Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 34
DANSHÖFUNDINN og dansar- ann Láru Stefánsdóttur þarf ekki að kynna fyrir íslensku dansáhuga- fólki. Lára hefur um árabil verið einn afkastamesti danshöfundur hérlendis auk þess sem hún hefur verið dansari hjá Íslenska dans- flokknum í rúm tuttugu ár. Það er verulega ánægjulegt að dansleikúsið Pars Pro Toto hafi tekið til starfa á jafn kraftmikinn hátt og raun ber vitni og sýningar þess eru nauðsynleg viðbót í flóru dansins hér á landi. Áhuginn á sýn- ingunni var greinilega mikill og fylltu áhorfendur nánast stóra sal Þjóðleikhússins. Framtakið ber að virða og vonandi að það hvetji fleiri danshöfunda til að gera slíkt hið sama oftar. Verkið Langbrók var fyrst á dag- skránni en það var frumflutt á sóló- danshátíð, KIT, í Kaupmannahöfn árið 1999 og stuttu síðar í Íslensku óperunni á Menningarnótt í Reykjavík sama ár. Það er byggt á sögu Hallgerðar Langbrókar úr Njálu. Verkið er dansað af Láru en Guðni Franzson tónlistarmaður tekur virkan þátt í því, bæði með hljóðfæraleik og dansi. Það er snið- ugt að flétta saman svo ólíkum flytjendum í einu verki og samspil Láru og Guðna var oft á tíðum mjög gott og gaf verkinu nýja vídd. Lára dansaði hlutverk sitt af mikl- um krafti, öryggi og útgeislun. Búningur hennar var sérstaklega vel heppnaður og langar ljósar fléttur gáfu hreyfingum hennar skemmtilega viðbót og undirstrik- uðu hvaða persónu hún túlkaði. Það er hins vegar erfitt og mikil áskorun að fanga athygli áhorfenda í hálfrar klukkustundar sólóverki. (Guðni kom þarna við sögu en mest mæðir á Láru svo að mínu mati má kalla þetta sólóverk.) Framan af tókst það vel en þegar á leið bar á endurtekningum. Undir lok verks- ins afklæddist Lára jafnframt kjólnum sem hún var í. Hún stóð nakin á sviðinu, með bakið í áhorf- endur, og dansaði þannig til enda verksins. Nekt hefur lengi verið notuð í nútímadansi og hneykslaði áhorfendur mjög þegar hún var fyrst notuð. Síðar komst nekt í tísku og var mikið notuð. Eftir það tímabil hafa danshöfundar notað hana af og til. Af þeim sökum er nekt ákaflega vandmeðfarin í dansi. Hún hneykslar ekki lengur og tími nektar fyrir nektar sakir er liðinn. Persónulega fannst mér sá kafli þar sem Lára dansar nakin of langur því þegar hún fer úr kjólnum í upp- hafi hefur það áhrif en langur dans á gólfinu missir marks. Það náði a.m.k. ekki til mín. Verkið varð því nokkuð langdregið undir lokin. Tónlist Guðna Franzsonar var góð og undirstrikaði grundvallaratriði dansverksins: persónuleika Hall- gerðar. Að loknu hléi þar sem Rússíban- ar léku fjörug lög hófst verkið Elsa. Það er samið á þessu ári og hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri dans- höfundasamkeppni í Finnlandi í júní sl. Öflug og hrífandi tónlist Pan Sonic og kraftmikill og vel út- færður dans Hlínar Diego Hjálm- arsdóttur og Guðmundar Elíasar Knudsen fönguðu athyglina frá upphafi til enda. Lára blómstraði sem danshöfundur og í verkinu má sjá mörg ný spor og hugmyndir sem hún hefur ekki notað áður. Það sýnir að hún er enn að þroskast sem danshöfundur. Það er augljóst að Lára hefur unnið náið með döns- urunum við gerð verksins og lagt í það mikla vinnu. Samdans Hlínar og Guðmundar var til mikillar fyr- irmyndar. Verkið krefst mikils af þeim en þau standast fyllilega þær kröfur. Hlín og Guðmundur standa sig bæði frábærlega og taka greini- lega stöðugum framförum, en Hlín er orðin einn eftirtektarverðasti dansari sem sést hefur til hérlendis á síðustu árum. Skemmtilegt og kraftmikið verk sem kemur með nýja strauma frá Láru Stefánsdótt- ur. Lady Fish and Chips lokaði dag- skránni en verkið var frumsýnt í fyrra á Álandseyjum og síðar í Færeyjum. Það er óður til íslensku fjallkonunnar og sýnir hana sem óspillt náttúrubarn í upphafi en síð- an verður hún villtari eftir því sem einangrun landsins rofnar. Þarna var á ferðinni verk með svipaða uppbyggingu og Langbrók. Lára dansar burðarhlutverkið