Morgunblaðið - 14.11.2001, Síða 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Fiskleysisguðinn
er eftir Ásgeir Jak-
obsson.
Í kynningu segir
m.a.: „Um tuttugu
ára skeið gagn-
rýndi Ásgeir Jak-
obsson, rithöf-
undur, fisk-
veiðiráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar í ádeilugrein-
um sem birtust í Morgunblaðinu.
Hann taldi fiskifræðinga ekki búa yfir
nægilegri þekkingu á lífríki sjávar til
að fara í stjórnunarleik með fiskveið-
arnar. Hann benti á þá sögulegu stað-
reynd að íslensk fiskislóð þarfnaðist
jafnrar og góðrar grisjunar. Þannig
fengist af henni jafnbesti aflinn og
ekki minna en 400 þúsund tonn ár-
lega af þorski. Hafrannsókn hefði tek-
ið skakkan pól í hæðina og stjórnað
þorskstofninum í felli. Þrjátíu ára
samdráttar- og friðunarstjórn Haf-
rannsóknar hefði haft af þjóðinni ekki
minna 200 milljarða í gjaldeyr-
istekjur.“
Ásgeir Jakobsson (1919-1996)
fæddist í Bolungavík og fór ungur til
sjós. Hann var sjómaður í sextán ár
og Stýrimannaskólalærður, en fór í
land árið 1947 og gerðist bóksali á
Akureyri. Hann rak Bókabúð Rikku til
1964 en flutti þá suður til Reykjavíkur
og tók að skrifa bækur. Alls sendi
hann frá sér 21 bók á þrjátíu árum.
Útgefandi er Nýja bókafélagið. Bók-
in er 192 bls. Umsjón með útgáfunni
hafði Jakob F. Ásgeirsson. Kápu
hannaði Sigurgeir Orri. Verð: 3.480
kr.
Greinar
Hátt uppi við
Norðurbrún er
fyrsta skáldsaga
Hlínar Agnars-
dóttur. Þetta er
nútímasaga er
greinir frá þerripí-
unni Öddu Ísa-
bellu sem rekur
mínigeðdeild
uppi í rúmi í svefnherbergi sínu.
Rúmið hennar gefur vel af sér,
bæði mannauð og peninga og það-
an stjórnar hún lífi sínu og annarra.
Adda Ísabella er sérfræðingur í
sannleikanum um aðra en sjálfa
sig. Hún lætur sér fátt fyrir brjósti
brenna og meðal sérkennilegustu
verkefna sem hún tekur að sér er
að ganga með barn fyrir tvo
homma.
Útgefandi er Salka. Bókin er 306
bls., prentuð í Prentsmiðjunni
Odda. Verð: 4.280 kr.
Skáldsaga
Sendiherra á
sagnabekk,
heimsreisa við
hagsmunagæslu,
er eftir dr. Hannes
Jónsson. Í þessu
síðara bindi end-
urminninga af 35
ára starfi í utanrík-
isþjónustunni
skýrir höfundur frá kynnum sínum af
innlendum og erlendum áhrifa- og
valdamönnum, þegar hann var
ambassador hjá 18 ríkjum og 4 fjöl-
þjóða- og alþjóðastofnunum. Reifuð
er m.a. atburðarás mikilvægra al-
þjóðamála, greint er frá fyrstu op-
inberu heimsókn íslensks utanrík-
isráðherra, Einars Ágústssonar, og
síðar fyrstu heimsókn íslensks for-
sætisráðherra, Geirs Hallgrímssonar,
til Sovétríkjanna, rakið er efni bréfs H.
K. Laxness til sendiherra um 7 ára
móðgunartímabil Halldórs við Kreml-
verja vegna ritstuldar. Sagt er frá til-
raunum sendiherra til að útvega
Mirka-freigátur til landhelgisgæslu
1976 og vitneskju Kremlverja um að
engin kjarnavopn væru staðsett á Ís-
landi þrátt fyrir margendurteknar
gagnstæðar fullyrðingar kjarnorku-
andstæðinga á Vesturlöndum. Í loka-
kaflanum um starfslok er m.a. fjallað
um Evrópumarkaðsmálin og viðskiln-
aðinn við utanríkisþjónustuna eftir 35
ára farsæl embættisstörf.
