Morgunblaðið - 14.11.2001, Page 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
MANNESKJAN og hennar varn-
ar- og umkomuleysi er viðfangsefni
þessa skemmtilega smásagnasafns.
Það er því vel við hæfi að bókin byrji á
sögu af Guði sem situr á himnum, tak-
andi geðþóttaákvarðanir í leiðindum
sínum, oft að óathuguðu máli, kannski
bara til að sjá hvað gerist. Og niðri á
jörðinni bröltir mannkynið við að hafa
sig í gegnum líf sem er, oftar en ekki,
ekkert andskotans líf.
Sá Guð sem birtist í bókinni hefur
svo sannarlega skapað manninn í
sinni mynd. Hann er haldinn fordóm-
um; er uppfullur af tilgangsleysistil-
finningu; er ekki í neitt sérstaklega
nánu sambandi við neinn; löngu búinn
að missa tengslin við sköpunarverk
sitt og þá ekki síður áhugann á því.
Jafnvel forvitni hans er að fjara út –
og hvað er þá eftir annað en eyðilegg-
ing? Þó opnast smáglæta hjá Guði
þegar hann í leiðindum sínum fer að
skoða jörðina og rekst á lítið sker
norður í ballarhafi þar sem búa „af-
komendur afbrotamanna og ribbalda,
sem höfðu frá örófi dregið fram lífið á
stoltinu einu saman“. Og í alskann-
anum sínum fer skaparinn að skoða
einn og einn einstakling meðal þess-
arar sérkennilegu þjóðar. Í samræmi
við það bera sögurnar allar manna-
nöfn, utan tvær sem heita einfaldlega
„Vinir“ og „Við“, og eru jafnframt
átakanlegustu sögurnar í bókinni. Í
Vinum tekur höfundur fyrir vináttuna
í allri sinni nútímamynd, þar sem fyr-
ir bí eru siðareglur og menn skirrast
ekki við að bregðast
trausti í eiginhags-
munaskyni. Í Við er
sögð saga litla drengs-
ins Starkaðar, sem býr í
heimi sem nýlega
hrundi til grunna við
skilnað foreldra hans.
Sagan er sögð frá þrem-
ur sjónarhornum,
Starkaðar, mömmu
hans og pabba, og und-
irstrikar það sam-
bandsleysi sem þau búa
við. Tilgangurinn með
því að brjóta upp fjöl-
skylduna er lesandan-
um hulin ráðgáta – og Starkaður á sér
ekki heitari ósk en að foreldrar hans
nái saman aftur. Einsemd og örygg-
isleysi foreldranna endurspeglast í
Starkaði og þráin eftir meiri nálægð
og snertingu birtist lesandanum í ör-
litlum athöfnum, eins og þeirri að
móðirin andar að sér ilminum úr
peysu hans þegar hann er hjá pabba
sínum og pabbinn, sem er í stressandi
starfi, slakar á og sofnar rólegur þeg-
ar hann hlustar á andardrátt sofandi
sonar síns. Þessi yfirlætislausa saga
er tvímælalaust með bestu smásögum
sem undirrituð hefur lesið í langan
tíma. Hún kallast á vissan hátt á við
Lilju eftir Halldór Laxness, þar sem
Starkaður gæti allt eins verið gamli
maðurinn N.N. á barnsaldri.
Aðrar sögur í bókinni eru mun tragi-
kómískari. Í þeim eiga sér stað atvik
þar sem sögupersónur virðast vægast
sagt hlægilegar, jafnvel geggjaðar, en
að baki atvikunum er þetta varnar- og
umkomuleysi sem ljær sögunum þvílíka
dýpt að hver lítil saga segir miklu stærri
sögu. Þótt lesandinn hlægi oft að þeim
skondnu atvikum sem upp koma kemst
hann ekki hjá því að
hugsa: „Aumingja bless-
uð manneskjan, hvað hún
á bágt,“ því eins og titill
bókarinnar, „Við“, bendir
til er höfundurinn að fjalla
um „okkur“. Okkur Ís-
lendinga, okkur mann-
kynið.
Það er ákaflega fjöl-
breytt gallerí af fólki
sem birtist í þessu smá-
sagnasafni og hver per-
sóna er nákvæmlega
meitluð frá höfundarins
hendi.
