Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR þessum efnum þannig að landkynningin sé hnitmiðuð og hagnist allri ferðaþjónustunni í sem víðustum skiln- ingi. Skrifstofa Ferða- málaráðs í Þýskalandi hefur hafið kynningu á flugi þýska flugfé- lagsins LTU til Egils- staða næsta sumar. Sendar hafa verið út fréttatilkynningar á söluskrifstofur og til fagtímarita, þar sem kynningin á fluginu og möguleikum á ferðum eru listaðar upp. Haukur segir að koma verði í ljós hvort almenningur taki við sér. Í lok síðasta árs hafi Ferðamálaráð tekið þátt í ferðasýningu í Düsseldorf í Þýskalandi, þar sem þetta flug var kynnt. Það verði einnig auglýst á næstu misserum, í samráði við LTU. Þá sé fyrirhuguð kynnisferð með LTU til Íslands í vor á vegum Ferða- málaráðs. Gert er ráð fyrir að verðið á flugi LTU frá Þýskalandi til Egilsstaða og til baka verði frá 340 evrum, sam- kvæmt upplýsingum LTU, jafngildi um 30 þúsund íslenskum krónum. Haukur segir að Ferðamálaráð muni taka þátt í þremur ferðasýn- ingum í febrúar og mars, í Hamborg, München og Berlín. Nýlega sé hins vegar lokið sýningu í Stuttgart, þar sem aðsókn hafi farið fram úr von- um. Yfir 200.000 gestir hafi heimsótt sýninguna, sem sé aukning frá síð- asta ári. Ferðamálaráð Íslands hefur stað- ið að auglýsingaherferð í Þýskalandi frá síðastliðnu hausti í samstarfi við Flugleiðir. Í herferðinni er lögð áhersla á heilsutengdar ferðir, af- þreyingu og fleira. Um er að ræða auglýsingar á veggspjöldum sem hengd eru upp á neðanjarðarlestar- stöðvum, eins og hrint var af stað í París. „Við höfum áhuga á að halda þess- ari herferð áfram því hún hefur borið árangur. Fyrirspurnum hefur fjölg- að, einnig varðandi sumarferðir til Íslands, þó svo að auglýst sé nú yfir vetrartímann. Borgarferðir, ráð- stefnur og aðrar styttri ferðir draga ekki úr áhuga á sumarferðum og keppa ekki við þær en auka hins veg- ar áhuga á landi og þjóð. Það er því algjört grundvallaratriði að tryggja flugið til og frá Íslandi einnig frá hausti til sumars.“ Þrjú flugfélög fljúga milli Íslands og Þýskalands Náttúra Íslands hefur að sögn Hauks ávallt mest aðdráttarafl í aug- um útlendinga. Hann segir að Ferða- málaráð slaki hvergi á í kynningu á henni. Einnig sé þó lögð áhersla á hvað hægt sé að gera á Íslandi annað en að njóta náttúrunnar, hvaða þjón- usta sé í boði o.s.frv. Til að mynda séu borgarferðir, heilsutengdar ferð- ir, hvataferðir fyrirtækja og fleira í þeim dúr í vexti í Þýskalandi, og Ferðamálaráð ætli að stuðla að því að Íslendingar fái sinn skerf af þeirri köku. Þar sé um að ræða allt annan hóp en þann sem hafi áhuga á nátt- úrunni eingöngu, eða sumarferðum. „Þýskaland og meginlandið er og verður mikilvægasti markaðurinn fyrir landsbyggðina og hér verður hvergi slakað í kynningarmálum.