Útgefandi er Muninn bókaútgáfa.
Bókin er 380 bls., með tæplega 200
myndum. Verð 3.680 kr.
Endurminningar
UNDIR miðbik 18. aldar var at-
vinnuvegum og efnahag Íslendinga
verr komið en nokkru sinni fyrr eða
síðar. Þjóðin byggði afkomu sína á
tveimur höfuðatvinnugreinum,
landbúskap og sjávarútvegi, og voru
báðir reknir með líkum hætti og
tíðkast hafði frá því á ofanverðum
miðöldum. Erfitt árferði lengst af
17. öldinni og framan af þeirri 18.,
hallæri og drepsóttir, auk óhag-
kvæmrar verslunar olli því hins veg-
ar að báðum atvinnugreinunum
hafði hnignað stórlega og ný verk-
þekking náði ekki að breiðast út.
Þegar um aldamótin 1700 var
flestum málsmetandi mönnum orðið
ljóst að við svo búið mátti ekki
standa og urðu ýmsir til að semja
allrækilegar tillögur um úrbætur.
Þær miðuðu flestar að stofnun
kaupstaða og þilskipaútgerð að er-
lendri fyrirmynd og úrbótum í
vinnslu landbúnaðarafurða, einkum
ullar, sem mikið lagðist til af á ári
hverju.
En þrátt fyrir góðan vilja og
gagnlegar tillögur
gerðist fátt í þessum
efnum fyrr en kom
fram um 1750. Þá hófst
endurreisnarskeiðið
með stofnun hluta-
félags, sem flestir
munu kannast við sem
Innréttingarnar í
Reykjavík og oftast eru
tengdar nafni Skúla
Magnússonar landfóg-
eta.
Innéttingarnar og
fyrirtæki þeim tengd
voru að forminu til í
eigu hlutafélaga og einstaklinga, en
jafnframt þáttur í almennri endur-
reisn og uppbyggingu atvinnulífs í
danska konungsríkinu á þessum
tíma og nutu rausnarlegs fjárfram-
lags konungs. Af þeim sökum hefur
mikið varðveist af skjallegum heim-
ildum og öðrum samtímaheimildum
um þessi fyrirtæki, meira en um
flest önnur, og saga þeirra hefur
löngum vakið áhuga sagnfræðinga.
Þeir hafa margir fjallað um það og
er mér nær að halda, að um fáa ein-
staka þætti íslenskrar atvinnusögu
hafi meira verið skrifað. Þar ber
fyrst að nefna ritsmíðar Jóns J. Að-
ils á öndverðri 20. öld, þá rit Þorkels
Jóhannessonar um miðja öldina, en
báðir fjölluðu þeir mest um fyrir-
tækin í tengslum við ævi og störf
Skúla fógeta. Á síðari árum hefur
Lýður Björnsson fjallað manna
mest um þessi fyrir-
tæki og ritaði meðal
annars rekstrarsögu
Innréttinganna í bók-
inni Íslands hluta-
félag, sem út kom árið
1997. Þá hafa ýmsir
nemendur í sagnfræði
við Háskóla Íslands
og fleiri fjallað um
einstaka þætti starf-
seminnar í ritgerðum
og munu flestar þeirra
enn óbirtar.
