Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Hvort er betra að dreifa eignasafni mikið eða dreifa því lítið og hafa í staðinn hluta þess í peningum? Stanley, verkfæraframleið- andinn kunni, flýr skattbyrði Bandaríkjanna og fer til Bermúda. Fjárfestar með öll eggin í sömu körfunni og skattaparadís Í GEGNUM tíðina hefur verið hægt að skipta fjárfestum almennt í tvo hópa, þá sem kaupa verðbréf til að eiga til lengri tíma og aðra sem kaupa verðbréf með það í huga að geta selt þau aftur skömmu síðar með hagn- aði. Hópurinn sem fjárfestir til að eiga bréf til lengri tíma er meira ríkjandi meðal fjárfesta í dag, enda hefur sú fjárfestingarstefna borið góðan árangur undanfarna áratugi. Hluta- bréfamarkaðir hafa verið gjöfulir og þeir sem hafa átt safn bréfa í stórum og stöndugum fyrirtækjum hafa séð fjárfestingar sínar margfaldast í verðgildi. Warren Buffet, fræg- asti fjárfestir heimsins í dag, er þekktastur í þessum hópi. Almennt hugarfar hvað varðar fjárfestingarstefnur var hins vegar allt annað árið 1935, þegar bókin The Battle for Invest- ment Survival var útgefin (reyndar sama ár og Security Analysis eftir Graham, sem Buff- et byggði fjárfestingarspeki sína að stórum hluta á). Mögru árin frá 1929 til 1933, þegar verðgildi Dow Jones-hlutabréfavísitölunnar féll tæplega 90%, fékk margan fjárfestinn til að líta svo á að aðeins væri hægt að hagnast á hlutabréfum með skammtímafjárfestingu í huga, enda gátu afar fáir sem keypt höfðu hlutabréf til að eiga til lengri tíma státað af þolanlegri ávöxtun á því tímabili. Höfundur bókarinnar, Gerald M. Loeb, var í þeim hópi sem þá var ríkjandi meðal fjárfesta. Fjárfest- ingarspeki hans og Warrens Buffets átti það sameiginlegt að telja hlutabréf vera helstu leiðina til að hagnast mikið og að ekki ætti að leggja áherslu á dreifingu safns heldur að kaupa aðeins hlutabréf í stórum og traustum fyrirtækjum á hagstæðu verði. Aðferðafræð- in sem Loeb beitti er þó gjörólík stefnu Buff- ets, og þess virði að skoða nánar, sérstaklega í ljósi þess að Buffet sjálfur hefur nýlega varað við að ávöxtun hlutabréfa veiti líklegast slak- ari ávöxtun næstu árin en flestir fjárfestar gera sér vonir um. Að mati Loebs eru allir þeir einstaklingar sem þéna umfram það sem þeir eyða sjálfkrafa fjárfestar, hvort sem þeir gera sér grein fyrir því eða ekki. Markmið fjárfestinga í hnotskurn er að varðveita þær umframtekjur til væntanlegra nota síðar. Loeb bendir á hversu verðbólga hefur nei- kvæð áhrif á gildi fjármagns og því þarf stöð- ugt að leitast við að ávaxta fé umfram verð- bólgu hverju sinni án of mikillar áhættu. Í því felst barátta hvers fjárfestis. Í hans tíð voru verðtryggð skuldabréf óþekkt fyrirbrigði en í dag hefði hann sjálfsagt verið mikill aðdáandi slíkra fjárfestingarleiða. Ólíkt þeirri goðsögn sem í dag er ríkjandi, að langtímafjárfestar eigi að hafa meginhluta fjárfestinga sinna í hlutabréfum, leggur Loeb mikla áherslu á að fara varlega í þeim efnum og eiga ávallt talsvert magn af lausu fé á hlið- arlínunum. Hann mælir með að þeir sem eru að hefja hlutabréfafjárfestingar ættu aðeins að fjárfesta um 10% af eigin fé í hlutabréfum og læra af þeirri reynslu, góðri eða slæmri, sem hlýst af þeirri