Morgunblaðið - 14.11.2001, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 B 3
BÆKUR
GUÐFINNA Eydal sálfræðingur
hefur sent frá sér bók um tvíbura og
nýtir sér til þess þekkingu og reynslu
frá fleiru en einu sjónarhorni. Bókin
mun vera sú fyrsta hér á landi sem
frumsamin er um málefni fleirbura.
Guðfinna lærði sálfræði í Kaup-
mannahöfn, lauk þar
námi 1975 og hefur
verið sjálfstætt starf-
andi sálfræðingur í
Reykjavík árum sam-
an þar sem hún vinnur
við meðferð og ráðgjöf
sjúklinga. Hún er ekki
síður þekkt fyrir að
hafa haldið vel sótt
námskeið fyrir fyrir-
tæki og stofnanir.
Minna áberandi en
veigamikil eru störf
hennar í Barnavernd-
arráði Íslands en hún
hefur átt þar sæti um
árabil. Við þetta bæt-
ist að Guðfinna hefur
verið sýnileg á ritvellinum og er
skemmst að minnast bókarinnar
Barnasálfræði (1995) sem hún samdi
ásamt Álfheiði Steinþórsdóttur en
einnig var Álfheiður meðhöfundur
Guðfinnu að hluta Sálfræðibókarinn-
ar (1993) sem Mál og menning gaf út.
Sennilega kemur það foreldrum alltaf
jafn mikið í opna skjöldu þegar í móð-
urkviði leynast fleiri börn en eitt og
Guðfinna lýsir því hve seint það kom í
ljós í annarri meðgöngu hennar að
þar voru tveir farþegar innbyrðis.
Fyrsti sónar fann ekki nema annan
tvíburann. Margt af því sem fram
kemur í þessari bók á líka við einbura
og þar sem börnin eru fleiri en tvö. Í
formála eftir Halldór Hansen barna-
lækni segir að eitt af frumvandamál-
um hvers barns sé að átta sig á sínu
eigin eðli, það er að segja „hver er ég
– hvað gerir mig að mér?“ Hann segir
flestum börnum takast að skynja fyrr
eða síðar hver þau séu með viðbrögð-
um sínum til manna og málefna, og
hvað geri þau sérstök, en fyrir tví-
bura er ferlið flóknara einkum séu
þeir eineggja og á vegferð út í lífið
með svo til sama mynstur af erfðaeig-
inleikum ( bls.10).
Lítið hefur verið fáanlegt hér á
landi af lesefni um sálrænar hliðar
þess að eignast fleirbura og hefur
Guðfinna með bók sinni komið til
móts við vaxandi hóp foreldra sem
verður þeirrar gæfu aðnjótandi að
eignast á einu bretti fleira en eitt
barn. Já, að líta á sig sem aðnjótandi
sérstakrar gæfu og vera útvalinn er
rauður þráður í bókinni. Bókin skipt-
ist í læsilega og ágætlega skipulagða
kafla svo sem um meðgöngu, fyrir-
bura og kvilla, persónuleika og
þroska fleirbura, sálrænan þroska og
svo hin mismunandi aldursskeið og er
farið yfir marga þætti sem geta verið
öðruvísi og flóknari þegar um fleir-
bura er að ræða en þegar barnið er
aðeins eitt. Nefna mætti hefðbundin,
hversdagsleg vandamál sem aðrir
foreldrar þekkja síður. Eiga tvíburar
að vera eins klæddir, saman í leik-
skóla eða bekk eða fá sams konar
leikföng? Hvað með samskipti við vini
og systkini? Eða þá rifrildi og slags-
mál sem flestum tvíburaforeldrum
eru einum of vel kunn? Hvað breytist
þegar börnin þroskast og verða ung-
lingar? Hvernig geta foreldrar þá
hjálpað til? Hvernig má tryggja sjálf-
stæði hvers einstak-
lings og stuðla að því að
hann nái sem mestum
þroska? Hver er
reynzla fullorðinna tví-
bura? Guðfinna velur
að gefa lesandanum
ekki bein svör við
áleitnum spurningum
heldur leiða hann
gegnum þá valkosti
sem fyrir hendi geta
verið og benda á nauð-
syn þess að þótt for-
eldrar geti jafnvel
þurft að leita eftir að-
stoð fagfólks við upp-
eldi barna sinna þá
þurfi þeir sjálfir að
taka ákvarðanir um álitaefni í sínu lífi
og barna sinna og bera ábyrgð á
þeim. Á tækniöld hefur fleirburafæð-
ingum verið að fjölga og eru hátt í
hundrað á ári á Íslandi nú. Nýleg lög
um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/
2000 taka mið af þessu og veita tví-
buraforeldrum sameiginlega rétt til
fæðingarorlofs í 10 mánuði. Þríbura-
foreldrar eiga rétt á 13 mánuðum.