“ Þrjú flugfélög munu fljúga til Ís- lands frá Þýskalandi í sumar. Það eru Flugleiðir, sem eru langstærstir, fljúga allt árið og eru með mestu tíðnina, LTU og flugfélagið Airo Loyd að sumri. Þar að auki verður Smyril Line með nýtt skip í sigling- um á árinu og segir Haukur að Þýskaland sé einn mikilvægasti markaðurinn fyrir skipafélagið. UM 5% fleiri fyrir- spurnir hafa borist til skrifstofu Ferðamála- ráðs Íslands í Þýska- landi um ferðir milli landanna í ár en á sama tíma í fyrra. Haukur Birgisson, forstöðumað- ur skrifstofunnar, segir að það sé nánast ótrú- legt að á sama tíma og verulega dragi úr ferða- mannastraumi milli flestra annarra landa, þá stefni í að Ísland haldi sínum hlut meðal Þjóðverja og muni jafn- vel auka hann. Því sé mikilvægt að fá aukna fjármuni í landkynningu, eins og nú sé að eiga sér stað. Einnig sé mikilvægt að það haldist í hendur uppbygging á ferða- mannastöðum, upplýsingagjöf og markaðssetning til að framboð og eftirspurn haldist í hendur. Hann segir að bókanir hjá sölu- aðilum líti ágætlega út eins og er, en því megi ekki gleyma að samkeppnin sé mikil. Ferðamálaráð hafi staðið að ýmsum kynningum á landinu á und- anförnum misserum, bæði á sýning- um og með auglýsingum. Nauðsyn- legt sé að halda vel á spöðunum í Aukin ásókn í ferðir til Íslands Haukur Birgisson Fyrirspurnum um ferðir milli Þýskalands og Íslands fjölgar hjá skrifstofu Ferðamálaráðs Ríkiskaup segja EJS uppfylla skil- yrði um hæfi RÍKISKAUP hafa svarað bréfi Skýrr hf. frá 5. febrúar síðastliðnum þar sem krafist var skýringa á þeirri niðurstöðu fjármálaráðherra að taka tilboði EJS hf. í hýsingu og rekstur fjárhagskerfis ríkissjóðs. Í svarbréf- inu eru færð rök fyrir því að tilboði EJS var tekið. Ríkiskaup buðu í fyrra út fjárhags- kerfi ríkissjóðs og niðurstaðan varð sú að Skýrr hf. var með lægsta boð og varð fyrir valinu. Annað útboð fór síð- an fram um hýsingu og rekstur fjár- hagskerfisins og voru tilboð opnuð 6. desember 2001. Fjármálaráðherra tók tilboði EJS hf. sem lagði inn þrjú tilboð. Næstlægsta tilboð EJS varð fyrir valinu og hljóðar það upp á 422 milljónir króna til 6 ára. Alls bárust 14 tilboð frá 6 fyrirtækjum. EJS með þrjú lægstu tilboðin Í svarbréfi Ríkiskaupa kemur fram að EJS teljist uppfylla þau skilyrði sem sett voru í útboðsgögnum um hæfi bjóðenda. Í annan stað hafi þrjú tilboð EJS fengið þrjár hæstu heild- areinkunnir bjóðenda, þegar vegnar voru saman einkunnir fyrir verð, gæði högunar og gæðaþátt. Í þessum samanburði fékk tilboð Skýrr fimmtu hæstu einkunnina. Í þriðja lagi var útreiknaður heildarkostnaður tilboða EJS lægstur. Fjórða atriðið sem Skýrr óskaði upplýsinga um varðaði þá tæknilegu högun sem EJS bauð í sínu tilboði. Í svarbréfi Ríkiskaupa segir að það sé afstaða stofnunarinnar að þær upp- lýsingar flokkist undir upplýsingar sem kunni að skaða lögmæta við- skiptahagsmuni EJS. Þessar upplýs- ingar eru því ekki veittar í svarbréf- inu. Að lokum óskaði Skýrr eftir að- gangi að skýrslu ráðgjafa sem hefur að geyma rökstuðning fyrir niður- stöðu í vali á samningsaðila útboðsins og skýrslu stýrinefndar um val á rekstraraðila. Ríkiskaup svara því til að skýrsla vinnuhóps Ríkisbókhalds teldist vera vinnuskjal, samkvæmt Upplýsingalögum nr. 50/1996, og sé því undanþegin upplýsingarétti. Skýrr fékk þó sent afrit af skjali sem greinir frá niðurstöðum stýrinefndar fyrir nýtt fjárhags- og