en Guðni er til stuðnings á sviðinu, hann bæði leikur á hljóðfæri, syng- ur og hreyfir sig. Formið er ágætt og samspil þeirra tveggja gott. Flutningur á hljóðritun frá tónleik- um Jónasar Árnasonar og Kelta þar sem þeir flytja kvæðið „Lady Fish and Chips“ við gamalt stríðs- áralag var mjög skemmtilegur og sama er að segja um tónlist Guðna. Hins vegar höfðaði dansinn í þessu verki ekki til mín. Það var eins og lítið hefði verið unnið úr hreyfing- unum. Stíllinn breytist um miðbik verksins og tekur þá við nokkurs konar táknmálsdans þar sem Lára situr á stól. Þetta er einfalt form sem sést hefur oft áður. Mér fannst ekki mikið til þessa stíls koma og hef séð Láru Stefánsdóttur gera marga betri hluti. En áhorfendur virtust hrifnir og klöppuðu verkinu hressilega lof í lófa að því loknu. Þannig er það alltaf á danssýn- ingum þegar boðið er upp á fleiri en eitt verk. Menn kunna að meta mismunandi hluti og hver á sitt uppáhaldsverk að loknu kvöldinu. Á heildina litið bauð Pars Pro Toto upp á skemmtilega kvöldstund þar sem dansinn fékk að njóta sín á stóru sviði að viðstöddum mörgum áhorfendum. Öll umgjörð sýning- arinnar var til mikillar fyrirmynd- ar. Tónlistin var mjög skemmtileg, búningar vel unnir og fallegir, leik- mynd einföld en góð og lýsingin vel útfærð, sérstaklega í Elsu. Lára og Guðni stóðu sig vel í sínum hlut- verkum og einnig Hlín og Guð- mundur. Kaflar í Langbrók og Lady Fish and Chips voru ómark- vissir og langdregnir. Enda gerir sólódans miklar kröfur til dansara og danshöfundar. Það sýnir nokk- urt hugrekki að stilla upp tveimur sólóverkum á efnisskránni. Hefðu þau verið styttri eða sýningin í heild fjölbreyttari hefðu kröfur mínar ef til vill verið minni. LISTDANS Þ j ó ð l e i k h ú s i ð Þrjú dansverk eftir Láru Stefánsdóttur á stóra sviði Þjóðleikhússins. Langbrók. Tónlist: Guðni Franzson. Leik- mynd: Ragnhildur Stefánsdóttir. Flytjendur: Lára Stefánsdóttir, Guðni Franzson. Elsa. Tónlist: Pan Sonic. Flytjendur: Hlín Diego Hjálmarsdóttir, Guðmundur Elías Knudsen. Lady Fish and Chips. Tónlist: Guðni Franzson. Flytjendur: Lára Stefánsdóttir, Guðni Franzson, Jónas Árnason og Keltar. Hljóð: Páll S. Guðmundsson. Lýs- ing: Páll Ragnarsson. Búningar: Elín Edda Árnadóttir. Sýning- arstjóri: Kristín Hauksdóttir. Þriðjudagur 13. nóvember 2001. PARS PRO TOTO Gamalt og nýtt frá Láru Morgunblaðið/Kristinn „Á heildina litið bauð Pars Pro Toto upp á skemmtilega kvöldstund þar sem dansinn fékk að njóta sín á stóru sviði að viðstöddum mörgum áhorfendum,“ segir meðal annars í umsögn Rögnu Söru Jónsdóttur. Ragna Sara Jónsdótt ir Morgunblaðið/Þorkell Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson verða í Salnum í kvöld. LANGT er síðan Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hafa haldið stóra opinbera tónleika. Þau hafa verið í önnum við annað, – meðal annars að gefa út plötur með tónlist sinni. Reynd- ar héldu þau stofutónleika á heimili sínu á Menningarnótt í ágúst, en þar komust færri að en vildu. En nú verður gerð brag- arbót, því þau hjónin koma fram á tón- leikum í Salnum í kvöld kl. 20. Með þeim leika félagar þeirra til margra ára; Gunn- ar Gunnarsson píanóleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Pétur Grét- arsson sem leikur á trommur og slagverk, auk þess sem Kristinn Árnason gítarleikari verður sérstakur gestur þeirra á tónleik- unum. Þægilegra að halda tónleika en að kaupa stærra hús En hvers vegna lætur svona dugmikið tónlistarfólk fimm ár líða á milli tónleika? „Við höfum ætlað að halda tónleika af þessu tagi í mörg ár,“ segir Aðalsteinn Ás- berg, „en höfum hreinlega ekki haft tíma til þess. Svo gerðist það í sumar, þegar við vorum að undirbúa upptökur á nýrri plötu, að við ákváðum að fresta því verki svolítið. Við sögðum þá við okkur, að við myndum þá að minnsta kosti halda stóru tónleikana sem við höfum ætlað að halda í mörg ár.