Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 C 9 NÚR VERINU S K E L F I S K B Á T A R Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. BJARNI SVEIN SH 107 41 25 4 Stykkishólmur KRISTINN FRIÐRIKSSON SH 3 104 36 4 Stykkishólmur ÞÓRSNES SH 108 163 48 5 Stykkishólmur FOSSÁ ÞH 362 249 90 1 Þórshöfn T O G A R A R Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. BREKI VE 61 599 140* Djúpkarfi Gámur BERGEY VE 544 339 66* Karfi/Gullkarfi Vestmannaeyjar JÓN VÍDALÍN ÁR 1 548 87* Karfi/Gullkarfi Vestmannaeyjar STURLA GK 12 297 79* Djúpkarfi Grindavík ÞURÍÐUR HALLDÓRSD. GK 94 249 61* Djúpkarfi Grindavík SÓLEY SIGURJÓNS GK 200 290 92 Ufsi Sandgerði HJALTEYRIN EA 310 846 74 Karfi/Gullkarfi Reykjavík OTTÓ N. ÞORLÁKSSON RE 203 485 177 Karfi/Gullkarfi Reykjavík ÁSBJÖRN RE 50 442 152 Karfi/Gullkarfi Reykjavík HARALDUR BÖÐVARSS. AK 12 299 101 Karfi/Gullkarfi Akranes STURLAUGUR H. BÖÐV. AK 10 431 141 Karfi/Gullkarfi Akranes HRINGUR SH 535 488 100 Karfi/Gullkarfi Grundarfjörður SKAFTI SK 3 299 79 Ufsi Grundarfjörður PÁLL PÁLSSON ÍS 102 583 148 Þorskur Ísafjörður KALDBAKUR EA 1 941 143 Þorskur Akureyri ÁRBAKUR EA 5 445 114 Þorskur Akureyri GULLVER NS 12 423 113* Þorskur Seyðisfjörður LJÓSAFELL SU 70 549 73 Þorskur Fáskrúðsfjörður BJÖRGÚLFUR EA 312 424 88 Þorskur Stöðvarfjörður KAMBARÖST SU 200 487 99 Þorskur Stöðvarfjörður MARGRÉT EA 710 450 98 Þorskur Stöðvarfjörður GUÐNI ÓLAFSSON VE 606, eitt stærsta og öflugasta línuskip á Norður-Atlantshafi, kom til heima- hafnar í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn um síðustu helgi en skipið var smíðað hjá skipasmíðastöðinni Huangpu Guangzhou í Kína. Eig- andi skipsins er útgerð Ístúns hf. í Vestmannaaeyjum. Helstu forvígismenn að bygg- ingu skipsins voru félagarnir Guð- jón Rögnvaldsson, framkvæmda- stjóri Ístúns og útgerðarfélagsins Sæhamars, og félagi hans Guðni Ólafsson skipstjóri sem átti hug- myndina að smíðinni, en Guðni lést langt fyrir aldur fram meðan skip- ið var í smíðum. Guðni Ólafsson VE er þriggja þilfara línu-, neta- og túnfiskveiði- skip með tvær frystilestar undir aðalþilfari. Aftari lestin er frysti- lest fyrir túnfisk og kælir niður í -55̊C. Mesta lengd skipsins er 51,2 metrar, breidd 12,2 metrar og dýpt af efra þilfari 8,10 metrar og frá bakkaþilfari 10,50 metrar. Guðni Ólafsson VE er 1.508 brúttótonn og 452 nettótonn. Íbúð- ir eru fyrir 24 menn, auk sjúkra- klefa og skrifstofu. Aðalvélar eru tvær af gerðinni Caterpillar. Skip- ið er hannað hjá Verkfræðistof- unni Feng ehf., í samvinnu við Sig- mar Sveinsson skipstjóra og Hallgrím Rögnvaldsson, sem einn- ig önnuðust eftirlit með smíðinni í Kína. „Við erum mjög ánægðir með smíðina á skipinu. Það má að stórum hluta þakka því að við höfðum sjálfir öflugt eftirlit með smíðinni allan tímann,“ segir Guð- jón Rögnvaldsson í samtali við Morgunblaðið. Forsendur hafa breyst Ístún var stofnað að frumkvæði Sæhamars í Vestmannaeyjum í þeim tilgangi að láta smíða skip með túnfisk- og línuveiðar í huga. Að Ístúni standa auk Sæhamars nokkrir öflugir hluthafar, m.a. Burðarás hf., Sjóvá-Almennar hf., Skeljungur hf., Þróunarfélag Ís- lands