Þótt eineggja tvíburar séu furðu svip-
aðir að fjölda frá einu landi til annars
eða 3-4 fæðingar af hverjum 1.000 þá
gegnir öðru um tvíeggja tvíbura sem
eru 1-3 af hverjum 1000 fæðingum í
Japan en 40 af hverjum 1.000 í Níger-
íu svo dæmi séu tekin. Ýmislegt getur
orðið til þess að auka líkur á fleir-
burafæðingum.
Hlýhugur til fleirbura og foreldra
þeirra skín í gegn auk þess sem höf-
undur er næmur fyrir tilfinningum
lesandans. Þetta má sjá víða, t.d. í
kaflanum um erfiðleika og sorg í fleir-
burafjölskyldum þegar þær flóknu
kringumstæður koma upp að annar
tvíburinn er ekki heilbrigður en hinn
heill, hvað þá ef foreldrar þurfa að
syrgja barn jafnframt því að gleðjast
yfir öðru eða fleiri börnum. Hvergi
fellur höfundur í þann pytt að reyna
að gera sig alvitran, eða setja sig í
dómarasæti af því að henni sjálfri
sem tvíburamóður hafi hentað ein leið
út úr ógöngum en önnur. Finnst mér
henni takast listilega að halda sér í
sæti fagmannsins, í vissri fjarlægð,
og gerir það bókina skemmtilega af-
lestrar, nytsamlega og læsilega.
Myndir í bókinni eru flestar teikn-
aðar af tvíburum og lífga þær veru-
lega upp á tilveruna.
Að ala upp
tvíbura
Guðfinna Eydal
Katrín Fjeldsted
BÆKUR
Sálfræði
TVÍBURAR – FRÁ FÓSTURSKEIÐI TIL
FULLORÐINSÁRA
Höfundur: Guðfinna Eydal sálfræðingur.
Útgefandi: Uppeldi ehf. 2001. Prentuð
og innbundin í Riga í Lettlandi, 204 bls.
„Þarna er geggjað hugmyndaflug á ferðinni
og ótrúlegur söguþráður sem gengur þó fullkomlega upp.
Persónusköpunin er afar lifandi, svo mjög að persónurnar
sækja á mann lengi á eftir. Adda Ísabella er dásamleg,
snarklikkuð en maður nauðaþekkir hana. Þessi bók er
meinfyndin og frábærlega kaldhæðnisleg, ég hló oft upphátt
og krimti í mér þess á milli. Ég gat ekki lagt bókina frá mér.“
Edda Björgvinsdóttir, leikkona og húmoristi
„Í þessari fyrstu skáldsögu Hlínar Agnarsdóttur fá lesendur strax
skýr skilaboð um að enginn tepruskapur verði við hafður í bókinni . . .
Ósjaldan skellti ég upp úr og bágt átti ég með að leggja bókina frá mér.
Sagan er vel upp byggð, rennur hratt og örugglega… Bók þessi
er hin besta gleðipilla í skammdeginu fyrir hina íslensku sukkópatísku
þjóð sem fær það óþvegið…“
Kristín Heiða Kristinsdóttir, strik.is
„Þetta er lifandi og bráðskemmtileg frásögn, snargeggjuð nútímasaga,
eins og sagt er á bókarkápu. Hlín er góður sögumaður og erfitt að slíta sig
frá bókinni hennar.“
Guðríður Haraldsdóttir, Vikan
„Mér fannst hún bara ekki fyndin.“
Kolbrún Bergþórsdóttir, Rúv
u m d e i l d a r b æ k u r
A Ð V Ö R U N !
„glæsileg frumraun, mjög skemmtileg lesning“
Páll Baldvin, Stöð 2