Þessi bók Hrefnu
Róbertsdóttur er nýj-
asta framlagið til rannsókna á sögu
Innréttinganna og ásamt áður-
nefndri bók Lýðs Björnssonar tví-
mælalaust hið rækilegasta. Hrefna
leggur megináherslu á rannsóknir á
stofnun, uppbyggingu og starf-
rækslu vefsmiða hér á landi á tíma-
bilinu frá því um 1750 og fram um
1770. Viðfangsefni sínu og efnistök-
um lýsir hún svo í inngangi (bls. 11–
12): „Hér verður byrjað á að varpa
ljósi á atvinnustarfsemi Innrétting-
anna í heild sem starfrækt var af
Hinu íslenska hlutafélagi. Vefsmiðj-
ur þeirra og ullarvinnsla verður sett
í samhengi við önnur viðreisnará-
form hlutafélagsins. Því næst verð-
ur vikið að þróun vefnaðarins á Ís-
landi, skoðað hvaða straumhvörf
urðu á 18. öldinni og reynt að festa
hendur á þróuninni yfir lengra tíma-
bil.“
Bókin skiptist í sex meginkafla,
sem allir skiptast í nokkra undir-
kafla. Eftir ítarlegan inngang, þar
sem höfundur ræðir viðfangsefni
sitt og fyrri rannsóknir á því, tekur
við kafli um Franz Illugason vefara.
Þá er kafli um „vefarafabrikkuna“ á
Leirá á árunum 1751–1754, því næst
um verksmiðjuna á Bessastöðum
1752–1755, um vefsmiðjuna í Aðal-
stræti í Reykjavík 1755–1770 og í
lokaorðum eru niðurstöður dregnar
saman. Þar ítrekar höfundur þá
áherslu sem hún hafði framar í rit-
inu lagt á tvíþættan tilgang verk-
smiðjanna: að þær skyldu vera þátt-
ur í allsherjarviðreisn Íslands, en
jafnframt stuðla að útbreiðslu þekk-
ingar á ullarvinnslu og iðnaði meðal
landsmanna.
Mikill og góður fengur er að
þessu riti. Það byggist á ítarlegri
rannsókn heimilda, frumheimilda
jafnt sem prentuðum ritum. Höf-
undur leiðir ýmislegt nýtt í ljós, set-
ur ýmsa þætti efnisins í nýtt og
skýrara samhengi, og endurskoðar
skoðanir og viðhorf fyrri fræði-
manna. Þá er bókin ágætlega samin
og myndefni er í senn til upplýs-
ingar og prýði. Í bókarlok eru
nokkrar þýðingarmiklar heimildir
birtar í viðaukum. Þar er einnig að
finna efnisútdrátt (summary) á
ensku og allar nauðsynlegar skrár
svo sem byrjar góðu fræðiriti.
Upphaf endurreisnar
Jón Þ. Þór
BÆKUR
Sagnfræði
LANDSINS FORBETRAN
Hrefna Róbertsdóttir. Innréttingarnar og
verkþekking í ullarvefsmiðjum átjándu
aldar.
Sagnfræðirannsóknir. Studia Historica
16. bindi. Ritstjóri Gunnar Karlsson. Há-
skólaútgáfan, Reykjavík, 2001. 280 bls.
ÁRIÐ 1928 kom út
íslensk þýðing á Germ-
aníu, hinu merka riti
rómverska sagnfræð-
ingsins Publiusar
Corneliusar Tacitusar,
sem uppi var á árunum
55–120 e. Kr. Þýðand-
inn var Páll Sveinsson
yfirkennari við
Menntaskólann í
Reykjavík og var bókin
sjötta bókin í smábóka-
flokki Þjóðvinafélags-
ins. Páll Sveinsson
(1878-1951) kenndi
lengi latínu og frönsku.
Hann samdi kennslubók í frönsku,
sem lengi var notuð og úr latínu þýddi
hann, auk Germaníu, Gallastríðin eft-
ir Cæsar, allar átta bækurnar (1933)
og skrifaði mikinn fjölda ritgerða og
smágreina. Páll Sveinsson hefur jafn-
an þótt mikill smekkmaður á mál og
eru þýðingar hans með miklum ágæt-
um. Germaníuþýðingu hans fylgdi
stuttur (12 bls.) formáli, þar sem gerð
er grein fyrir Tacitusi, skrifum hans,
samtíð og sérkennum. Í bókarlok er
eftirmáli, þar sem gerð er grein fyrir
þýðingunni.
