Morgunblaðið - 21.02.2002, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 21.02.2002, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 C 5 NVIÐSKIPTI FYRRVERANDI stjórnarformað- ur sænsk-svissneska iðnrisans ABB, Svíinn Percy Barnevik, hefur verið áberandi í fréttum undanfarið þar sem í ljós hefur komið að hann fékk 930 milljónir sænskra króna í skatt- frjálsa lokagreiðslu við starfslok sem forstjóri ABB árið 1997, samsvarandi um 8,7 milljörðum króna. Barnevik hefur réttlætt samning- inn á ýmsa vegu og telur að líta megi á upphæðirnar sem bandarískar en í evrópsku umhverfi. Hann hefur hins vegar viðurkennt eftir á að rétt hefði verið að upplýsa stjórn ABB um samning sinn við fyrirtækið um eft- irlaunagreiðslur og hafa upphæðir í því sambandi á hreinu. Upphæðin var skattfrjáls fyrir Barnevik, samkvæmt breskum skattareglum, þar sem hann flutti frá Sviss til Englands við starfslok. Ef hann hefði búið áfram í Sviss, þar sem höfuðstöðvar ABB eru, hefði hann þurft að greiða skatt af upphæðinni. Málið hefur vakið hörð viðbrögð og Barnevik, sem hingað til hefur notið mikillar virðingar sem stjórnandi, hefur mátt sæta harðri gagnrýni fyrir græðgi og siðleysi. Honum hefur ver- ið gert að láta af stjórnarformennsku í Investor, fjárfestingarfélagi hinnar áhrifamiklu sænsku Wallenberg-fjöl- skyldu, sem einmitt er næststærsti hluthafi í ABB. Í Financial Times kemur m.a. fram að málið hafi vakið umræður um stjórnun evrópskra fyrirtækja al- mennt og þær séu hliðstæða um- ræðna um endurskoðun reikninga sem Enron-málið kveikti í Bandaríkj- unum. ABB-málið hlýtur enda að vekja spurningar eins og hver er ábyrgð hvers aðila um sig: eigenda, stjórnarmanna, stjórnarformanns og forstjóra. Barnevik er 61 árs að aldri. Hann var forstjóri ABB á árunum 1988– 1996 og síðan stjórnarformaður þar til síðasta haust er hann sagði af sér, m.a. með þeim orðum að þannig sýndi hann nokkra ábyrgð á erfiðleikum í rekstri ABB og versnandi afkomu. Eftirlaunamál bar þá ekki á góma op- inberlega en nú er ljóst að um þær mundir hafði stjórnin fengið vitn- eskju um greiðsluna til Barnevik. Gengi hlutabréfa ABB hefur lækkað undanfarin misseri og félagið er rekið með tapi. Nú síðast var tilkynnt að tap síðasta árs væri hið mesta nokkru sinni, eða sem samsvarar um 69 millj- örðum króna. ABB hefur þurft að segja upp starfsfólki og vekja því fréttirnar af myndarlegum eftirlaun- um Barnevik reiði meðal starfsfólks fyrirtækisins. Barnevik lék aðalhlut- verk í samrunaferli sænska félagsins ASEA og hins svissneska Brown Boveri í stórfyrirtækið ABB árið 1987 og varð forstjóri sameinaðs félags. Hann var áður forstjóri ASEA í Sví- þjóð frá því um 1980. Hann situr í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, þ. á m. ensk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca sem stjórnarformaður. Óljóst er hvort Barnevik gegnir þeirri stöðu áfram og einnig hvort framhald verður á stjórnarsetu hans í General Motors. Barnevik var bæði forstjóri ABB og stjórnarformaður um nokkurra mánaða skeið, frá mars 1996 til árs- loka. Árið eftir, þegar hann hafði látið af störfum sem forstjóri, fékk hann greidda áðurnefnda upphæð, en stjórn fyrirtækisins vissi ekki hve há sú upphæð var, þrátt fyrir að stjórn- arformanni væri skylt að upplýsa stjórnarmenn um ákvörðun af þessu tagi. Einungis Peter Wallenberg og David de Pury vissu af greiðslunni, en þeir voru varastjórnarformenn hjá ABB. Það var Peter Wallenberg, fulltrúi Wallenberg-fjölskyldunnar, sem er næststærsti eigandi ABB um fjárfestingarfélagið Investor, sem samdi um fyrirkomulag á eftirlaunum og öðrum greiðslum til Barnevik árið 1992. Greiðsluna fékk Barnevik svo í einu lagi árið 1997 samkvæmt skil- málum samningsins frá 1992. Greiðsl- an var byggð á launum Barnevik á 17 ára ferli hans sem forstjóri ASEA og ABB og þar að auki á árangurstengd- um kaupaukum. Hvorki aðrir stjórn- armenn né hluthafar í ABB vissu um þetta fyrirkomulag eða upphæðir í því sambandi. Stjórnin reyndi að fá endurgreitt Einnig er talið víst að Barnevik hafi ekki upplýst stjórn ABB um starfs- lokagreiðslur og eftirlaunasamninga sem hann gerði sem stjórnarformað- ur við Göran Lindahl, eftirmann sinn í starfi forstjóra. Spurningar um starfslokasamning hans vöknuðu vor- ið 2001, samhliða skráningu hluta- bréfa ABB í Kauphöllinni í New York. Greiðslurnar til Lindahl þóttu gríðarlega háar, eða sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna, og var þá Barnevik spurður um hans eigin starfslokasamning. Hann gaf ekki svör fyrr en síðastliðið haust og krafði stjórnin hann þá um endur- greiðslu á hluta fjárhæðarinnar, en hann neitaði því. Um sama leyti sagði Barnevik af sér sem stjórnarformað- ur ABB. Þar sem Barnevik hef- ur neitað endurgreiðslu og ekki viðurkennt að neitt rangt hafi átt sér stað, utan að stjórnin hefði átt að vera upplýst um upphæðir samningsins, ákvað stjórnin að upplýsa almenning um málavexti nú í febrúar. Barnevik hefur þó haft samband við stjórnina og óskað eftir samningaviðræðum sem nú ku standa yfir. Lindahl hætti störfum árið 2000 og tók þá Jörgen Cindermann við. Lind- ahl hefur m.a. setið í stjórn Ericsson en frá því fyrirtæki hafa nú borist fréttir af því að hann verði ekki í kjöri á næsta aðalfundi. Ekki er vitað hvort það tengist ABB-málinu eða ekki. Endalok áhrifa Wallenberg-fjölskyldunnar Jafnvel er talið að þetta hneykslismál geti markað upphafið að endalokum hinnar valdamiklu Wallenberg-fjöl- skyldu í Svíþjóð, eins og norrænir fjölmiðlar benda á. Þræðir hneyksl- isins liggi víða og marga megi rekja til Wallenberganna. Investor er skráð á hlutabréfamarkaði í Svíþjóð og nú er þess krafist að félagið leggi starfsloka- og eftirlaunasamninga við yfirmenn á borðið. Evrópusambandið hefur m.a. bar- ist fyrir lögmálinu um „eitt hlutabréf, eitt atkvæði“ og er talið að þetta mál sé vatn á myllu ESB. Wallenberg- fjölskyldan ræður nefnilega yfir svo- kölluðum A-hlutabréfum í ýmsum fyrirtækjum og fylgir þeim meiri at- kvæðisréttur en B-hlutabréfum. Svo er farið með Ericsson þar sem Wall- enberg og fleiri stórir sænskir fjár- festar eiga A-hlutabréf en útlending- um vísað á B-hlutabréfin til kaups. Martin Ebner, svissneskur fjár- málamaður, hefur verið óþreytandi við að gagnrýna vinnubrögð Wallen- berg-fjölskyldunnar, en Ebner er stór hluthafi í ABB. Hann segir fjöl- skylduna aðeins hugsa um eigin hag en ekki hag hluthafanna. Það var Ebner sem spurði spurninganna sem leiddu til þess að stjórn ABB komst á snoðir um samningana við Lindahl og Barnevik á síðasta ári. Núverandi stjórnarformaður ABB, Jürgen Dormann, er fulltrúi Ebners í stjórninni. Talið er að Dormann hafi átt frumkvæðið að yfirlýsingu stjórn- arinnar sem gerði málið opinbert í síðustu viku en þá var kynnt stjórn- arsamþykkt ABB þess efnis að end- urmeta þyrfti eftirlaunasamninga við fyrrverandi forstjóra og samninga um aðrar greiðslur þar sem kostnað- ur við þá væri of mikill. Reynt yrði að fá endurgreiddan hluta þeirra upp- hæða sem Lindahl og Barnevik hafa fengið greiddar. Stjórnin lýsir því yfir að aðferðir við samninga við þá hafi ekki uppfyllt öll skilyrði. Hins vegar séu samning- ar þessa efnis við aðra yfirmenn ABB í samræmi við innri og ytri reglur og yfirfarnir af nýstofnaðri nefnd innan fyrirtækisins. Algengt í Bandaríkjunum Í einkaviðtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter, segir Percy Barne- vik m.a. að líta megi á samninginn sem bandarískar upphæðir en í evr- ópsku umhverfi. Slíkar greiðslur séu algengar í Bandaríkjunum og m.a. hafi yfirmenn ABB í Bandaríkjunum fengið háa starfslokasamninga. Barnevik hefur varið samninginn á ýmsan hátt en viðurkennir þó að rétt hefði verið að ræða samninginn í stjórninni og upplýsa stjórnarmenn. Barnevik segir að um 90% af eft- irlaunagreiðslunni hafi byggst á rekstrarárangri fyrirtækisins og ástæðan fyrir því að greiðslan varð svo há, væri að á tímabili hafi ABB gengið afar vel. Samningnum hafi hins vegar ekki verið breytt. Spurður hvort hann hafi vitað hvers virði eft- irlaunasamningurinn hans var, svar- ar hann: „Ég sat aldrei og reiknaði upphæðina jafnóðum. Það var ekki fyrr en ég fór á eftirlaun að þetta kom í ljós.“ Barnevik hefur ekki svarað því hvað hann hefur gert við féð. Bandarískar upphæðir í evrópsku umhverfi Reuters Percy Barnevik: „Ég sat aldrei og reiknaði upphæðina jafnóðum. Það var ekki fyrr en ég fór á eftirlaun að þetta kom í ljós.“ Percy Barnevik réttlætir tæpra níu milljarða eftirlauna- og starfslokagreiðslu til sín frá ABB Einn virtasti athafnamaður Svía er nú sakaður um spillingu og græðgi en hann tók við sem samsvarar 8,7 milljörðum í eftirlaun í formi starfs- lokagreiðslu árið 1997 eftir að hann lét af störfum sem forstjóri ABB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.