“ Og Anna Pálína bætir við: „Þegar við héld- um stofutónleikana heima hjá okkur á Menningarnótt, þá kom svo rosalega margt fólk, að við urðum að loka á marga sem gjarnan vildu komast inn. Okkur fannst eiginlega okkur bera skylda til að halda tónleika í stærra plássi en heima hjá okkur, fyrir þá sem stóðu úti. Þegar við vorum búin að bera út öll stofuhúsgögnin okkar og setja inn klappstóla, þá tróðum við inn um 75 manns í þrígang, – en það voru miklu fleiri sem komust ekki að.“ Skammlaus gömul kona í leðurstígvélum drekkur púrtvín Á tónleikunum í kvöld verða þau Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg með blandað efni, – bæði lög af eldri plötum, lög eftir Aðalstein Ásberg, og svo efni af plötunni sem þau eru að vinna að en kemur ekki út fyrr en á næsta ári. En hvers konar tónlist er þar? „Þetta er efni sem hefur dottið út af borðinu hjá okkur í gegnum árin,“ segir Anna Pálína, „en samt lög sem okkur þyk- ir mjög vænt um og viljum gjarnan koma frá okkur. Við ætlum að fara svolítið aðra leið en áður. Við höfum alltaf verið með píanó, trommur og bassa, en nú ætlum bara að hafa gítar og bassa í grunninn, en bæta við öðrum skrýtnum og skemmti- legum hljóðfærum, eins og sekkjapípu eða klarinettu, þannig að við kryddum þetta dálítið öðru vísi. Samt er þetta alltaf vísna- tónlist, textar, sögur og myndir sem við viljum koma á framfæri.“ Aðalsteinn Ás- berg segir að þau séu líka að hverfa svolít- ið til baka, því nýja efnið sé talsvert skylt því sem þau voru að gera árið 1992. „Þarna eru líka lög sem Anna Pálína hefur suðað í mér lengi að semja íslenskan texta við. Það sem er þekktast af þeim lögum er lag sem við köllum Aðeins í vísnasöng, en heitir á Finnlands-sænsku Har du visor min ven, sjunga nu, – eða kunnirðu söng, syngd’ann þá,“ segir Anna Pálína. „Það þekkja margir þetta lag, – textinn fjallar um það að maður eigi að lifa fyrir líðandi stund og ekki að slá hlutum á frest. Þetta er ein af þessum perlum sem sungnar eru á Norðurlöndunum þegar fólk kemur sam- an. Við erum líka með lag sem ég hef haldið mikið upp á; – lagið um skamm- lausu gömlu konuna. Aðalsteinn þýddi textann fyrir mig, og þar er sungið um óforskömmuðu gömlu konuna sem gengur í endurnýjun lífdaga þegar hún er laus við karlinn og börnin og getur farið að klæða sig í há leðurstígvél, drekka púrtvín og njóta lífsins.“ Þarf innri frið til að njóta Anna Pálína segir að vísnatónlistin sé sú tónlist sem hafi alltaf hrifið hana, og að sér hafi alltaf þótt leiðinlegt að hlusta á tónlist sem ekki hafi góða texta. „Þetta eru bara örlög mín, – eins og örið á Harry Potter, – maður festist bara í þessu. En kannski er vísnatónlistin ekki vinsæl vegna þess að hún er ekki arðbær. Hún er þannig að hún er best heima í stofu eða þar sem maður nær nánu sambandi við hlustand- ann. Það þarf kyrrð og innri frið til að njóta hennar. Maður heldur ekki 5.000 manna tónleika í Laugardalshöll með vísnatónlist.“ Aðalsteinn Ásberg tekur undir þetta og segist ekki vita hvers vegna þeir séu ekki fleiri sem leggja stund á tón- list af þessu tagi. „Þetta er mjög norræn hefð og við erum svolítið einangruð með þetta hér á Íslandi. Noregur, Danmörk og Svíþjóð eru eiginlega eitt málsvæði, og þess vegna þrífast þar stærri hópar áheyr- enda.“ Anna Pálína tekur undir þetta og segir að á Norðurlöndunum sé vísna- tónlistin leiðandi afl. „Við vorum í Svíþjóð um daginn, og þar sá ég þátt um söng- konu, sem var mjög fín og með góða texta. Í lok þáttarins sá ég að þetta var stelpan sem sigraði Selmu í Evróvisjón! En svona var hún í raunveruleikanum, – fínn og metnaðarfullur tónlistarmaður að syngja góða texta. Ef maður skoðar tónlist- arsviðið á Norðurlöndunum, – sérstaklega í Svíþjóð og Noregi, þá sér maður að vísnasöngshefðin er sterk, og grunnur að mörgu öðru sem tónlistarfólk tekur sér fyrir hendur.“ Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg í Salnum „Kunnirðu söng, syngd’ann þá“ LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.