Nú, rúmum sjötíu árum síðar, er
þessi litla bók gefin út á ný sem eitt af
Lærdómsritum Bókmenntafélagsins.
Áður hafði ritið Agricola eftir Tacitus
komið út í sama bókaflokki.
Afar lítið hefur verið hróflað við
þýðingunni, enda síst ástæða til. For-
máli Páls hefur verið felldur niður, en
í hans stað hefur Guðmundur J. Guð-
mundsson ritað inngang, mun lengri
(35 bls.). Þá er og nýr eftirmáli skrif-
aður af Vilhjálmi Árnasyni, ritstjóra
bókaflokksins.
Ekki er ástæða til að fara mörgum
orðum um þetta litla rit. Það er allt í
senn landskipunarfræði. þjóðhátta-
fræði og mannfræði eins og málin
horfðu við rómverskum sagnfræðingi
í upphafi tímatals okkar. Vitaskuld er
ritið barn síns tíma, en engu að síður
merk heimild. Tacitus þótti auk þess
mikill stílsnillingur, en stíll hans var
sérstæður og erfiður öðrum en mikl-
um latínugránum. Germanía var
skólabók í Lærðaskólanum og
Menntaskólanum um langan aldur.
Og sjálfsagt hefur Páll Sveinsson
kennt hana á sínum tíma.
Um hina nýju útgáfu er það að
segja, að inngangurinn er á marga
lund næsta fróðlegur
og um margt er þar
fjallað, sem ekki er í
formála Páls. Þó er ég
ekki alls kostar sáttur
við allt í umfjöllun Guð-
mundar. Mér þykir
hann óþarflega nei-
kvæður í garð Tacitus-
ar. Þá hefði mátt fjalla
svolítið um hann sem
rithöfund, stíl hans og
efnistök. Ástæða hefði
einnig verið til að gera
grein fyrir hinum
merka þýðanda ritsins
og þýðingu hans með
samanburði við lat-
neska textann.
Best hefði mér þótt á því fara að
láta bæði formála og eftirmála Páls
standa óbreytta.
Þýðingunni fylgdu margar skýr-
ingargreinar neðanmáls. Flestum
þeirra hefur nú verið raskað veru-
lega, fellt úr þeim, bætt inn í og um-
samdar. Vafalaust hefur útgefendum
þótt þetta nauðsynlegt. Af virðingu
við þýðandann hefði ég þó kosið að
neðanmálsgreinarnar hefðu fengið að
standa óbreyttar, en viðbætur settar
á eftir innan hornklofa. Sá háttur er
oft hafður og þykir vel á fara.
Ég sagði fyrr, að afar lítið hefði
verið hróflað við þýðingunni. Þó rakst
ég á eina breytingu, sem mér þykir
óþörf og óviðfelldin. Í 23. kafla er
„agrestia poma“ þýtt af Páli með „við-
araldin“, sem mér finnst einstaklega
fallegt orð. Því er nú breytt í „ávext-
ir“.
Að öðru leyti er þetta lærdómsrit
prýðilega útgefið eins og raunar öll
hin fyrri. Vel líkar mér að þau skuli
nú um nokkurt skeið hafa verið bund-
in í hörð spjöld.
Þess er og að minnast, að einmitt á
þessu hausti er merkur áfangi í út-
gáfu þessa góða bókaflokks. Þá eru út
komin fimmtíu rit í flokknum og hef-
ur hann því reynst öðrum lífseigari.
Germanía
BÆKUR
Sagnfræði
CORNELIUS TACITUS
GERMANÍA
Íslensk þýðing eftir Pál Sveinsson með
inngangi eftir Guðmund J. Guðmundsson.
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins,
Reykjavík 2001, 136 bls.
Sigurjón Björnsson
HEIMASTJÓRNARTÍMABILIÐ,
árin 1904–1918, markaði um margt
þáttaskil í íslenskri menningarsögu.