Hann hefur einstak-
lega glöggt auga fyrir sérkennum,
hvort heldur er perónulegum eða
samfélagslegum. Sögurnar gerast
víða um land og persónurnar eru
hreinlega brennimerktar þeim stað
sem þær búa á. Málfar þeirra og at-
ferli er dregið skýrum dráttum og af-
hjúpa andrúmsloftið á hverjum sögu-
stað, auk þess að gera persónurnar
ljóslifandi og áhugaverðar.
Bókarkápan er hins vegar ekki al-
veg nógu vel heppnuð. Vísast á hún að
vera táknræn, en er í þannig ofhlæðis-
skrípóstíl að hún verður í hrópandi
ósamræmi við innihald bókarinnar.
Það er synd, því höfundurinn er ekki
að skrifa neinar skrípasögur. Þótt
hann hafi greinilega til að bera næmt
skopskyn er það laust við allan skrípa-
leik og fíflagang. Hér er á ferðinni afar
áhugaverður höfundur sem veldur
penna sínum af nákvæmni og hæfni og
er vonandi að hans góða verk týnist
ekki í þeim markaðssetningarstórsjó-
um sem eiga eftir að ganga yfir okkur í
komandi jólabókaflóði.
Aumingja blessuð
manneskjan
Súsanna Svavarsdóttir
Björn Þorláksson
BÆKUR
Smásögur
VIÐ
Höfundur: Björn Þorláksson. Útgefandi:
Bókaútgáfan Hólar.
„UNDARLEGT er hvernig allt fer
einhvern veginn öðruvísi en maður
hefði ímyndað sér fyrirfram og enn
furðulegra hvernig fullorðnum, sem
tala við mann oft á dag, tekst að und-
irbúa stóratburði og
halda merkilegum tíð-
indum leyndum,“ hugs-
ar Marsibil Jónsdóttir
(bls. 95), tólf ára snagg-
araleg Reykjavíkur-
stelpa, í samnefndri
bók Helga Guðmunds-
sonar sem út kom á
dögunum. Hér er á
ferðinni sérstæð barna-
bók eins og sjá má af
undirtitlinum „skáld-
saga um gott fólk og
óvenjulegt“. Í bókinni
er fjallað um sundur-
leitustu efni eins og
skilnað foreldra, kyn-
ferðislega áreitni, kvótabrask, guð á
himnum, búðaþjófnað og byggða-
stefnu svo eitthvað sé nefnt.
Íslenskum barnabókum hefur vaxið
fiskur um hrygg á síðustu árum. Sem
dæmi um gleðileg tíðindi í þessum
geira nægir að nefna framgang barna-
bókar Andra Snæs Magnasonar, Bláa
hnattarins, sem hlaut íslensku bók-
menntaverðlaunin 1999, og hinn frá-
bæra Blíðfinn Þorvalds Þorsteinsson-
ar. Báðar þessar bækur eru tímalaus
ævintýri og fjalla um furður framandi
veraldar með skýrum og fallegum boð-
skap. Sagan um Marsibil gerist hins
vegar í bláköldum raunveruleika sam-
tímans – en kannski má segja að lifn-
aðarhættir á landsbyggðinni séu borg-
arbörnum ókunnur heimur. Í sögunni
takast á mismunandi viðhorf barna og
fullorðinna til lífsins og stillt er upp
ólíkum aðstæðum borgarbarnanna
Marsibil og Dóra sem bæði alast upp
hjá einstæðum foreldrum. Í lífi allra
persónanna verða mikil umskipti og í
sögulok sér Marsibil margt úr heimi
fullorðinna frá nýjum sjónarhól: „Ég
undraðist hvernig fullorðna fólkið get-
ur verið vont hvert við annað. Sama
fólkið, sem er alltaf gott við mig og er
náskylt mér, hafði reynt að pretta
hvert annað með blekkingum og lyg-
um“ (143).
Marsibil er fullorðinslegur sögu-
maður en hún skilur ekki alveg alla
leyndardóma fullorðna fólksins. At-
burðir sumarsins varpa ljósi á þá mik-
ilvægustu, s.s. ástæðuna fyrir slæmu
samkomulagi foreldra hennar. Pabb-
inn er hlýr, traustur og
skilningsríkur en mamm-
an kemur ekkert við sögu
– hennar hlið á málum er
aldrei skýrð. Persónurn-
ar eru lifandi og
skemmtilegar, séra Björn
er t.d. sérlega geðugur og
trúverðugur sem breysk-
ur prestur og amman er
mikil kvenhetja sem ein-
hverjir dularfullir kraftar
og mikil völd fylgja. Aft-
ast í bókinni er Orðabók
ömmu en hún inniheldur
útskýringar á orðum
sem bæði sögumaðurinn
og amman nota og
hljóma annarlega í eyrum ungu kyn-
slóðarinnar, t.d. mörflot, aukreitis og
uppgangspláss. Í hvert sinn sem sér-
kennilegt orð kemur fyrir birtist tákn-
ið § og vísar til skýringa í Orðabókinni.
