Morgunblaðið - 14.11.2001, Side 1
BÆKUR
SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR miðvikudagur 14.nóvember2001
Myndin af skáldinu
Freysteinn
Jóhannsson
ræðir við
Jóhann
Hjálmarsson
GANGANDI ÍKORNI kom út
árið 1987 og var fyrsta prósaverk
Gyrðis Elíassonar sem þá hafði sent
frá sér fimm ljóðabækur og skipað
sér í flokk athyglisverðustu ljóð-
skálda á Íslandi. Með Íkornanum
varð ljóst að Gyrðir var ekki síðri
prósahöfundur en ljóðskáld og nú
þegar hann sendir frá sér framhald
þessa fyrsta prósaverks telur höf-
undarverk hans níu prósaverk auk
margra ljóðabóka.
Í skáldsögum sínum og smásög-
um hefur Gyrði tekist að skapa sér-
stæðan heim sem gaman er að
ferðast um. Innbyrðis tengsl bóka
hans eru sterk; á myndmálssviði
þeirra hljóma endurtekin stef og
víða bregður fyrir kunnuglegum
myndum og aðstæðum sem eru líkt
og bergmál úr öðrum verkum hans,
en einn mesti galdur Gyrðis er að
lesandi fær sjaldan á tilfinninguna
að höfundur sé að endurtaka sig,
heldur þvert á móti lifnar þessi
„sérheimur“ á nýjan hátt í hverju
nýju verki, stækkar og þéttist. Höf-
undareinkenni Gyrðis eru svo sterk
að dyggum lesanda hans líður óðara
vel í hverju nýju verki, að minnsta
kosti ef hann hefur látið heillast af
veröld hans á annað borð.
Í nýju skáldsögunni, Næturlukt-
inni, tekur Gyrðir upp þráðinn þar
sem honum sleppti í lok Gangandi
íkorna. Þau fjórtán ár sem skilja
verkin að í tíma má helst merkja af
fágaðri stíl. Órjúfanlegt samhengi
og samfella er á milli bókanna
tveggja. Reyndar mæli ég með að
lesendur Næturluktarinnar end-
urnýi kynnin (eða frumlesi) Gang-
andi íkorna áður en þeir byrja á
seinni bókinnni (bækurnar eru báð-
ar tiltölulega stuttar og fljótlesnar)
því bergmálið á milli bókanna er
mikið og hvor bókanna dýpkar og
víkkar út heim hinnar.
Báðar bækurnar skiptast í tvo
hluta og mætti lýsa því þannig að
fyrri hlutinn gerðist í mannheimi en
sá síðari í heimi dýr-
anna. Hér er þó ekki
um að ræða heim dýr-
anna eins og hann
kemur okkur fyrir
sjónir í raunheimi eða
dýralífsmyndum –
heldur öllu fremur er
hér um að ræða þann
dýraheim sem mætir
okkur gjarnan á síðum
barnabóka: dýrin hafa
„mannleg“ einkenni og
samskipti þeirra
minna á samskipti
fólks blandað ýmsum
kunnum þáttum úr áð-
urnefndri veröld barnabóka.
Greinilegar tilvísanir eru til barna-
bóka í sögu íkornans, en sú sem
fyrst kemur upp í hugann á við
verkið allt: sagan um drenginn Sig-
mar sem „dettur inn í“ heim dýr-
anna minnir á söguna af stúlkunni
Lísu sem datt um kanínuholu niður
til Undralands, en sú líking nær
reyndar ekki langt því heimur
Undralands Lísu er af allt öðrum
toga en dýraheimur Sigmars.
Í fyrri hluta beggja
bóka er frásögnin lögð
í munn Sigmars sem
er í fóstri hjá hjónun-
um Björgu og Ágústi
einhvers staðar uppi í
sveit. Ekki er ljós
hver tengsl hans eru
við hjónin, en hann
virðist að einhverju
leyti hafa verið tekinn
í fóstur til að fylla
skarð drengsins sem
er „horfinn“ og hefur
að öllum líkindum ver-
ið sonur Bjargar og
Ágústs. Við fáum litl-
ar upplýsingar um Sigmar í fyrri
bókinni, en skynjum einsemd hans
sterkt og þótt frásögn hans sé látlaus
lýsing á hversdagssýsli hans þá hef-
ur textinn sterka undiröldu sem
kemur einmanaleika og vanlíðan
drengsins vel á framfæri. Í Nætur-
luktinni fáum við aðeins meiri upp-
lýsingar um hann, faðir hans deyr og
ljóst verður að drengurinn hefur haft
lítið sem ekkert samband við hann
og einnig kemur fram að hann
Endalok íkornans?
BÓKMENNTIR
Skáldsaga
Næturluktin
Eftir Gyrði Elíasson. Mál og menning
2001, 117 bls.
Gyrðir Elíasson
NÝ skáldsaga Vigdísar
Grímsdóttur nefnist Frá
ljósi til ljóss.
Í kynningu segir m.a.:
Meginstef sögunnar er
hin sígilda leit mann-
eskjunnar að ástinni og
hamingjunni, og sú leit
getur tekið á sig ýmsar
myndir í flóknum heimi
þar sem ekkert er gefið.
En leit höfundarins að leiðum til að tjá
margbreytileika lífsins og afhjúpa óvænt
sjónarhorn er ekki síður forvitnileg og
kemur sífellt á óvart.“ Þetta er létt og leik-
andi saga um nútímafólk þar sem allir eiga
sér sín leyndarmál, óskir og drauma. En
undir niðri togast andstæðurnar á, sann-
leikurinn og lygin, lífið og dauðinn. Vigdís
hefur sent frá sér fjölda skáldsagna, en
einnig smásögur og ljóð. Hún hefur hlotið
fjölda verðlauna og viðurkenninga og verk
hennar hafa verið þýdd og gefin út víða er-
lendis.
Útgefandi er Iðunn. Bókin er 196 bls.,
prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Verð:
4.480 kr.
Frá ljósi til ljóss
Vigdís Grímsdóttir
NÝ skáldsaga Ólafs Jó-
hanns Ólafssonar sem
nefnist Höll minning-
anna kemur út í dag hjá
Vöku-Helgafelli. Þetta
er saga Íslendings sem
hvarf að heiman um
dimma nótt frá fjöl-
skyldu sinni og vinum
og endaði sem einka-
þjónn hjá bandaríska
auðkýfingnum William
Randolph Hearst eftir fyrri heimsstyrjöld.
Höll minninganna er sjötta skáldsaga
Ólafs Jóhanns.
Í kynningu frá útgefanda segir: „Höll
minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er
frásögn um mannleg örlög, ást og að-
skilnað, einsemd og söknuð.“
Bókin er 324 blaðsíður að lengd. Ragnar
Helgi Ólafsson hannar kápu en bókin er
prentuð í Odda.
Höll minninganna
Ólafur Jóhann
Ólafsson
Teikning/Andrés