Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 56
Í KVÖLD verður mikil gleði á
Ömmukaffi, sem er kaffihús í
hjarta borgarinnar í Austur-
stræti 20, því þangað mætir
hljómsveitin Zealts. Það eru
orkuríkar ungar stúlkur sem
ætla að flytja kraftmikla gosp-
el-tónlist fyrir gesti og gang-
andi.
Allir velkomnir meðan hús-
rúm leyfir. Ömmukaffi verður
opnað kl. 20 um kvöldið.
Ömmukaffi og
miðborgarstarf KFUM & K.
Gospel í
miðborginni
Morgunblaðið/Jim Smart
Langholtskirkja
Þorvaldur Hall-
dórsson í Lang-
holtskirkju í kvöld
GUÐSÞJÓNUSTA með léttri
tónlist og hugvekju verður í
Langholtskirkju fimmtudags-
kvöldið 15. nóvember kl. 20.30.
Þorvaldur Halldórsson söngvari
mun leiða stundina ásamt prest-
um kirkjunnar, en Þorvaldur
hefur um árabil annast lof-
gjörðarstundir í Laugarnes-
kirkju sem og að syngja við
guðsþjónustur í Kolaportinu.
Allir eru að sjálfsögðu velkomn-
ir til stundarinnar og á eftir
verður boðið upp á kaffisopa.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 14-17 í neðri safnaðarsal. Sönghóp-
ur undir stjórn organista. Biblíulestur
og fræðsla í safnaðarheimili Áskirkju
kl. 20 í umsjá sóknarprests. Orð post-
ulans, „allt megna ég fyrir hjálp hans,
sem mig styrkan gjörir,“ höfð að leið-
arljósi við íhugun orða ritningarinnar.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl.
10-12.
Dómkirkjan. Opið hús í safnaðarheim-
ilinu kl. 14-16. Kaffi og með því á vægu
verði. Ýmsar uppákomur.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.
Léttur málsverður í safnaðarheimili eft-
ir stundina.
Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl.
10. Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur
fæddar 1989 og eldri. Stjórnandi Birna
Björnsdóttir. Íhugun kl. 19. Taizé-
messa kl. 20. Ath. breyttan tíma.
Langholtskirkja. Foreldra- og barna-
morgunn kl. 10-12. Fræðsla: Sam-
skipti innan fjölskyldunnar. Þórunn Júl-
íusdóttir, hjúkrunarfræðingur. Upp-
lestur, söngstund, kaffispjall. Endur-
minningarfundur karla kl. 14-15.30.
Farið verður í heimsókn í Garðabæinn.
Mætið tímanlega. Guðsþjónusta kl.
20.30. Þorvaldur Halldórsson söngvari
syngur og leiðir stundina ásamt prest-
um kirkjunnar. Allir velkomnir. Kaffisopi
eftir stundina.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45-7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel
kirkjunnar kl. 12-12.10. Léttur máls-
verður í safnaðarheimili að stundinni
lokinni. Samverustund eldri borgara kl.
14. Geir Jón Þórisson frá lögreglunni í
Reykjavík ræðir löggæslumál borgar-
innar og tekur lagið við undirleik Gunn-
ars Gunnarssonar. Samvera er í hönd-
um þjónustuhóps kirkjunnar, kirkju-
varðar og sóknarprests. (Sjá síðu 650 í
textavarpi.)
Neskirkja. Nedó kl. 17. Unglingaklúbb-
ur fyrir Dómkirkju og Neskirkju fyrir 8.
bekk. Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri.
Umsjón Bolli og Sveinn. Félagsstarf
aldraðra laugardaginn 17. nóvember
kl. 14. Farin verður kynnisferð í heilsu-
ræktarstöðina Planet Pulse í Austur-
stræti. Eftir ferðina verður borinn fram
léttur málsverður í safnaðarheimili
Neskirkju. Þeir sem ætla að neyta mat-
arins þurfa að tilkynna þátttöku til skrif-
stofu kirkjunnar í síma 511 1560. Allir
velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson.