mannauðs- kerfi um val á bjóðanda í hýsingu og rekstur. Þar er að finna niðurstöður stýrinefndarinnar og tillögur til fjár- málaráðherra um niðurstöðu útboðs- ins. ÞÝSK-íslenska verslunarráðið (ÞÍV) stóð fyrir Íslandskynningu í Bremen í Þýskalandi í tengslum við sjávar- útvegssýninguna Fish International sem haldin var í síðustu viku. Meðal þeirra sem ávörpuðu gesti á kynning- unni voru Árni M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra, en aðrir ræðumenn voru þeir Mathias Keller fram- kvæmdastjóri Samtaka þýskra heild- og smásala í fiski, Bjarni Sölvason hjá SÍF-Hamborg, Benedikt Olgeirsson, framkvæmdastjóri Eimskip-Hamborg og Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Út- gerðarfélags Akureyringa. Guðbrandur sagði m.a. í ræðu sinni að staða ís- lensks sjávarútvegs hefði sjaldan verið betri en nú. Miklar breytingar hafi orð- ið á greininni á síðustu áratugum en líklega yrði 20. aldarinnar minnst vegna útfærslu landhelginnar og til- komu núverandi fiskveiðistjórn- unarkerfis. Þrátt fyrir að fisk- veiðistjórnunarkerfið væri umdeilt væru flestir ef ekki allir sammála því að það hafi skilað sjávarútveginum mikilli hagræðingu eins og stefnt var að í upphafi. Mörg sóknarfæri Guðbrandur sagði mörg sóknarfæri fyr- ir sjávarútveginn á Íslandi í framtíð- inni. „Til að ná árangri á nýrri öld þurfa framleiðendur að varðveita nátt- úruleg gæði sjávarafurðanna og leggja meiri áherslu á rannsóknir og þróun á öllu sviðum innan greinarinnar. Grein- inni er líka nauðsynlegt að reka öflugt markaðs- og vöruþróunarstarf þar sem vakað er yfir breytingum á helstu mörkuðum okkar og afurðunum breytt í samræmi við breyttar þarfir neyt- endanna,“ sagði Guðbrandur. ÞÍV stendur á hverju ári fyrir Ís- landskynningu í Þýskalandi jafnhliða aðalfundi og er þetta í 7. sinn sem hún er haldin. Áður hefur m.a. verið fjallað um fjármálamarkaði, fjárfest- ingar á Íslandi, ferðaþjónustu og orku- mál. Alls sóttu um 70 manns Íslands- kynninguna, m.a. embættismenn úr þýska landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðuneytinu, fulltrúar flestra helstu fyrirtækja í þýskum sjávarútvegi, for- svarsmenn fyrirtækja í sölu og dreif- ingu auk fjölmargra hagsmuna- samtaka. Frá ráðstefnu ÞÍV um sjávarútvegsmál sem haldin var í Bremen. Á myndinni eru Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Peter Greim, forstjóri Frozen Fish International og stjórnarformaður ÞÍV. Íslands- kynning ÞÍV í Bremen Í EINNI elstu íþrótta- og útivist- arvöruverslun landsins eru fimm æðstu yfirmenn fyrirtækisins konur. Þetta eru framkvæmdastjóri Útilífs, fjármálastjóri, innkaupastjóri og tveir verslunarstjórar. Hjá Útilífi starfa 46 manns, 28 konur og 18 karl- ar. Verslunin var stofnsett árið 1974 og var fjölskyldufyrirtæki til ársins 1999 þegar Baugur keypti fyrirtækið. Gerður Ríkharðsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri Útilífs frá nóvem- ber sl., en hún var áður fram- kvæmdastjóri Ikea á Íslandi. „Í raun- inni er þetta bara tilviljun,“ segir Gerður í samtali við Morgunblaðið. „Ég met fólk eftir verðleikum en ekki kyni þegar ég ræð í störf.