Þetta er sniðug hugmynd að mörgu
leyti en minnir svolítið á kennslubók í
móðurmáli. Eru barnabækur kannski
alltaf kennslubækur öðrum þræði?
Samskipti barna og sérviturrar
ömmu/afa í sveitinni hafa verið algengt
þema í íslenskum barnabókum frá önd-
verðu en sagan um Marsibil er óvenju-
leg að mörgu leyti. Vandamálin í sög-
unni snúast mest um fullorðna fólkið
og allt vesenið sem þeim fylgir. Veru-
leikinn er hvorki fegraður né öll vanda-
málin leyst heldur er talað við lesendur
eins og viti bornar manneskjur sem
þola að heyra sannleikann. Það passar
því illa að á bókarkápunni sjást þau
Marsibil og Dóri, annarlega máluð og
fullorðinsleg börn, en lesandinn lítur
niður til þeirra.
Um gott fólk
og óvenjulegt
BÆKUR
Skáldsaga
MARSIBIL
Helgi Guðmundsson. Mál og menning,
2001.
Steinunn Inga Óttarsdóttir
Helgi Guðmundsson
LAKKRÍSGERÐIN eftir Óskar
Árna er áttunda ljóðabók hans. Und-
irtitill hennar, „Smáprósar“, gefur til
kynna að hér sé um prósaljóð að ræða.
Ljóðin eru 49 talsins og er þeim skipt
niður í þrjá hluta. Lakkrísgerðin er efn-
ismikil og prósaljóðin eru fjölbreytt,
bæði hvað varðar innihald og lengd.
Stystu ljóðin eru örstutt, aðeins ein til
tvær línur en lokaljóðið er lengst, rúm-
lega fjórar síður. Óskar Árni hefur gert
tilraunir í fyrri bókum sínum með
knappt ljóðform, hann hefur bæði þýtt
og frumort hækur á íslensku. Í síðustu
bók hans Myrkrið í kringum ljósa-
staurana er að finna nokkur prósaljóð.
Í Lakkrísgerðinni má sjá tilhneigingu
til lengri frásagnarljóða sem lýsa atvik-
um og nálgast meir smásagnaform en
prósaljóð.
Það er spurning hvort þessi viðleitni
Óskars til að draga upp nákvæmar
hversdagsmyndir bendi fram til að
hann snúi sér að lengri prósa eins og
sum ljóðskáld hafa gert eða hvort hér
sé aðeins um tilraunastarfsemi ljóð-
skálds að ræða sem vill spreyta sig á
hinum ýmsu formum. Hver sem þróun-
in verður er Lakkrísgerðin skemmti-
lega fjölbreytt bók og í því liggur styrk-
ur hennar.
Óskari Árna tekst oft vel upp þegar
hann nær að hefja hversdagsleg atvik
upp yfir hið daglega amstur með hnit-
miðaðri ljóðrænni mynd. Sem dæmi
má taka prósaljóð sem nefnist „Bíó“.
Þar er lýst bíósýningu fyrir krakka ut-
anhúss á haustkvöldi: „Við sátum límd
við kassana þangað til stafirnir THE
END birtust á húsveggnum í sama
mund og tunglið kom siglandi undan
skýjabakka og kveikti ljós á himnum.“
Yrkisefnin eru margvísleg og ljóðin eru
sviðsett jöfnum höndum í höfuðstaðn-
um og úti á landsbyggðinni. Oft er lýst
ferðalögum á skemmtileg-
an hátt. Eitt af því sem
einkennir Lakkrísgerðina
er leikni skáldsins að
skapa dularfulla stemmn-
ingu í ljóðunum. Gott
dæmi um slíkt eru ljóðin
„Orkneyjar“ og „Austur-
leið“. Þau eiga það sam-
eiginlegt að dularfull rödd
ávarpar „þig“ ljóðanna og
sér fyrir framtíðina. Síðar-
nefnda ljóðið lýsir ferða-
lagi manns austur á land.