Reykjavíkurprófastsdæmi og leik-
mannaskóli kirkjunnar. Boðið verður
upp á biblíulestra þar sem tekin verða
fyrir ákveðin þemu í Biblíunni og þau
sett í samhengi við prédikunartexta
kirkjuársins. Sjö dagsverk. Fjallað verð-
ur um sköpun heimsins samkvæmt
fyrstu Mósebók. Átta skipti í Breiðholts-
kirkju kl. 20-22. Kennari dr. Sigurjón
Árni Eyjólfsson héraðsprestur.
Árbæjarkirkja. Barnakóraæfing kl. 17-
18.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn
föstudag kl. 10-12.
Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl. 11.15.
Bænastund kl. 12. Fyrirbænaefnum
má koma til kirkjuvarða. Léttar veiting-
ar eftir stundina.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund og
biblíulestur í Gerðubergi kl. 10.30-12 í
umsjón Lilju djákna. Starf fyrir 9-10 ára
stúlkur kl. 17.
Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl.
10-12. Fræðandi og skemmtilegar
samverustundir og ýmiss konar fyrir-
lestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og
brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsa-
skóla fyrir 7-9 ára börn kl. 17.30-
18.30. Æskulýðsfélag í Grafarvogs-
kirkju fyrir 8.-9. bekk kl. 20-22.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Starf með eldri borg-
urum í dag kl. 14.30-16.30 í safnaðar-
heimilinu Borgum. Kyrrðar- og bæna-
stund kl. 17. Fyrirbænaefnum má
koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja. KFUM fundur fyrir stráka á
aldrinum 9-12 ára kl. 16.30.
Vídalínskirkja. Umræðu- og leshópur
starfar í safnaðarheimilinu kl. 20-21.
Biblíu- og trúfræðsla fyrir alla. Kyrrðar-
stund í kirkjunni kl. 21. Ath. breyttan
tíma. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing
og fyrirbænir. Bænarefnum má koma til
presta kirkjunnar og djákna. Hressing í
safnaðarheimili eftir stundina. Allir vel-
komnir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir
10-12 ára kl. 17-18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn,
safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10-
12. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í safn-
aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn
frá kl. 17-18.30.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10-12
ára börn (TTT) í dag kl 17. Foreldra-
stund kl. 13-15. Kjörið tækifæri fyrir
heimavinnandi foreldra með ung börn
að koma saman og eiga skemmtilega
samveru í safnaðarheimili kirkjunnar.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í
Varmárskóla á fimmtudögum frá kl.
13.15-14.30.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld
kl. 20.
Landakirkja: Kl. 10 mömmumorgunn.
Engar vöfflur.
Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbún-
ingur í Kirkjulundi kl. 14.30-15.10, 8.
MK í Heiðarskóla. Kl. 15.15-15.55 8.
SV í Heiðarskóla. Fundur fyrir þá sem
misst hafa ástvini sína í sjálfsvígum
verður haldinn í Kirkjulundi í kvöld kl.
20.30. Kvikmyndasýning og umræða
um einveruna.
AD KFUM, Holtavegi 28. Fundur í kvöld
kl. 20. Biblíulestur í umsjá Kristjáns
Búasonar. Þórður Búason hefur upp-
hafsorð og syngur einsöng. Allir karl-
menn velkomnir.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir
velkomnir.
Safnaðarstarf
MINNINGAR
56 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
✝ GuðmundurBjarnason fædd-
ist 9. júlí 1927. Hann
lést 6. nóvember síð-
astliðinn. Hann var
þriðji í röð 10 barna
þeirra Bjarna Þor-
leifssonar, f. 20.8.
1892, d. 23.6. 1977,
og Lússíu Guð-
mundsdóttur, f. 3.3.
1898, d. 1.10. 1997.
Þau bjuggu lengst í
Viðborðsseli á Mýr-
um. Önnur börn
þeirra voru: Þorleif-
ur, f. 31.5. 1924, d.
26.6. 1924, Þóra, f. 28.4. 1925,
Halla, f. 24.2. 1930, Sigurjón, f.
