Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 47 Við eigum afmæli í dag... á Laugaveginum i dömudeild: Allar Diesel gallabuxur 10% afsl. Mia ullarkápur 15% afsl. Laura Aime skyrtur 20% afsl. Kookai 10% afsl. Jakkaföt: Jakkar 6.990 Buxur 2.990 2. hæð DKNY 15% afsl. GERARD DAREL 15% afsl. Fríar veitingar í cafe 17 eva tökum vel á móti þér... CUSTO 10% afsl. BZR 10% afsl. SPENNANDI TILBOÐ Á NÝJUM VÖRUM 17 jeans Bolir 990 Rúllukragapeysur 2.990 skór 3.990 Af því tilefni bjóðum við upp á ýmiss spennandi tilboð í öllum deildum. auk fjölda annarra tilboða... Stendur yfir frá fimmtudegi til laugardags Nýtt kortatímabil Laugavegi 91 S: 511 1717 Laugavegi 91 562 0625 herradeild: Allar Diesel gallabuxur 10% afsl. Parks ullarfrakkar 15% afsl. Paeks skyrtur 15% afsl. 4-you vörur 15% afsl. skódeild: Bronx mokkasíur 7.990 nú 2.990 Shoebiz skór/stígvél 30% afsl. Billi Bi stígvél 17.990 nú 13.990 Billi Bi skór 8.990 nú 4.990 www.sautjan.is UNDANFARIN tólf ár hef ég sinnt lestrar- og ritunarkennslu full- orðinna einstaklinga. Á hverri skólaönn sækja 10-14 nemendur per- sónulega kennslutíma til mín þar sem lestrar- og ritunarerfiðleikar þeirra eru verulegir. Sumir koma nær ólæsir en aðrir eru eilítið bet- ur settir. Rétt er að taka fram að kennslan hefur lítið sem ekkert verið auglýst. Starfið er tvíþætt þar sem annar þáttur þess felur í sér viðtöl við ein- staklinga, sem ekki endilega óska eftir kennslu. Oftast vilja þeir fá lestrar- og ritunarstöðu sína metna í viðtalinu og óska eftir því að ræða um misbresti skólagöngu sinnar, meðal annars varðandi lestrarnám. Oft hef- ur það komið fram í viðtölunum að slæm lestrar- og ritunarstaða við- komandi hafi valdið honum gífurlegu álagi og óöryggi auk annarra óþæg- inda. Um 35-40 manns á öllum aldri (17-60 ára) koma í þessi viðtöl á hverju ári. Hinn þáttur starfsins felst í eiginlegri lestrar- og ritunarkennslu. Það má með réttu segja að kennslan og starfið með fullorðnum hafi þessi ár verið stöð- ugt þróunarstarf. Kennslan hefur fyrst og fremst tekið mið af þörfum einstakling- anna sjálfra og óska þeirra. Á þessu 12 ára tímabili hef ég þess vegna öðlast mikla reynslu og innsýn í það sem mestu máli skiptir fyrir einstaklinga með lestrarerfiðleika. Námsefnisgerð hefur verið stór hluti starfs míns þar sem ekkert til- tækt námsefni var til þegar ég hóf að vinna þetta starf. Ég byggði því í fyrstu á reynslu minni af lestrar- og ritunarkennslu grunnskólabarna. Nú er svo komið að ég hef tekið saman safn kennslugagna og útfært kennsluaðferðir sérstaklega fyrir þessa einstaklinga og virðist það skila, að mínu mati, góðum árangri við kennsluna. Í ljósi umræðna um lestrarmál, meðal annars lestrarstöðu fullorð- inna á Íslandi og samþykktar þingsá- lyktunartillögu Alþingis um gerð lestrarprófs til rannsóknarstarfa, vil ég taka eftirfarandi fram: – Lestrarstaða fullorðinna á Ís- landi er, að mati nokkurra sérfræð- inga, allvel þekkt og því umhugsun- arvert hvort rétt sé að setja slíkt verkefni (lestrarprófun) í forgang, með tilheyrandi kostnaði. – Ágætis lestrarpróf, sem lögð eru fyrir óformlega, eru nú þegar til og hafa reyndar verið til lengi. Þarf því ekki að eyða miklu fé í þróun þeirra. – Stöðluð lestrargreining er ekki endilega það sem allir þessir einstak- lingar eru að sækjast eftir. Flestir hræðast slík próf. Fólkið óskar eftir lausnum sér til handa, t.d. viðeigandi kennslu eða ráðgjöf um hvað hægt sé að gera í stöðu þeirra. Lausnirnar þola sjaldnast nokkra bið. Það stoðar lítið að gangast undir greiningu, ef ekkert úrræði fylgir. – Fjármunum ætti fremur að verja í að bæta það námsefni sem nú þegar er til fyrir fullorðna, útvíkka það og þróa verulega og styðja við það starf og þá þekkingu og reynslu sem hefur verið í þróun hér á landi undanfarin ár. – Fólk með lestrar- og ritunarerf- iðleika ætti að eiga rétt á að fá lestr- arstöðu sína metna fljótlega eftir að það leitar sér aðstoðar og upplýsinga. Niðurstöður matsins er sjálfsögð eign þess sem prófaður var, þannig að ekki ætti að vera unnt að nýta þær í annað án samþykkis viðkomandi. Hafa þarf þarfir fólksins með lestrar- og ritunarerfiðleika að leið- arljósi og er því nauðsynlegt að hlusta á rödd þess enda markmiðið að greiða götu sem flestra. Lestrarkennsla fullorðinna María I. Hannesdóttir Menntun Fjármunum ætti fremur að verja í að bæta það námsefni sem nú þegar er til fyrir fullorðna, segir María I. Hannesdóttir, útvíkka það og þróa verulega. Höfundur er lestrarsérkennari hjá Námsflokkum Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.