Morgunblaðið - 26.02.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 26.02.2002, Síða 1
47. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 26. FEBRÚAR 2002 PAKISTANSKUR lögreglumaður fylgir íslamska öfgatrúarmann- inum sheikh Omar í dómsal í borg- inni Karachi í gær en sheikh Omar er sakaður um að hafa staðið á bak við ránið á bandaríska blaðamann- inum Daniel Pearl, sem nú er stað- fest að sé látinn. Gæsluvarðhald yf- ir sheikh Omar var framlengt að beiðni saksóknara en nú er leitað að líki Pearls og sögðu talsmenn lögreglunnar að þeir vildu einnig finna morðvopnið áður en sheikh Omar og tveir samstarfsmenn hans yrðu formlega ákærðir. Reuters Leitað að líki Pearls LEIÐTOGI stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, Morgan Tsvangirai, verður ákærður fyrir landráð, að því er lögfræðingur hans greindi frá í gær. Verði hann fundinn sekur á hann dauðarefsingu yfir höfði sér. Tsvangirai var boðaður til yfir- heyrslu hjá lögreglunni vegna ásak- ana um að hann hefði lagt á ráðin um að myrða Robert Mugabe, forseta landsins. Tsvangirai, sem býður sig fram gegn Mugabe í forsetakosning- um er fram fara níunda og tíunda mars, segir ekkert hæft í ásökunun- um. Stjórnvöld í Zimbabwe halda því fram, að Tsvangirai hafi átt fund með kanadísku ráðgjafarfyrirtæki í fyrra til að skipuleggja „útrýmingu“ Mug- abes. Fyrir tíu dögum birti ráðgjaf- arfyrirtækið myndband, sem tekið hafði verið á laun á fundinum með Tsvangirai í Montreal fjórða desem- ber, og segir fyrirtækið að myndirn- ar sýni fram á sekt Tsvangirais. Ríkisfjölmiðlar í Zimbabwe hafa fjallað mikið um ásakanir yfirmanns ráðgjafarfyrirtækisins, Aris Ben- Menashes. Í frétt breska ríkisút- varpsins, BBC, kemur fram, að Ben- Menashe hefur áður unnið að kynn- ingarstörfum fyrir Mugabe. Ben- Menashe er fyrrverandi leyniþjón- ustumaður frá Ísrael. Tsvangirai segist hafa átt fundi með ráðgjafarfyrirtækinu til að ræða hugsanlega kynningu sem það gæti séð um fyrir flokk sinn erlendis. Seg- ir hann orð sín, sem heyrist á mynd- bandinu, hafa verið tekin úr sam- hengi. Á myndbandinu er klukka, og sést þar að upphaflega myndbandið, sem tekið var á laun, hefur verið klippt mikið og jafnvel „endurunnið“, að sögn óháðra samtaka sem sinna fjölmiðlarannsóknum í Zimbabwe. BBC greindi frá því, að Mugabe hefði samþykkt að flýja land ef hann tapaði í forsetakosningunum. Olus- egun Obasanjo, forseti Nígeríu, hefði rætt þetta við Tsvangirai á fundi í síðasta mánuði. Breska blaðið The Times sagði að Mugabe hefði beðið Obasanjo um að ræða þetta við Tsvangirai eftir að Mugabe hefði lát- ið gera skoðanakönnun og komist að því að hann myndi ef til vill tapa kosningunum. Yfirmaður hersins í Zimbabwe hefur lýst því yfir, að her- inn myndi ekki viðurkenna Tsvang- irai sem forseta landsins. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe yfirheyrður Mun verða ákærður fyrir landráð Harare. AP. Reuters Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimb- abwe (t.h.), ásamt lögfræðingi sínum í gær. MOSHE Katsav, forseti Ísraels, bauð í gær Abdullah bin Abdul Aziz, krón- prinsi í Sádi-Arabíu, til viðræðna í Jerúsalem en krónprinsinn lagði ný- verið fram hugmyndir sem hugsan- legt er talið að geti leitt til friðar í Miðausturlöndum. Sagðist hann jafn- framt reiðubúinn til að ferðast til Riyadh, höfuðborgar S-Arabíu, í sömu erindagjörðum. Áður hafði Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísr- aels, kallað hugmyndirnar „nýjar, áhugaverðar og hrífandi“ og staðhæft var að Ariel Sharon forsætisráðherra hefði beðið Bandaríkjastjórn að hafa milligöngu um viðræður við S-Araba. Ísraelsmenn sökuðu þó Palestínu- menn í gær um að hafa svikið loforð um að efna til vopnahlés, með byssu- árás sem gerð var í gær í Jerúsalem. Var ekki ljóst hver áhrif það hefði á afstöðu þeirra til hugmynda S-Araba. Tillögur Abdullah krónprins, sem sagður er stýra S-Arabíu í reynd sök- um heilsuleysis Fahd konungs, fela í sér að arabaríkin taki upp vinsam- legri samskipti