Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isBirgir Leifur byrjar vel á Spáni/B3 Bad Schwartau vill Ólaf Stefánsson aftur/B1 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM EKKERT miðaði í samkomulags- átt á fundi samninganefnda tónlist- arskólakennara og launanefndar sveitarfélaga í húsakynnum Ríkis- sáttasemjara í gær að sögn Sigrún- ar Grendal Jóhannesdóttur, for- manns Félags tónlistarskólakenn- ara. Verkfall tónlistarskólakennara hefur nú staðið á fjórðu viku eða frá 22. október sl. en það nær til um 620 tónlistarskólakennara víða um land sem eru félagar í Félagi tónlistarskólakennara (FT) og í Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH). Fulltrúar FT og FÍH afhentu fulltrúum bæjarstjórnar Seltjarn- arness áskorun félagsmanna í gær- dag þar sem segir m.a. að stuðla þurfi að því að samið verði hið fyrsta við tónlistarskólakennara og þeim tryggð „sambærileg laun og öðrum kennurum“, eins og segir í áskoruninni. Fleiri áskoranir Segir Sigrún að áður hafi fulltrú- ar FT og FÍH afhent sams konar áskorun bæjarstjórnum Kópavogs og Hafnarfjarðar og á morgun standi til að afhenda bæjarstjórn Garðabæjar aðra eins áskorun. Kjaradeila tónlistarskólakennara Ekkert miðar í samkomulagsátt Morgunblaðið/Árni Sæberg Fulltrúar tónlistarkennara afhentu bæjarfulltrúum á Seltjarnarnesi mótmælaskjal fyrir bæjarstjórnarfund. RAFMAGNSTRUFLUNUM vegna sjávarseltu á Vesturlandi linnti í gær og segir Björn Sverrisson, umdæm- isstjóri RARIK á Vesturlandi, að seltan hafi verið á hröðu undanhaldi í gær og þar hafi rigningin hjálpað mikið til. Í gærmorgun urðu smá- vægilegar bilanir í Kjós og einn not- andi í Staðarsveit tilkynnti bilun, en að öðru leyti virðast bilanirnar yfir- staðnar. Björn segir ekki ljóst ennþá hversu umfangsmiklar skemmdirnar eru. Verið er að fara yfir kerfið og rann- saka skemmdirnar á Vatnshömrum sem urðu vegna yfirskots á elding- arvara sem splundraðist. Þá hafa þeir notendur sem urðu fyrir tjóni verið að kalla til sín rafverktaka og segir Björn að tekin verði saman skýrsla um öll tilvikin. „Þetta er í vinnslu og við erum bara að reyna að ná áttum núna.“ Selta greindist norður í Bárðardal Ástæða þess að svo mikil selta sett- ist m.a. utan á raflínur og spennivirki er mikið særok sem fylgdi óvenju hvassri suðvestanátt á laugardag. Vindurinn rífur upp stórar öldur úti á rúmsjó og þá verður til sjávarlöður sem blandast lofti og getur særokið náð upp í 300 til 500 metra hæð. Í þessu tilviki virðist það hafa borist hærra, samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar, en tilkynnt var um seltu allt norður í Bárðardal. Að sögn Boga Þórs Jónssonar, háloftafræðings hjá Veðurstofunni, er um litlar agnir að ræða sem geta borist mjög langt í há- loftunum. Bogi segir að verulega þurfi að hvessa til þess að særokið verði svo mikið sem raun bar vitni, en særok er algengara en menn taka yfirleitt eft- ir. Nokkuð langt er síðan jafn hvöss vestanátt gekk yfir vestanvert landið og á sjónum, þar sem særokið verður til, var vindhraði um 25 til 30 metrar á sekúndu og eitt skip tilkynnti vind- hraða upp á 35 metra á sekúndu. Við slíkar aðstæður getur talsverð sjáv- arselta fokið á land. Rafmagnstruflunum linnir á Vesturlandi ÞRIGGJA daga allsherjarverkfalli sjúkraliða hjá Sjúkraliðafélagi Ís- lands lauk á miðnætti og snúa því sjúkraliðar aftur til vinnu í dag. Náði verkfallið til um 1.200 sjúkra- liða hjá ríkisstofnunum, sjálfseign- arstofnunum og sveitarfélögum víða um land. Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum sjúkraliða við samninganefnd rík- isins síðustu daga en á þriðjudag var fundi deilenda í húsakynnum ríkissáttasemjara frestað til kl. 14 í dag. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, segir að viðræðurnar strandi á launalið samningsins en sjúkraliðar hafa gert þá kröfu að byrjunarlaun hækki úr um 89 þúsund kr. á mán- uði í um 150 þúsund kr. við lok samningstímans árið 2004. Hún kveðst hvorki bjartsýn né svartsýn á að skriður komist á viðræðurnar í dag. Auk þess sem sjúkraliðar munu hitta samninganefnd ríkisins í dag munu forsvarsmenn sjúkraliða hitta heilbrigðis- og trygginganefnd Al- þingis fyrir hádegi þar sem áhrif verkfalls sjúkraliða verða m.a. rædd. „Við munum hlusta á sjúkra- liðana en ekki taka afstöðu til krafna þeirra í kjaradeilunni,“ segir Jónína Bjartmarz, formaður heil- brigðis- og trygginganefndar, m.a. í samtali við Morgunblaðið. Þriggja daga verkfall sjúkraliða, sem lauk á miðnætti, hefur haft áhrif á starfsemi og þjónustu heil- brigðisstofnana víða um land. Þurfti m.a. að loka átta deildum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og skerða þjónustu á ýmsum öðrum deildum. Undanþágunefnd Sjúkra- liðafélagsins hefur veitt undanþág- ur til einstakra stofnana frá vakt til vaktar, þannig að hægt væri að sinna lágmarksþjónustu, en einung- is þrjár stofnanir hafa starfað sam- kvæmt svokölluðum öryggislistum sem sjúkraliðar og viðkomandi stofnanir hafa komið sér saman um. Þær stofnanir eru Landspítalinn – háskólasjúkrahús, öldrunarheimilið Garðvangur í Garði og hjúkrunar- og dvalarheimilið Grund. Hjá Heilsugæslunni í Reykjavík fengust þær upplýsingar að verkfall sjúkraliða hefði raskað verulega heimahjúkrun nærri 1.500 skjól- stæðinga Heilsugæslunnar í Reykjavík og Kópavogi. Flestir þessara skjólstæðinga eru aldraðir eða fatlaðir sem margir hverjir þurfa á daglegri umönnun að halda, til dæmis við að komast á fætur og/ eða fara í bað. Sjúkraliðar snúa til vinnu í dag að loknu verkfalli Verkfallið bitnaði á nærri 1.500 skjólstæðingum Heilsugæslunnar HANNES Hlífar Stefánsson hélt áfram sigurgöngu sinni á Evrópumótinu í skák í gær þegar hann vann albanska stór- meistarann Dervishi. Hannes Hlífar hefur þar með hlotið 5,5 vinninga í 8 skákum. Jón Viktor Gunnarsson og Stefán Krist- jánsson unnu einnig sínar skák- ir gegn Albönum en Bragi Þor- finnsson tapaði. Karlarnir sigr- uðu því Albana 3–1. Kvennasveitin tapaði hins vegar gegn liði Ítala 0,5–1,5. Vegna góðrar frammistöðu sinnar á Harpa Ingólfsdóttir eigi að síður möguleika á al- þjóðlegum áfanga kvenna sigri hún í síðustu umferðinni sem fram fer á morgun. Níunda og síðasta umferð verður tefld í dag. Skáklands- liðið vann Albaníu VEÐURSTOFA Íslands spáir allt að átján stiga hita á Norðurlandi í dag en í gær fór hitinn hæst í um sextán stig á Austfjörðum. Fara þurfti mjög sunnarlega í álfuna til þess að komast í svipuð hlýindi. Í Kaupmannahöfn fór hit- inn hæst í fjögur stig, þrjú stig í Ósló og hann var um frostmark í Stokkhólmi. Í Róm var mesti hiti svipaður og á Eskifirði og litlu meiri eða átján stig á Malaga syðst á Spáni. Hrafn Guðmundsson, veð- urfræðingur á Veðurstofunni, segir að hlýindi á þessum árstíma séu ekki einsdæmi þótt vissulega sé óvanalegt að spá átján stiga hita um miðjan nóvember en hita- metið í nóvember sé þó vænt- anlega yfir tuttugu stigum. Hrafn segir að eiginlega megi lýsa ástandinu sem svo að hlýtt loft „pompi“ niður fyrir norðan og austan: „Loftið yfir landinu kem- ur af suðlægum breiddargráðum og í meira en eins kílómetra hæð er það mjög hlýtt og þegar það sígur niður hlémegin við hálendið hækkar hitinn mikið. Vest- anmegin við hálendið var loftið ekki nema sex til átta gráður þannig að þessi miklu hlýindi eru reyndar mjög staðbundin.“ Það verða áfram hlýindi þótt hitinn nái væntanlega hámarki síðdegis á morgun. Áfram verða suðlægar og suðvestlægar áttir og fremur milt veður eða fimm til tíu stiga hiti. Hitabylgju spáð á Norðurlandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.