Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 57

Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 57 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Vélavörður Vélavörð vantar á Arnar Ár-55 (237 brt.). Vélarstærð: 671kw. Skipið stundar dragnóta- veiðar. Nánari upplýsingar gefur Örn í síma 483 3422 eða 898 3285. Kranamaður Vanur kranamaður óskast á byggingakrana. Vinnustaður Hafnarfjörður. Upplýsingar í síma 897 2370, Gunnar. Sölumaður fasteigna Viltu vinna í spennandi og fjölbreyttu umhverfi þar sem hæfileikar þínir geta notið sín til fulls? Ef svo er þá leitar fasteignasala á höfuðborgar- svæðinu eftir ungu, hressu og gefandi fólki sem tilbúið er að vinna sjálfstætt. Viðkomandi vinnur sjálfstætt að sölustörfum og er starfið alfarið árangurstengt. Viðkomandi þarf að hafa farsíma og bifreið til umráða. Hér er um spennandi kost að ræða. Ert þú til í að vinna á lifandi og líflegum vinnustað? Umsóknir sendist til augl.deildar Mbl. eða á tölvu- pósti augl@mbl.is, merktar: „Tækifæri — 0907.“ Viltu taka þátt í öflugu og framsæknu skólastarfi? Komast í fagurt umhverfi og gott mannlíf? Menntaskólinn á Ísafirði er skóli á tímamótum — þar eru nú lausar 4 kennarastöður um næstu áramót ■ Danska ■ Raungreinar ■ Stærðfræði ■ Tölvufræði Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, þurfa að hafa borist skólanum fyrir 20. nóvember merktar: Menntaskólinn á Ísafirði, pósthólf 97, 400 Ísafirði. Upplýsingar veitirJón Reynir Sigurvinsson, aðstoðarskólameistari, í síma 450 4402 eða 450 4400. Skólameistari. Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir eftir sellóleikara til afleysinga frá 15. janúar til 30. júní 2002 Skylduverkefni: Klassískur sellókonsert, 1. þáttur m/kadensu, J.S. Bach: Tveir þættir úr sólósvítu (hægur og hraður). Umsóknarfrestur er til 14. desember 2001. Hæfnispróf fer fram 14. janúar nk. Laun skv. kjarasamningi Starfsmanna- félags SÍ og fjármálaráðherra. Umsókn og hæfnispróf gilda í eitt ár (sbr. reglur um ráðningu hljóðfæraleikara, 9. gr.). Nánari upplýsingar gefur starfsmanna- stjóri. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Háskólabíói v/Hagatorg, pósthólf 7052, 127 Reykjavík, sími 545 2502, fax 562 4475. tölvupóstur kristin@sinfonia.is . Laust starf Starf aðstoðarrannsóknarstjóra flugslysa er laust til umsóknar Ráðið verður í starfið frá og með 1. janúar 2002. Tilskilið er að viðkomandi hafi menntun og/eða starfsreynslu á sviði flugsins. Háskólapróf er æskilegt. Gerð er krafa um góða ensku- og tölvukunnáttu og að umsækjandi hafi hæfni til þess að starfa sjálfstætt og í hópi. Launakjör samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Rannsóknarnefnd flugslysa tók til starfa í lok júní í samræmi við lög nr. 59/1996 um rann- sókn flugslysa, en þá var flugslysarannsókna- deild Flugmálastjórnar lögð niður, svo og starfsemi flugslysanefndar, sem fyrst var skipuð árið 1968 skv. þágildandi loftferðalög- um. Nefndin heyrir stjórnsýslulega beint undir sam- gönguráðherra og starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Nánari upplýsingar veitir Halldór S. Kristjáns- son, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, og Þormóður Þormóðsson, formaður rann- sóknarnefndar flugslysa. Umsóknum skal skila til samgönguráðuneytis- ins, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík, fyrir 23. nóvember 2001. Reykjavík, 9. nóvember 2001. Samgönguráðuneytið. www.or.is Orkuveita Reykjavíkur er sjálfstætt þjónustufyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar. Orkuveitan dreifir rafmagni, heitu vatni til húshitunar, köldu vatni til brunavarna og neysluvatni til notenda í Reykjavík og nágrenni. Á þjónustusvæði fyrirtækisins býr meira en helmingur íslensku þjóðarinnar. Fyrirtækið kappkostar að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu. Orkuveita Reykjavíkur stuðlar að nýsköpun og aukinni eigin orkuvinnslu. Athygli er vakin á því að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækjum Orkuveita Reykjavíkur Hönnunardeild Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða vélaverkfræðing eða véltæknifræðing í hönnunardeild Starfssvið: Menntunar- og hæfniskröfur: Hönnun á hita og vatnsveitudreifikerfi, þar með talið dælustöðva, stofnæða og dreifikerfa Verkefnastjórn í hönnunar- og framkvæmdaverkum Menntun á sviði vélaverkfræði eða véltæknifræði Æskileg þekking á AutoCad og landupplýsingakerfi Gott vald á ensku og einu norðurlandamáli Frumkvæði og hæfni í samskiptum Nánari upplýsingar er að hafa á skrifstofu Mannvals ehf. Hamraborg 1 Kópavogi og á www.mannval.is Umsóknarfrestur er til 23. nóvember n.k. Sölustjóri Heildsala á höfuðborgarsvæðinu, með vörur aðallega fyrir konur, óskar eftir að ráða sölustjóra í fullt starf. Tækifæri fyrir viðkomandi að taka þátt í uppbyggingu og mótun. Vinsamlega sendið svar til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is í síðasta lagi laugar- daginn 17. nóvember, merkt: „S — 110“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.