Morgunblaðið - 14.11.2001, Page 9

Morgunblaðið - 14.11.2001, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 B 9 BÆKUR Artemis Fowl er eftir írska höf- udinn Eoin Colfer í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Í kynningu seg- ir: „Artemis Fowl er ekki nema tólf ára en afburða- greindur og bráð- snjall glæpamaður. Hann gerir sér samt ekki grein fyrir hvað hann er að ráðast í þegar hann rænir álfi, Hollý Short varðstjóra í Búálf. Álf- arnir sem hann þarf að kljást við eru ekki eins og venjulega í barna- sögum; þeir eru vopnaðir og hættu- legir.“ Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er 280 bls. Verð: 2.780 kr. Börn Bókin um bjórinn er eftir Roger Protz í þýðingu Atla Magn- ússonar. Í bókinni eru grundvallarupplýs- ingar um bjór og sagt er frá bestu gerðunum sem helstu brugghús heims framleiða. Sérkafli er um íslenskan bjór, skrif- aður af Steingrími Sigurgeirssyni höf- undi bókarinnar Heimur vínsins. Útgefandi er Muninn bókaútgáfa. Bókin sem er 224 bls. í stóru broti með hundruðum litmynda. Verð: 4.980 kr. Lífsstíll bókin um bjórinn SÖGUKORT ýmiss konar hafa löngum notið vinsælda meðal þeirra, sem vilja kynna sér gang mála á liðinni tíð. Er það að vonum. Góð sögukort, sem sett eru upp á réttan hátt, gera okkur kleift að fylgja gangi sögunnar, eða a.m.k. ákveðinna þátta hennar frá einu skeiði til annars og geta verið fróð- leiksnáma, auk þess að gagnast vel við sögukennslu. Sá galli er hins vegar á slíkum bókum, að þær vilja úreldast ansi fljótt og verða þá gagnslitlar. Sem dæmi um slíkt má nefna kortabók, sem út var gefin í Bandaríkjunum árið 1988. Þar voru kortin yfir ríki Evrópu orðin úrelt eftir eitt til tvö ár, þótt þau væru vissulega kórrétt er bókin kom út. Bókin, sem hér er til umfjöllunar, er ekki aðeins kortabók um söguna. Miklu réttara væri að lýsa henni sem alfræðiriti, þar sem kortin eru í öndvegi, en studd miklum fjölda ljósmynda og annars myndefnis, auk ríkulegs texta. Allt saman lýsir þetta gangi mannkynssögunnar frá upphafi vega og framundir okkar daga. Er skemmst frá því að segja, að í flestum tilvikum hefur vel tek- ist til. Nýjustu tækni er beitt við gerð kortanna sem flest eru skýr og falleg og sama máli gegnir um myndirnar. Textar eru og flestir bærilega skýrir og fróðlegir, en verða þó á köflum fullknappir. Það er þó kannski óhjákvæmilegt í bók- um af þessari gerð, þar sem höfundum er naumt skammtað rým- ið og þeim ætlað að segja mikla sögu í stuttu máli, stundum örstuttu. Útgáfa þessa verks er metnaðarfull og bókinni er greinilega ætlað mikið hlutverk. Í upphafi inn- gangs (bls. 5) segir orðrétt: „Höf- undar Söguatlassins settu sér það markmið í upphafi að setja saman bók sem gagnaðist öllum jarðarbú- um og gerði þeim öllum jafnt undir höfði. Til þess var fenginn hópur sérfræðinga frá öllum heimshornum sem höfðu það að leiðarljósi að segja sögu mannkyns á annan veg en einungis frá sjónarhóli Evr- ópubúans, eins og oft vill verða í verkum af þessu tagi.“ Ekki dreg ég í efa góðan ásetning aðstandenda bókarinnar í þessu efni, og óneitanlega hefur þeim tek- ist vel upp í flestu tilliti. Bókinni er skipt í tvo meginhluta og sýnir hinn fyrri þróun mála í heiminum í heild frá árdögum manns og menningar og fram til okkar daga, en í seinni hlutanum er saga einstakra heims- hluta rakin. Loks er að finna stutt- an þátt um sögu Íslands, en ólíkt meginhlutunum tveim, sem báðir eru skýrir og skilmerkilegir, er sá íslenski harla stuttaralegur og hefði líkast til verið betra að sleppa hon- um. Kort og annað myndefni í þessum þætti er þó ágætlega gert, gallinn er sá einn að hann er of stuttur. Bækur sem þessi eru líklegar til að fara víða og vafalaust eiga margir eftir að fletta upp í þessu riti sér til fróðleiks og ánægju, „venjulegir lesendur jafnt sem nemendur á ýmsum skólastigum“. Af þeim sökum skiptir miklu hvernig til tekst um fram- setningu efnis, að hún sé sem hlut- lægust og vönduðust. Þetta skiptir ekki minnstu máli þar sem bókin er ætluð „öllum jarðarbúum“, hvorki meira né minna, og til að tryggja einmitt þennan þátt hefur vafalaust verið leitað „sérfræðinga frá öllum heimshornum“. Athugun á höfunda- lista leiðir þó í ljós, að þeir eru allir nema einn starfandi í enskumæl- andi löndum, langflestir Bretar og Bandaríkjamenn. Ekki vil ég halda því fram að þessi einsleitni rýri gæði bókarinnar, enda eru höfund- arnir án efa sérfræðingar í sögu allra heimsins horna. Á hinn bóginn er ekki ólíklegt að höfundar frá öðr- um mál- og menningarsvæðum hefðu litið öðru vísi á eitt og annað, sett hlutina fram með öðrum hætti. Sem dæmi um þetta má nefna að á bls. 110 segir þar sem greint er frá ástandinu í heiminum í lok kalda stríðsins: „… islömsk öfgastefna ríkti í Íran og ekki var friðvænlegra í kringum Saddam Hussein.“ Þetta er vafalaust hárrétt frá sjónarhóli kristinna Vesturlandabúa, en skyldu sérfræðingar upprunnir, menntaðir og búsettir í þessu heimshorni hafa lýst málum þar með þessum hætti? Ég leyfi mér að efast, og tel allt eins víst að þeir hefðu, sumir hverjir a.m.k., talið jafn ófriðlegt og áður kringum Breta og Bandaríkjamenn. Sýnir þetta dæmi hve vandamikið er að setja saman rit af þessu tagi og verður víst seint gert svo öllum líki. Að þýða bók sem þessa á íslensku er ekki síður vandasamt, en þegar á heildina er litið virðist mér sem höf- undi hafi tekist verk sitt vel. Hann á við sama vanda að etja og höfundar, að segja mikla sögu í stuttu máli, og af þeim sökum verður íslenski text- inn fullknappur á köflum, nánast of- hlaðinn. Hann er hins vegar yfirleitt á góðri íslensku og vel læsilegur, þrátt fyrir einstaka hnökra. Eitt dæmi um þá get ég ekki stillt mig um að nefna, enda endurspeglar það vanda þeirra sem þurfa að stytta mál sitt eftir föngum, stund- um meira en góðu hófi gegnir. Á bls. 135 rakst ég á orðið „umburð- arleysi“, sem ég minnist ekki að hafa séð áður. Þar mun átt við skort á umburðarlyndi. Þessar athugasemdir og að- finnslur eru þó smávægilegar og að minni hyggju er útkoma þessa rits fagnaðarefni. Það hefur mikinn fróðleik að geyma og allur frágang- ur er eins og best verður á kosið. Eini gallinn á hönnun bókarinnar er sá að myndatextar eru sumir með smáu letri og getur það valdið sum- um lesendum erfiðleikum. Glæsilegur söguatlas BÆKUR Sagnfræði SÖGUATLAS MÁLS OG MENNINGAR Ritstjóri Kristján B. Jónasson. Þýðing Pétur Hrafn Árnason. Mál og menning, Reykjavík 2001. 360 bls. Jón Þ. Þór MÉR þykir ekki ólíklegt að varðhaldsmenn kirkjulegrar trúar á Íslandi og víðar hafi sitthvað við þá guðfræði að athuga sem birtist í bók Josteins Gaarder, Í spegli, í gátu. Ekki þar fyrir að í bókinni sé einhver andróður gegn kristinni trú, hvað þá guði. Hins vegar er guðshugmynd Gaarders líkt og samsvarandi mynd höfundar á borð við Milton eins og hún birtist í Paradísarmissi spegill síns tíma. Kannski er það raunar ein meg- inniðurstaða bókarinnar að guð- dómurinn sé spegilmynd okkar eða við spegilmynd hans. ,,Auga mannsins er sjálfur spegillinn þar sem sköpunin í meðvitund Guðs mætir sjálfri sér í sköpuninni fyrir utan... Sumir af englunum halda því fram að sérhvert auga sem sé sköpunarverk Guðs sé auga Guðs sjálfs ... Stundum gerist það að manneskja lyftir augum sínum í átt til uppruna síns á himnum. Það er þá sem Guð sér sjálfan sig í spegli. Bókina byggir Gaarder upp sem samtal dauðvona stúlku, Sesselíu, og engils sem fram komur í Para- dísarmissi, Aríels, og er þar sýnd- ur sem einn uppreisnarenglanna þótt annars staðar fái hann virðu- legri sess. Aríel er m.