og ársreikningasgerð auk skatt- framtals lögaðila. Áhugasamir leggi inn bréf til auglýsingad. Mbl. merkt: „Bókald 12og3). Leiðbeinandi — ræstingar Leiðbeinandi óskast í ræstingadeild. Starfið felst í vinnu við daglegar ræstingar ásamt verkstjórn 2—3 annarra starfsmanna. Góð laun og gott starfsumhverfi eru í boði. Vilji og góð framkoma er allt sem þarf. Aldur engin hindrun. Vinnutími er frá kl. 11.30—15.30. Vinnustaðir Öryrkjabandalags Íslands, Hátúni 10, 105 Reykjavík, s. 552 6800, netfang: vinnustadir@obi.is . Sölustjóri notaðra bíla Stórt bifreiðaumboð óskar eftir að ráða sölustjóra í deild notaðra bíla. Viðkomandi þarf að hafa öguð vinnu- brögð, góða tölvukunnáttu og geta starfað sjálfstætt. Áhugasamir sendi umsókn á auglýsinga- deild Mbl. merkta: „Heiðarlegur“, fyrir 27. nóvember nk. Útivist er öflugt og lifandi ferðafélag. Árlega býður Útivist upp á fjölbreyttar ferðir. Útivist er holl fyrir líkama og sál, fræðandi, skemmtileg og gefandi í alla staði. Meira en 5.000 manns ferðast árlega með Útivist. Ferðafélagið Útivist óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Starfssvið: Menntunar- og hæfniskröfur: Í boði er ábyrgðarmikið og krefjandi starf á spennandi vettvangi. - Ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu Útivistar gagnvart formanni og stjórn. - Færslu bókhalds, verkstjórn yfir öðrum starfsmönnum Útivistar jafnt á skrifstofu og þá er starfa í skálum félagsins. - Ábyrgð á undirbúningi og skipulagi ferða. - Háskólamenntun eða haldgóð starfsreynsla. - Frumkvæði og vilji til að takast á við síbreytileg og krefjandi verkefni. - Góðir samskiptahæfileikar og metnaður til að beita vönduðum vinnubrögðum áskilin. - Góð tölvukunnátta, vald á ensku og einu Norðurlandamáli skilyrði. - Áhugi á félagsmálum og reynsla af ferðalögum og bókhaldi æskileg. Umsóknum skal skilað til skrifstofu félagsins að Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, fyrir 1. nóvember nk. Nánari upplýsingar veitir Árni Jóhannsson formaður Útivistar (tölvupóstur arni@si.is). FRAMKVÆMDASTJÓRI .is Starf í Ævintýralandi Ævintýraland Kringlunnar óskar eftir barngóðum starfsmanni frá kl. 13—17.00/18.00 virka daga. Nánari upplýsingar gefur Hólmfríður Pet- ersen í síma 699 1056 í dagvinnutíma. ATVINNA ÓSKAST Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Námsstöður í heimilislækningum Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið aug- lýsir tvær námsstöður til sérnáms í heimilis- lækningum lausar til umsóknar. Stöðurnar eru til þriggja ára. Gert er ráð fyrir að námslæknir starfi á sjúkra- húsum og heilsugæslustöðvum, bæði í þéttbýli og dreifbýli og taki þátt í fræðilegu námi. Námið verður nánar skipulagt í samráði við kennara í heimilislækningum og fulltrúa Fram- haldsmenntunarráðs. Námslæknir hefur fastan leiðbeinanda allan námstímann. Laun eru samkvæmt úrskurði kjaranefndar um laun heilsugæslulækna og samkvæmt samn- ingum sjúkrahúslækna. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Umsóknir með upplýsingum um fyrra nám og störf sendist Sveini Magnússyni, skrifstofu- stjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Laugavegi 116 eða Jóhanni Ág. Sigurðssyni, prófessor, Sóltúni 1, en þeir gefa einnig nánari upplýsingar um stöðurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.