Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isBirgir Leifur byrjar vel á Spáni/B3 Bad Schwartau vill Ólaf Stefánsson aftur/B1 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM EKKERT miðaði í samkomulags- átt á fundi samninganefnda tónlist- arskólakennara og launanefndar sveitarfélaga í húsakynnum Ríkis- sáttasemjara í gær að sögn Sigrún- ar Grendal Jóhannesdóttur, for- manns Félags tónlistarskólakenn- ara. Verkfall tónlistarskólakennara hefur nú staðið á fjórðu viku eða frá 22. október sl. en það nær til um 620 tónlistarskólakennara víða um land sem eru félagar í Félagi tónlistarskólakennara (FT) og í Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH). Fulltrúar FT og FÍH afhentu fulltrúum bæjarstjórnar Seltjarn- arness áskorun félagsmanna í gær- dag þar sem segir m.a. að stuðla þurfi að því að samið verði hið fyrsta við tónlistarskólakennara og þeim tryggð „sambærileg laun og öðrum kennurum“, eins og segir í áskoruninni. Fleiri áskoranir Segir Sigrún að áður hafi fulltrú- ar FT og FÍH afhent sams konar áskorun bæjarstjórnum Kópavogs og Hafnarfjarðar og á morgun standi til að afhenda bæjarstjórn Garðabæjar aðra eins áskorun. Kjaradeila tónlistarskólakennara Ekkert miðar í samkomulagsátt Morgunblaðið/Árni Sæberg Fulltrúar tónlistarkennara afhentu bæjarfulltrúum á Seltjarnarnesi mótmælaskjal fyrir bæjarstjórnarfund. RAFMAGNSTRUFLUNUM vegna sjávarseltu á Vesturlandi linnti í gær og segir Björn Sverrisson, umdæm- isstjóri RARIK á Vesturlandi, að seltan hafi verið á hröðu undanhaldi í gær og þar hafi rigningin hjálpað mikið til. Í gærmorgun urðu smá- vægilegar bilanir í Kjós og einn not- andi í Staðarsveit tilkynnti bilun, en að öðru leyti virðast bilanirnar yfir- staðnar. Björn segir ekki ljóst ennþá hversu umfangsmiklar skemmdirnar eru. Verið er að fara yfir kerfið og rann- saka skemmdirnar á Vatnshömrum sem urðu vegna yfirskots á elding- arvara sem splundraðist. Þá hafa þeir notendur sem urðu fyrir tjóni verið að kalla til sín rafverktaka og segir Björn að tekin verði saman skýrsla um öll tilvikin. „Þetta er í vinnslu og við erum bara að reyna að ná áttum núna.“ Selta greindist norður í Bárðardal Ástæða þess að svo mikil selta sett- ist m.a. utan á raflínur og spennivirki er mikið særok sem fylgdi óvenju hvassri suðvestanátt á laugardag. Vindurinn rífur upp stórar öldur úti á rúmsjó og þá verður til sjávarlöður sem blandast lofti og getur særokið náð upp í 300 til 500 metra hæð. Í þessu tilviki virðist það hafa borist hærra, samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar, en tilkynnt var um seltu allt norður í Bárðardal. Að sögn Boga Þórs Jónssonar, háloftafræðings hjá Veðurstofunni, er um litlar agnir að ræða sem geta borist mjög langt í há- loftunum. Bogi segir að verulega þurfi að hvessa til þess að særokið verði svo mikið sem raun bar vitni, en særok er algengara en menn taka yfirleitt eft- ir. Nokkuð langt er síðan jafn hvöss vestanátt gekk yfir vestanvert landið og á sjónum, þar sem særokið verður til, var vindhraði um 25 til 30 metrar á sekúndu og eitt skip tilkynnti vind- hraða upp á 35 metra á sekúndu. Við slíkar aðstæður getur talsverð sjáv- arselta fokið á land. Rafmagnstruflunum linnir á Vesturlandi ÞRIGGJA daga allsherjarverkfalli sjúkraliða hjá Sjúkraliðafélagi Ís- lands lauk á miðnætti og snúa því sjúkraliðar aftur til vinnu í dag. Náði verkfallið til um 1.200 sjúkra- liða hjá ríkisstofnunum, sjálfseign- arstofnunum og sveitarfélögum víða um land. Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum sjúkraliða við samninganefnd rík- isins síðustu daga en á þriðjudag var fundi deilenda í húsakynnum ríkissáttasemjara frestað til kl. 14 í dag. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, segir að viðræðurnar strandi á launalið samningsins en sjúkraliðar hafa gert þá kröfu að byrjunarlaun hækki úr um 89 þúsund kr. á mán- uði í um 150 þúsund kr. við lok samningstímans árið 2004. Hún kveðst hvorki bjartsýn né svartsýn á að skriður komist á viðræðurnar í dag. Auk þess sem sjúkraliðar munu hitta samninganefnd ríkisins í dag munu forsvarsmenn sjúkraliða hitta heilbrigðis- og trygginganefnd Al- þingis fyrir hádegi þar sem áhrif verkfalls sjúkraliða verða m.a. rædd. „Við munum hlusta á sjúkra- liðana en ekki taka afstöðu til krafna þeirra í kjaradeilunni,“ segir Jónína Bjartmarz, formaður heil- brigðis- og trygginganefndar, m.a. í samtali við Morgunblaðið. Þriggja daga verkfall sjúkraliða, sem lauk á miðnætti, hefur haft áhrif á starfsemi og þjónustu heil- brigðisstofnana víða um land. Þurfti m.a. að loka átta deildum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og skerða þjónustu á ýmsum öðrum deildum. Undanþágunefnd Sjúkra- liðafélagsins hefur veitt undanþág- ur til einstakra stofnana frá vakt til vaktar, þannig að hægt væri að sinna lágmarksþjónustu, en einung- is þrjár stofnanir hafa starfað sam- kvæmt svokölluðum öryggislistum sem sjúkraliðar og viðkomandi stofnanir hafa komið sér saman um. Þær stofnanir eru Landspítalinn – háskólasjúkrahús, öldrunarheimilið Garðvangur í Garði og hjúkrunar- og dvalarheimilið Grund. Hjá Heilsugæslunni í Reykjavík fengust þær upplýsingar að verkfall sjúkraliða hefði raskað verulega heimahjúkrun nærri 1.500 skjól- stæðinga Heilsugæslunnar í Reykjavík og Kópavogi. Flestir þessara skjólstæðinga eru aldraðir eða fatlaðir sem margir hverjir þurfa á daglegri umönnun að halda, til dæmis við að komast á fætur og/ eða fara í bað. Sjúkraliðar snúa til vinnu í dag að loknu verkfalli Verkfallið bitnaði á nærri 1.500 skjólstæðingum Heilsugæslunnar HANNES Hlífar Stefánsson hélt áfram sigurgöngu sinni á Evrópumótinu í skák í gær þegar hann vann albanska stór- meistarann Dervishi. Hannes Hlífar hefur þar með hlotið 5,5 vinninga í 8 skákum. Jón Viktor Gunnarsson og Stefán Krist- jánsson unnu einnig sínar skák- ir gegn Albönum en Bragi Þor- finnsson tapaði. Karlarnir sigr- uðu því Albana 3–1. Kvennasveitin tapaði hins vegar gegn liði Ítala 0,5–1,5. Vegna góðrar frammistöðu sinnar á Harpa Ingólfsdóttir eigi að síður möguleika á al- þjóðlegum áfanga kvenna sigri hún í síðustu umferðinni sem fram fer á morgun. Níunda og síðasta umferð verður tefld í dag. Skáklands- liðið vann Albaníu VEÐURSTOFA Íslands spáir allt að átján stiga hita á Norðurlandi í dag en í gær fór hitinn hæst í um sextán stig á Austfjörðum. Fara þurfti mjög sunnarlega í álfuna til þess að komast í svipuð hlýindi. Í Kaupmannahöfn fór hit- inn hæst í fjögur stig, þrjú stig í Ósló og hann var um frostmark í Stokkhólmi. Í Róm var mesti hiti svipaður og á Eskifirði og litlu meiri eða átján stig á Malaga syðst á Spáni. Hrafn Guðmundsson, veð- urfræðingur á Veðurstofunni, segir að hlýindi á þessum árstíma séu ekki einsdæmi þótt vissulega sé óvanalegt að spá átján stiga hita um miðjan nóvember en hita- metið í nóvember sé þó vænt- anlega yfir tuttugu stigum. Hrafn segir að eiginlega megi lýsa ástandinu sem svo að hlýtt loft „pompi“ niður fyrir norðan og austan: „Loftið yfir landinu kem- ur af suðlægum breiddargráðum og í meira en eins kílómetra hæð er það mjög hlýtt og þegar það sígur niður hlémegin við hálendið hækkar hitinn mikið. Vest- anmegin við hálendið var loftið ekki nema sex til átta gráður þannig að þessi miklu hlýindi eru reyndar mjög staðbundin.“ Það verða áfram hlýindi þótt hitinn nái væntanlega hámarki síðdegis á morgun. Áfram verða suðlægar og suðvestlægar áttir og fremur milt veður eða fimm til tíu stiga hiti. Hitabylgju spáð á Norðurlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.