Morgunblaðið - 26.02.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 26.02.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu Audi A4 quattro Turbo, 4 dyra, 5 gíra, nýskráður 14.09.2001. Leðurinnrétting, sóllúga, álfelgur. Ásett verð 3,890,000 athuga skipti á ódýrari, nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is Gæsluvarð- hald fram- lengt um sex vikur GÆSLUVARÐHALD var fram- lengt um sex vikur yfir karlmanni og konu sem voru handtekin vegna gruns um aðild að smygli á hátt í fimm kílóum af amfetamíni til lands- ins og um 150 grömmum af kókaíni. Einn til viðbótar er í haldi. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík, segir málið umfangsmikið og rannsókn þess sé hvergi nærri lokið. ÞEIR Gunnlaugur Sigurðsson og Þorsteinn Eyþórsson létu ekki garrann í veðrinu aftra sér við hug- leiðsluna á Lækjartorgi á föstudag. Að sögn Gunnlaugs tók ákveðinn hópur sig saman fyrir um það bil ári og ákvað að hugleiða alltaf í há- deginu á föstudögum á Lækjar- torgi. „Við erum ekki að gera þetta í nafni neinna samtaka,“ segir hann, „en það er ansi hollt að reyna að stæla hugann við þessar kring- umstæður. Kannski er þetta ein- hver sýndarmennska líka,“ bætir hann við. Morgunblaðið/Ásdís Hugleiðsla á Lækjartorgi HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir ráðgefandi álit EFTA- dómstólsins vera gott dæmi um mik- ilvægi þess að samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið verði sam- bærilegur því sem er í Evrópu- sambandslögunum sjálfum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekki ákveðið með hvaða hætti brugðist verði við úrskurðinum. Íslenskar bækur hafa til þessa bor- ið lægri virðisaukaskatt en bækur á erlendum tungumálum. EFTA-dóm- stóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ákvæði í landslögum EES-ríkis, sem kveður á um að bæk- ur á tungumáli þess beri lægri virð- isaukaskatt en bækur á erlendum málum, samrýmist ekki 14. grein EES-samningsins. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að fjármálaráðuneytið hafi mál- ið til skoðunar í framhaldi af úrskurði EFTA-dómstólsins. „Að formi til er þetta ráðgefandi úrskurður fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur en ég held að það sé alveg ljóst að við verðum með einhverjum hætti að laga okkur að þessum úrskurði.“ Hann segir þó ekki ljóst hvernig það verði gert. Nú sé verið að athuga hvað úrskurðurinn geti þýtt varðandi tekjur ríkissjóðs. Aðspurður um skoðun hans á úr- skurðinum segir Geir: „Manni finnst það auðvitað heldur klént að svona menningarleg sjónarmið eins og þarna er verið að reyna að hlúa að skuli ekki vera viðurkennd en þetta eru auðvitað reglurnar samkvæmt samningnum og það er lítið við því að segja í sjálfu sér.“ Hann telur þetta þó ekki tilefni til endurskoðunar EES-samningsins. „Mér finnst þetta í sjálfu sér ekki stærsta málið í sambandi við þennan samning eða það sem að honum lýtur. Meginreglan í samningnum er að ekki megi mismuna á grundvelli þjóð- ernis og þegar litið er á það kemur þetta kannski ekki á óvart.“ Ósáttur við að við getum ekki stutt við okkar þjóðmenningu „Ég met það þannig að sá stuðn- ingur, sem íslensku virðisaukaskatts- lögunum er ætlað að veita íslenskri tungu, virðist ekki standast samning- inn um evrópska efnahagssvæðið og við erum bundin samkvæmt honum af því að fara að niðurstöðu EFTA-dóm- stólsins í málum sem þessum,“ segir Halldór. „Ég tel að þetta séu mjög slæm tíðindi og er mjög ósáttur við að við getum ekki stutt við okkar þjóð- menningu og tungu með viðunandi ráðstöfunum.“ Hann segir annað gilda innan Evrópusambandsins. „Með Amsterdamsamningnum komu ákvæði inn í Rómarsáttmálann sem auka möguleika landanna til að styðja við menningu. Það var ákveðið að það ætti að hafa menningarlega þætti til hliðsjónar við útfærslu á greinum sáttmálans sérstaklega til þess að efla og viðhalda fjölbreyti- leika í menningu. Í dómnum kemur hins vegar fram að dómstóllinn telji ekki samræmast réttilegri meðferð dómsvalds að færa út gildissvið EES- samningsins á þeim grundvelli. Við erum þeirrar skoðunar í utanríkis- ráðuneytinu að ef þetta atriði hefði verið fært inn í samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið væri kominn sterkur lagagrundvöllur til þess að veita þjóðtungum samningsríkjanna þann stuðning sem við ákváðum að væri í íslensku virðisaukaskattslög- unum. Þannig að þetta er að mínu mati mjög gott dæmi um mikilvægi þess að samingurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé sambærilegur því sem er í Evrópusambandslögunum sjálfum og þeim breytingum sem hafa orðið síðan að EES-samningurinn var gerður.