Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR KONUR Í ÖLLUM STJÓRNUNARSTÖÐUM/4 HÁGÆÐA LAXASTOFN/12  ((%$% ()%(% /0) &0& &0) *0& *0)      $** $*( $*) $-+ $-/ ($%$% ()%(%  !"   # 2345 $/ $* $( $) + / ((%$% $'%(%  $  $ %&  &0+ &0/ &0* &0( &0' *0+ ($%$% ()%(%  1 '"    ($%$% ()%(%$-%(%    (%       UMRÆÐAN um brottkast á Íslandsmiðum hefur veriðmjög lífleg undanfarna mánuði og sér ekki enn fyrirendann á henni. Nýjasta innleggið í umræðuna komfram á Alþingi fyrir skömmu, í svari sjávarútvegs- ráðherra við fyrirspurn Kristjáns Pálssonar, alþingismanns, um nýtingu afla af fullvinnsluskipum og öðrum skipum sem vinna aflann um borð. Þar kom fram að heildarafli þessara skipa var á síðasta fiskveiðiári alls um 157.819 tonn. Skipin lönduðu hinsvegar ekki nema um 92.424 tonnum af afurðum á tímabilinu. Af því voru um 2.570 tonn brædd í mjöl um borð í skipunum en afganginum, ríflega 63 þúsund tonnum, verið hent fyrir borð, þar sem þessi „úrgangur“ er talin nýtast í vinnslu þessara skipa. Þannig eru aðeins um 60% af þeim afla sem skipin veiða nýttur. Þorkhausar hirtir Þessi nýting hefur lengi verið gagnrýnd, einkum hjá þeim sem hafa lýst sig andvíga núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi. Vinnsla hinna svokölluðu aukaafurða hef- ur aukist mjög hér á landi á undanförnum árum, í þeim til- gangi að auka virði sjávaraflans, fá meira fyrir hvert kíló sem dregið er úr sjó. Má þar nefna vinnslu á fiskhausum, afskurði, hryggjastykkjum og slógi. Þessum afurðum eru í flestum til- fellum hent um borð í vinnsluskipunum. Á móti má segja að það er mun erfiðara að koma nýtingu á aukaafurðum við í sjó- vinnslunni. Um borð er takmarkaður mannskapur og tak- markað rými, vinnslan þarf að standa undir sér og helst að skila arði. Vinnslan og nýtingin stjórnast þannig af eftirspurn og verði á mörkuðunum. Ef tryggir markaðir sköpuðust fyrir aukafurðir á góðu verði má ætla að sjóvinnslan myndi nýta sér það. Útgerðir nokkurra vinnsluskipa hafa þegar stigið skref í þessa átt. Þannig hefur Ögurvík, útgerð frystiskipanna Vigra RE og Frera RE, í þrjú ár hirt og fryst alla þorsk- og ýsuhausa um borð í skipunum. Nýverið var ýtt úr vör verkefni á frystitogurum Samherja sem gengur út á að hirða alla þorsk- hausa sem til falla við vinnsluna. Þeir eru frystir um borð og þegar í land er komið fara þeir til vinnslu í hausaþurrkun félagsins á Hjalteyri og Dalvík. Norðmenn sendu fyrir nokkrum mánuðum frá sér skýrslu þar sem vaxtarmöguleikar sjávarútvegs í heild voru metnir. Útkoman var hreint ótrúleg. Samkvæmt skýrslunni er gert ráð fyrir því að auka megi verðmæti norsks sjávarfangs úr 41 milljarði norskra króna árið 2000 í 241 milljarð árið 2030. Á 30 árum ætla þeir að stórauka útflutningsverðmætið og er það þó mik- ið fyrir, eða um fjórum sinnum meira en hjá okkur. Sam- kvæmt mati Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins má með virð- isaukningu sjávarfangs auka útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða úr 102 milljörðum króna á árinu 2000 í 128 millj- arða árið 2007. Sjávarútvegsráðherra hefur skipað stýrihóp sem leggja á fram aðgerðaáætlun um að auka verðmæti sjáv- arfangs á næstu 5 árum. Stýrihópurinn hlýtur að skoða vand- lega hvernig bjarga má, þó ekki væri nema hluta þeirra verð- mæta sem vinnsluskipin fleygja fyrir