við Ísraelsríki gegn því að Ísraelar dragi allt sitt herlið frá þeim svæðum sem þeir hafa hernum- ið frá 1967. Feli það í sér að Ísraels- ríki hljóti fulla viðurkenningu araba- ríkjanna. Peres sagði að Ísraelsstjórn myndi fagna beinum viðræðum við yfirvöld í S-Arabíu. Talsmenn Bandaríkja- stjórnar lýstu einnig ánægju með frumkvæðið en vildu sjá tillögurnar betur útfærðar áður en lengra yrði haldið. Javier Solana, yfirmaður utan- ríkismála Evrópusambandsins, tók í sama streng í gær. Landnemar lítt hrifnir Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, hefur lýst stuðningi við tillög- ur S-Araba og flest arabaríkin hafa tekið vel í hugmyndirnar. Stuðningur er jafnframt vaxandi í Ísrael, að því er fullyrt er. Aðeins öfgaþjóðernissinnar hafa hafnað hugmyndunum en Benny Elon, sem er ráðherra ferðamála í ríkisstjórn Sharons, sagðist enga virðingu bera fyrir ráðandi öflum í Sádi-Arabíu. Fulltrúar ísraelskra landnema á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu lýstu einnig mótmæl- um sínum. Peres segir tillög- urnar „hrífandi“ Jerúsalem. AFP. ÍSRAELSKA lögreglan réð í gær niðurlögum Palestínumanns eftir að hann hafði hafið skothríð á stræt- isvagnastöð í ísraelska hluta Jerú- salem með þeim afleiðingum að sex særðust. Þá féllu tveir Ísraelar þeg- ar palestínskir byssumenn hófu skothríð á bifreið þeirra nærri Nokdim á Vesturbakkanum. Áður höfðu ísraelskir hermenn skotið til bana palestínskan mann á Vesturbakkanum og sært konu hans, Maysoun Hayek, sem var ófrísk að barni þeirra. Voru hjónin á leið á sjúkrahús enda Hayek með hríðir. Hún (t.v.) ól síðar heilbrigt stúlkubarn. Sagði Ísraelsher að skotið hefði verið á bifreið þeirra vegna þess að ekki hefði verið sinnt bendingum um að stöðva bæri bílinn. AP Særðu konu í barnsnauð RÆNINGJAGENGI í Þýska- landi komst í gær undan með meira en tíu milljónir evra, tæp- lega einn milljarð ísl. kr., en þetta er talið stærsta peninga- rán sem framið hefur verið í Þýskalandi. Leitar þýska lög- reglan nú ræningjanna dyrum og dyngjum. Ræningjarnir höfðu fengið í lið með sér ökumann öryggisbif- reiðar sem flytur peninga milli bankaútibúa. Maðurinn, 23 ára gamall Frakki, dró upp skamm- byssu og handjárnaði sam- starfsmann sinn áður en hann ók bílnum í neðanjarðarbíla- geymslu. Þar bættust í hópinn a.m.k. tveir menn og flutti hóp- urinn þar fjögur geymslubox, sem voru full af seðlum, yfir í aðra bifreið og ók síðan á brott. Rændu ein- um millj- arði króna Frankfurt. AFP. Hugmyndum S-Araba um bætt samskipti Ísraela og arabaríkjanna vel tekið PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, sagði í gær að stóru ríkin í Evrópusambandinu – Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía – hefðu of mikil völd innan þess. Lipponen sagði í viðtali við finnska dagblaðið Helsingin Sanomat að aukið samstarf milli ríkisstjórna ein- stakra aðildarríkja Evrópusam- bandsins þjónaði ekki hagsmunum Finna. „Verði Evrópusambandið fært í átt að auknu samstarfi milli ríkisstjórna þýðir það að ákvarðan- irnar færast frá sameiginlegum vett- vangi til bakherbergja,“ hafði blaðið eftir forsætisráðherranum. Að sögn Lipponens stefna nú stór- þjóðirnar að því að minnka áhrif framkvæmdastjórnar ESB og minni ríkja og koma á fót nýrri „yfirfram- kvæmdastjórn“ þar sem stóru ríkin hafi bæði tögl og hagldir. Hann kvaðst á hinn bóginn vera hlynntur lýðræðislegu kerfi sem byggðist á því að tillögur næðu aðeins fram að ganga ef þær nytu stuðnings meiri- hluta aðildarríkjanna og fulltrúa meirihluta allra íbúa ESB-ríkjanna. Lipponen gagnrýndi starf CFE, Ráðstefnu um framtíð Evrópu, sem á að semja um breytingar á innra skipulagi ESB og fyrirkomulagi ákvarðanatöku eftir að aðildarríkj- unum fjölgar úr 15 í allt að 27. Lipp- onen kvaðst óttast að stórþjóðirnar hefðu þegar ákveðið niðurstöðu ráð- stefnunnar. Enginn samningur yrði hins vegar gerður án samþykkis Finna. Völd stórþjóða í ESB of mikil? Helsinki. AFP.  Ákæru/19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.