Eitt af því merkasta sem þá gerðist
var að á þessum árum komust Ís-
lendingar í meiri og almennari kynni
við tónlistina en áður. Ekki svo að
skilja að tónlistarflutningur, annar
en fimmundarsöngur og rímnakveð-
skapur, hafi verið óþekktur hér á
landi fyrir þennan tíma. Það var
hann vissulega ekki, en tónlistariðk-
un var á hinn bóginn að verulegu
leyti bundin við stærri kaupstaði, og
útbreiddust var hún í röðum svo-
nefndra betri borgara. Eina umtals-
verða undantekningin var kannski
Akureyri, þar sem Magnús Einars-
son organisti hafði um árabil haldið
uppi öflugu tónlistarstarfi og fór með
karlakórinn Heklu í söngför til Nor-
egs árið 1905, sem frægt er orðið.
Á fyrstu tveimur áratugum 20.
aldar varð sú breyting í þessum efn-
um, að tónlistin, eða a.m.k. ákveðnir
þættir hennar, varð almenningseign
á Íslandi. Þetta átti einkum við um
söng en á þessum árum spruttu upp
hér á landi fjölmörg söngfélög og
samtök og voru karlakórar þar að
líkindum mest áberandi. Karlakór-
inn Fóstbræður á rætur að rekja til
þeirrar vakningar, sem varð á þess-
um árum. Hann byrjaði reyndar sem
kvartett, varð síðan tvöfaldur kvart-
ett og síðan lítill kór innan KFUM í
Reykjavík. Starfaði kórinn sem hluti
af félaginu og nefndist Karlakór
KFUM allt til ársins 1936 er hann
skipti um nafn og nefndist eftir það
Fóstbræður.
Í bókinni sem hér er til umfjöll-
unar er saga kórsins rakin, allt frá
fyrstu skrefum í upphafi 20. aldar og
fram á okkar daga. Sú saga verður
ekki tíunduð hér, en hún er öll hin
fróðlegasta og merkur þáttur ís-
lenskrar menningarsögu undan-
farna níu áratugi. Fóstbræður hafa
víða farið um dagana, innanlands
sem utan, og hvarvetna staðið sig
með sóma. Páll Ásgeir Ásgeirsson
rekur sögu kórsins í máli og mynd-
um og tekst það ljómandi vel. Hann
hefur sýnilega haft mikla ánægju af
sögurituninni, segir sögu kórsins og
starfsemi hans á skemmtilegan hátt
og kryddar frásögnina nokkrum
bráðsmellnum gamansögum. Er
sumum þeirra skotið inn í meginmál
en aðrar fylgja í sérstökum kafla aft-
ast í bókinni. Fjölmargar myndir
varpa skýrara ljósi á söguna og í
bókarlok eru birtar myndir af öllum
kórfélögum, stjórnendum kórsins,
einsöngvurum og formönnum. Er
það einkar vel til fundið.
Þátttaka í kórstarfi er krefjandi
starf. Kórfélagar verða að mæta
reglulega á æfingar og gefa söng-
starfinu mikið af frístundum sínum.
Sama máli gegnir vitaskuld um
stjórnendur, ekki síst á fyrri tíð er
þeir voru að mestu ólaunaðir. Það
hefur hins vegar verið gæfa Fóst-
bræðra, að til starfa í kórnum hafa
löngum valist menn sem voru reiðu-
búnir að inna af hendi mikið og fórn-
fúst starf. Að launum hlutu þeir
gleðina eina en flestir munu hafa tal-
ið þau laun góð.
Níræður gleðigjafi
Jón Þ. Þór
BÆKUR
Sagnfræði
FÓSTBRÆÐRALAG. SAGA KARLAKÓRS-
INS FÓSTBRÆÐRA Í NÍUTÍU ÁR
eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson. Karlakórinn
Fóstbræður, Reykjavík 2001. 331 bls.,
myndir.
Karlakórinn Fóstbræður ber aldurinn vel.