hf., Hekla hf., Radíómiðun hf., Friðrik A. Jónsson ehf., Net- hamar ehf. í Vestmannaeyjum, Pétur Björnsson, stjórnarformað- ur Ísbergs Ltd. í Bretlandi, verk- fræðistofan Fengur og Sigmar Sveinsson skipstjóri. Samið var um smíði skipsins á vormánuðum árið 1999 en smíðin hefur tafist nokkuð frá því sem upphaflega var áætlað. Segir Guðjón að forsendur hafi breyst töluvert frá því að tekin var ákvörðun um smíðina, enda hafi minna veiðst af túnfiski en margir hafi gert sér vonir um á þeim tíma. „Við gerðum okkar áætlanir út frá túnfiskveiðunum en við höfum frá upphafi verið með aðrar línuveiðar í úthafinu í huga, því það var alltaf ljóst að ekki væri hægt að stunda túnfiskveiðar nema hluta úr ári. Þó að skipið sé að mörgu leyti hannað til túnfiskveiða mun margt af þeim búnaði nýtast mjög vel á almennum línuveiðum. Til dæmis munum við nýta túnfiskfrystilest- ina undir hefðbundinn afla. Fisk- urinn geymist betur við svo mikið frost, hann kristallast fyrr og því rennur ekki eins mikill vökvi úr honum þegar hann er affrystur. Þannig munum við skila betra hrá- efni að landi. Skipið er hannað til þess að geta verið að veiðum í úthafinu, að komast með línu þar sem togskip geta ekki verið að veiðum. Þar teljum við vera ótal spennandi möguleika. Í þessu skipi er allt það besta sem framleitt er fyrir línu- veiðar í dag. Þar á meðal er tæki sem mælir hafstrauma allt niður á 1.000 metra dýpi og því getur skip- stjóri séð fyrir með nokkurri ná- kvæmni hvar línan leggst í botn- inn. Það hefur verið vandi til þessa en við vonum að þetta tæki muni skila okkur meiri afla.“ Guðni Ólafsson VE fer í sína fyrstu veiðiferð í byrjun mars og verður farið á línu til að reyna búnaðinn en ráðgert er að fara til grálúðuveiða utan íslensku landhelg- innar í framhaldi af reynslutúrnum. „Hugmyndin er að halda til veiða á Rockall-svæðið þeg- ar vertíðin hefst þar með vorinu. Við rennum að vísu svo- lítið blint í sjóinn en á þessu svæði hafa línuveiðar gefið bet- ur af sér en togveið- ar. Við erum síður en svo búnir að gefa túnfiskveiðarnar upp á bátinn. Ná- grannaþjóðir okkar, bæði Norðmenn og Skotar, hafa gert góða hluti í túnfiskveiðum og Skotar hafa nýverið fengið tvö ný skip, áþekk því sem við létum smíða, og ætla að stunda úthafið líkt og við ætlum að gera,“ segir Guðjón Rögnvaldsson. Ótal spennandi möguleikar í úthafinu Morgunblaðið/Sigurgeir Guðni Ólafsson VE leggst að bryggju í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn. Gerður G. Sigurðardóttir, ekkja Guðna Ólafssonar eins af frumkvöðlum að smíði skipsins, gaf skipinu nafn þegar það kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Guðni Ólafsson VE er eitt öflugasta línuskipið á Norður-Atlantshafi AUKA þarf rannsóknir og til- raunaveiðar á miðsjávartegundum í úthafinu milli Íslands og Grænlands með það fyrir augum að nýta þær með sjálfbærum hætti til bræðslu eða manneldis. Þetta kemur fram í þings- ályktunartillögu sem Össur Skarp- héðinsson, líffræðingur og formaður Samfylkingarinnar, hefur mælt fyrir á Alþingi. Hann telur að slíkar fiski- tegundir gætu mætt fyrirsjáanlegum skorti á hráefni á fiskimjöli