15.4. 1932, Snorri, f. 12.10. 1933,
Óskar, f. 6.5. 1935, d. 30.6. 1935,
Bergur, f. 4.4. 1936, Guðrún, f.
22.7. 1941, og Arnar Haukur, f.
3.7. 1947. Auk þessara barna átti
Bjarni son fyrir hjónaband, Karl
Ágúst, f. 18.8. 1919. Guðmundur
kvæntist 16. júní 1955 Sigríði
Ólafsdóttur í Holtahólum, f.
13.12. 1928. Hún er yngst átta
barna hjónanna í Holtahólum,
Ólafs Einarssonar, f. 26.2. 1885,
d. 25.3. 1952, og
Önnu Pálsdóttur, f.
16.3. 1888, d. 14.11.
1974. Börn þeirra
Guðmundar og Sig-
ríðar eru: Ólöf
Anna, bóndi á Hala í
Suðursveit, f. 15.8.
1952, óskírð dóttir f.
10.6. 1954, lést í fæð-
ingu, Einar Bjarni,
sjómaður á Höfn, f.
23.1. 1956, Víðir,
bóndi í Holtahólum,
f. 6. 6. 1959, og
Lúcía, skrifstofu-
maður í Reykjavík,
f. 15.8. 1963.
Guðmundur og Sigríður tóku
við búi í Holtahólum 1952 eftir lát
Ólafs, föður Sigríðar. Þar bjuggu
þau þangað til þau brugðu búi
1988 og fluttu að Hólabraut 4 á
Höfn. Guðmundur vann í Slátur-
húsinu á Höfn meðan heilsa leyfði
og Sigríður vann á Skjólgarði til
starfsloka.
Útför Guðmundar fer fram frá
Hafnarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14. Jarðsett verð-
ur á Brunnhóli á Mýrum.
Óhætt er að segja að sveitirnar
vestan Hornafjarðarfljóta hafi verið
með afskekktari byggðum landsins
fram yfir miðja 20. öld. Brýr yfir
Fljótin og Jökulsá á Breiðamerkur-
sandi rufu þá einangrunina svo um
munaði. Fram að því urðu menn að
treysta eigin útsjónarsemi, reyndum
vatnahestum og loks bílum þegar sú
öld gekk í garð. Hestar og menn lög-
uðu sig hvorir tveggja að aðstæðun-
um með því að læra á brot og ála í
vötnunum en mannfólkið lærði auk
þess að sætta sig við mislynd nátt-
úruöfl og búa að sínu. Hjálpsemi var
lífsnauðsyn og geðbótin fólst í þeirri
fornu speki að maður er manns gam-
an.
Það var mikil heppni að fá að vera
sumarvinnumaður í Holtahólum á
Mýrum þegar þau voru að hefja bú-
skap á 6. áratugnum, Guðmundur
Bjarnason, sem hér er kvaddur, og
Sigríður frænka mín. Enn var farið á
engjar og heyjað með gamla laginu
að mörgu leyti. Tæknin lét á sér
kræla með dráttarvélum og öðru fjöl-
múlavíli nútímans. Framleiðslan óx
að vísu en tók ekki stakkaskiptum,
kvóti í landbúnaði var óþekkt hug-
mynd. Tækninni fylgdi bjartsýni en
hún kom ekki með leiftursókn, hest-
urinn var enn um sinn þarfur þjónn
og kúasmalinn mesta þing ef ég man
rétt. Og ef norðanrokið ætlaði að
svipta þurru heyi út í buskann birt-
ust hjálpsamir frændur og vinir af
öðrum bæjum og söxuðu töðuna í
vindþolin föng. Þegar uppbygging
fór verulega af stað á bæjum með
nýjum íbúðarhúsum, hlöðum og
gripahúsum unnu sveitungarnir í
hinum gamla anda, bjuggu til vinnu-
flokka úr sjálfum sér og fóru bæ af
bæ, stundum vikum saman á milli
vorverka og sláttar. Sumarmaðurinn
sem hér segir frá fékk stundum að
taka þátt í þessum vinnuhátíðum og
þóttist sjá að Guðmundur húsbóndi
hans gegndi forystuhlutverki, fljót-
virkur smiður og harðduglegur í öll-
um verkum.