“ Að mati Gerðar er það svo að karl- ar og konur fái vissulega jöfn tæki- færi í viðskiptalífinu en stundum vanti upp á metnað, vilja og áhuga meðal kvenna. „Konur eru að mínu mati oft betri stjórnendur en karl- menn að því leyti að þær eru oft næmari, samviskusamari og ná- kvæmari, en karlmenn geta oft verið yfirvegaðri stjórnendur og vinna því betur undir álagi. Þegar konur sýna metnað, vilja og áhuga á að leggja stjórnunarstörf fyrir sig, eru þær mjög góðir stjórn- endur. Það vantar að þær sækist eftir þessu sjálfar, því ef þær myndu gera það, kæmi þeim á óvart hve mörg tækifæri bíða þeirra,“ segir Gerður. Hún segir ljóst að Baugur sé a.m.k. slíkt fyrirtæki sem veitir konum og körlum jöfn tækifæri. T.d. eru nær allir framkvæmdastjórar á sérvöru- sviði Baugs konur. Gerður segir að konum meðal framkvæmdastjóra í verslunargeir- anum hafi fjölgað verulega undanfar- in misseri. „Í seinni tíð er það mín til- finning að konur séu orðnar fjölmennari en karlar meðal mark- aðsstjóra, og það er staðreynd að starfsmannastjórar eru oft konur.“ Of margar sportvöruverslanir á markaðnum Þegar Gerður tók við framkvæmda- stjórastarfinu hafði innkaupastjóri þegar hætt störfum, auk fyrri fram- kvæmdastjóra. Gerður réði Hjördísi Ósk Óskarsdóttur sem innkaupa- stjóra sér við hlið og þegar gegndu þær Lilja Hallbjörnsdóttir og Hjör- dís Ólöf Jóhannsdóttir stjórnunar- stöðum hjá fyrirtækinu, Lilja er verslunarstjóri í Glæsibæ og Hjördís Ólöf er fjármálastjóri. Í janúar sl. var svo Kristín B. Aðalsteinsdóttir ráðin verslunarstjóri Útilífs í Smáralind. Hjá Útilífi starfa einnig tíu deildar- stjórar og þar eru kynjahlutföllin hnífjöfn. Aðspurð segir Gerður að miklar breytingar hafi orðið á útivistarvöru- markaðnum undanfarin ár. „Núna eru of margar sportvöruverslanir á markaðnum. Þegar ég lít til framtíð- ar er ljóst að einhverjar sameiningar verða og einhverjir munu gefa eftir. Við ætlum hins vegar ekki að gefa eftir. Við eigum sterkan bakhjarl í Baugi og höfum það að markmiði að veita sem besta þjónustu.“ Gerður segir að mikil stefnumót- unarvinna fari nú fram innan Útilífs og uppi séu háleit markmið sem þó er ekki tímabært að greina frá. Versl- anir Útilífs eru nú tvær, hin gamal- gróna og vel þekkta verslun í Glæsibæ og 1.200 fm verslun í Smáralind. Gerður segir að skerpt verði á muninum á milli verslananna. „Í versluninni í Glæsibæ er lögð áhersla á sérfræðiþjónustu en í Smáralind er boðið upp á alla al- menna útivistarvöru og sportfatnað fyrir stóra sem smáa.“ Enn sem kom- ið er sækja fleiri verslunina í Glæsibæ heim, og því er ætlunin að breyta, að sögn Gerðar. Konur í öllum stjórn- unarstöðum hjá Útilífi Morgunblaðið/Árni Sæberg Æðstu yfirmenn Útilífs í Smáralind: Hjördís Ósk Óskarsdóttir, Lilja Hallbjörnsdóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Hjördís Ólöf Jóhannesdóttir og Gerður Ríkharðsdóttir. Karlar og konur fá vissulega jöfn tækifæri í við- skiptalífinu að mati Gerðar Ríkharðsdóttur, framkvæmdastjóra Útilífs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.