Morgunblaðið - 21.02.2002, Síða 11
ÞÓ að Íslendingar hafi öldum
saman lagt sér saltfisk til
munns er nokkru ríkari hefð fyr-
ir matreiðslu og neyslu hans
sunnar í Evrópu. Íslendingar
eru þó óðum að tileinka sér
fjölbreyttari matreiðslu. Í dag
er lesendum boðið upp á nokk-
uð óvenjulegan en jafnframt
einfaldan saltfiskrétt, ágæta
tilbreytingu frá soðnum salt-
fiski með hamsatólg og kart-
öflum. Réttinn má finna á
heimasíðu Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins en þar er
mikið úrval sjávarrétta. Rétt-
urinn er fyrir fjóra. Verði ykkur
að góðu!
500 g saltfiskur
250 g spaghetti eða núðlur
150 g rifinn óðalsostur
3 msk brætt smjörlíki
salt, pipar
UPPSKRIFTIN
Snöggsjóðið útvatnaðan saltfiskinn og plokkið sundur (beinhreinsið).
Sjóðið spaghettíið/núðlurnar á meðan. Setjið síðan til skiptis í ofnfast
fat 1 lag af spaghetti/núðlum, 1 lag saltfisk og hellið bráðnu smjöri yfir
áður en aftur er sett 1 lag af spaghetti o.s.frv. Hellið bráðnu smjöri yfir
efsta lagið, dreifið ostinum yfir og setjið í heitan ofn og látið brúnast að
ofan (gratínerast) þar til yfirborðið er fallega ljósbrúnt.
S O Ð N I N G I N
AÐFERÐIN
Saltfiskur í ofni
með spaghetti
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 C 11
NFÓLK H
vað felst í starfi fram-
kvæmdastjóra
Kringlunnar?
„Rekstrarfélag
Kringlunnar sér um
rekstur hússins. Í því felst stjórnun á
allri öryggisgæslu hússins, verktök-
um sem sjá um þrif og umsjón með
sameiginlegum markaðsmálum fyrir
húsið. Við rekum markaðsstefnu
hússins, mótum hana og stöndum
fyrir sameiginlegum uppákomum
kaupmanna. Þessi liður hefur sífellt
verið að aukast. Þá stýrum við sam-
setningu verslana í húsinu, ásamt
stjórn rekstrarfélagsins sem í sitja
kaupmenn og eigendur. Auk þess
mótar framkvæmdastjóri framtíðar-
stefnu Kringlunnar og annast sam-
skipti við nágranna, nánasta um-
hverfi og borgina.
Þetta er mjög lifandi starf og
snýst mikið um samskipti við fólk.
Hér eru hátt í 200 rekstraraðilar
og mikil hringiða af fólki.“
Hvernig er frítíma þínum háttað?
„Ég tel mig vera mikinn fjöl-
skyldumann og það tekur sinn tíma.
Það er þetta að reyna að ná jafnvægi
á milli vinnu og fjölskyldu, það er
listin. Þessi lína sem maður er alltaf
að leita að, stundum finnur maður
hana en stundum tapar maður af
henni.
Þá reynum við hjónin að komast á
skíði á veturna, bæði hér heima og
erlendis. Eldri börnin tvö taka þátt í
því. Ég er reyndar nýsestur í stjórn
Skíðasambands Íslands. Þess utan
spilar maður fótbolta með félögun-
um vikulega. Það er kannski nauð-
synlegur félagslegur þáttur frekar
en hreyfing. Á sumrin vil ég vera úti í
náttúrunni og hugsanlega með veiði-
stöng í hægri, án þess að ég ætli að
fara að gera mig að einhverjum lax-
veiðimanni.“
Hvað með golfið?
„Ég tel mig ekki hafa tíma fyrir
golfið ennþá. Ég spilaði golf þegar ég
var í námi í Bandaríkjunum en hef
ekki komið nálægt kylfunum mínum
síðan ég kom heim. Ég skil ekki
hvernig menn hafa tíma í þetta.“
Hvernig líkaði þér dvölin í
Bandaríkjunum?
„Mér fannst skólinn krefjandi og
skemmtilegur. Auk þess er það
manni hollt að standa á eigin fótum í
öðru landi. Það byggir upp karakter
og sjálfstraust í fólki á þessum
aldri.“
Lýstu sjálfum þér?
„Ég er ákveðinn, hvatvís, óþolin-
móður, ekki langrækinn á leiðindi en
fastur fyrir í því sem ég tel vera rétt.
Svo má segja að með árunum læri
maður að hlusta betur á aðra. Segja
minna og hlusta meira.“
Segja minna
og hlusta meira
Morgunblaðið/Þorkell
Örn V. Kjartansson fæddist í
Reykjavík árið 1966. Hann lauk
stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti árið 1987 og
B.S.-gráðu í markaðsfræðum frá
F.I.T.-háskólanum í Florida í
Bandaríkjunum árið 1992.
Þegar heim kom fór hann til starfa
hjá Hagkaupum, fyrst í inn-
kaupadeild, þá sem rekstrarstjóri
verslana og loks sem sölustjóri
Hagkaupa. Jafnframt sat hann í
framkvæmdastjórn Hagkaupa frá
1994 til 1998. Frá árinu 1998 hef-
ur Örn starfað að ýmsum verk-
efnum hjá Hofi, Eignarhaldsfélagi
Kringlunnar og Þyrpingu. Hefur
hann ennfremur setið í stjórn
Kringlunnar frá 1998 og verið
starfandi stjórnarmaður frá júní
2001 og starfað með fram-
kvæmdastjóra og stjórn Kringl-
unnar m.a. að stefnumótun, verk-
efnastjórnun og undirbúningi fyrir
aukna samkeppni. Hann tók við
starfi framkvæmdastjóra Kringl-
unnar um sl. áramót.
Örn er giftur Hrefnu Hallgríms-
dóttur flugfreyju og á þrjú börn,
Friðrikku 2 ára, Fríðu 6 ára og Arn-
ór 14 ára.
Sérblað alla
sunnudag