borð á hverju ári. Þar fer margur góður bitinn í hundskjaft. Morgunblaðið/RAX Innherji skrifar Fleygt eða kastað? Ef tryggir markaðir sköpuðust fyrir aukaafurðir á góðu verði má ætla að sjóvinnslan myndi nýta sér það. innherji@mbl.is ll VIÐSKIPTI ● IM (Information Management ehf.) og Streymi hf. hafa nýlega sameinast undir nafni IM og verður Ragnar Bjartmarz fram- kvæmdastjóri félagsins. Hið sameinaða fyr- irtæki sérhæfir sig meðal annars í ráðgjöf, veflausnum og hugbúnaðarlausnum í Micro- soft-umhverfinu. Jafnframt rekur IM Vef- skóla Streymis. „Rekstur IM hefur gengið vel undanfarin ár. Árið 2001 var eitt besta rekstrarár í sögu félagsins og var umtalsverð veltuaukning en veltan fór um það bil 10% fram úr áætl- unum. Byrjun þessa árs lofar góðu og hafa stjórnendur og eigendur miklar væntingar um að samruninn skapi góða möguleika til frekari sóknar,“ segir í fréttatilkynningu. „Samhliða sameiningunni var farið í hluta- fjáraukningu og var völdum aðilum boðið að fjárfesta í IM. Átján hafa þegar ákveðið að fjárfesta í fyrirtækinu og eru þar á meðal nokkur stórfyrirtæki.“ . Information Management og Streymi sameinast ◆ ◆ ● VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavík- ur hefur á undanförnum árum gengist fyrir viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna undir yfirskriftinni Fyr- irtæki ársins og í ár er þátttaka í könnuninni opin öllum fyrirtækjum, óháð stéttarfélagsaðild starfsmanna. Á síðasta ári tóku starfsmenn á fimmta hundrað fyr- irtækja þátt í könnuninni, en tilgangur hennar er að veita þeim fyrirtækjum sem þátt taka hagnýtt tæki við mótun árang- ursríkrar starfsmannastefnu. Fé- lagsvísindastofnun Háskóla Íslands sér um gerð könnunarinnar en hún byggist á aðferðafræðilega viðurkenndum mæl- ingum þar sem könnuð eru viðhorf þátt- takenda til nokkurra lykilþátta, þ.e. trausts, stolts og starfsanda, en í frétta- tilkynningu kemur fram að vinnu- staðarannsóknir hafi leitt í ljós sterk tengsl milli þessara þátta og árangurs í starfsmannastjórnun. Markmið VR er að auka umfang könn- unarinnar frá því sem verið hefur og er nú stefnt að því að hún nái til sem flestra fyrirtækja. Val á fyrirtæki ársins öllum opið ● ÍSLANDSVEFIR ehf. og Teymi hf. hafa skrifað undir samstarfsyfirlýsingu um nýt- ingu Autonomy-gervigreindarlausna Íslands- vefja í veflausnunum Teymis sem byggjast á Oracle Portal og Fyrirtækjagátt Teymis. Í frétta- tilkynningu segir að markmið Teymis með samstarfinu sé að auka enn frekar þjónustuframboð fyrirtæk- isins til viðskiptavina sem vilja byggja upp öflugar netgáttir. Íslandsvefir er vottaður þjónustuaðili gervigreindarlausna frá há- tæknifyrirtækinu Autonomy. Meðal vefja sem nýta gervigreindarlausnir Íslandsvefja ehf. eru Ha.is, Símaskrá.is, Síminn.is, Sím- net.is, Hugi.is og Mbl.is Teymi er helsti sölu- og þjónustuaðili Oracle-hugbúnaðar á Íslandi. Íslandsvefir og Teymi í samstarf ● VÍSITALA byggingarkostnaðar lækkaði um 0,6% á milli janúar og febrúar, samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 11,4%. Hagstofan hefur einnig birt launavísitölu fyrir janúar og hækkaði vísi- talan um 3,5% frá fyrra mánuði. Skýrist hækkunin af kjarasamningsbundnum launa- hækkunum um síðustu áramót. Byggingarvísitala lækkar FISKAFLI lands- manna í nýliðnum jan- úarmánuði var 183.991 