Á búskaparárum Guðmundar
bjuggu margir Mýramenn blönduðu
búi sem kallað er, einkum fyrri árin.
Flestir fengust við rófnarækt og
kartöflurækt, höfðu kýr fyrir heim-
ilið en einnig seldu margir mjólk
þegar fram í sótti. Tvímælalaust
hafði Guðmundur mest gaman af
fjárbúskap og stundaði hann ein-
göngu mörg síðustu árin. Hann var
fjárglöggur og þekkti kind af kind,
þ.e. sá með þeim ættarmót, jafnvel af
löngu færi. Kaupstaðarfólki finnst
ótrúlegt þegar fjármaður fer nærri
um hvaða kind það er sem er varla
stærri en depill í fjarlægð. En athug-
ull bóndi veit hvar kindin hefur geng-
ið sem lamb og hvar hverri skepnu
þykir best að vera. Slík nákvæmni og
nærfærni við féð skilar sér í rækt-
unarstarfinu, enda varð fjárstofn
Guðmundar þekktur og hrútar frá
honum eftirsóttir til kynbóta. Þegar
ég spurði eitt sinn heldur ófróðlega
hvernig á því stæði að flestallar ær
hans væru tvílembdar svaraði hann
ekki í löngu máli en lækkaði röddina:
„Ræktun, maður, ræktun!“
Nú munar ekki á sama hátt um
mannsliðið við sveitabúskap og áður
var. Helst þyrftu léttadrengir að
hafa próf á þungavinnuvélar ef þeir
ættu að nýtast við sveitastörfin. En
það var gaman að vera undir stjórn
Guðmundar í Holtahólum við bú-
störfin. Varla getur neitt starf verið
fjölbreyttara en sumarvinna í sveit
var fyrir 40-50 árum. Guðmundur –
Gummi eins og flestir kunnugir
nefndu hann – gætti þess að sum-
arstrákurinn fengi að prófa sitt lítið
af hverju, setti honum oft fyrir ein-
hver verk sem þó sá fyrir endann á.
Það var varla mikill búhnykkur að
því að láta það eftir mér að útbúa
hæfilega stórt orf svo að ég gæti
slegið í útjörð en alltaf hugsa ég hlý-
lega um svæðurnar í Grænukeldu
eftir þann heyskap! Það gleymist
heldur ekki að hafa setið í nýhirtu
heyi í hlöðunni í ágúst og hlustað á
Gumma, ungan bóndann, velta fyrir
sér næstu skrefum við að stækka bú-
ið. Trúlega var hann aðallega að
hugsa upphátt en ég lengdist um
spönn við sýndan trúnað og tel að ég
hafi haft jafnmikinn áhuga á við-
gangi búsins og bóndinn sjálfur! Og
það var ekki hversdagsleg reynsla að
sitja norðan undir í Holtahólunum og
láta Gumma vísa til kennileita lengst
inni í fjöllum, þar sem hann var þaul-
kunnugur gangnamaður. Líklega
var hann að líta eftir kindum í hug-
anum. Gaman væri að eiga eftir að
koma inn á Flár, Sannmerkisheiði
eða inn á Fossa. Eða sjá ofan í Vatns-
dal þar sem almestu fjallafálurnar
héldu sig.
Guðmundur í Holtahólum var vel
meðalmaður á hæð, holdgrannur en
snar verkmaður. Hann var ekki
heilsugóður síðustu árin en var alltaf
harður af sér og ókvartsár. Hann
hafði auga fyrir spaugi og kunni
margar smáskrýtnar sögur af atvik-
um og frumlegu fólki sem talsvert
var af í Hornafirði. Hann gat vel
brugðið fyrir sig að herma eftir rödd-
um og látbragði skemmtilegra karla
eða kerlinga og einstaka þeirra þekki
ég aðeins í hans endurgerð.
Að leiðarlokum þakka ég Guð-
mundi fyrir uppeldið og samfylgdina.