og lýsi til fóðurgerðar fyrir fiskeldi. „Það er að finna gríðarlegan líf- massa í þykku belti af fiski og svif- kröbbum sem nær frá 400 til 800 metra dýpi á ótrúlega víðfeðmu haf- svæði austan og vestan Íslands. Þess- ar djúplóðningar fundust upp úr 1990 við leit að karfa og komu fram á því 100 þúsund fersjómílna svæði sem þá var leitað á í Grænlandshafi og náðu eins langt suður og kannað var,“ segir Össur. Í þingsályktunartillögunni kemur fram að engin kerfisbundin athugun hafi verið gerð á tegundasamsetningu og útbreiðslu einstakra tegunda en þær rannsóknir sem gerðar hafi verið sýni að magnið sé verulegt. Í berg- málsdýptarmælingum sem gerðar voru á árunum 1993–1995 kom í ljós að þéttleiki lífmassans var mestu í slökkum landgrunnins, bæði Íslands- og Grænlandsmegin en minna magn hélt sig í miðju úthafsins. Við til- raunaveiðar veiddust um 60 tegundir fiska af 35 ættum. Langmest veiddist af ýmsum laxsíldum en auk þess var slóansgelgja algeng, sömuleiðis skjár og trjónuáll en í milla mæli veiddust broddatanni, geirsíli, marsnákar og smokkfiska- og krabbategundir. Eins er talið líklegt að gríðarlegt magn ljósátu sé að finna í beltinu. Fyrirsjáanlegur skortur á fiskimjöli og lýsi Össur telur að í þessum djúplóðning- um felist bræðslutegundir framtíðar- innar sem komi að miklum notum þegar til verður orðin tækni til að vinna núverandi bræðslufisk, loðnu, síld og kolmunna, allan til manneldis. Vaxandi fiskeldi í heiminum kalli á stóraukna framleiðslu mjöls og lýsis. Þannig ætli Norðmenn að auka árlegt laxeldi sitt í 2,5 milljónir tonna fyrir árið 2030. „Ef framleiðsla á eldisfiski eykst jafnhratt og allt bendir til mun allt tiltækt fiskilýsi verða notað í eld- isfóður árið 2005 eða 2006 eða jafnvel fyrr. Það er því ljóst að alvarlegur skortur er á hráefni í fiskimjöl og lýsi til að standa undir fiskeldi framtíð- arinnar. Það eitt ætti að kalla eftir að menn freisti veiða á nýjum tegundum í hafinu sem hægt væri að nota til að framleiða mjöl og lýsi. Aðstæður okk- ar til rannsókna á djúplægum slóðum hafa gjörbreyst til hins betra með til- komu nýs og öflugs hafrannsókna- skips sem gerir kleift að veiða á miklu meira dýpi en hingað til. Það er ljóst að þarna geta falist gríðarleg verð- mæti sem við Íslendingar verðum að hafa frumkvæði að því að vinna,“ seg- ir Össur. Miklir möguleikar í miðsjávartegundum Laxsíldar, slóansgelgjur, trjónuálar, broddatannar, geirsíli og marsnákar gætu verið bræðslufiskar framtíðarinnar ATVINNA Á frystitogara Matsveinn og Baader-maður óska eftir atvinnu Matsveinn, með meistararéttindi frá Hótel- og veitingaskólanum og Baader-maður, með rétt- indi frá Baader á Íslandi á flestar bolfiskvélar, óska eftir vinnu. Báðir með mikla reynslu. Viðurkenning frá Slysavarnaskóla sjómanna. Meðmæli ef óskað er (helst afleysingar). Símar 567 9757 og 553 1429, netfang: gladator@torg.is . RAÐAUGLÝSINGAR TIL SÖLU         Til sölu Baader 189V flökunarvél. Vélin er í mjög góðu ástandi. Ýmis greiðslukjör, jafnvel skipti á góðum bíl. Upplýsingar hjá: FishMac ehf., símar 511 4870, 899 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.