fjárfestingu. Um leið og fjárfestingin fer að skila augljósu tapi, t.d. 10– 15% neikvæðri ávöxtun, skal selja bréfin og læra af mistökunum. Ef þau hækka í verði skal halda þeim fram að þeim tímapunkti sem augljós merki fara að koma fram um að frek- ari hækkanir séu ólíklegar til styttri tíma. Sá tímapunktur er ekki mældur í árum heldur aðeins vikum eða mánuðum. Með því að hafa alltaf dágóðan hluta af eignasafni fjárfestis í skammtímabréfum er áhættan á tapi lítil. Loeb kemur einnig með sterk rök fyrir því að slík stefna geri fjárfesti það auðveldara að líta skynsamlega á hluta- bréfafjárfestingar sínar. Hann bendir á að það stoði lítt að fela vanþekkingu á hluta- bréfafjárfestingum með dreifingu á bréfum í eignasafni, því ef hlutabréfamarkaðir falla al- mennt er áhættudreifing safns léleg vörn gegn tapi. Með því að hafa aðeins hluta af eign sinni í hlutabréfum er auðveldara að verjast mannlegu eðli sem hefur neikvæð áhrif á rök- rétta ákvörðunartöku, m.a. að selja með tapi, þó svo að öll skynsemi bendi til þess að upp- hafleg fjárfestingarákvörðun hafi verið óskynsamleg. Aðeins þannig getur fjárfestir leyft sér að einbeita sér að þeim fáu fjárfest- ingum sem hann telur að veiti mestan hagnað. Þetta er fjárfestingarspeki sem hefur e.t.v. lítið fylgi í dag, en er hugsanlega vanmetin. Fylgst með eggjakörfunni mixa@sph.is „Mesta öryggið felst í því að leggja töluverðan hluta af eggjum þínum í eina körfu og fylgjast vel með körfunni,“ segir í bókinni The Battle for Investment Survival ll FJÁRFESTINGAR Már Wolfgang Mixa ◆ FLESTIR hafa einhvern tíma gripið í Stanley verkfæri þegar þurft hefur að taka til hendinni, en færri vita líklega að fram- leiðandi þeirra, Stanley Works, er fyrirtæki sem frá stofnun, eða í 159 ár, hefur verið staðsett í Connecticut-ríki í Bandaríkjun- um. Fyrirtækið, sem greinilega er ekki mikið fyrir breytingar, tilkynnti nú í vik- unni að ætlunin sé að flytja höfuðstöðv- arnar til Bermúdaeyja. Að vísu verður eng- in starfsemi flutt til sólskins- og skatta- paradísarinnar, fyrirtækið er aðeins að flytja lögheimili sitt. Ástæða flutningsins er skattahagræði, en samkvæmt The Wall Street Journal verður skattasparnaðurinn jafnvirði um þriggja milljarða íslenskra króna á ári. Stanley Works mun eftir sem áður greiða skatta í Bandaríkjunum af því sem þar er selt, en erlendar tekjur sem nema nú um 28% tekna fyrirtækisins, valda því að með flutningi lögheimilisins tekst fyrirtækinu að ná skatthlutfalli sínu úr 32% niður í 24%. Í The Wall Street Journal kemur fram að fyrirtækið er aðeins eitt margra sem á síð- ustu árum hafa flutt lögheimilið frá Banda- ríkjunum vegna skatta. Óvíst er hvort Ís- landi tekst með lækkun tekjuskattshlutfalls í 18% að ná til sín fyrirtækjum í þessum hugleiðingum, en verði stigin frekari skref aukast líkurnar á að gamalgróin bandarísk fyrirtæki skjóti upp kollinum hérlendis. ll VIÐSKIPTI Haraldur Johannessen Stanley fer til Bermúda haraldurj@mbl.is F JÖLDI stöðugilda við banka- störf er einn þeirra mæli- kvarða sem leggja má á banka- kerfið þegar reynt er að meta hvert stefnir og hvort ná megi fram auknu hagræði, en færri stöðugildi þýða almennt meira hagræði. Á árunum 1990 til 2000 