“ Fjármálaráðherra um álit EFTA-dómstólsins varðandi virðisaukaskatt á bækur Verðum að laga okkur að þessum úrskurði Nótaskipinu Elliða komið til aðstoðar á síðustu stundu „Gátum ekki verið á reki mik- ið lengur“ „VIÐ gátum ekki verið á reki mikið lengur,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Elliða GK, en Grétari Rögnvarssyni skipstjóra og áhöfn hans á Jóni Kjartanssyni SU tókst að koma taug í hitt nóta- og togveiði- skipið, þar sem það rak hratt að landi við Skarðsfjöru í Meðallands- bugt í gærmorgun. Vélarbilun varð þess valdandi að drepa varð á vél Elliða, sem var á leið á loðnumiðin, og ekki hafi tekist að koma henni strax í gang aftur. Al- bert Sveinsson segir að hann hafi verið að tala við Grétar í síma þegar þetta gerðist en þá hafi ekki legið fyrir hvað ástandið væri alvarlegt. Um það bil klukkutíma síðar hefði hann aftur haft samband og þeir ákveðið að hann kæmi og tæki bát- inn í tog. Héldu ró sinni 14 manns eru í áhöfn Elliða og segir Albert að menn hafi haldið ró sinni. Fljótlega hafi tekist að gera við bilunina til bráðabirgða og var skipið byrjað aftur á loðnuveiðunum í gær í leiðindaveðri. Grétar Rögnvarsson segir að Al- bert hafi kallað í sig um áttaleytið í gærmorgun, en þá hafi Elliði verið um 1,8 sjómílur frá sandfjörunni. Skipið hafi rekið hratt að landi í miklum álandsvindi en vel hafi geng- ið að setja taug í það. Hann segir að það hafi verið rétt ákvörðun að taka Elliða í tog því ef ekki hefði tekist að koma vélinni í gang hefði getað farið illa. Rann- sókn á lokastigi RANNSÓKN lögreglunnar í Reykjavík vegna kæru Guðríð- ar Ingólfsdóttur á hendur fyrrverandi eiginmanni henn- ar fyrir frelsissviptingu dóttur þeirra í Egyptalandi sl. haust er á lokastigi en fjallað var ít- arlega um mál þetta í Morg- unblaðinu á sunnudag. Maður- inn var yfirheyrður á ný í gær. Egill Stephensen, saksókn- ari hjá lögreglunni í Reykja- vík, segir lögreglu hafa yfir- heyrt manninn oftar en einu sinni. Rannsóknin beinist að meintri frelsissviptingu dótt- urinnar og hótunum í hennar garð. Hann sagði almenna reglu þá að lögreglan hefði lögsögu í máli sem þessu ef um íslenskan ríkisborgara væri að ræða og svo framarlega sem meintur verknaður er refsi- verður í því landi sem hann var framinn í. Egill sagði búið að taka þær skýrslur sem nauð- synlegt væri talið og myndi málinu ljúka einhvern næstu daga. Yrði það þá sent ríkis- saksóknara til ákvörðunar. Meint frelsissvipting RANNSÓKNARNEFND flugslysa aðstoðar nú Rannsóknastofnun flugslysa í Noregi við öflun gagna vegna flugatviks sem varðar þotu Flugleiða við Gardermoen flugvöll norðan við Ósló 22. janúar sl. Flug- menn þotunnar hættu við lendingu á lokaspretti aðflugs, hækkuðu flugið og flugu vélinni einn hring og lentu henni síðan. Gagnaöflun er á lokastigi og er skýrslu að vænta á næstu vikum. Atvikið varð er B757-200 þota Flugleiða var á lokamílum aðflugs að Gardermoen-flugvelli sem er við Ósló í Noregi. Var hún í blindflugi. Flugmenn grunaði þá skyndilega að bilun væri í aðflugsbúnaði og ákváðu að hætta við lendingu, fara hring og lenda síðan. Jens Bjarnason, flugrekstrar- stjóri Flugleiða, tjáði Morgun- blaðinu að fyrirtækið hefði tilkynnt íslenskum flugmálayfirvöldum um atvikið. Segir hann Flugleiðir hafa þá stefnu að tilkynna um öll flug- atvik enda sé það flugmálayfir- valda að meta hvaða atvik þarfnist rannsóknar við og hver ekki. Ekki reglur um hversu lengi hægt er að draga lendingu Hann segir ekki gilda ákveðnar reglur um hversu lengi sé unnt að draga lendingu. Í raun sé hægt að hætta við lendingu þótt aðalhjól vélar séu farin að snerta flugbraut- ina. Jens segir það algengt hjá flugfélögum að flugmenn séu settir í venjubundið hæfnispróf eftir flug- atvik og að það sé metið hverju sinni. Þormóður Þormóðsson, formað- ur og rannsóknastjóri hjá Rann- sóknarnefnd flugslysa, segir að bú- ið sé að senda gögn úr flugrita þot- unnar til Noregs. Hann segir það venju samkvæmt að yfirvöld í atvikslandinu fari með rannsókn málsins. Eftir frumrann- sókn Rannsóknastofnunar flug- slysa í Noregi hafi sú stofnun ákveðið að eiginleg rannsókn fari fram. Að hans sögn taldi RNF ástæðu til að rannsaka atvikið bæði vegna tilkynningarinnar frá Flugleiðum og vegna þess að óskir um það hafi borist frá farþegum. Segir hann að farið verði yfir ákvörðun flugmann- anna um að hætta við lendingu, fráflugið og feril flugsins þar til lent var. Rannsókn vegna flugatviks þotu Flugleiða í Noregi Gagnaöflun að ljúka ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.