Sigríði frænku minni og börnum
þeirra sendi ég hlýjar samúðarkveðj-
ur.
Bjarni Ólafsson.
GUÐMUNDUR
BJARNASON
Úlfar Kristmunds-
son kom til kennslu í
Verslunarskólanum
árið sem við félagarnir
hófum nám í öðrum
bekk haustið ’63. Við höfðum því
heils árs forskot á hann í innviðum
skólans og launhelgum en allt kom
fyrir ekki. Úlfar Kristmundsson
náði strax tökum á nemendum sín-
um og hélt þeim á 38 ára kennslu-
ferli. Af honum gustaði eins og
stormsveip. Okkur þótti fyndið að
hann skyldi vera prestlærður mað-
ur en gamanið kárnaði þegar cand
theól lét okkur standa upp fyrir sér
í byrjun kennslustunda eins og í
hernum. Í þá daga stóðu menn bara
upp fyrir dr. Jóni Gíslasyni skóla-
stjóra og svo forseta landsins á
ÚLFAR EINAR
KRISTMUNDSSON
✝ Úlfar EinarKristmundsson
fæddist í Reykjavík
30. ágúst 1929. Hann
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi í
Fossvogi 11. október
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Bústaðakirkju 19.
október.
frumsýningum í Þjóð-
leikhúsinu. Þarna
fundum við nýjar vídd-
ir hjá almættinu á
Grundarstígnum við
rætur Hallgríms-
kirkju. Í öðrum lönd-
um hefði Úlli frændi
líklega orðið herprest-
ur með reiknistokk að
vopni. Steininn tók svo
úr þegar glænýr kenn-
arinn lét okkur sópa
ganginn í refsingu fyr-
ir að reykja í skólahús-
inu. Reifir vígamenn
sómdu sér ekki á
morgni lífsins með sóp í hendi. Úlf-
ar Kristmundsson byrjaði fljótt að
taka málin í sínar hendur og hélt
sínu striki fram í andlátið. Og í
framhaldslífinu ræður hann eflaust
sínum næturstað.
Af Úlfari Kristmundssyni má
gera þrjá menn hið minnsta eins og
úr forvera hans Gissuri byskup
Ísleifssyni og var Úlfar jafnvígur á
þau hlutverk öll sömul: Kenni-
maður, kennari og ekki síst
kaupmaður. Hann var raunar líka
bæði húsvörður skólans og til-
sjónarmaður okkar nemenda ef því
var að skipta. Við fundum strax
bjarnarylinn sem lagði af sérhverj-
um þeirra röggsömu manna sem
gengu í daglegu tali undir safnheit-
inu Úlfar Einar Kristmundsson eða
af þeim öllum saman í einu: Kenni-
maðurinn opnaði leiðina að hjarta
nemandans á meðan lærifaðirinn
sáði frækornum tölfræðinnar og
kaupmaðurinn tengdi prósentuna
við lífið á bak við búðardiskinn. Úlf-
ar Kristmundsson var ekki bara
venslaður nemendum sínum um
Verslunarskóla Íslands heldur
skuldbundinn þeim eins og hjálp-
samur frændi utan úr bæ.
Á kveðjustundu vitum við fé-
lagarnir ekki ennþá hver þeirra úr
söfnuðinum var hinn eini og sanni
Úlfar Kristmundsson ef hann er þá
til. Á kveðjustundu væri vel til
fundið að biðja hann sjálfan að
standa á fætur eins og við stóðum
upp fyrir honum í gamla daga og
segja deili á sér. Á kveðjustundu
vitum við hinsvegar fyrir víst að ís-
lensk verslunarstétt ber áfram svip
af návistum við Úlfar Kristmunds-
son í tæp fjörutíu ár. Ekki vitum
við félagarnir þó hvort hann þjón-
aði betur Guði sínum eða Mammoni
en hitt er víst hann þjónaði okkur
nemendunum allra best. Enginn
varð fyrrverandi nemandi hjá Úlf-
ari.
Ástvinir hans eiga hug okkar all-
an þessa dagana.
Ásgeir Hannes, Gísli og Júlíus.