Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 27
*Ver›könnun Neytendasamtakanna á Akureyri 31.10.2001.
Apóteki› er ód‡rara en Lyf &heilsa í 53 af 57 lyfjategundum
samkvæmt ver›könnun Neytendasamtakanna.*
Lægra ver› á lyfjum
Apóteki› me› lægra ver› en Lyf & heilsa
á 11 af 12 lausasölulyfjum.*
Apóteki› me› lægra ver› en Lyf & heilsa
á 27 af 28 lyfse›ilsskyldum lyfjum.*
Apóteki›
ód‡rast
Apóteki› og
Lyf&heilsa
sama ver›
Lyf&heilsa
ód‡rast
Lausasölulyf
Apóteki›
ód‡rast
Apóteki› og
Lyf&heilsa
sama ver›
Lyf&heilsa
ód‡rast
Lyf skv. lyfse›li
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
0
2
4
6
8
10
12
0
5
10
15
20
25
30
MOAMMAR Gaddafi, leiðtogi
Líbýu, leitast nú við að friðmæl-
ast við Bandaríkin en hann var á
sínum tíma álitinn einn helsti
óvinur þeirra. Undanfarin fjögur
ár hefur Gaddafi reynt að bæta
ímynd sína í Bandaríkjunum en
þó einkum eftir hryðjuverka-
árásirnar vestanhafs 11. septem-
ber sl. Líbýa er engu að síður
enn á lista bandaríska utanrík-
isráðuneytisins yfir ríki er leynt
og ljóst styðja samtök hryðju-
verkamanna.
Gaddafi var lengi álitinn vand-
ræðabarn í arabaheiminum. Svo
óvinveittur var hann Bandaríkj-
unum að Ronald Reagan, þáver-
andi forseti, sá sig tilneyddan til
að fyrirskipa loftárásir á Trípólí,
höfuðborg Líbýu, árið 1986
vegna stuðnings Líbýustjórnar
við hryðjuverkamenn. Síðar var
Gaddafi sakaður um að hafa
stutt við bak hryðjuverkamann-
anna sem sprengdu flugvél Pan
Am-flugfélagsins yfir Lockerbie
í Skotlandi árið 1988 en 270
manns létust í ódæðinu.
Það er hins vegar af sem áður
var. Gaddafi fordæmdi opinber-
lega árásirnar á New York og
Washington og sagði þær
„hræðilegar og skaðlegar“.
Hvatti hann íbúa Líbýu til að
gefa blóð í nafni fórnarlamba
hryðjuverkanna og hann sagði
notkun miltisbrands í því skyni
að valda ótta með fólki „djöf-
ullegt“ bragð.
Fjármagnar nú sjúkrahús í
stað hryðjuverkahópa
Tilraunir Gaddafis til að bæta
ímynd sína hófust árið 1997. Þá
rak hann hryðjuverkamanninn
Abu Nidal og samtök hans á
brott frá Líbýu en Nidal er
sagður hafa allt að 300 mannslíf
á samviskunni eftir langan
hryðjuverkaferil. Er því haldið
fram að Nidal haldi nú til í Írak.
Gaddafi hefur einnig barið
niður samtök íslamskra harð-
línumanna í Líbýu, m.a. samtök
manna sem börðust við hlið
Osama bin Ladens, sem grun-
aður er um hryðjuverkin í
Bandaríkjunum, í stríðinu í Afg-
anistan á níunda áratugnum.
Gaddafi gerir jafnframt mun
minna af því nú en áður að
hlutast til um málefni nágranna-
landa Líbýu og hefur tekið upp á
því að byggja skóla og sjúkrahús
í stað þess að eyða peningunum í
hryðjuverkasamtök.
Á síðasta ári gerðist Gaddafi
síðan, sem frægt er orðið, milli-
göngumaður í gísladeilu á Fil-
ippseyjum en því hefur verið
fleygt að Líbýustjórn hafi borg-
að tíu milljónir dollara úr eigin
vasa til að tryggja að tíu Vest-
urlandabúum yrði sleppt úr
haldi. Þessu neita talsmenn
stjórnarinnar en segja á hinn
bóginn að Gaddafi hafi heitið
fjármunum í ýmis þróunarverk-
efni á Filippseyjum.
Bandarísk stjórnvöld hafa fyr-
ir sitt leyti viðurkennt að breyt-
ingar hafi átt sér stað í Líbýu.
Þau vilja þó ekki aflétta við-
skiptabanni sínu á landið fyrr en
Líbýustjórn hefur gengist að
fullu við ábyrgð sinni á Locker-
bie-tilræðinu.
Segja vestrænir stjórnarerind-
rekar í Trípóli að þó að erfitt sé
að fullyrða að Gaddafi hafi rofið
öll tengsl við hryðjuverkahópa
þá sé afar ólíklegt að hann
myndi kjósa að skaða eigin til-
raunir til að tryggja sér virð-
ingu, með því að styðja við bakið
á hryðjuverkamönnum.
Nýtur stuðnings heimafyrir
Gaddafi var aðeins 27 ára þeg-
ar hann steypti konungi Líbýu
af stóli árið 1969. Var hann í
upphafi staðráðinn í að stýra
landinu í samræmi við bylting-
arkenningar marxista. 90% Líb-
ýu eru eyðimörk en landið er
auðugt af olíu og Gaddafi hafði
því nægt fé milli handanna til að
fjármagna ýmis gæluverkefni,
sbr. stuðning hans við hryðju-
verkahópa.
Hann er nú að nálgast sextugt
og þó að margir telji hann óút-
reiknanlegan einræðisherra þá
nýtur hann mikilla vinsælda
heimafyrir. „Hann færði okkur
sigur, rafmagn og menntun,“
segir Mustafa al-Zintani, sem
rekur hótel í Trípólí. „Hann
frelsaði okkur, hvað sem Vest-
urlandabúar segja því ólíkt þeim
teljum við frelsi ekki felast í því
að drekka áfengi og ganga hálf-
nakin um stræti og torg til þess
eins að sanna hversu frjáls við
erum.“
Reuters
Gaddafi gefur sigurmerki eftir að hafa flutt ræðu í september sl.,
en þar fordæmdi hann hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin.
Vill friðmælast
við Bandaríkin
Gaddafi snýr við blaðinu
Trípóli. AP.