ö o. að hjálpa stúlkunni að takast á við dauðann. Því er sagan tilfinningaþrungin og viðkvæm án þess þó að nokkurn tíma sé farið yfir strikið í velluna. Aríel Gaarders er megintúlkandi guðfræðinnar í bókinni og það ger- ir hann líkt og uppreisnarengli sæmir. Með því að tefla saman hinu mannlega, stundlega og veika sem er að verða að dufti og guð- dóminum í líki engils stillir höfund- urinn lesandanum frammi fyrir gátunni miklu um til- veruna og neindina sem allir óttast. Öðrum þræðinum er sagan skilgreining á mannlegri tilveru. Henni er beint að barninu í okkur og hún er allt eins við hæfi fullorðins fólks og þroskaðra barna og unglinga. Það er eitt- hvað töfrandi við þessa bók. Kannski hin ein- læga leit, undrunin yfir breytileika og umfangi tilverunnar sem stöð- ugt er að uppgötvast eða þá myndhverfur stíllinn sem er þó einfaldur og tær. Á yfirborðinu gæti virst að Gaarder aðhylltist einhverja vís- indalega rökhyggju. Engillinn og stúlkan kortleggja ítarlega og af vísindalegri nákvæmni skilvit mannsins, fjalla um sameindafræði heilans og jafnvel kosmíska stærð alheimsins af fræðilegri þekkingu. Þegar kemur að sköpunarverkinu og guðdómnum sjálfum duga þó fræðin ekki, því að vísindamenn- og mælingamenn ,,skilja bara í bútum. Þeir skilja ekki að þeir sjá bara allt í spegli, í gátu. Það er ekki hægt að mæla eða vigta engil. Það er þar að auki ekki hægt að skoða spegil í smásjá. Árangurinn verður bara sá að maður sér speg- ilmynd sína enn skýrar. Þá er betra að beita svolitlu hugmynda- flugi“. Því grípur Gaarder ekki til fræðilegrar rökvísi eða áþreifan- legra sanninda í umræðu sinni um guðdóminn. Hann lítur fremur á guð sem andlega eigind sem hvorki verður sönnuð né afsönnuð enda beinir hann sjónum sínum fremur að hinni stuttu mannlegu tilveru andspænis langlífi guðs og engla. Þetta leiðir til þess að röksemda- færslan einkennist fremur af lík- ingum en rökfræði. Maðurinn er spegilmynd guðs. Raunar færir höfundurinn guð úr hásæti sínu niður til mannsins. Þegar hin deyjandi Sesselía leitar eftir huggun í hugmyndinni um ei- lífð sálarinnar drep- ur Aríel spurningum hennar á dreif og ræðir um að himna- ríki og veröldin séu hér og nú. Englarnir í sögu Gaarders eru svo kosmískir og af- stæðir að í augum þeirra eru fastir hlutir loft og stjörn- urnar og smástirnin leikvellir. Ævi mannsins er þeim örsmá og stutt og þegar Sesselía dregur þá ályktun af orðræðu sinni að hún sé bara hér í þetta sinn og bætir við: ,,Og ég kem aldrei aft- ur,“ svarar Aríel að bragði: ,,Þú ert í eilífðinni núna. Og hún kemur aftur um alla eilífð.“ Efasemdir læðast einnig að varðandi hugmyndir um fullkom- leika og almætti guðs. Ef guð er ekki fullkominn er auðveldara að trúa á ófullkomleika sköpunar- verksins. Aríel bendir á þá mót- sagnafullu setningu hins þríeina guðs sem birtist í Kristi á kross- inum og ávarpar sjálfan sig á dauðastundu: ,,Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ Og hann bætir við:,,Segðu það bara Sessilía! Segðu það bara aftur og aftur. Vegna þess að það er eitthvað í himingeimnum sem passar ekki. Það er eitthvað sem farið hefur úrskeiðis í teikningunni miklu.“ Það eru einmitt þessi efi, þessi lifandi, gagnrýna hugsun sem ger- ir Í spegli, í gátu að góðri skáld- sögu og áhrifameiri en ella. Jostein Gaarder er einn þekktasti rithöf- undur samtímans. Það er engin til- viljun eins og þeir vita sem lesið hafa Veröld Soffíu, Vita brevis og fleiri bækur eftir hann. Ég hygg að þessi bók sé með hans fremstu ritum Það rýrir svo heldur ekki gildi hennar að þýðing Ernu Árna- dóttur bera vott um natni, góð tök á íslensku máli og djúpan skilning og ást á efninu. Texti bókarinn er ljóðrænn og kliðmjúkur og unun að lesa. Gátan mikla BÆKUR Skáldsaga Í SPEGLI, Í GÁTU eftir Jostein Gaarder í þýðingu Ernu Árna- dóttur. Mál og menning. 2001 – 172 bls. Jostein Gaarder Skafti Þ. Halldórsson Mannkynið og munúðin – kynlífs- saga mannsins er eftir Reay Tanna- hill í þýðingu Kristins R. Ólafs- sonar. Í kynningu seg- ir: „Sagan er rakin frá upphafi til nú- tímans og er fjallað um gríska titrara, getnaðarvarnir á tímum Faraós, kyn- lífsleiðbeiningar taóista, tyrkneska geldinga og japanskar geishur. Þegar kemur fram á okkar tíma segir m. a. frá aðferð enskra kvenna til að end- urheimta meydóminn og kynlífsbylt- ingunni á 8. áratug 20. aldar.“ Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er 342 bls. Verð: 4.590 kr. Saga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.