Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 27 *Ver›könnun Neytendasamtakanna á Akureyri 31.10.2001. Apóteki› er ód‡rara en Lyf &heilsa í 53 af 57 lyfjategundum samkvæmt ver›könnun Neytendasamtakanna.* Lægra ver› á lyfjum Apóteki› me› lægra ver› en Lyf & heilsa á 11 af 12 lausasölulyfjum.* Apóteki› me› lægra ver› en Lyf & heilsa á 27 af 28 lyfse›ilsskyldum lyfjum.* Apóteki› ód‡rast Apóteki› og Lyf&heilsa sama ver› Lyf&heilsa ód‡rast Lausasölulyf Apóteki› ód‡rast Apóteki› og Lyf&heilsa sama ver› Lyf&heilsa ód‡rast Lyf skv. lyfse›li H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 2 4 6 8 10 12 0 5 10 15 20 25 30 MOAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líbýu, leitast nú við að friðmæl- ast við Bandaríkin en hann var á sínum tíma álitinn einn helsti óvinur þeirra. Undanfarin fjögur ár hefur Gaddafi reynt að bæta ímynd sína í Bandaríkjunum en þó einkum eftir hryðjuverka- árásirnar vestanhafs 11. septem- ber sl. Líbýa er engu að síður enn á lista bandaríska utanrík- isráðuneytisins yfir ríki er leynt og ljóst styðja samtök hryðju- verkamanna. Gaddafi var lengi álitinn vand- ræðabarn í arabaheiminum. Svo óvinveittur var hann Bandaríkj- unum að Ronald Reagan, þáver- andi forseti, sá sig tilneyddan til að fyrirskipa loftárásir á Trípólí, höfuðborg Líbýu, árið 1986 vegna stuðnings Líbýustjórnar við hryðjuverkamenn. Síðar var Gaddafi sakaður um að hafa stutt við bak hryðjuverkamann- anna sem sprengdu flugvél Pan Am-flugfélagsins yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988 en 270 manns létust í ódæðinu. Það er hins vegar af sem áður var. Gaddafi fordæmdi opinber- lega árásirnar á New York og Washington og sagði þær „hræðilegar og skaðlegar“. Hvatti hann íbúa Líbýu til að gefa blóð í nafni fórnarlamba hryðjuverkanna og hann sagði notkun miltisbrands í því skyni að valda ótta með fólki „djöf- ullegt“ bragð. Fjármagnar nú sjúkrahús í stað hryðjuverkahópa Tilraunir Gaddafis til að bæta ímynd sína hófust árið 1997. Þá rak hann hryðjuverkamanninn Abu Nidal og samtök hans á brott frá Líbýu en Nidal er sagður hafa allt að 300 mannslíf á samviskunni eftir langan hryðjuverkaferil. Er því haldið fram að Nidal haldi nú til í Írak. Gaddafi hefur einnig barið niður samtök íslamskra harð- línumanna í Líbýu, m.a. samtök manna sem börðust við hlið Osama bin Ladens, sem grun- aður er um hryðjuverkin í Bandaríkjunum, í stríðinu í Afg- anistan á níunda áratugnum. Gaddafi gerir jafnframt mun minna af því nú en áður að hlutast til um málefni nágranna- landa Líbýu og hefur tekið upp á því að byggja skóla og sjúkrahús í stað þess að eyða peningunum í hryðjuverkasamtök. Á síðasta ári gerðist Gaddafi síðan, sem frægt er orðið, milli- göngumaður í gísladeilu á Fil- ippseyjum en því hefur verið fleygt að Líbýustjórn hafi borg- að tíu milljónir dollara úr eigin vasa til að tryggja að tíu Vest- urlandabúum yrði sleppt úr haldi. Þessu neita talsmenn stjórnarinnar en segja á hinn bóginn að Gaddafi hafi heitið fjármunum í ýmis þróunarverk- efni á Filippseyjum. Bandarísk stjórnvöld hafa fyr- ir sitt leyti viðurkennt að breyt- ingar hafi átt sér stað í Líbýu. Þau vilja þó ekki aflétta við- skiptabanni sínu á landið fyrr en Líbýustjórn hefur gengist að fullu við ábyrgð sinni á Locker- bie-tilræðinu. Segja vestrænir stjórnarerind- rekar í Trípóli að þó að erfitt sé að fullyrða að Gaddafi hafi rofið öll tengsl við hryðjuverkahópa þá sé afar ólíklegt að hann myndi kjósa að skaða eigin til- raunir til að tryggja sér virð- ingu, með því að styðja við bakið á hryðjuverkamönnum. Nýtur stuðnings heimafyrir Gaddafi var aðeins 27 ára þeg- ar hann steypti konungi Líbýu af stóli árið 1969. Var hann í upphafi staðráðinn í að stýra landinu í samræmi við bylting- arkenningar marxista. 90% Líb- ýu eru eyðimörk en landið er auðugt af olíu og Gaddafi hafði því nægt fé milli handanna til að fjármagna ýmis gæluverkefni, sbr. stuðning hans við hryðju- verkahópa. Hann er nú að nálgast sextugt og þó að margir telji hann óút- reiknanlegan einræðisherra þá nýtur hann mikilla vinsælda heimafyrir. „Hann færði okkur sigur, rafmagn og menntun,“ segir Mustafa al-Zintani, sem rekur hótel í Trípólí. „Hann frelsaði okkur, hvað sem Vest- urlandabúar segja því ólíkt þeim teljum við frelsi ekki felast í því að drekka áfengi og ganga hálf- nakin um stræti og torg til þess eins að sanna hversu frjáls við erum.“ Reuters Gaddafi gefur sigurmerki eftir að hafa flutt ræðu í september sl., en þar fordæmdi hann hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin. Vill friðmælast við Bandaríkin Gaddafi snýr við blaðinu Trípóli. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.