Hann hefur ákveðið að
hefja nýtt líf fyrir austan.
Hið dularfulla „ég“ af-
hjúpar líf „þitt“ og lýsir í lokin jarðarför
„þinni“: „Þótt það kunni að koma þér á
óvart verður þú jarðsettur í Fáskrúðs-
firði.
Kona í síðri kápu stendur yfir gröf
þinni og horfir til hafs.“ Frásagnar-
tækni og það hvað litlar upplýsingar
eru látnar í té gerir það að verkum að
margar spurningar vakna í huga les-
andans sem er neyddur til að yrkja í
eyðurnar. Slík ljóð eru eftirminnileg og
áleitin að lestri loknum.
Í mörgum fleiri ljóðum má greina
vissa dulúð. Þannig blær er í ljóðinu
„Fyrsti snjór“ þar sem dularfull blá-
klædd nunna birtist með gítar á bakinu
í þorpi á Austurlandi. Í nokkrum ljóð-
um er lýst innlifunarhæfni höfundar og
sterku ímyndunarafli sem oft er tengt
bernskuminningum. Þetta á við t.d. um
ljóðið „Bókasafnið“ þar sem bestu kost-
ir Óskars fá að njóta sín til fulls. Ungur
drengur er á leið á bókasafnið um
kvöld, fullur eftirvæntingar og því er
lýst á þennan snilldarlega hátt: „Öll
borgin andaði og honum fannst þúsund
varir hvísla í myrkrinu. Og þarna beið
bókasafnið eins og uppljómuð geimstöð
tilbúin að flytja hann til annarra
hnatta.“ Styrkur Óskars Árna sem
skálds virðist mér liggja einna helst í
ljóðrænni innlifun – hann er fær um að
draga upp mjög knappar ljóðrænar
myndir og þá hygg ég að glíman við
hækurnar japönsku hafi
reynst honum heilla-
drjúg æfing. Smáljóð
eins og „Eyðibærinn“ og
„Tilfærslur“ (undirtitill
„Hugsað til Sigfúsar
Daðasonar“) eru hvort
um sig ljóðrænar smá-
perlur.
Önnur hlið bókarinn-
ar eru frásagnarljóðin
sem eru að jafnaði
heldur lengri og lýsa
ýmsum atvikum. Spar-
lega er farið með
myndmál í mörgum
þessara ljóða sem
mörg hver nálgast form smásögunn-
ar. Oft er góðlátleg gamansemi ein-
kenni þessara smáprósa. Það á við
um ljóðið „Sendiferð“ þar sem ljóð-
mælandi fer í afdrifaríka sendiferð
fyrir gamlan skólabróður með þeim
afleiðingum að hann eignast konu og
tvö börn í kaupbæti! Víða vísar Óskar
Árni til skálda í ljóðum sínum. Loka-
ljóð Lakkrísgerðarinnar „Regnhlíf
og piparmyntur“ er í raun nokkurs
konar „skáldatal“ þar sem höfundur
lýsir samskiptum sínum við ýmis
skáld, bæði lífs og liðin. Kímnigáfa og
frásagnargleði einkenna þetta prósa-
ljóð sem eins og áður segir stendur
býsna nærri lausu máli. Í lengri
hversdagsprósunum fer minna fyrir
hinum ljóðræna þætti og þeim hættir
til að verða dálítið flatir þrátt fyrir
ágæt skopleg tilþrif víða, t.d. í
„Brjóstamjólk og vínarbrauð“ ná þeir
ekki alltaf að lifna fullkomlega til lífs.
Heildarsvipur Lakkrísgerðarinnar
er mjög góður. Hér er á ferðinni
vönduð bók og mjög fjölbreytt á allan
hátt. Óskar Árni sýnir víða mikil
skáldleg tilþrif í knöppu ljóðformi.
Einnig lætur honum vel að skapa dul-
arfullt andrúmsloft í ljóðum sínum og
þá margræðni sem einkennir þéttan
ljóðrænan texta.
Stutt og löng prósaljóð
BÆKUR
Ljóðabók
LAKKRÍSGERÐIN
Óskar Árni Óskarsson: Bjartur, 2001.
Guðbjörn Sigurmundsson
Óskar Árni Óskarsson