fjölgaði stöðugildum í íslenska bankakerfinu um 215, eða 7%, fór úr 2.944 í 3.158. Það sem er ekki síst athyglisvert við þessar tölur er að fjölgunin á sér stað á seinni helmingi tímabilsins, því þá er fjölg- unin 19% eftir að 10% fækkun hafði verið á fyrri hluta áratugarins. Það sem hér er kallað bankakerfi eru við- skiptabankarnir Íslandsbanki, Landsbanki og Búnaðarbanki, auk sparisjóðanna, sem eru rúmlega tuttugu, og Sparisjóðabankans, viðskiptabanka sparisjóðanna. Inni í tölunni er einnig Reiknistofa bankanna, en þar starfa rúmlega eitt hundrað manns og hafa gert allt þetta tímabil. Inni í þessari tölu eru hins vegar ekki fjárfestingarbankar, fjár- festingarlánasjóðir, eignaleigufyrirtæki eða fyrirtæki í verðbréfa- þjónustu, en samanlagð- ur fjöldi stöðugilda hjá þessum fyrirtækjum og stofnunum var 674 í árs- lok 2000, en hafði aðeins fjórum árum áður verið 287 og sýnir þessi mikla fjölgun vel þá gerbreyt- ingu sem orðið hefur á þessum markaði á örfá- um árum. Samanlagt má því segja að í árslok 2000 hafi verið rúmlega 3.800 stöðugildi á fjármála- markaðnum hér á landi og eru þá starfsmenn ýmissa annarra stofnana og fyr- irtækja, svo sem lífeyris- sjóða og tryggingafélaga, undanskildir, en þó má halda því fram að í það minnsta hluti þeirra starfi beint á fjármálamarkaði. Þar sem laun og launa- tengd gjöld eru yfirleitt á bilinu 50%–55% af rekst hér á landi mun hagræðin með sér fækkun starfsm vill ef af hugmyndum u málamiðstöð hér á lan mannavelta mun þó ef t verkum að sú fækkun þ fjöldauppsagnir. Á móti verður að geta ungis starfsmönnum ba fjölgað, heldur einnig eig tvöfölduðust eignir að bak í bankakerfinu á þriggj 1997 til 2000, og á síðasta áfram að vaxa hratt. Þar aðalskýrins þessarar au segja að hún sé aðallega útlánum. Afgreiðslustöðum fjölgar Annar mælikvarði á hag inu, sem þó tengist fjöld fjöldi útibúa og afgreið sparisjóða. Þessi fjöldi h undanförnum árum, en fr þessa dags hefur fjölgað staði á landinu, úr 181 í ekki eins hjá öllum, því hj fækkar til dæmis um níu fjölgar um fjórtán hjá sp er ekki alveg ósvipað þró er fækkunin mest hjá L fjölgunin mest hjá sparis borgarsvæðinu hefur fjölgað um fjóra síðasta 74, en voru 70 í nokkur ár fjölgun verður þrátt fyr hjá öllum viðskiptabö greiðslum sparisjóðanna ellefu á síðustu fjórum á frá því fyrir rúmu ári. Ekki þarf annað en s afgreiðslustaða viðskipt sjóða til að láta sér koma að draga úr kostnaði í b fram hagræðingu með eða sparisjóða. Alþjóðle vísbending um að gera m að sameina fyrirtæki á hvort sem er innan banka    !     ##   $ ! %" ! %&  !  ' !   (  )*** +*** *** *  + ) , - * +, +.-    0  !   ' "  " ! /01 2    /01  3 /01 '2  3  ( 4   "   0  5 $ ! &  !   ' 2 3 - 4 4 #4 14 -4 Spara má milljarða í bankakerfin Að sumu leyti hefur orðið hagræðing í bankakerfinu á undanf um, en hana má að hluta til þakka þenslu í útlánum bankanna un Haraldar Johannessen kemur fram að hægt er að ná fram hagræðingu í bankakerfinu með auknum sameiningum og ben nokkra kosti sem fyrir hendi eru. Á síðustu árum hefur afgreiðslustöðum banka og starfsmönn fjölgandi, sem segir að hægt er að hagræða í bankakerfinu ll FRÉTTASKÝRING bankakerfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.