tonn, saman- borið við 163.249 tonn í janúarmánuði ársins 2001 og er það aukn- ing um rúm 20 þús- und tonn á milli ára, samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofu Ís- lands. Alls bárust 26.676 tonn af botn- fiski á land og er það nánast sami afli og í janúar 2001. Af flatfiski bárust 1.152 tonn á land sem er örlítið minna en í fyrra. Uppsjávartegundir bera uppi heildaraflaaukningu á milli janúarmánaða 2001 og 2002 því í ár veiddist um 20.000 tonnum meira af þeim en árið 2001. Loðnuaflinn í ár var 147.003 tonn og eykst því um tæp 29.000 tonn en síldaraflinn minnkar nokkuð á milli ára, varð 6.392 tonn nú, en 15.384 tonn í janúar í fyrra. Skel- og krabbadýraafli jókst lítilshátt- ar, fór úr 2.425 tonnum í jan- úar 2001 í 2.728 tonn í janúar 2002. Alls voru um 94.960 tonn eft- ir af þorskkvótanum þann 31. janúar sl. eða 55% heildarkvót- ans, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Á sama tíma síðasta árs voru hinsvegar um 65% eftir af heildarþorskkvót- anum eða alls 122.308 tonn, að þorskaflahámarki meðtöldu. Þrátt fyrir ný og öflug vinnsluskip sem veiða síld og flaka þá er afli í Suðurlandssíld minni á yfirstandandi vertíð en menn væntu og fyrirsjáanlegt að afli verður minni en heimill var. Veiðitímabil Suðurlands- síldarinnar var til 15. febrúar en hefur nú verið framlengt til 1. apríl. Meiri afli í janúar Minna eftir af þorskkvótanum en í fyrra               !"#$ %$&&'(  6 7   5     5 5 (,%*/( $/0+1 (%*(& $0&1 $--%-/- +$0,1 (,%+/, $&0$1 (%,(+ $0&1 $&-%-'& +-0*1  85  /%-'( $*,%))-  ll VÍSITALA ◆ FYRIRTÆKIÐ Ráðgjöf & lausnir er nýtt þekkingarfyr- irtæki á Egilsstöðum. Það hóf rekstur fyrr í mán- uðinum og er eigandi þess Unnur Inga Dagsdóttir, rekstrarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur áður starfað sem rekstrarráðgjafi hjá Hönnun, við bókhald og skattaskil hjá PriceWaterhouseCoopers á Akureyri og sem markaðs- fulltrúi Landsbanka Íslands á Akureyri. Fyrirtækið Ráðgjöf & lausn- ir tekur að sér ýmis sérverk- efni fyrir fyrirtæki og einstaklinga og annast bókhald, skatt- skil, rekstrarráðgjöf og áætlanagerð. Unnur segir að verk- efnin séu ört vaxandi og kveður aukna þörf fyrir þjónustu af þessu tagi eystra. Nýtt þekkingarfyrir- tæki á Egilsstöðum Morgunblaðið/Steinunn Unnur Inga Dagsdóttir, stofnandi Ráðgjafar og lausna á Egilsstöðum. SAMNINGUR hefur verið undirritaður milli Orkusviðs Landsvirkj- unar og Softa ehf. um kaup og innleiðingu DMM-hugbúnaðar fyrir allar aflstöðvar Lands- virkjunar. DMM er hugbúnaður fyrir eignaumsýslu og við- halds- stjórnun og hef- ur kerfið verið í notkun í Blöndustöð, Laxárvirkjunum og Kröflu síðan 1999. Ný út- gáfa hugbúnaðarins verður inn- leidd hjá Landsvirkjun á næstu mánuðum. Softa ehf. var stofn- að 1997 og eru helstu eigendur þess Hitaveita Suðurnesja, Ís- lenski hugbúnaðarsjóðurinn, Sparisjóðurinn í Keflavík og RARIK. Á myndinni sjást þeir Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri Orkusviðs Landsvirkjunar, og Guðmundur Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri Softa, hand- sala samninginn. Að baki þeim eru Einar Mathiesen, deildar- stjóri aflstöðvardeildar Lands- virkjunar, og Þorkell Máni Gunnarsson, þróunarstjóri Softa. Hugbúnaður frá Softa í afl- stöðvar Landsvirkjunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.